Morgunblaðið - 13.01.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.01.1990, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B/LESBÓK ttúmMtStíb STOFNAÐ 1913 10. tbl. 78. árg. LAUGARDAGUR 13. JANUAR 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Litháen: Vísa áskorunum Gorbatsjovs á bug Vilnius. Reuter. LITHÁAR hafa hafnað áskorunum Míkhaíls Gorbatsjovs, forseta Sov- étríkjanna, um að þeir hætti að krefjast aðskilnaðar frá Sovétrílq'un- um. Kalla þeir „ómerkilega" þá yfirlýsingu Gorbatsjovs, að verið sé að vinna að lögum um hugsanlega úrsögn einstakra ríkja. Sum um- mæli Gorbatsjovs í Litháen-ferðinni virðast einkennast af örvæntingu og jafnvel óbeinum hótunum. „Þetta er ómerkileg lygi, tilreidd fyrir grunlaust fólk á Vesturlönd- um," sagði Vytautas Landsbergis, formaður Sajudis-hreyfingarinnar, sem krefst aðskilnaðar frá Sovétríkj- unum, um þá yfirlýsingu ]£orb- atsjovs frá í fyrradag, að verið væri að semja ný lög um hugsanlegan aðskilnað einstakra ríkja. Sagði Gorbatsjov ennfremur, að lögin yrðu borin undir þjóðaratkvæði um öll Sovétríkin en Landsbergis sagði, að með því væri verið að fela öðrum þjóðum að ákveða framtíð Litháa. Sagði hann, að Litháar þyrftu engin lög um aðskilnað, því þeir hefðu aldr- ei gengið í Sovétríkin og hann bætti því við, að á næsta ári yrði boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu í landinu sjálfu um afstöðuna til sovétsam- bandsins. Algis Cekuolis, frammá- maður í litháíska kommúnista- f lokknum, sagði um yf irlýsingu Gor- batsjovs, að hún væri „óljós og gerð til að vinna tíma". Albert Grígorjants, lagaprófessor á sovéska þinginu, sagði í gær, að í nýju lögunum væri aðallega fjallað um framtíðarsamskipti miðstjórnar- valdsins í Moskvu og einstakra lýð- velda, ekki um aðskilnað. Gorbatsjov gerði ferð sína til Lit- háens eftir að kommúnistaflokkur- inn þar í landi hafði ákveðið að segja skilið við móðurflokkinn í Moskvu og kröfurnar um algert sjálfstæði urðu háværari. Hefur hann skorað á Litháa að vera um kyrrt innan sovéska ríkjasambandsins og segir, að staða sín og umbótastefnunnar séu að veði. Þá hefur hann jafnvel haft í óbeinum hótunum: „í dag er ég vinur ykkar en ef þið ætlið að fara aðra leið mun ég einskis láta ófreistað til sýna ykkur, að þið farið villir vegar," sagði Gorbatsjov á fimmtudag. Reuter Mótmælendur á brynvagni fyrir framan aðalstöðvar bráðabirgðastjórnar Þjóðarráðsins í Búkarest veifa rúmenskum fána. Merki kommúnista hefur verið fjarlægt úr fánanum miðjum. Rúmeníustjórn bannar starf- semi kommúnistaflokksins Lét undan miklum mótmælum á minningardegi um þá sem féllu í byltingunni Búkarest. Reuter. ION Iliescu, forseti til bráða- birgða og formaður Þjóðarráðs- Mengunarmyrkur íLeipzig Mengun í Austur-Evrópuríkjunum er gífurleg en óvíða eins og í Austur- Þýskalandi. Þessi mynd er frá Leipzig en þar sést stundum varla milli húsa fyrir óþverranum frá verksmiðjunum, sem ekki hafa neinn mengunar- varnabúnað. Vestur- og austur-þýskir sérfræðingar hafa að undanförnu setið á rökstólum og eru sammála um, að um 200 milljarða vestur- þýskra marka þurfi til að auka mengunarvarnir og bæta í einhverju það tjón, sem orðið er á náttúrunni. Ætla Vestur-Þjóðverjar að axla þá byrði með bræðrum sínum fyrir austan. ins í Rúmeníu, tilkynnti í gær- kvöld, að rúmenski kommún- istaflokkurinn hefði verið bann- aður. Kom yfirlýsingin í kjölfar mikilla mótmæla á minningar- degi um þá, sem létu lífið í bylt- ingunni gegn einræðisstjórn Ceausescus, og krafðist fólkið þess, að allir kommúnistar yrðu reknir úr ábyrgðarstöðum. Rúmenar, sem fyrir fáum vikum virtust ofurseldir stalinískum stjórnarháttum, hafa þar með orðið fyrstir Austur-Evrópu- þjóða til að banna kommúníska starfsemi í landi sínu. Rúmenar minntust í gær umtíu þúsund landa sinna, sem talið er að hafi fallið í byltingunni gegn Nicolae Ceausescu og handbend- um hans, en brátt snerust minn- ingarathafnirnar upp í mótmæli þar sem þess var krafist,. að kommúnistar í ábyrgðarstöðum yrðu reknir tafarlaust,vþar á með- al sumir helstu leiðtogar Þjóðar- ráðsins. Ion Iliescu, forseti bráðabirgða- stjórnarinnar, og Petre Roman forsætisráðherra lögðu blómsveig að minnismerki um fallna við aðal- stöðvar miðstjórnar kommúnista- flokksins en fólkið gerði hróp að þeim, einkum Iliescu og Silviu Brucan, sem báðir voru háttsettir embættismenn áður en þeir féllu í ónáð Ceausescus. „Rekið alla kommúnista úr stjórn," kvað við frá mannfjöldanum og þegar Rom- an reyndi að fullvissa fólk um að kommúnistaflokkurinn væri úr sögunni var svarað á móti: „Nei, hann er enn til!" í gærkvöld kom Iliescu fram í sjónvarpi og síðan fram á svalir í byggingu utanríkisráðuneytisins þar sem hann tilkynnti, að komm- únistaflokkurinn í landinu hefði verið bannaður. Jafnframt sagði hann, að 28. janúar nk. yrði það ákveðið í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort dauðarefsing yrði tekin upp að nýju en hún var afnumin eftir aftöku Ceausescu-hjónanna. Þús- undir manna fögnuðu þessari yfir- lýsingu með hrópunum „sigur, sig- ur". Fréttir eru um mótmæli í mörg- um öðrum borgum gegn kommún- istum og er talið, að Þjóðarráðið hafi aðeins átt tveggja kosta völ, að banna flokkinn eða segja af sér ella. Síðari kosturinn getur þó enn orðið hlutskipti sumra ráðs- mannanna. Noregur: Skattahækkun vegna Vetrarqlympíuleika? Osló. Reutcr. NORSKIR skattgreiðendur verða að standa undir helmingi kostnaðarins við Vetrarólympíuleikana í Lillehammer árið 1994. Kemur þetta fram í skýrslu, sem birt var í gær, en þar segir einnig, að tekjurnar af leikunum verði miklu minni en skipuleggjendurnir hafi gert ráð fyrir. Upphaflega var áætlað, að kostnaðurinn við mannvirkja- gerð og annað, sem þarf til að halda Vetrarólympíuleikana, yrði um 20 milljarðar isl. kr. en nú þykir ljóst, að hann verður ekki undir 62 milljörðum eða þrisvar sinnum meiri. Hefur þetta mál vakið miklar deilur í Noregi og spurningar um hvort olíuauður- inn hafi ruglað þjóðina svo í ríminu, að hún kunni sér ekki lengur hóf í bruðlinu. I skýrslunni segir, að fyrirsjá- anleg útgjöld og tekjur af leikun- um sýni það svart á hvítu, að á skattgreiðendur verði að leggja aukaskatt upp á 30 milljarða ísl. kr. Mikill ferðamannastraumur og jákvæð áhrif leikanna fyrir norskt atvinnulíf geti þó hugsan- lega lækkað þessa tölu eitthvað. Þeir, sem tóku að sér að skipu- leggja leikana, slógu því strax föstu, að með ferðamennsku, sölu sjónvarpsréttinda og fram- lögum fyrirtækja yrði búið að fá upp í kostnaðinn áður en leikarn- ir hæfust. Þessar áætlanir hafa í engu staðist og norska stjórnin hefur nú krafist þess, að útgjöld- in verði skorin niður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.