Morgunblaðið - 13.01.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.01.1990, Blaðsíða 2
 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANUAR 1990 Aðgreining dóms- og umboðsvalds: Hæstiréttur vísaði öðru máli heim í hérað í gær Viðbragða dómsmálaráðuneytisins beðið EKKI var tekin ákvörðun í dómsmálaráðuneytinu í gær um til hvaða ráða yrði gripið í framhaldi af dómi Hæstaréttar á þirðjudag, en- líklegt þykir að ákvörðun verði tekin um helgina. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu, að sýslumenn gætu ekki bæði stjórnað lög- reglurannsókn opinberra mála og dæmt í þeim og er dómurinn í samræmi við niðurstöðu Mannréttindanefndar Evrópu um að slík skipan mála brjóti í bága við ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu. I gær kvað Hæstiréttur upp annan dóm í minniháttar sakamáli, þar sem maður var ákærður fyrir tvö brot. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að fulltrúi bæjarfógeta í Keflavík hefði átt að víkja sæti sem dómari í öðru málinu, þar sem það hefði verið rannsakað hjá embættinu, þó ekki lægi fyrir að fulltrúinn hefði haft afskipti af þeim þætti málsins. Hins vegar var staðfestur dómur fulltrúans fyr- ir annað brot mannsins, en það var rannsakað af lögreglu í Reykjavík. Kíktíhvern krókogkima í nýrri skoðunarstöð Bifreiða- skoðunar íslands hf. í Reykjavík eru skoðun ársins þegar hafin. Þessi mynd var tekin þar í gær, þegar einn bifreiðaskoðunarmanna skoð- aði hvern þumlung á undir- vagni bifreiðar. í dómi Hæstaréttar, sem kveðinn var upp í gær, er vísað til niðurstöðu réttarins á þriðjudag. Um er að ræða tvö brot manns. Annað var framið í Reykjavík og rannsakað af lögreglu þar. Hitt brotið var rann- sakað af lögreglunni í Keflavík, en fulltrúi bæjarfógetans þar kvað upp dóm yfir manninum vegna beggja brotanna. í dómi Hæstaréttar segir, að ekkert liggi fyrir um afskipti full- trúans af lögreglurannsókninní. Með vísan til dóms Hæstaréttar á þriðju- dag telur rétturinn engu að síður, að bæjarfógetanum í Keflavík og fulltrúa hans hafi borið að 'víkja sæti við dómsmeðferð þessa sakar- efnis. Dómurinn var felldur úr gildi að þessu leyti og málinu vísað heim í hérað til nýrrar dómsmeðferðar og dómsálagningar. Maðurinn var hins vegar dæmdur til 3 mánaða fangels- isvistar og sviptur ökuréttindum ævilangt fyrir hitt sakarefnið. Dóminn kváðu upp hæstaréttar- dómararnir Guðmundur Jónsson, Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Henrysson, Hrafn Bragason og Þór Vilhjálmsson. Guðmundur skilaði sératkvæði í málinu og taldi, að þar sem bæjarfógetanum og fulltrúa hans hafi borið að víkja sæti, ætti að fella dóminn í heild úr gildi- og vísa málinu aftur heim í hérað. Búist var við að dómsmálaráðu- neytið ákvæði í gær til hvaða ráð- stafana yrði gripið í framhaldi af dómi Hæstaréttar _á þriðjudag, en af því varð ekki. í 19 umdæmum stjórna sýslumenn eða fulltrúar þeirra rannsókn mála sem yfirmenn lögreglu og dæma málin einnig. Rætt hefur verið um að skipa setu- dómara til að fara með opinber mál í þessum umdæmum, eða skipa sjálf- stæða dómara. Þeir þyrftu ekki að vera 19, því sömu menn gætu dæmt í málum í fleiri en einu umdæmi. Moi'gunblaðið/Árni Sæberg Samþykkt ríkisstjórnarinnar vegna kostnaðar við sérfræðiaðstoð: Samtök um jafiirétti og félags- hyggju fá 150 þúsund á mánuði Gjaldþrot Fiskvinnslunnar Norðursíldar: Akveðið að selja eignir frjálsri sölu Framhaldsskiptafundur í þrota- búi Fiskvinnslunnar-Norðursíldar hf var haldin í gær. Samþykkti fundurinn að fela skiptaráðanda að leita tilboða í allar eignir þrota- búsins sameiginlega og leggja þau síðan fyrir skiptafund. Jónas Hallgrímsson, forseti bæjar- RIKISSTJORNIN samþykkti í desember síðastliðnum að Samtök um jafnrétti og félagshyggju, sem Stefán Valgeirsson er fulltrúi fyrir á þingi, skyldu fá greidda mánaðarlega svipaða upphæð og greidd er þingflokkum á Alþingi vegna sérfræðiaðstoðar sem þeir þurfa á að halda. Samkvæmt samþykktinni verða greiddir reikningar frá 1. októ- ber sl. og nemur upphæðin tæpum 150 þúsund krónum á mánuði. Jón Sveinsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið í gær. Eins og skýrt var frá í fréttum sl. haust var aðstoðarmaður Stefáns Valgeirs- sonar á síðasta ári á launum sem deildarstjóri í forsætisráðuneytinu. Ráðningarsamningur hans rann út þann 1. október sl. og var ekki end- urnýjaður: Jón Sveinsson sagði, að ríkis- stjórnin hefði ákveðið í desember að Samtök jafnréttis og félagshyggju skyldu fá greitt f-yrir sérfræðiaðstoð sem næmi þingfararkaupi á mánuði. Þingflokkar þiggja slíkar greiðslur frá Alþingi, en þar sem Stefán Val- geirsson er eini fulltrúi samtakanna stjórnar Seyðisfjarðar og formaður sérstakrar vinnunefndar um endur- reisn fiskvinnslu á Seyðisfirði, óskaði eftir því við skiptaráðanda fyrir hönd óstofnaðs almenningshlutafélags að fá að fylgjast með framvindu mála ef farið yrði að leita tilboða um frjálsa sölu eigna þrotabúsins. á þingi telst hann ekki þingf lokkur. „Það hafa borist þrír reikningar, stílaðir á ríkisstjórnina, frá Stefáni Valgeirssyni fyrir hönd Samtaka um jafnrétti og félagshyggju," sagði Jón Sveinsson. „Þessir reikningar eru því ekki til eins ákveðins einstakl- ings, heldur samtakanna sem slíkra, en það er svo þeirra mál hvernig farið er með þessa peninga. Reikn- ingarnir ná til október, nóvember og desember og falla undir ríkis- stjórnarlið. Reikningarnir bárust í lok desember og það hefur ekki ver- ið gengið frá greiðslu, en miðað við samþykkt ríkisstjórnarinnar á ég von á að svo verði." Jón sagði aðspurður, að reikning- arnir væru ekki sundurliðaðir. Þeim fylgdi lýsing þar sem segði að þeir væru vegna sérfræðiaðstoðar og nauðsynlegrar ráðgjafar og upplýs- ingaöflunar vegna lagafrumvarpa og annarra þingmála ríkisstjórnar- innar. Þá sagði Jón, að áður en að- stoðarmaður Stefáns fór á launaskrá hjá forsætisráðuneytinu hefði Stefán lagt inn reikninga hjá ráðuneytinu vegna kostnaðar við sérfræðiaðstoð, sem hann hefði talið sér nauðsyn- iega, fyrst og fremst vegna þátttöku í ríkisstjórninni á þeim tíma. Þeir reikningar hefðu hins vegar numið mun lægri upphæðum. Vinnsluheimildir á físki undan ströndum Alaska: Nefiid fer mögulega utan til að ræða um þorskvinnsluheimildir Meðmæli með Islensk alþjóðlega togarafélaginu dregin til baka f ATHUGUN er að íslensk sendinefnd fari til Washington í næstu viku til viðræðna við bandaríska embættismenn um þorskvinnslu- heimildir fyrir íslenska úthafsveiðifélagið undan ströndum Alaska. Félagið hefur fengið heimildir til vinnslu á öðrum físktegundum, en skip þess hefur ekki þann búnað sem til þarf. íslensk alþjóðlega togarafélagið sótti einnig um vinnsluheimildir hjá Norður-Kyrrahafs- fiskveiðiráðinu, en fékk ekki þar sem sjávarútvegsráðuneytið dró meðmæli með félaginu til baka. Að sögn Hermanns Sveinbjörns- sonar, "aðstoðarmanns sjávarút- vegsráðherra, voru meðmælin gef in í fIjótræðí og ákveðið að draga þau til baka af tæknilegum og pólitísk- um ástæðum. Hermann segir að íslensk alþjóðlega togarafélagið sé ekki skráð á íslandi og skipið ekki heldur, en þetta séu forsendur þess að meðmæli sé unnt að veita. Hann segir að ráðuneytið hafi fengíð upplýsingar um að úthlutun veiði- og vinnsluheimildanna sé afar viðkvæmt mál vestanhafs. Stefnan sé sú að Bandaríkjamenn taki veið- ar og vinnsin yfir og því þrengist um úthlutanir. Talið hafi verið að það skapaði ókyrrð ef tvær umsókn- ir bærust héðan á sama tíma, niður- staðan gæti orðið sú að hvorugt félagið fengi heimildir til vinnslu. Þá segir Hermann að stjórnvöld hafi litið til þess að íslenska úthafs- veiðifélagið ætti skip, en íslensk alþjóðlega togarafélagið hefði að- eins pappíra. Jón Steinar^ Árnason, fram- kvæmdastjóri ísiensk alþjóðlega togarafélagsins, segist lítið botna í hvernig íslenskt stjórnkerfi vinni. Sótt hafi verið um leyfi út á ákveð- ið skip, sem bráðabirgðakallmerki hafi fengist fyrir hjá siglingamála- stjóra. Félagið hafi ekki viljað leggja út í kaup á skipinu, nema að hafa héimildirnar sem sótt var um, enda bágt að sitja uppi með 600 milljóna skip til þess eins að horfa á það. Jón Steinar bendir á að þegar íslenska úthafsveiðifélagið fékk fyrst meðmæli stjórnvalda hér, haf i skip þess ekki verið skráð eins og nú sé krafist af íslensk alþjóðlega togarafélaginu. Hermanh Sveinbjörnsson stað- festir þetta en vísar til þess að fleira, sem hann hafi rakið, hafi orðið til þess að meðmæli með tog- arafélaginu hafi verið dregin til baka. Ekki í kjöri í flokksráð „ÉG var ekki í kjöri í flokksráð á aðalfundi fulltrúaráðs Sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík, og það er því bæði rangit 'og villandi sem fram kom í Morgunblaðinu þar sem sagt var að ég hafi ekki náð kjöri í flokksráðið," sagði Júlíus Hafstein í samtali við Morgun- biaðið í gær. Júlíus sagði að sér hafi-verið til- kynnt um tilnefningu stjórnar full- trúaráðsins um átta manna fram- boðslista, þar sem Margrét S. Einars- dóttir kom í stað Júlíusar. Þar sem hann hafi ekki séð neitt athugavert við tilnefninguna hafi hann stutt hana á aðalfundinum. „Ef ég hefði haft eitthvað við til- nefningu stjórnarinnar að athuga þá hefði ég að sjálfsögðu farið í kosn- ingu á fundinum. Stjórn fulltrúaráðs- ins gerir oft breytingar á mönnum milli ára, og ég hef oft setið fyrír utan f lokksráð, og það er ekkert við það að athuga," sagði Júlíus. Dæmdur til öryggisgæslu ÞRÍTUGUR maður hefurVer- ið dæmdur til öryggisgæslu á viðeigandi stofnun fyrir til- raun til manndráps með því að veita móður sinni lífshættu- legan áverka með hnífí. Mað- urinn var talinn ósakhæfur vegna geðveiki. Atburðurinn varð á heimili mæðginanna í Reykjavík í september sl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.