Morgunblaðið - 05.01.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.01.1990, Blaðsíða 1
BLAÐ VIKUNA 6. — 12. JANUAR JZRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS FOSTUDAGUR 5. JANUAR 1990 Kvikmyndin Reyndu aftur, Play it Again Sam, með Woody Allen og Diane Keaton í aðalhlutverkum er á dagskrá Stöðvar 2 nk. laugardag. í mynd- inni leikur Allen piparsvein sem er mjög upptekinn af kvikmyndum. Hann er óframfærinn og bregður sér því í gerfi Humphrey Bogarts til að heilla hið veikara kyn. Þó margt kvenfólk sé í seilingu skortir hann kjark er á hólminn er komið og útkoman verður spaugileg. Loks finnur hann hina stóru ást en það er ekki sopið kálið þó í ausuna sé komið. Maltin:*^^'/2 Höfundur og leikstjóri ásamt tæknimönnunum, Georg Magnússyni og Friðrik Stefánssyni. „Dyngja handa frúnni" Leikrit vikunnar á Rás 1 er að þessu sinni „Dyngja handa frúnni“ eftir Odd Björnsson. Ólafur Magnúss- en, kaupmaður í „Ókjör" hefur orðið þeirrar náðar aðnjótandi að eignast konu sem hefur mikla þörf fyrir að tjá sig í listsköpun. Og þar sem honum er mikið í mun að téð kona haldi andlegu jafnvægi, fellst hann á bón hennar um að láta reisa henni dyngju þar sem hún geti ótrufluð unnið að list sinni, þar á meðal ritun ævisögu sinnar fyrir næsta jóla- markað. Leikstjóri er Brynja Benediktsdóttir en með helstu hlutverk fara Árni Tryggvason, Helga Bach- man, Erlingur Gíslason, Guðrún Marinósdóttir, Rúrik Haraldsson, Saga Jónsdóttir og Valdemar Helgason. Bubbi Morthens Bubbi Morthens mun syngja nokkurafvinsælustu lögum sínum frá liðnum árum í sjón- varpssal á'laugardagskvöld. Egill Eðvarðsson annaðist dagskrár- gerðina. Reyndu aftur V Sjónvarpsdagskrá bls. 2-8 Útvarpsdagskrá bls. 2-8 Hvað er að gerast? bls. 3/4 Myndbönd bls. 8 Bíóin í borginni bls. 7 Vinsælustu myndböndin bls. 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.