Morgunblaðið - 13.01.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.01.1990, Blaðsíða 4
MORGUNBLÁÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1990 Yfír 200 milljóna tjón af stormflóðum: Vilji hjá ríkisstjórii til að aðstoða við uppbyggingu Tillögur þriggja ráðherra ræddar í næstu viku TJÓN af völdum stormflóða sem gengu yfir suðvesturströndina í vikunni er metið rúmar 200 millj- ónir króna. Á fundi ríkisstjórnar- innar í gærmorgun var þremur ráðherrum falið að gera tillögur um hvernig standa skuli að því að bæta tjónið. Ráðherrarnir munu í næstu viku leggja fyrir sfjórnina hugmyndir um hvaða tg'ón verði bætt og hvernig fá megi fé til þess. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra tók málið upp í ríkis- stjórninni í gær og lagði meðal ann- ars fram hjálparbeiðni hreppsnefnd- arinnar á Stokkseyri. Þar er óskað peningaaðstoðar vegna uppbygging- VEÐUR ar sjóvarnargarða og vegna vega- skemmda. Jafnframt fer hrepps- nefndin þess á leit við ríkisstjórnina að hún beiti sér fyrir því við Byggða- stofnun að eigendur fyrirtækja sem fóru illa í óveðrinu fái styrk til að byggja þau upp. Að sögn Jóhönnu Sigurðardóttur er fullur vilji til þess í ríkisstjórninni að veita alla þá aðstoð sem unnt reynist. Auk Jóhönnu var Ólafi Ragnari Grímssyni fjármálaráðherra og Steingrími J. Sigfússyni sam- gönguráðherra falið að gera tillögur þar að lútandi. Jóhanna Sigurðardóttir segir ekki ljóst ennþá hvort unnt verði að greiða yfir 200 milljónir úr ríkissjóði til uppbyggingarstarfsins. Aðspurð um forgangsröð kveðst hún telja afar brýnt að byggja upp sjóvarnar- garða, sem fóru mjög illa við Stokks- eyri og Grindavík, og styrkja þá frá því sem var áður' en stormf lóðin gengu yfir. Jóhanna segir sama gilda um hafnarmannvirki, sem skemmdust við Grindavík og Sand- gerði. Samkvæmt- útreikningum Vita- og hafnamálastjórnar er áætlaður kostnaður við uppbyggingu nýrra sjóvarnargarða við Eyrarbakka, Stokkseyri og Grindavík, sem skemmdust mikið í stormflóðinu aðfararnótt þriðjudags, 115 milljónir króna. í þeim útreikningum eru ekki sjóvarnargarðar á milli Stokkseyrar og Eyrarbakka og í Selvogi, né garð- / DAG kl. 12.00: Heimild: Veðurstofa Islands (Byggt á veöurspá kl. 16.15 i gær) / VEÐURHORFUR I DAG, 13. JANUAR. YFIRLIT í GÆR: Um 400 km austur af Langanesi er 963 mb lægð á hreyfingu norðaustur en yfir Grænlandi er 1015 mb hæð. Um 600 km suðsuðaustur af Hvarfi er 968 mb lægð á leið norðaustur oc) síðar austnorðaustur. Veður er lítið eitt kólnandi. SPÁ: Norðaustangola vestanlands og skýjað en úrkomulaust. Aust- ankaldi og lítilsháttar snjókoma viðsuðurströndina, annars staðar hægviðri en skýjað. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUMNUDAG: Breytileg átt, 2 til 3 vindstig. Skýjað, en líklega úrkomulftið. Hiti um frostrnark. HORFUR Á MÁNUDAG: Norðan- og norðvestanátt, víða él eða slydduél norðan- og vestanlands en úrkomurninna eða úrkomu- laust annars staðar. Frost 1-4 stig. TÁKN: x Nor6an,4vindstig:. -JO Hhastig: Vindörin sýnir vind- 10 gráður á Celsfus stefnu og fjaðrirnar \J Skúrir * V El Z \ Heiðskírt windstyrk, heil fjöður ' er 2 vindstig. \'ÆL Lettsl(wao / / -'/ r / / / Rigning = Þoka * / / / = Þokumóða Z^Æjíl HáKskýjað * / * ', ' Súld A___ / * / * Slydda OO Mistur <QmBjk Skýjað / * / mm * * * —L- Skafrenningur JmmfL Alskýjað * * * * Snjókoma * * # [7 Þrumuveður 'ffr ^4UÍtef mr '>fl - W W íffW' ? v^ VEÐUR VÍÐA UMHEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 0 snjókoma Reykjavík +1 hálfskýjað Bergen 8 súld Helsinki +17 skýjað Kaupmannah. 7 þokumóða Narssarssuaq 416 léttskýjað Nuuk *1Z skýjað Osló 2 boka f grennd Stokkhólmur 0 slydda Þórshöfn 5 rigning Algarve 14 skýjað Amsterdam 3 Þoka á s.klst. Barcelona 14 rykmistur Berlín 8 þokumóða Chicago *4 snjáél á s.klst. Feneyjar 5 þokumöða Frankfurt 0 þokumóða Glasgow 7 léttskýjað Hamborg 7 léttskýjað Las Palmas vantar London 8 mistur Los Angeles 12 skýjað Lúxemborg +3 hrímþoka Madrfd 8 léttskýjað Malaga 14 léttskýjað Mallorca 13 skýjað Montreal 0 snjókoma New York 4 háltskýjað Orlando 11 þoka París 0 þoka Róm 10 þokumóða Vfn +5 hrímþoka Washington S snjóél Winnipeg +18 heiðskírt ar utan þéttbýlis, á Reykjanesi og við Hafnir. Jón Leví Hilmarsson, verkfræð- ingur hjá Vita- og hafnamálastjórn, sagði að kostnaður við endurbætur á hafnarmannvirkjum í Grindavík væri metinn á 60-70 milljónir króna, en þar vegur þyngst Kvíabryggja, sem gereyðilagðist, en Svírabryggja og Eyjabakki skemmdust mikið. Auk þess kom rof íhafnargarðinn. Kostn- aður við lagfæringar á höfninni og sjóvarnargörðum í Sandgerði er metinn á fjórar milljónir króna. Lítilsháttar tjón varð einnig á hafn- armannvirkjum Norðanlands, á Svalbarðseyri. Alls er kostnaður við endurbætur á hafnarmannvirkjum því metinn á um 75 milljónir króna. Kostnaður við lagfæringar á sjó- varnargörðum við byggð er metinn á 115 milljónir króna, en þá er ekki reiknað með endurbótum á görðum utan þéttbýlis, eins og við Selvog, á Reykjanesi og Höfnum. ' Kostnaður við lagfæringar á sjó- varnargörðum við strendur Selvogs er talinn nema tugmilljónum króna. Jón Leví sagði að "byrjað hefði verið að byggja sjóvarnargarða við Stokkseyri og Eyrarbakka strax á 18. öld og hefði hluti þeirra rofnað nú í stormflóðinu. Einnig voru nokkrir garðar handhlaðnir á þess- um stöðum í byrjun þessarar aldar. „Þessir garðar sem við byggjum upp núna eru úr mismunandi efnisflokk- um og efnisstærðum. Við hlöðum garð úr smáu grjóti sem kjarna og hlöðum æ stærra grjóti utan á sem varnarkápu. Með þessu lagi eiga sjó- varnargarðar að þola mun meira álag en gömlu garðarnir," sagði Jón Leví. Svonefndir dólossar, steinsteypt varnargrjót, hefur ekki verið notað í sjóvarnargarða nema i Þorláks- höfn, en það þykir of dýr kostur. „Rúmmetrinn af steypu kostar um 15.000 krónur meðan rúmmetrinn af grjóti kostar ekki nema 1.500 krónur," sagði Jón Leví. Jón Leví sagði að Stokkseyri og Eyrarbakki væru núna óvarin fyrir hafi og gæti mikill vandi steðjað að þorpunum ef eitthvað væri að yeðri. Því væri mjög brýnt að hefjast þeg- ar handa við lagfæringar á sjóvarn- argörðum þar. Tveir háhyrn- ingar seldir til Frakklands TVEIR af þeim fjórum háhyrn- ingum, sem hafa verið í Sædýra- safninu í Hafnarfirði, eru farnir til Nice í Frakklandi. Þeir voru fluttir þangað í gær. Enn er ekki yóst hvért hinir tveir háhyrning- arnir verða seldir. Högni Toríason látínn HÖGNI Torfason, fyrrverandi fréttamaður Ríkisútvarpsins og fréttaritari Morgunblaðsins á Isafirði, lést á Borgarspítalanum á föstudagsmorgun. Högni fædd- ist 5. mars 1924 á ísafirði. For- eldrar hans voru Torfi Halldór Halldórsson skipstjóri þar og síðar í Reykjavík, og kona hans, Björg Elín Finnsdóttir. Högni kvæntist Guðbjörgu Halldóru Guðbjartsdóttur 13. febrúar 1949 og lifir hún mann sinn. Börn þeirra eru Hildigunnur, fædd 17. nóvember 1949, Yngvi, fæddur 23. september 1953, og Aðal- heiður, fædd 18. október 1958. Högni Torfason útskrifaðist sem gangfræðingur frá Menntaskólan- um á Akureyri árið 1941. Högni var þýðandi við skeytaskoðun Bandaríkjaflota 1942-1944, starfs- maður við sendiráð Bandaríkjanna f Reykjavík 1945-1948, fréttamað- ur við Ríkisútvarpið 1. apríl 1948 til 30. júní 1962 og fréttaritstjóri dagblaðsins Myndar sumarið 1962. Hann var ráðinn erindreki Sjálf- stæðisflokksins á Vestfjörðum, með búsetu á ísafirði, haustið 1962 og ritstjóri blaðsins Vesturland frá vori 1963 og gegndi báðum störfum til 1969. Leiðrétting í frétt Morgunblaðsins í gær af kjöri manna í flokksráð Sjálf- stæðisflokksins kemur fram, að Júlíus Hafstein hafi ekki náð kjöri í ráðið „á aðalfundi fulltrú- aráðs sjálfstæðisfélaganna." Hið rétta er, að Júlíus náði ekki kjöri á fundi í stjórn fulltrúaráðsins. Þar hlaut hann 7 atkvæði af 18 og var Margrét S. Einarsdóttir kjörin í hans stað. Beðizt er velvirðingar á þess- um mistökum. Högni var starfsmaður dóms- málaráðuneytisins við útgáfu Lög- birtingarblaðsins og Stjórnartíðinda 1970-1975 og varð skrifstofustjóri verksmiðjunnar Vilko árið 1976. Hann var í stjórn Blaðamannafé- lags íslands 1950-1951 og 1960- 1961, framkvæmdastjóri Norræna blaðamannamótsins í Reykjavík 1953 og 1958, formaður starfs- mannafélags Ríkisútvarpsins 1953-1956, í stjórn ÍR 1959, rit- stjóri blaðsins Vogar í Kópavogi 1960-1962, varabæjarfulltrúi í Kópavogi 1961 og í vatnsveitu- og bókasafnsnefnd bæjarstjórnar. Hðgni var formaður Bridgefélags ísafjarðar 1963-'69 og Bridgesam- bands Vestfjarða 1964-'69, í stjórn Skáksambands íslands 1976:'80 og varaforseti þess 1976-'79. Högni Torfasonvar fréttaritari Morgunblaðsins á ísafirði um ára- bil. Morgunblaðið sendir ástvinum hans samúðarkveðjur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.