Morgunblaðið - 04.01.1990, Side 29

Morgunblaðið - 04.01.1990, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ FIM]V1TUDAGUR.4., JA^ÚAR 19í9Q . Lagasetning' um ílskveiðistj ómun Hagnýtingarréttindi útgerðarinnar eftirHermann Þórðarson Miklar umræður eiga sér nú stað um fiskveiðistjórnun og eru skoðan- ir mjög skiptar eins og eðlilegt er um slíkt hagsmunamál þjóðarinnar. Ýmsar kerfistillögur Margir hafa lagt til mismunandi kerfi sem slík fiskveiðistjórnun ætti að byggjast á og nefnt ýmsum nöfnum, eins og uppboðskerfi, auð- lindaskattskerfi, veiðileyfasölu, kvótakerfi, sóknarkerfi, kvótakerfi tengt landshlutum eða sveitarfélög- um og svo framvegis. Jafnvel hefur verið lagt til að gera fiskimiðin að grundvelli hlutafélags. Hér er ekki ætlunin að leggja til neitt slíkt kerfi enda er slíkt að byija á öfugum enda þessa ferils sem setning nýrr- ar löggjafar um fiskveiðistjórnun er. Ætlunin er að fjalla um þær grundvallarreglur sem fiskveiði- stjórnunin byggist og ætti að byggj- ast á og eru jafnframt í samræmi við hefðbundnar hugmyndir um réttindi til nýtingar auðlinda okkar. Ný löggjöf Löggjöf um fiskveiðar og fisk- veiðistjórnun ætti að hafa eftirfar- andi atriði að leiðarljósi: 1. Piskistofnar í kringum ísland séu sameign þjóðarinnar. 2. Lögin tryggi viðgang auðlind- arinnar, að hún spillist hvorki né glatist. 3. Lögin skerði ekki hefðbundin réttindi eða möguleika manna um- fram það sem liðir 1 og 2 hér að ofan krefjast. Þau hygli ekki ein- stökum aðilum á kostnað annarra, hvort sem um er að ræða einstakl- inga, atvinnugreinar, byggðarlög eða landshluta. Núverandi löggjöf er alveg af- dráttarlaus hvað fyrstu tvö atriðin varðar en ekki um það þriðja. Ljóst er að það hefur verið virt í núver- andi kvótakerfi að miklu leyti með úthlutun veiðileyfis (kvóta) á skip en . er ekki lögfest með þessum hætti. Réttarstaða útgerðar er t.d. óljós enda greinir menn oftast á um hana og leggja helst til að verði breytt á einn eða annan hátt. Þetta atriði tæki af tvímæli þar um og skýrði réttarstöðu málsaðila. Oft tala menn um anda laganna þegar lög eni túlkuð og skýrð. Með þessu þriðja meginatriði er komið það við- horf sem nauðsynlegt er til að nota megi lögin til leiðbeiningar (t.d. um kvótaúthlutun) og úrskurðar um ágreiningsatriði. Sumum finnst e.t.v. ofangreind atriði sjálfsögð, öðrum að þarna sé um ósættanleg sjónarmið að ræða. Því er til að svara að réttarfar okk- ar byggist á sjálfsögðum hlutum, og tilvera okkar veltur á því að við finnum leið til ásættanlegrar fisk- veiðistjómunar. Deilurnar um fiskveiðistjórnun snúast einkum um þetta atriði. Hver á að hafa þennan rétt og með hvaða hætti á að deila út þessum réttindum? Eignarrétti og hagnýt- ingarrétti er oft ruglað saman og gjarnan sagt sem svo að útgerðar- menn eigi fiskistofnana. Menn hafa með einkennilegum hætti skipst mjög í tvö horn um þetta atriði. Þá, sem halda því fram að útgerðar- menn eigi að eiga eða kaupa sér eignarrétt að fiskistofnunum og svo hina sem vilja að útgerðarmenn hvorki eigi stofnana né hafi hagnýt- ingarrétt á þeim umfram aðra. Hið eðlilega og það sem er í samræmi við viðteknar hugmyndir okkar um rétt og réttarfar er hvorugt af þessu. Útgerð á íslandi á ekki fiski- stofnana en hún hefur réttindi til hagnýtingar þeirra umfram aðra aðila í krafti þeirrar hefðar sem skapast hefur af starfsemi útgerð- arinnar fyrir daga fiskveiðistjórn- unar. Séu þessi réttindi tekin af útgerðinni er brotinn á henni hefð- arréttur. Sambærileg réttindasvipt- ing væri til dæmis ef bændur væru sviptir réttinum til að stunda land- búnað á jörðum sínum. Þeir mættu eiga þær áfram en hefðu ekki rétt til að stunda búskapinn þar umfram aðra. Af einhveijum ástæðum eru þeir til sem vilja líta svo á að útgerð- armenn eigi að hafa minni rétt en aðrar stéttir hvað atvinnuöryggi og skilyrði til atvinnurekstrar varðar. Takmörk hefðarinnar A hinn bóginn er réttur útgerðar- manna til hagnýtingar fiskistofna takmarkaður við hefð. Núverandi útgerðarmenn hafa ekki rétt um- fram aðra til að nýta fiskistofna sem hingað til hafa verið lítt eða ekki nýttir. Það gæti reynst all- nokkur hvatning og vaxtarbroddur til aukinnar nýtingar á vannýttum tegundum að hafa slíkar veiðar fijálsar þar til hæfilegt magn berst að landi af slíkum tegundum. Það er fróðlegt að líta til þess hversu mikil virðing hefur að sumu leyti verið borin fyrir hefðarréttin- um í núverandi fiskveiðikerfi. Jafn- vel var það svo í byijun að aflasæl- ir skipstjórar sem fluttu sig milli skipa fengu úthlutað kvóta í sam- ræmi við sína fyrri reynslu án þess að útgerðin þar sem þeir voru áður misst nokkuð af sínum (hans) kvóta. Þetta var dæmalaus oftúlkun á þessum rétti þar sem réttur allra hinna skertist þegar til lengri tíma var litið. Nákvæm skilgreining og góður skilningur hlutaðeigandi að- ila á þessum hefðbundna hagnýt- ingarrétti er forsenda þess að skip- an fiskveiðistjórnunar verði leyst með ásættanlegum hætti. Kvótaúthlutun Þá erum við komin að spurning- unni með hvaða hætti á að deila út réttindum til fiskveiða. í núver- andi kvótakerfi hefur Alþingi bund- ið í lög með hvaða hætti þetta skuli gert. Þar virðist hafa verið reynt að virða það sjónarmið að lögin skuli ekki skerða hefðbundin rétt- indi og möguleika manna umfram það sem verndun fiskistofna krefst. Það hefur ekki tekist að sumu leyti og augljós ágalli er að sveigjanleiki kerf isins er of mikill til að samræm- ast fiskverndunarsjónarmiðinu. Kvótaúthlutun er annars svo viða- mikið mál að henni verða ekki gerð frekari skil hér. Skilgreining hagnýtingarréttar Hvað felur hagnýtingarréttur á fiskistofnunum í sér? I núverandi kvótakerfi (skv. skilningi greinar- höfundar) er hann á þessa lund: 1) Rétturinn (veiðileyfi) er af- hentur endurgjaldslaust. 2) Rétturinn er bundinn við skip. 3) Rétturinn er varanlegur (?) með árlegri úthlutun kvóta. 4) Kvótinn felur í sér veiði að ákveðnu hámarki einstakra teg- unda (með verulegum sveigjan- leika). Hermann Þórðarson „Réttindi útvegsmanna og hagsmunir þjóðar- innar væru tryggð á mun betri veg en á þann hátt sem gert er í nú- gildandi lögum og rétt- arstaða beggja aðila ljósari.“ 5) Kvótinn er með nokkrum tak- mörkunum framseljanlegur varan- lega (?) eða tímabundið. Framsal og endurgjald Ýnisir telja að það sé rétturinn , til að framselja kvóta sem geri það að verkum að veiðikvóti sé verð- mætur, gjöf til útgerðarmanna upp á milljarðaverðmæti. En hin raun- verulegu verðmæti kvótans fyrir útgerðarmenn felast í hinum varan- lega hagnýtingarrétti. Við þurfum ekki að velkjast í vafa um að hann er verðmætur. Og jafnframt er það fyllilega réttmæt krafa íslensku þjóðarinnar að útgerðarmenn greiði fyrir þau verðmæti á einn eða ann- an hátt. Þá er átt við að það er skylda útgerðarmanna að sjá til þess að útgerð skili þjóðarbúinu sem mestum arði, flotinn sé ekki of stór eða óhagkvæmur og hámarks- hagnaður komi til eðlilegrar skatt- lagningar. Það er athyglisvert að þegar núverandi kvótakerfi var í smíðum átti ekki að leyfa tímabund- ið framsal aflakvóta milli skipa. Og vissulega hefði slíkt bann komið í veg fýrir verslun með úthlutaðan kvóta hvers árs, þ.e. kvótaleigu. Hins vegar hníga öll rök að því að framsalsrétturinn, tímabundinn eða varanlegur, sé mikilvægastur þeirra atriða sem stuðlar að aukinni hag- kvæmni í útgerð undir fiskveiði- stjórnun og tryggir að þróun út- gerðar sé í höndum hennar sjálfrar. Einnig er það ljóst að rétturinn til að selja eða framselja kvóta sam- ræmist alls ekki endurgjaldslausri kvótaúthlutun. Það gengur skýlaust gegn því þriðja meginatriði sem sett var fram í upphafi að lögin skuli ekki hygla einum aðila á kostnað annars. Hér er því lagt til að fyrsta lið yrði breytt á eftirfar- andi hátt og lögfestur með viðeig- andi hætti: 1) Rétturinn (veiðileyfi) er af- hentur gegn endurgjaldi. Heildar- endurgjald útgerðar miðist við þá auknu hagkvæmni sem hún hefur af rétti til framsals kvóta. Endurgjald fyrir aukna hagkvæmni — ekki auðlindarskattur Útgerðarmenn kunna að reka upp ramakvein, kalla þetta auðlind- arskatt og telja að með þessu séu hefðbundin réttindi þeirra eða möguleikar skertir. Svo er alls ekki. Fyrir daga fiskveiðistjórnunar gátu útgerðarmenn einungis hagnýtt sér það sem þeir veiddu. Með rétti til að framselja kvóta geta útgerðar- menn haft hag af því sem þeir veiða ekki. Endurgjaldið er því greiðsla fyrir möguleika til aukinnar hag- kvæmni. Lagasetning einskorðar sig ekki við einn málsaðila og það grundvallaratriði sem tryggir rétt- indi útvegsmanna sker jafnframt úr um þetta. Þjóðarsátt um fískveiðistefnu Verði málum skipað með þeim hætti sem hér er lagt til myndi margt ávinnast. Þjóðarsátt ýrði að líkindum um þess skipan mála þar sem fyrir réttinn til framsals kvóta kæmi endurgjald og landsmönnum þannig ekki mismunað. Útgerðar- menn hefðu tryggingu fyrir eðli- legri þróun útgerðarmála án af- skipta ríkisvaldsins. Réttindi út- vegsmanna og hagsmunir þjóðar- innar væru tryggð á mun betri veg en á þann hátt sem gert er í núgild- andi lögum og réttarstaða beggja aðila ljósari. Höfiindur starfar viðog&hlutí Ögurvík hf. DANSSKÓLI HERMANNS RAGNARS Bolholti 6, l.hæð og Austurströnd 3 Seltjarnarnesi, húsi SPRON OKKAR DANSAR ERU SPES ÞAÐ GETA ALLIR LÆRT AÐ DANSA KENNSLA HEFST MÁNUDAGINN 8. JANÚAR1990 Kennum allt, sem ykkur langar til að dansa, börnum, unglingum og fullorðnum. Innritun nýrra nemenda hefst miðvikudaginn 4. janúar 1990 frá kl. 14-18. Símar 68 74 80 og 68 75 80. Hringið strax og verið með frá byrjun. Barnadansar Undirstaða fyrir allan samkvæmis- dans. Hrmgdansar og sungið með. Uamhr og splunkunýir dansar. dansar antkvœniis- . iBlUlf' |»»«r Fyrir alla, börn, unglinga, ungt fólk og fullorðna. W T yj Merkjapróf DÍ: Brons - silfur - gull. Þjálfum fyrir danskeppni vetrarins. Hagnýta heimskerfið fyrir fullorðna. Jozzleikskólinn Spennandi leikdansar fyr yngstu börnin. vnr

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.