Morgunblaðið - 13.01.1990, Side 7

Morgunblaðið - 13.01.1990, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGMdAGUR 13. JANÚÁR 1Ö9Ö 7 Daggjaldaneftid sjúkrahúsa: Daggjöld hækka um 4,8% og slysastofutaxtarnir um 6,4% Morgunblaðið/Þorkell Birgir Björnsson, forstöðumaður, er hér í hinu nýja íþróttahúsi FH i Kaplakrika. Daggjaldanefiid sjúkrahúsa hef- ur ákveðið að daggjöld sjúkrahúsa sveitarfélaga, sjálfseignar- og einkastofiiana iiækki um 4,8% 1. desember 1989 og þjónusta sjúkrahúsa fyrir slysahjálp og röntgenrannsóknir hækki um 6,4% 1. janúar 1990. láxtarnir höfðu ekki hækkað frá 1. júlí 1989, að sögn Þóris Ólafssonar, starfs- manns Daggjaldanefndar sjúkra- húsa. Iþróttahúsið í Kaplakrika í Hafiiarfírði tilbúið í mars FRAMKVÆMDIR við hið nýja íþróttahús Hafiiarfjarðarbæjar í Kaplakrika hafa gengið nokku vel og verður húsið að öllu óbreyttu tilbúið í mars, að sögn Birgirs Björnssonar, forstöðumanns Skipað í sljóm Lána- sjóðs námsmanna Menntamálaráðherra hefur skipað nýja stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna, skv. lögum, er samþykkt voru á Alþingi 18. desember sl. í stjórninni eru: Árni Þór Sigurðs- son, hagfræðingur, skipaður formað- ur, Guðrún Siguijónsdóttir, sjúkra- þjálfari, skipuð án tilnefningar, Guð- mundur Ólafsson, hagfræðingur, til- nefndur af fjármálaráðherra, Viktor B. Kjartansson, tilnefndur af SHI, Arnór Þórir Sigfússon, tilnefndur af SÍNE, og Arnar Már Ólafsson, til- nefndur af BÍSN. Varamenn: Einar Birgir Steinþórs- son, kennari, skipaður án tilnefning- ar, Elsa Þorkelsdóttir, lögfr., skipuð án tilnefningar, Emil Bóasson, landfr., tilnefndur af fjármálaráð- herra, Inga Dóra Sigfúsdóttir, til- nefnd af SHÍ, Hólmfríður Garðars- dóttir, tilnefnd af SÍNE, og Atli Ge- org Lýðsson, tilnefndur af BÍSN. íþróttahússins. Þetta verður stærsta íþróttahús landsins að gólffleti, 44x44 metrar. „Stefnt er að því að FH-liðið leiki sína síðustu leiki í íslandsmótinu í handknatt- leik í húsinu," sagði Birgir. Nú er verið að koma upp lýsingu í húsinu og unnið að undirbúningi vegna trélagningar á gólf þess. „Það tekur nokkrar vikur að leggja tré á gólfið, enda er það vandasöm vinna,“ sagði Birgir. íþróttahúsið mun taka um 3000 áhorfendur. Útdregnir áhorfendabekkir taka 2.500 áhorf- endur, en einnig verða laus sæti í húsinu og stæði. „Það er mikil lyftistöng fyrir íþróttalíf í Hafnarfirði að fá þetta glæsilega hús. Kaplakrikasvæðið er orðið stórkostlegt,“ Sagði Birgir Björnsson, fyrrum fyrirliði FH og landsliðsins í handknattleik. „Hagstofan reiknar þetta út fyrir okkur og vísitölugrunnurinn sam- anstendur af tólf liðum, til dæmis launum, matvælum, rafmagni, hita, hreinlætisvörum og viðgerðum," sagði Þórir Ólafsson í samtali við Morgunblaðið. Heildardaggjöld hjúkrunarheimila sveitarfélaga eru frá 1. desember 1989 frá 1.267 krónum upp í 5.511 krónur. Daggjald Hornbrekku á Ól- afsfirði er 5.511 krónur, hjúkruna- rdeildar Garðvangs í Garði 5.433 krónur, Droplaugarstaða við Snorra- braut 4.529 krónur, hjúkrunardeildar Hlíðar á Akureyri 4.790 krónur og hjúkrunardeildar Dalbæjar á Dalvík 3.858 kr. Heildardaggjöld sjálfseignar- og einkastofnana eru frá 1. desember síðastiiðnum frá 1.267 krónum upp í 8.285 krónur. Daggjald Vistheimil- is Sjálfsbjargar við Hátún er 8.285 krónur, Vinnuheimilis SÍBS Reykja- lundi 7.316 krónur, Skjóls í Reykjavík 6.150 krónur, Vogs í Reykjavík 5.463 krónur og Hrafnistu í Hafnarfirði 5.047 krónur. „Þetta er misjöfn þjónusta, sem er veitt á mörgum stöðum," sagði Þórir. „Ýmsir hafa fengið tíma- bundnar hækkanir vegna viðgerða, til dæmis Reykjalundur. En auðvitað ættu hjúkrunarheimilin að vera á svipuðu róli og við erum að skoða það mál. Skjól er nýtt og er að fara í gang, þánnig að daggjaldið þar var ákveðið dálítið hátt.“ Osta og smjörsalan: Eignarhluti Sambands- ins metinn á 65 milljónir GERÐARDÓMUR sem aðilar samþykktu að myndi meta verðgildi eign- arhluta Sambands íslenskra samvinnufélaga í Osta og smjögsölunni komst að þeirri niðurstöðu að eignarhluti Sambandsins væri 65 milljón króna virði, en eins og kunnugt er hefur Sambandið viljað selja sinn hlut fyrir 125 milljónir króna. „Ég er afskaplega óánægður með þetta mat,“ sagði Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Sambandsins í samtali við Morgunblaðið. Hann segir að það séu ákveðnir liðir sem Sambandið geti óskað eftir endurskoðun á, og það muni verða gert. Guðjón var spurður hvort aðilar hefðu ekki skuldbundið sig til þess að hlýta niðurstöðu gerðardómsins: „Við töldum okkur hafa öll rök fyrir því að verðleggja þetta á 125 milljón- ir og teljum okkur enn hafa þau. Við verðum náttúrlega að hlýta þess- um gerðardómi, en það eru vissir hlutir sem við getum væntanlega vísað til endurskoðunar, eða áfiýjun- ar, og það munum vjð gera,“ sagði Guðjón. Þeir sem skipuðu gerðardóminn voru Guðmundur Skaftason, odda- maður, Geir Geirsson, fyrir Sam- bandið og Arnór Eggertsson, fyrir Osta og smjörsöluna. ÚTSALA-ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.