Morgunblaðið - 04.01.1990, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 04.01.1990, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1990 ÍÞRÓTTAMAÐURÁRSINS 1989 Samtök íþrótta- fréttamanna út- nefna íþróttamann ársins í 34. skipti SAMTÖK íþróttafréttamanna, sem stofnuð voru 1956, standa fyrir kjöri íþróttamanns ársins í 34. skipi að Hótel Loftleiðum í kvöld. Tuttugu og tveir íþróttamenn hafa verið kjörnir frá upphafi og var Vilhjálmur Einarsson frjálsíþróttamaður þess heiðurs aðnjótandi fyrstur 1956. Hann hefur einnig oftast allra verið útnefndur, eða fimm sinnum alls. Einar Vilhjálmsson spjótkastari, sem var íþróttamaður ársins 1988, hefur þríveg- is verið útnefndur og eins Hreinn Halldórsson kúluvarpari. Kjörið fer nú fram með öðru sniði en áður. Alls er 21 aðalfé- lagi í Samtökum íþróttafrétta- manna og hefur hver þeirra at- kvæðisrétt. Hver íþróttafréttamað- ur velur tíu íþróttamenn og fá þeir stig eftir niðurröðun á atkvæðaseð- il. Fyrsta sætið gefur 20 stig, ann- að 15 stig, þriðja 10 stig, íjórða 7 stig og fimmta 6 stig og síðan koll af kolli þannig að 10. sætið gefur eitt stig. Mest getur íþróttamaður fengið 420 stig, þ.e.a.s. ef hann er í efsta sæti hjá öllum íþróttafrétta- mönnum. Atkvæði hafa verið talin hjá Borgarfógeta, en ekki verður gefið út hver hlýtur titilinn „íþróttamað- ur ársins 1989“ fyrr en í hófinu að Hótel Loftleiðum í kvöld um kl. 20.40. Nöfn 10 efstu íþróttamann- anna í kjörinu, eins og kemur fram annarstaðar á síðunni, hafa verið tilkynnt og hlýtur einn þeirra hinn eftirsótta titil. Þeir sem hlotið hafa sæmdar- heitið íþróttamaður ársins frá upp- hafi eru eftitaldir: 1956 — Vilhjálmur Einarsson 1957 — Vilhjálmur Einarsson 1958 — Vilhjálmur Einarsson 1959 — Valbjörn Þorláksson 1960 — Vilhjálmur Einarsson 1961 — Vilhjálmur Einarsson 1962 — Guðmundur Gíslason 1963 — Jón Þ. Ólafsson 1964 — Sigríður Sigurðardóttir Útnefning í beinni útsendingu Sjónvarps Ikvöld útnefna Samtök íþróttafréttamanna íþrótta- mann ársins 1989. Athöfnin fer fram í sérstöku hófi á Hótel Loftleiðum, sem hefst klukkan 19:30, en sýnt verður frá tilnefn- ingu 10 efstu manna og kjöri íþróttamanns ársins í beinni út- sendingu Sjónvarps frá klukkan 20:35 til 20:55 og er það í fyrsta sinn, sem sjónvarpað er beint frá útnefningunni. Að loknu borðhaldi verða 10 efstu íþróttamennirnir í kjörinu kallaðir fram og þeir verðlaun- aðir. Síðan verður sagt frá, hver hafnaði í þriðja sæti í kjörinu, þá greint frá nafni íþrótta- mannsins í öðru sæti og loks verður Iþróttamaður ársins út- nefndur. Samtök íþróttafréttamanna standa að kjörinu í 34. sinn, en Flugleiðir eru helsti styrktarað- ili kjörsins. 1965 — Valbjörn Þorláksson 1966 — Kolbeinn Pálsson 1967 — Guðmundur Hermannsson 1968 — Geir Hallsteinsson 1969 — Guðmundur Gislason 1970 — Erlendur Valdimarsson 1971 — Hjalti Einarsson 1972 — Guðjón Guðmundsson 1973 — Guðni Kjartcinsson 1974 — Ásgeir Sigurvinsson 1975 — Jóhannes Eðvaldsson 1976 — Hreinn Halldórsson 1977 — Hreinn Halldórsson 1978 — Skúli Óskarsson 1979 — Hreinn Halldórsson 1980 — Skúli Óskarsson 1981 — Jón Páll Sigmarsson 1982 — Óskar Jakobsson 1983 — Einar Vilhjálmsson 1984 — Ásgeir Sigurvinsson 1985 — Einar Vilhjálmsson 1986 — Eðvarð Þór Eðvarðsson 1987 — Arnór Guðjohnsen 1988 — Einar Vilhjálmsson 1989 — ?????????? Einar Vilhjálmsson var kjörinn íþróttamaður ársins 1988. Hér tekur hann við verðlaunagripnum sem sæmdarheitinu fylgir úr hendi föður síns, Vilhjálms Einarssonar, sem oftast hefur verið kjörinn íþróttamaður ársins. / Hver verður íþróttamaður ársins 1989? Nöfn tíu efstu íþróttamannanna í kjörinu hafa verið gefin upp. Einn eftirtalinna íþróttamanna verður útnefndur íþróttamaður ársins 1989 að Hótel Loftleiðum í kvöld. Þeir eru eftirtaldir.í sta- frósröð: Alfreð Gíslason, handknattleikur. Arnór Guðjohnesn, knattspyrna. Ásgeir Sigurvinsson, knattspyrna. Bjarni Friðriksson, júdó. Einar Vilhjálmsson, frjálsíþróttir. Kristján Arason, handknattleikur. Ragnheiður Runólfsdóttir, sund. Sigurður Einarsson, fijálsíþróttir. Þorgils Ottar Mathiesen, handknattleikur. Þorvaldur Orlygsson, knattspyma. Bjarni Einar Kristján Þorgils Arnór Þorvaldur Ásgeir Ragnheiður Sigurður FRJÁLSAR ÍÞRÖTTIR Reuter Ben Johnson skeiðar í mark í 100 metra hlaupinu í Seoul. Carl Lewis fylg- ist með stúrinn á svip. Þeir munu líklega mætast að nýju. Carl Lewis tilbúinn að mæta Ben Johnson „Hlaup aldarínn- a r“ endurtekið? Carl Lewis fær 360 milljónir króna fyrir sprettinn Líklegt er að tveir fljótustu menn heims, Carl Lewis og Ben John- son, mætist í einvígi á hlaupabraut- inni. Umboðsmaður Carl Lewis, Joe Douglas, hefur staðið í samninga- viðræðum við fulltrúa Johnsons og nokkurra stórfyrirtækja og segir hann að Lewis hafi verið boðnar 360 milljónir króna. Þess má geta að Lewis fengi þannig um 36 millj- ónir króna fyrir hverja sekúndu! Ben Johnson sigraði Carl Lewis í úrslitum í 100 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Seoul 1988. Einvígi þeirra var kallað hiaup ald- arinnar enda féll heimsmetið í frá- bæru hlaupi. En sigurgleði John- sons stóð ekki lengi því hann féll á lyfjaprófi, var sviptur heimsmetinu og gullverðlaununum og dæmdur í tveggja ára keppnisbann. Ráðgert er að einvígið fari fram í september í ár, er Johnson hefur tekið út bannið en hann hefur æft af kappi þrátt fyrir bannið. Douglas segir að hlaupið muni líklega fara fram í Bandaríkjunum eða Japan og verði sýnt beint í sjón- varpi um allan heim. Einvígið yrði stærsta greinin á stóru móti sem myndi velta milljónum dollara. L EÍU'), i il.sl i>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.