Morgunblaðið - 04.01.1990, Blaðsíða 37
' : < 'i . r ■; i i . l - ! ,
•" .....--- .............MORGUNBLABIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANUAR 1990
Oddný S. Einars-
dóttir — Minning
Hún amma er dáin. Á Þorláks-
messudag kvaddi hún amma mín,
Oddný Sumarrós Einarsdóttir, þetta
líf. Það er erfitt að sætta sig við
það þegar jafn yndisleg kona og
hún amma yfirgefur þennan heim.
En hún varð snemma heilsulítil og
átti við mikil veikindi að stríða á
seinni árum. Þrátt fyrir öll hennar
veikindi var hún ávallt andlega
hress og reyndi alltaf að vera kát
sama hvernig ástand hennar var.
Oft þurfti að flytja hana með
sjúkraflugi til Reykjavíkur en alltaf
kvaddi hún okkur systurnar með
brosi á vör og reyndi að veifa okk-
ur hversu máttfarin sem hún var
og hversu mikið hún þjáðist. Sömu
sögu er að segja þegar ég heim-
sótti hana á spítalann. Alltaf reyndi
hún að tala um daginn og veginn
og spurðist frétta að norðan og
hvernig mér gengi í skólanum þrátt
fyrir allar hennar þjáningar. Og
alltaf brosti hún til mín þegar ég
fór.
Elsku amma í sveitinni sem ég
dvaldi hjá hluta úr hverju ári frá
því að ég man eftir mér og þangað
til að foreldrar mínir fluttu með
okkur systurnar til þeirra hjónanna
alla leið norður í Trékyllisvík fyrir
nokkrum arum, okkur til mikillar
ánægju. Á svona stundum leitar
hugurinn til baka og ég minnist
þeirra stunda þegar amma ásamt
afa kenndi mér stafina á hverjum
degi þegar uppvaskinu var lokið og
var engin leið að sleppa við lestur-
inn, þó svo að snjóþotan biði eftir
manni úti á hlaði. Amma var alltaf
með borðhníf eða pijón til þess að
benda á stafina og var það einkum
þolinmæði hennar og þrautseigju
að þakka að ég lærði að lesa þenn-
an vetur. Á kvöldin kom amma svo
inn tií okkar með bók í hendi og las
fyrir okkur krakkana áður en við
fórum að sofa og alltaf var nú gott
að leggjast lúin upp í rúm og hlusta
á ömmu lesa. Eitt var það sem
amma gerði á hveiju einasta kvöldi
áður en við börnin, sem hjá henni
vorum, sofnuðum, og það var að
hún birtist alltaf rétt eftir að við
vorum komin upp í rúm með bijóst-
sykurmola eða súkkulaðibita og
stakk upp í okkur. Og ekki alls
fyrir löngu sváfum við systurnar
hjá henni og afa og ekki stóð á
ömmu að koma með molann.
Amma gerði mikið af því að
pijóna og meðan kraftarnir leyfðu
pijónaði hún sokka og vettlinga á
öll barnabörnin sem þá voru 14 og
gaf þeim í jólagjöf. Eitt er víst að
þetta voru mikið notaðar jólagjafir
og sérstaklega kærkomnar. Einnig
lagði hún amma oft kapla og kraup
hún stundum tímunum saman á
eldhússtólnum við þessa iðju sína
eftir að hún missti heilsuna og var
hætt að geta unnið stærri húsverk-
in. Þegar ég var yngri tíndum við
barnabörnin oft blóm eða bláber og
gáfum ömmu því það var svo gam-
an að gleðja hana. Hún var alltaf
jafn ánægð þó svo að það hafi oft
á tíðum verið lítið annað en illgresi
sem við vorum að myndast við að
tína í vönd handa henni. Sama var
hvernig „blómin“ voru útlítandi,
alltaf setti hún þau í vatn og hafði
þau í eldhúsglugganum og þakkaði
okkur innilega fyrir þau.
Ég man lítið sem ekkert eftir
ömmu úti við því snemma varð hún
of lasburða til þess að geta verið
úti en þrátt fyrir það fylgdist hún
vel með því sem var að gerast á
bænum. Á hveiju vori var svo náð
í fallegustu lömbin og þau borin inn
til ömmu svo hún gæti séð þau og
þegar eitthvert lambið varð veikt
var farið með það inn til ömmu og
þar hjúkraði hún því af mikilli natni.
Maður gat oft hlegið með ömmu
því hún sagði svo skemmtilega frá
og þegar hún hló sem innilegast
komst enginn hjá því að brosa eða
hlæja. Hún hafði líka einstaklega
fallegt bros og þegar ég var lítil
fannst mér engin kona geta orðið
eins falleg og hún amma þegar hún
brosti og ég er ekki frá því að ég
hafi haft rétt fyrir mér. Gamall
maður sagði eitt sinn við mig að
hún væri sú greindasta og skýrasta
kona sem hann hefði kynnst og ég
er fyllilega sammála honum og
.___________________37
þrátt fyrir að hún amma hafi verið
ósköp lítil og veikbyggð, þá stóð
hún ávallt eins og klettur upp úr
hafi ef eitthvað amaði að. Hún sagði
mér líka fyrir mörgum árum er ég
var hjá þeim hjónunum eitt sinn sem
oftar að ég gæti sagt henni ömmu
allt, hún myndi hjálpa mér ef eitt-
hvað væri að og reyndist hún mér
alveg sérstaklega vel.
Amma kom heim í sveitina fáein-
um dögum fyrir ferminguna mína
eftir að hafa legið á sjúkrahúsi í
nokkurn tíma. Þó var hún langt frá
því að vera nógu frísk til þess að
ferðast svona langa leið og það sem
meira er, þá kom hún út í kirkju
og gekk með mér til altaris. Var
það meira gert af vilja en mætti
og þótti mér ákaflega vænt um það
og þykir enn. Þetta sýnir bara hve
viljasterk hún var og kjarkmikil og
hún gerði það sem hún ætlaði sér.
Eitt var það sem hún amma átti
sem hjálpaði henni mikið í gegnum
öll hennar veikindi. Hún átti yndis-
legan eiginmann sem studdi hana
og gerði allt fyrir hana fram á
síðustu stundu.
Elsku afi, guð gefi þér styrk á
þessum erfiða tíma og biðjum guð
að varðveita þessa yndislegu konu
sem gaf okkur svo margt. Betri
ömmu get ég ekki hugsað mér.
Blessuð sé minning hennar.
Ingibjörg Valgeirsdóttir,
Árnesi.
Minning:
Narfí Þorsteinsson
tæknifræðingur
Á jóladagsmorgun andaðist Narfi
Þorsteinsson raftæknifræðingur á
heimili sínu, Hvassaleiti 83. For-
eldrar hans voru Guðrún Geirs-
dóttir Zoéga og Þorsteinn Þor-
steinsson hagstofustjóri og var
Narfi fjórða barn þeirra af fimm.
Við Halldór Rafnar sátum við
sjúkrabeð Narfa á aðfangadag og
við riíjuðum upp æskuminningar
frá gönguferðum í ' byggð og
óbyggð, m.a. það áð í einni slíkri
ferð á stríðsárunum voru þeir Hall-
dór handteknir sem fallhlífarher-
menn.
Allir vissum við að leið Nárfa að
feijustaðnum yfir „móðuna miklu“
styttist óðum. Síðasti áfanginn
hafði verið þungur undir fæti, en
göngumaðurinn var æðrulaus.
Áfanginn varð styttri en okkur
grunaði og að morgni jóladagsins
steig þreytti göngumaðurinn um
borð í feijuna og feijumaðurinn
stjakaði frá landi.
Ég man ekki lengur hvenær við
Narfi hittumst fyrst. Líkast til var
það vorið 1937, er við þreyttum
inntökupróf í Hinn almenna
menntaskóla í Reykjavík. Árangur
okkar í því prófi telst víst ekki til
afreka, en hann nægði til að fleyta
okkur inn í menntasetrið í hópi 25
útvaldra.
Narfi hafði sig ekki mikið í
frammi í skólalífinu en við hin lærð-
um fljótt, að hann var vel liðtækur
hvar sem hann tók til hendi, hvort
sem það var í gangaslag, í hand-
bolta eða við að byggja skólaselið.
Sem ferðafélagi var hann traustur
og úrræðagóður og skipti aldrei
skapi á hveiju sem gekk.
Kynni okkar þróuðust í vináttu.
Við urðum heimagangar hvor á
annars heimili, fórum saman í
gönguferðir á sumrum og skíða-
ferðir á vetrum og man ég sérstak-
lega eftir páskum vorið 1945, en
þá grófum við okkur snjóhús utaní
Henglinum og dvöldum þar um
hátíðina við nokkra vosbúð en mikla
gleði.
Á Spítalastíg 7 var oft glatt á
hjalla, þó hvorki væri hátt til lofts
né vítt til veggja. Af öllum þeim
unglingum, sem þangað komu með
okkur systkinunum, hafði móðir
mín mestar mætur á Narfa, að öðr-
um ólöstuðum. Samband þeirra var
í mörgu líkt sambandi sonar og
móður og hélst meðan hún lifði.
í fimmta bekk yfirgaf Narfi Hinn
almenna menntaskóla og beygði sig
fyrir þeirri staðreynd að staglfræði
hentuðu honum ekki. Hans vett-
vangur var þar sem saman unnu
hugur og hönd. Því fór hann til
Noregs, nam þar raftæknifræði og
gerðist að því námi loknu raftækni-
fræðingur fyrst hjá Rafmagnsveitu
Reykjavíkur en síðar hjá Raf-
magnsveitum ríkisins og vann þar
til dauðadags. Ég þekki lítið til
starfssögu Narfa, en kunnugir
segja, að hún hafi verið eins farsæl
og allt annað sem hann lagði hönd
að.
Árið 1952 giftist Narfi eftirlif-
andi konu sinni, Gyðu Guðjóns-
dóttur. Þau bjuggu sér heimili í
Hvassaleiti 85 og komu þar á legg
þrem mannvænlegum börnum, sem
öll hafa-náð góðum árangri í námi
og starfi og eru nú flogin úr hreiðr-
inu. Barnabörnin eru sex.
í amstri daganna gefst oft lítill
tími til að rækja samband við vini
og kunningja og áhugasviXbreyt-
ast, en sönn vinátta er eins og eðal-
málmur. Það þarf að vísu að fága
hann svo hann gljái en jafnvel þó
hann sé grafinn í jörð tærist hann
ekki né feltur á hann. Tækifærin
til að fága málminn hafa, því mið-
ur, verið alltof fá hin síðari ár og
nú eru þau úr greipum gengin.
Eftir er að ylja sér við minning-
arnar og þakka forsjóninni fyrir að
hafa átt svo góðan dreng að vini.
Við Lóló sendum Gyðu og fjöl-
skyldunni okkar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Árni Björnsson
Grein þessi átti að birtast með
öðrum greinum um hinn látna í
blaðinu í gær. Beðist er afsökun-
ar á því að svo var ekki.
VIÐSKIPTATÆKNI ER ÁRANGURSRÍKT NÁM
SEM SKILAR SÉR STRAX í VIÐSKIPTALÍFINU
Viðskiptatækni nýtist bæði einstaklingum og fyrirtækjum sem vilja bæta þekkingu sína og
kynnast nútímaaðferðum við rekstur og stjórnun fyrirtækja. Sérstök áhersla er lögð á lausn
raunhæfra verkefna. Allt námsefni er á íslensku og leiöbeinendur hafa, auk háskólamenntun-
ar, mikla reynslu úr viðskiptalifinu og af kennslu. Viðskiptatækninámið er 5 vikna námskeið og
hægt er að velja um morgun-, eftirmiðdags- og kvöldhópa. Næstu námskeið hefjast 8. og 15.
janúar. Hagstæð greiðslukjör eru í boði. Skráning og allar nánari upplýsingar eru veittar I sima
626655. Haföu samband og við sendum þér bækling um hæl.
NÁMSGREINAR: • Stjórnun • Grunnatriði í markaösfræði • Verðlagning • Auglýsingar, sölu-
tækni og kynningarstarfsemi • Framlegðar og arðsemisútreikningar • Grunnatriði (fjármál-
um • Áætlanagerð • Lestur og túlkun ársreikninga.
Viðskiptaskólinn
BORGARTÚNI 24 • SÍMI 626655