Morgunblaðið - 04.01.1990, Blaðsíða 20
20
MORGUWBLAÐIÐ FIMMTUDAÖUR 4j JAÍS-ÚAR 1990
Sjómannasambandið:
Minnst borgað fyrir
fisk á Austfjörðum
Sjómannasambandið telur að á Austfjörðum sé minnst um að
sjómenn fái meira greitt fyrir fískinn en gert er ráð fyrir í Iág-
marksverði Verðlagsráðs sjávarútvegsins, hinu svokallaða lands-
sambandsverði. Segja má að ferns konar fiskverð sé í gildi á
landinu, lágmarksverðið, yfírborganir af ýmsu tagi á það, verð á
innlendu fískmörkuðunum og loks verð á fískmörkuðum erlendis.
Brúttóverð fyrir þorsk erlendis er nálægt því að vera að meðal-
tali tvöfalt hærra en Iágmarksverð hér heima.
Frá afhendingu styrksins, en á myndinni eru talið frá vinstri: Valgarð Briem, Vala Thoroddsen, Benta
Briem, Ólafía Hrönn Jónsdóttir ásamt syni sínum og Davíð Oddsson, borgarstjóri.
Styrkur úr Minningar-
sjóði Gunnars Thoroddsen
FÖSTUDAGINN 29. desember siðastliðinn fór fram í Ijórða sinn
styrkveiting úr Minningarsjóði Gunnars Thoroddsen. Sjóðurinn var
stofíiaður af hjónunum Bentu og Valgarði Briem 29. desember 1985,
þegar liðin voru 75 ár frá fæðingu Gunnars. Sjóðurinn er i vörslu
borgarstjórans í Reykjavík, sem ákveður úthlutun úr honum að höfðu
samráði við frú Völu Thoroddsen.
Hólmgeir Jónsson, hagfræðing-
ur Sjómannasambandsins, sagði í
samtali við Morgunblaðið, að deila
þessi væri sambandinu óviðkom-
andi sem slík, en fulltrúar þess
væru engu að síður tilbúnir til að
aðstoða félaga sína hvar sem væri
á landinu, væri þess óskað. Hann
sagði, að því miður hefði samband-
ið ekki tæmandi upplýsingar um
það hvað væri greitt fyrir fiskinn
í hverjum landshluta, en sér virtist
það öruggt að minnst væri borgað
fyrir hann á_ Austfjörðum og á
Norðurlandi. í nágrenni fiskmark-
aðanna, á svæðinu frá Þorlákshöfn
vestur um upp á Snæfellsnes, mið-
Átján
árekstrar
á 4 tímum
ÁTJÁN árekstrar voru tilkynnt-
ir til Iögreglunnar í Reykjavík
frá klukkan hálftíu í gærmorg-
un til klukkan hálftvö síðdegis.
í nokkrum tilfella varð talsvert
eignaljón en ekki var vitað til
að nokkur hefði meiðst alvar-
lega.
aðist verð almennt mikið við verð
á mörkuðunum. Landssambands-
verð þekkist reyndar á Suðumesj-
um, en algengt væri að greitt
væri fast verð fyrir fiskinn, sem
væri einhvers staðar á milli mark-
aðsverðsins og landsbandsverðs-
ins. Á Vestfjörðum væri oftast
talað um nálægt 10% yfirborgun
á aflann, á Norðurlandi virtist
mun minna um yfirborganir. í ein-
hveijum tilfellum væri um fasta
yfirborgun að ræða og einhverjum
væri ákveðinn hluti aflans,
kannski 10%, greiddur á sama
verði og fengist fyrir sambærileg-
an fisk seldan úr gámum erlendis.
Líkast til mætti segja að norðan-
lands væri yfirborgun um 7% eða
minna. Síðan drægi úr yfirborgun-
um er kæmi austur á firði og
víðast hvar væru engar yfirborg-
anir.
Til að gefa mynd af því hve
verð fyrir aflann er mismunandi
eftir ráðstöfun hans má benda á
að eftir fyrstu 7 mánuði þessa árs
var meðalverð þorsks i beinni sölu
innan lands tæpar 47 krónur á
kíló, 47 til 56 á fiskmörkuðunum
hér heima og 76 til 79 erlendis.
Tilgangur sjóðsins er að veita
styrki til einstaklinga eða hópa,
stofnana eða félaga eða veita verð-
laun eða lán í sambandi við rann-
sóknir, tilraunir eða skylda starf-
semi á sviði mannúðarmála, heil-
brigðismála eða menningarmála,
sem Gunnar Thoroddsen lét sér-
staklega til sín taka sem borgar-
stjóri.
Styrkþegi er að þessu sinni Ólafía
Hrönn Jónsdóttir, leikkona. Ólafía
lauk prófi frá Leiklistarskóla ís-
lands árið 1987 og hefur síðan leik-
ið með ýmsum leikhópum. Hjá Leik-
félagi Reykjavíkur hefur hún m.a.
leikið í leikritunum „Síldin kemur
- síldin fer“, „Þar sem Djöflaeyjan
rís“ og fer nú með hlutverk
Magnínu í „Ljósi heimsins", sem
sýnt er á litla sviðinu í Borgarleik-
húsinu.
Frú Vala Thoroddsen afhenti
styrkinn, sem að þessu sinni var
að fjárhæð kr. 200.000. Athöfnin
fór fram í Höfða.
(Fréttatilkynning;)
Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra:
Raungengi krónunnar má ekki hækka
Hvort lækkun er nauðsynleg ræðst meðal
annars af verði sjávarafurða erlendis
Að sögn Gylfa Jónssonar lög-
reglufulltrúa í slysarannsókna-
deild lögreglunnar var nokkur
hálka víða á götum borgarinnar í
gærmorgun. Alls var lögreglunni
kunnugt um 41 umferðaróhapp á
nýja árinu þegar þriðji dagur þess
var rúmlega hálfnaður.
RAUNGENGI íslenzku krónunn-
ar má ekki hækka firá því, sem
var í lok ársins, en hvort það
kann að þurfa að lækka enn frek-
ar, er undir ýmsu komið, meðal
annars afurðaverði erlendis að
mati sjávarútvegsráðherra. For-
maður Sambands fískvinnslu-
stöðva telur frystinguna nú
rekna með 4% tapi af tekjum og
segist ekki sjá aðra lausn til
aukningar tekna en lækkun
gengis eftir að verðbætur á fryst-
an fisk hafa verið felldar niður.
Sjávarútvegsráðherra telur
mögulegt að verðhækkanir er-
lendis geti vegið upp á móti nið-
urfellingu verðbótanna, en af-
koma vinnslunnar hljóti að ráð-
ast að miklu leyti af framvindu
mála á næstu vikum.
„Það var um það talað við gerð
kjarasamninga síðastliðið vor, að
stjómvöld stuðluðu að viðunandi
rekstrarskilyrðum fyrir fiskvinnsl-
una,“ sagði Halldór Ásgrímsson í
samtali við Morgunblaðið. „Við það
hefur gengið á ýmsu, en staðan
batnaði verulega er leið á árið.
Vegna verðhækkana erlendis á af-
urðum vinnslunnar, meðal annars,
lækkuðu verðbætumar smám sam-
an. Þær vom í desember síðastliðn-
um 2% en vom 5% í upphafi. Á
síðasta ári var verulegt gengissig,
en þá á ég ekki við að það hafi
verið um of, og lagaði það stöðuna
verulega. Þjóðhagsstofnun er nú
að meta stöðu vinnslunnar í upp-
hafi árs. Þar verður að taka tillit
til niðurfellingar verðbóta á frystan
fisk, áhrifa virðisaukaskattsins,
samdráttar í afla á þessu ári og
fleiri þátta. Ég geri mér einnig
vonir um að um einhveijar verð-
hækkanir verði erlendis, og full
ástæða er til að ætla að þær geti
vegið upp verðbætumar. Þær vora
upphaflega rökstuddar með því að
þær væru aðeins tímabundnar og
verðhækkanir i nánustu framtíð
taldar líklegar.
Svigrúm innan sjávarútvegsins í
upphafi þessa árs er afar lítið. Það
raungengi krónunnar, sem gilti í Iok
desember, má ekki hækka, en hvort
það þarf að lækka fer meðal ann-
ars eftir afurðaverðinu. Þá era
ýmsar kröfur gerðar til sjávarút-
vegsins um þessar mundir. Krafizt
er hærri launa og hærra fiskverðs
og ýmsar stofnanir vilja taka meira
til sín en áður, meðal annars í formi
orkuverðshækkana, en undir slíkum
hlutum er útveginum ómögulegt að
standa. Hvað gerast kann veltur
því mikið á framvindunni næstu
vikumar,“ sagði Halldór Ásgríms-
son.
Lögreglan
leitar vitna
Slysarannsóknadeild lögregl-
unnar i Reykjavík óskar eftir að
ná tali af vitnum að árekstri sem
varð á mótum Hverfisgötu og
Klapparstígs þann 22. síðasta
mánaðar um klukkan tvö síðdeg-
is.
Tveir fólksbílar, gulur Daihatsu
og Ford Cortina, rákust saman þeg-
ar Cortinunni var bakkað úr stæði
en Daihatsunum ekið suður Klapp-
arstíg.
Lýst eftir
stolnum bíl
■ Lýst er eftir bifreiðinni R-54261,
sem er hvít fólksbifreið af gerðinni
Skoda, árgerð 1986. Henni var stol-
ið frá Snorrabraut 69 á nýársnótt.
Þeir sem geta upplýst hvar bifreið-
in er nú niður komin era beðnir að
láta lögreglu vita.
Veður á síðasta ári:
Jaftimikil úrkoma ekki
mælst í Reykjavík írá 1959
ÓVENJU mikil úrkoma mæld;
ist á landinu á árinu 1989. I
Reykjavík mældist úrkoma
1.060 mm og heftir ekki verið
jafiimikil í Reykjavík frá 1959.
Þá mældist úrkoma á Akureyri
750 mm og hefur aldrei mælst
jafnmikil úrkoma þar á einu ári
frá því mælingar hófust 1927.
í Stykkishólmi mældist úrkoma
um 980 mm, hið mesta frá 1972.
Meðalhiti á landinu var lítillega
undir meðallagi áranna 1951-
1980.
Síðastliðinn vetur var óvenju
umhleypingasamur og snjóþyngsli
víða um land, einkum þó í febrúar
og mars. Febrúar var hinn þriðji
kaldasti á öldinni í Reykjavík en
í öðrum landshlutum yf irleitt hinn
kaldasti frá 1969 eða 1973.
Meðalhiti í Reykjavík reyndist
3,8°C sem er 0,8°C undir meðal-
lagi. Á Akureyri var meðalhiti
3,3°C eða 0,1°C undir meðallagi.
Vorið var kalt og óvenju vot-
viðrasamt, einkum um sunnan-
og vestanvert landið. Samfelldar
úrkomumælingar hófust í
Reykjavík 1920 og á þeim tíma
Hámarks- og lágmarkshiti
í Reykjavík 1989
Hámarks- og lágmarkshiti í Reykjavík 1989.
hefur aldrei mælst jafmikil úr-
koma samanlagt í apríl og maí.
Þetta votviðrasama vor olli því
að snjór var mun lengur til fjalla
en venjulegt er. Snjór sat jafnvel
í sköflum í lágsveitum vestan-
lands fram á sumar.
Ekki hafa jafnfáar sólarstundir
mælst í Reykjavík í júlí síðan sam-
felldar mælingar hófust þar 1923.
Um austanvert landið var mun
betra veðurlag mestallan júlí.
Hæsti hiti sumarsins í Reykjavík
var 15,6° sem er óvenju lágt. Á
Akureyri varð hiti hæstur 23,0°.
September var votviðrasamur og
hefur ekki mælst jafnmikil úr-
koma í Reykjavík í september frá
1960.
Október reyndist hinn þurrasti
á Akureyri frá 1960. Mikil hlýindi
vora framan af desember en
kuldakast gerði um og eftir miðj-
an mánuð. Á aðfangadag gerði
fárviðri við suðurströndina. Þá
mældist vindur í snöggri hviðu
120 hnútar á Stórhöfða og er það
jafnmikið og mest hefur mælst
hérlendis áður, en það var á Þyrli
í Hvalfirði.