Morgunblaðið - 04.01.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANUAR 1990
23
Kontrar myrða
bandaríska nunnu
Kontra-skæruliðar, sem Bandaríkjastjóm styður í Nicaragua, myrtu banda-
rísku nunnuna og trúboðann Maureen Courtney, ásamt annarri nunnu frá
Nicaragua, Franciscu Colomer, og særðu þrjá aðra trúboða, þ. á m. banda-
rískan biskup, í fyrirsát aðfaranótt þriðjudags. Courtney, sem var 45 ára
gömul, af reglu Agnesar-systra, hafði búið ámm saman í landinu og
kennt fátækum bændum að sá korni. Á níunda áratugnum hafa trúboðar
æ oftar orðið fórnarlömb styrjaldaraðila í átökum í Mið-Ameríku og er
skemmst að minnast morða á sex jesúítaprestum í E1 Salvador í nóvem-
ber. Á myndinni sjást menn bera kistu með jarðneskum leifum Courtney
(innfellda myndin).
Norskir laxeldismenn:
Uppkaupakerfí til að
girða fyrir undirboð
Eiga samt yfir höfði sér málshöfðun |
NORÐMENN, sem framleiða um 60-70% af öllum eldislaxi í Evrópu,
eru um þessar mundir að taka upp hjá sér nýtt kerfi, sem á að
tryggja, að laxinn sé ekki seldur á niðursettu verði, að því er segir
í breska blaðinu Financial Times. Er hér um að ræða viðbrögð við
þeim ásökunum Breta og íra, að Norðmenn hafi stundað stórkostleg
undirboð enda er talið líklegt, að framkvæmdastjórn Evrópubanda-
lagsins (EB) muni steftia þeim fyrir. Þá hafa Bretar bannað innflutn-
ing á óslægðum laxi og silungi til að koma í veg fyrir sjúkdóma, sem
gert hafa mikinn usla í norsku laxeldisstöðvum.
Ekki hefur enn verið tekin endan-
leg ákvörðun um málshöfðun á
hendur Norðmönnum en flest bend-
ir til, að EB-nefndin, sem fjallar
um undirboð, telji ásakanir bresku
og írsku laxeldismannanna vera á
rökum reistar. Ef til málshöfðunar
kemur yrði það mikið áfall fyrir
norsku stjórnina. Undirboð á fisk-
mörkuðum eru fáheyrð — eina
dæmið, sem um er vitað, varðar
sardínur frá Chile — og rannsókn
á slíku framferði væri sérstaklega
neyðarleg nú þegar EB og EFTA
hafa ákveðið að taka upp samninga
um nánari tengsl. Ef Norðmenn
verða fundnir sekir um undirboð
verður refsingin líklega fólgin í
nýjum innflutningsgjöldum á
norskan lax.
Stjómvöld og sölusamtök
norskra laxeldismanna hafa brugð-
ist við með því að koma á uppkaupa-
kerfi, sem kaupir þann lax, sem
ekki tekst að selja fyrir tilskilið lág-
AFSLATTUR
marksverð. Til að fjármagna kaupin
verður lagt rúmlega 46 ísl. kr. auka-
gjald á hvert selt kíló og er búist
við, að viðmiðunarverðið verði þá
nærri 390 ísl. kr.
Talsmenn skoskra laxeldismanna
hafa fagnað þessum ráðstöfunum
Norðmanna og telja, að þær geti
orðið til að lyfta verðinu á Evrópu-
markaði upp í rúmar 160 ísl. kr.
pundið eins og áður var. Jafnframt
segja þeir, að með þessu hafi Norð-
menn í raun viðurkennt undirboðin
að undanförnu.
Breska stjórnin ákvað nú um jól-
in að banna innf lutning á óslægðum
laxi og silungi og er það aðallega
gert til að hindra, að skoskir laxeld-
ismenn verði fyrir barðinu á sjúk-
dómi, sem valdið hefur miklu tjóni
í Noregi. Raunar hefur bann þessa
' efnis verið í gildi en Norðmenn,
írar, Norður-Irar og Manarbúar
hafa verið undanþegnir því. Þá hef-
ur bann við seiðainnflutningi verið
í gildi um nokkurn tíma.
• v 0 w
útsala í
í hljómplötuverslun okkar.
m m ^^.^áð^O^afsláttur!
Nýir og eltfr^ wra»v^%f^H trófrokksins.
Geisli allt öðru?í*i^1oÉuv«?luif # *•
* • •-•"• • » j
BEISLI
HLJOMPLÖTUR
SNORRABRAUT 29 (VIÐ LAUGAVEG)
SfMI 626029
ÚTSALAN hefst í dag kl. 10 á Laugavegi 51
KRAPÍKAR
Laugavegi 51