Morgunblaðið - 04.01.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.01.1990, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1990 Kínverjar neita að Fang fái ferðafrelsi Peking, Canberra. Reuter. KÍNVERJAR neituðu því í gær að þeir hefðu ákveðið að leyfa andófsnianninum Fang Lizhi að fara til Ástralíu. Sögðu þeir ekk- ert hæft í fregnum þess efni s að þeir hefðu gert samkomulag við Bandaríkjamenn í máli Fangs, sem dvelst í bandaríska sendiráðinu í Peking. Tímaritið Pai Shing, sem gefið er út í Hong Kong, sagði í fyrra- dag, að kínversk stjómvöld hafa ákveðið að leyfa Fang að fara til Ástralíu síðar í þessum mánuði. Hefði samkomulagið náðst í ferð Brents Scowcrofts, öryggisráðgjafa Bandaríkjaforseta, til Peking í síðasta mánuði. Talsmaður utanríkisráðuneytis- ins í Peking sagði að frétt blaðsins væri hreinn hugarburður. Hann gaf hins vegar til kynna að stjómvöld kynnu að verða tilbúin til að taka vægt á máli Fangs játaði hann sekt sína og héti „betrumbót“. Mál hans hefur valdið mikljim erfiðleikum í samskiptum Bandaríkjamanna og Kínveija. Fang leitaði skjóls ásamt konu sinni og bami í bandaríska’sendi- ráðinu í Peking eftir fjöldamorð kínverska hersins á Torgi hins him- neska friðar í júní sl. Kínversk stjómvöld hafa gefið honum að sök að hafa verið einn helsti forsprakki stúdentamótmæla á torginu, sem hófust snemma í maí en alþýðuher- inn batt síðan endi á þau með fjölda- morðum á andófsmönnum á torginu 3. júní sl. £jt': -r"\ ■ 14 1 ) } f Jt f ■ á > Reuter Táknræn ferð Hinn kunni franski haffræðingur Jacques Cousteau hélt í gær í óvenju- lega ferð til Suðurskautsins. Með í för em sex börn, eitt frá hverri heimsálfu. Hér sést Cousteau skýra tilgang ferðarinnar sem er sá að vekja athygli heimsbyggðarinnar á þörfinni á að vernda síðasta ós- nortna blett jarðarinnar. Flagginu á að koma fyrir á Suðurskautinu. Deilan um Noriega: Hæli í öðru landi er ekki útilokað - segir talsmaður Bandaríkjaforseta Washington, Panamaborg. Reuter. MARLIN Fitzwater, talsmaður Bandaríkjaforseta, vildi ekki útiloka í gær að Bandaríkjastjórn féllist á að Manuel Antonio Noriega, fyrr- um einræðisherra Panama, fengi hæli í einhveiju öðru landi en Panama. Bandarikjamenn telja að israelskur ráðgjafí Noriega, Mike Harari, hafi sloppið úr landi og sé nú i ísrael. „Við höfum aldrei sagt að eitt- að stefnubreyting hefði orðið hjá hvert þriðja ríki kæmi ekki til greina. Við höfum sagt að við vildum fá hann til Bandaríkjanna en við útilok- um ekki alla aðra möguleika," sagði Fitzwater. Noriega leitaði hælis í sendiráði Páfagarðs í Panama fjórum dögum eftir að honum var steypt af stóli. Bandaríkjamenn vilja draga hann fyrir rétt fyrir aðild að eiturlyfja- smygli en Páfagarður hefur neitað að framselja hann. Ummæli Fitzwaters benda til þess að Bandaríkjastjórn sé reiðubúin að fallast á málamiðlun til að leysa hnútinn. Talsmaðurinn bætti síðar við að hann væri ekki að gefa í skyn Bandaríkjastjóm. „Afstaða okkar er sú að Páfagarði ber að taka ákvörð- unina. Boltinn er hjá þeim. Þeir vita hver afstaða okkar er í meginatriðum - við viljum fá hann til Banda- ríkjanna," sagði hann. Bandarískir embættismenn höfðu áður sagt að lausn málsins gæti ekki falist í því að Noriega fengi hæli í einhveiju þriðja ríki vegna þess að þá yrði ekki hægt að koma í veg fyrir að hann gerði óskunda í Panama. Skýrt var frá því í gærdag að 500 hermenn í liðsafla Bandaríkjamanna í Panama yrðu fluttir heim síðdegis. Fyrr í vikunni fóru 200 menn úr stór- skotaliðinu heim til Bandaríkjanna. Krafist afsagnar ríkisstjórnar Búlgaríu; Hart deilt um réttindi tyrkneska minnihlutans Kurdzhali, Soílu. Reuter. MÖRG þúsund Búlgarir söfauð- ust saman í borginni Kurdzhali í suðurhluta landsins á þriðjudag, sungu ætljarðarsöngva og mót- mæltu þeirri ákvörðun stjórn- valda að veita tyrkneska minni- hlutanum í landinu aukin mann- réttindi. Kröfar voru bornar fram um afsögn kommúnista- stjórnarinnar. Borgarbúar eru Óttast að íranska tankskipið brotni Rabat, Marokkó. Reuter. ÓTTAST var í gær að íranska tankskipið Kharg-5 brotnaði í tvennt næstu daga vegna vaxandi veðurs á þeim slóðum þar sem það er í togi undan ströndum Marokkó. Samkvæmt upplýsingum veðurstofunnar í Rabat í Marokkó var gert ráð fyrir vaxandi norð- vestanvindum og talsverðum sjó. Kharg-5 var í gær um 300 km undan strönd landsins og var talið að það mundi færast hratt undan vindi upp á grynningar og stofna þannig vinsælum bað- ströndum og mikilvægum fiskimiðum. í hættu. Jafnframt var talið að sérstakar girðingar sem lagðar hafa verið til að hefta útbreiðslu olíu- flekks frá skipinu yrðu gagnslausar í öldugangi. Logn og blíða hefur verið á þeim slóðum þar sem Kharg-5 hefur verið á reki. Sprenging varð í framanverðu skipinu 15. desember og láku úr því 70.000 tonn af olíu. Brotni það í tvennt, eins og óttast var, telja sér- fræðingar nær öruggt að þau 200.000 tonn olíu, sem enn eru í tönkum þess, fari einnig í hafið, en það gæti haft í för með sér mesta mengunar- slys sögunnar. Hréolfa hefurleklft úr (ransku ollusklpf- undan strönd Marokkó I tværvlkurog gætl þetta orölö eltt mesta mengunar- slys sogunnar ^. ■ f' 19. des.: Áhöfnin yfirgefur sklpiö eftir sprengingu um borö Skipiö var um 30 km frá strand lengjunni er björgunarsklp byrj- uðu aö toga það frá ströndinni 'pÍT’ Atlenlshaf j Vestur-Sahara Spðnn ...Á - \ Olíulekinn Taliö er aö 70.000 tong af hráolfu 1 _ hafi lekiö úr skipinu. Sllkt magn myndi fylla 1.500 stóra ollublla um 50 þúsund; Búlgarir og Týrk- ir álíka fjölmennir. Gerð voru hróp að Anatólíj Lúkanov, um- bótasinnuðum félaga í stjórn- málaráðinu, er hann varði ákvörðun stjórnarinnar. Einnig heyrðust slagorð gegn Podkrepa sem er óháð verkalýðshreyfíng með um 100 þúsund félaga og áhrifamesta stjórnmálahreyfíng andstæðinga kommúnista. Hreyf- ingin styður stjórnvöld í málefa- um Tyrk,ja. Harðlínumaðurinn Todor Zhívkov, sem nýlega var velt úr sessi, beitti tyrkneska minnihlutann miklu harðræði á þriggja áratuga ferli sfnum. Um 1,5 milljón af níu milljónum íbúa í Búlgaríu er tyrk- neskumælandi og um 300 þúsund þeirra flýði til Tyrklands undan ofsóknum Zhívkovs á síðasta ári. Þeim var bannað að iðka trú sína, islam, gert að leggja af tyrknesk nöfn sín og mæla á búlgörsku. Mótmælendur í Kurdzhali æptu: „Búlgaría er ekki Kýpur“ og „Týrki til Tyrklands.“ Um þúsund Búlgarir frá borginni héldu fund fyrir utan þjóðþingið í höfuðborginni Sofíu og sögðu að ákvörðunin um aukin rétt- indi Tyrkjanna hefði verið tekin án Fækkun liðsafla og vígtóla í Evrópu: Óhætt að kalla allt að 100.000 bandaríska hermenn heim Washington. Reuter. SAM Nunn, formaður hermálanefiidar öldungadeildar Bandaríkjaþings og einn virtasti sérfræðingur á sviði varnar- og öryggismála vestra, hvatti til þess i blaðaviðtali sem birtist á mánudag að allt að 100.000 bandarískir hermenn yrðu kallaðir heim frá Evrópu. Kvaðst hann líta svo á að breytingarnar í ríkjum Austur-Evrópu hefðu dregið verulega úr hernaðarógnun aðildarríkja Varsjárbandalagsins. Nunn sagði í viðtali við bandaríska mætti þeim fjármunum sem sparast dagblaðið The New York Times að 200 til 250.000 bandarískir hermenn nægðu til að tryggja vamarskuld- bindingar Bandaríkjamanna í Vest- ur-Evrópu en herlið þeirra í álfunni telur nú 305.000 menn. Carl Levin, sem einnig á sæti í hermálanefndinni, tók í sama streng á þriðjudag og benti á að veija myndu með þessum hætti til upp- byggingar innan Bandaríkjanna. „Frelsisvindamir hafa tvístrað Var- sjárbandalaginu og sú staðreynd blasir við að ekki er unnt að treysta á herafla ríkja Austur-Evrópu verði ákveðið að hefja árás til vesturs," sagði hann. Þeir Nunn og Levin lögðu hins vegar áherslu á að Bandaríkjamenn yrðu ávallt og ævinlega að ítreka þann ásetning sinn að taka þátt í vörnum Evrópu og þyrfti það að koma skýrt fram í öllum samninga- viðræðum um fækkun hermanna og vígtóla í Evrópu. Áður en veldi kommúnista hrundi eins og spilaborg í Austur-Evrópu hafði George Bush Bandaríkjaforseti lagt til að hermönnum yrði fækkað þannig að hvort stórveldið um sig hefði 275.000 menn undir vopnum í Evrópu. Hefur tillaga þessi þegar verið lögð fram í Vínarborg þar sem fram fara viðræður 23 ríkja Atlants- hafsbandalagsins og Varsjárbanda- lagsins um niðurskurð á sviði hins hefðbundna herafla frá Atlantshafi til Úralfjalla. Hún felur í sér að bandarískum hermönnum verður fækkað um 30.000 en sovéskum um á að giska 300.000. Þeir Nunn og Levin kváðust vera þeirrar skoðunar að atburðir undanfarinna vikna og mánaða í Austur-Evrópu hefðu gert það að verkum að hefja bæri þegar í stað nýjar viðræður um frekari nið- urskurð ér Vínarsáttmálinn lægi fyr- ir en stefnt er að því að þeim samn- ineum verði lokið fyrir næstu áramót. þess að ráðgast við íbúa Kurdzhali og án tillitsTil sérstakra aðstæðna þar, að sögn búlgörsku fréttastof- unnar »BTA. Stjómmálaráðið, æðsta valda- stofnun landsins, sendi frá sér yfir- lýsingu þar sem hvatt var til still- ingar og ítrekað að Tyrkjum yrði veitt full lagavemd, jafnframt því sem lítið var gert úr spennunni í Kurdzhali. Vestrænir stjórnarerind- rekar segja að það geti skipt sköp- um hvernig þjóðernisvandinn verði leystur þar sem Búlgarir þurfi að leita eftir miklum lánum hjá vest- rænum lýðræðisríkjum til að rétta við efnahaginn. Stjórn Tyrklands sagði í gær að fyrst og fremst væri um búlgarskt innanlands- vandamál að ræða. Orlög Zhívkovs óráðin enn Tveim mánuðum eftir fall Zhívkovs hafa umbótasinnaðir kommúnistar undir forystu Peters Mladenovs forseta ekki ákveðið hvað verði gert við leiðtogann fyrr- verandi. Áðurnefndur Lúkanov sagði þó ljóst að hiítt yrði „lögum en ekki tilfinningum" og var ljóst að hann vísaði til aðdragandans að aftöku Ceausescu-hjónanna í Rúm- eníu um jólin þar sem vart var um raunveruleg réttarhöld að ræða. Hann sagði að fyrst yrði 'að kanna hvaða lög Zhívkov hefði brotið áður en ákæra yrði lögð fram. Lúkanov sagði kommúnista- flokkinn myndu gegna mikilvægu hlutverki í framtíð landsins en regn- hlífarsamtök níu hópa stjómarand- stæðinga hafa hafnað hugmyndum kommúnískra umbótasinna um samsteypustjórn flokksins og stjómarandstöðunnar eftir fijálsar kosningar. Kommúnistar hafa verið sakaðir um að reyna að tefja fyrir kosningunum, sem Mladenov for- seti hét í nýársávarpi sínu að yrðu síðar á árinu. Lúkanov benti á mótsagnir í málflutningi stjórnar- andstæðinga sem sumir hafa talað um seinagang en aðrir úr þeirra röðum vilja lengri tíma til að kynna stefnu sína úti á landsbyggðinni. Tilkynnt hefur verið að þjóð- þingið mun koma saman síðar í þessum mánuði og samþykkja að afnema ákvæði í stjórnarskránni um forræði kommúnistaflokksins. Fulltrúar stjórvalda og lýðræðisaf- lanna hófu formlegar viðræður um stjórnarfarsumbætur í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.