Morgunblaðið - 13.01.1990, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.01.1990, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARÐAGUR 13; JANÚAR 1990 9 Hjartanlegar þakkir flyt ég öllum þeim, sem heimsóttu mig á Hótel LoftléiÖi á 90 ára af- mœlisdaginn minn, þann 29. desember sl., og fœröu mér gjafir og glöddu mig meÖ nærveru sinni. Einnig þakka ég þeim, sem hringdu til min eöa sendu mérskeyti í tilefni afmcelisdagsins. GuÖ blessi ykkur öll um alla framtíÖ. Theódóra Guðlaugsdóttir. MARÁS auglýsir Erum flutt í Síðumúla 21. Til að rýmka fyrir áður en við opnum með pompi og pragt, höldum við bútasölu á flísum frá 1 m2 upp í 40 m2. Einnig eigum við sturtuklefa frá kr. 16.553,-. hreinsiefni til að þrífa fúa á milli flísa og hreinsibón til að bóna hreinlætistækin, flísar, ál og stál. Komdu og gerðu góð kaup á flísum. 50% afsláttur Opið laugardag frá kl. 10-17, sunnudag 13-16, og vikuna á eftir á meðan birgðir endast. ______________Sími 39140.____________ Happdrætti Blindrafélagsins Dregið var 6. janúar Vinningsnúmer eru: 8344, 5187, 7822, 11927, 9165, 11131, 11204, 1175, 1699, 1723, 6266, 6492, 7114, 7494, 8794, 9826, 10048, 11270, 4012, 11816. Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra, Hamrahlíð 17. Qg]MÉMSP Skattar gegn spamaði Dr. Þorvaldur Gylfason gagiuýnir í grein í Vísbend- ingu áform um að skatt- leggja raunvexti af sparifé. Höfundur segir; „Ráðherrann flaskaði á einfoldu atriði. Haim ruglast á raunvöxtum fyrir og eftir skatt, rétt eins og margir aðrir áhrifamiklir stjórnmálamenn hafda áfram að ruglast á nafh- vöxtum og raunvöxtum. Skattlagning raunvaxfa af sparifé hækkur vexti að ógreiddum skatti og hækk- ar þar með lántökukostnað heimila og fyrirtækja, en lækkar vexti að greiddum skatti og dregur þannig úr sparnaðarvilja almennings, ef vextir hafa áhrif á sparn- að á annað borð. Ef ríkisstjómin er ákveð- in í að leggja skatt á raun- vexti af sparife af einliverj- um ástæðum, þá eiga mál- svarar hennar ekki að rétt- læta þá ákvörðun með því að þræta fyrir það, að skatt- Iagningin dragi úr spam- aði. Þeir ættu frekar að viðurkenna það, að sparn- aður hljóti að dragast sam- an að öðm jöfhu, en færa þá jafhframt skynsamleg rök að því, að skattlagning- in sé æskileg eða nauðsyn- leg til þess að ná öðrum markmiðum, sem séu mikil- vægari en að standa vörð um sparifé þjóðarinnar. Þeir ættu sem sagt að við- urkenna það vafningalaust, að ríkisstjómin tekur skatt- lagningu sparifjár (t.d. í því skyni, að fjánnagustekjur séu skattlagðar með sama hætti og launatekjur) fram yfir eflingu spamaðar og viðnám gegn verðbólgu". Full verð- tryggingúr sögunni! Dr. Þorvaldur Gylfa- son segir: „Jaflivel þótt viðnám gegn verðbólgu sé efst á stefhuskrá ríkisstjórnar- innar enn sem fyrr, held- ur stjórnin áfram að taka Verðbólga 1989 og spá fyrir 1990 Verðbólga hvers ársfjórðungs á ársgrundvelli im 1989 II III IV 1990 II III IV IV'89 er spá að hluta_____Heimiid: VÍSBENOING 04.01.90 Verðbólgan 1990 Meðfylgjandi verðbólguspá fyrir árið 1990 er úr Vísbendingu. Ritið gefur sér þær for- sendur að bæði launahækkanir og gengis- lækkanir frá upphafi til loka árs 1990 verði 10%. Að þeim forsendum gefnum er spáð 18% verðbólgu frá árinu 1989 til ársins 1990 og 13% verðbólgu frá upphafi til loka árs 1990. Staksteinar staldra síðan við grein eftir dr. Þorvald Gylfason í sama riti um verðbólgu, skattlagningu vaxtatekna og verðtryggingu. ýmsar ákvarðanir, sem stuðla að áframhaldandi verðbólgu. Fyrirhuguð skattlagn- ing sparifjár er aðeins eitt dæmi af mörgum. Breyting lánskjaravísi- tölunnar á síðasta ári er annað dæmi, en sú breyt- ing skerti raunverulega ávöxtun sparifjár veru- lega, enda var það til- gangurinn að létta vaxta- byrði skuldara. Auk þess er verðbólga vanmetin með nýju lánskjaravísi- tölunni, þamúg að raun- vextir virðast vera hærri nú en þeir eru í raun og veru. Vísitölubinding fjárskuldbindinga er með öðrum orðum hætt að fela í sér fulla verðtrygg- ingu“. Sparifjárbmn- inn 1989: þrír milljaröar Þá segir greinarhöf- undur: „Og sparifé heldur áfram að brenna upp í bönkunum. Inhstæður á tékkareikningum og al- mennum sparisjóðsbók- um rýrnuðu um 3 mjl\j- arða króna í fyrra vegna verðbólgu. Þessi spari- fjárrýmun jafiigildir 50.000 króna skatti á hveija fjögurra maima fjölskyldu í landinu að jafnaði. Þessu fé er varið til þess að greiða niður útlán og viðhalda marg- víslegri óhagkvæmni í bankarekstri. Og nú boð- ar lorsætisradherra al- nám vísitölubindingiu' sparifjár í þokkabót án þess að sýna nokkurn skilning á því grundvall- aratriði, að efling inn- lends spamaðar er for- senda þess, að liægt sé að ná verðbólgunni niður til framtiðar.“ Erlendar skuldir 1990: 53% þjóðar- tekna Enn segir höfundur: „Vandiim hér er sá, að of margir islenzkir stjómmálameim gæta ekki nógu vandlega að innbyrðis samhengi hlut- anna Þeir segjast vilja ná tökum á verðbólgunni til þess að treysta rekstr- argmndvöll atvinnuveg- anna, en taka samt sem áður ákvarðanir, sem hafa þveröfug áhrif. Þetta er gamall vandi. Hver ríkisstjóm á eftir annarri hefiir barizf gegn verðbólgu í orði kveðnu, en knúið hana áfram engu að síður með óskynsamlegri stefhu í rikisQármálum, peninga- málum og skipulagsmál- um atvinnuveganna. Þessvegna er verðbólgu- vandinn óleystur enn. Og þess vegna haldu skuldir okkar við útlend- inga áfram að hrannast upp. Samkvæmt fjárlaga- fi-umvarpi ríkis.stjómar- innar, sem nú hefur verið samþykkt á Alþingi, munu erlendar langtima- skuldir þjóðarinnar hækka upp í 53% afþjóð- artekjum i árslok 1990, en þær námu 41% afþjóð- artekjum í ársiok 1988. Samkvæmt þessu verður skuldin komin upp i um 700.000 krónur á hvert mannsbara i landinu í árslok 1990 borið saman við rösklega 400.000 krónur tveim ámm fyrr. Þvilík skuldasöfhun gæti að vísu verið réttlætan- leg, ef öllu lánsfénu væri varið til arðvænlegrar fjárfestingiu', en því er ekki að heilsa nú.“ Lokadí dag ÚTSALAN hefst mánudaginn 15. janúar Austurstræti 14, sími 12345 Flugleiðir og Arnarflug: Bjóða ferðir til stórborga í Evrópu á rúm 18 þúsund FLUGLEIÐIR og Arnarflug hafa að undanförnu auglýst flugferðir til stórborga í Evrópu. Hér er um að ræða helgarferðir og gistingu á hóteli í þrjár nætur. Arnarf lug til Hamborgar og Amst- erdam. „Það er ekki nýtt að við bjóðum upp á ódýrar ferðir yfir vetrarmán- uðina. í fyrra buðum við t.d. upp á ódýrar ferðir til New York, en nú eru það borgir í Evrópu sem við bjóðum upp á. Þetta gerum við til að nýta laus sæti sem eru í f lugvél- um okkar,“ sagði Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða. Hótelið Clifton Ford í London bauð Flugleiðum sérstakt verð fyrir farþega f lugfélagsins á meðan boð- ið er upp á helgarferðir. Næturgist- ing fyrir tvo í herbergi kostar 1800 ísl. kr. fyrir manninn, en herbergi á hótelinu kostar annars 3.400 ís. kr. nóttin á mann. Hótelverð í öðrum borgum eru: Luxemborg frá 1.840 kr., Glasgow frá 1.985 kr., Frankfurt frá 2.867 kr. og Stokkhólmur frá 3.258 kr. Arnarflug býður einnig upp á hótelverð miðað við að tveir.séu í herbergi. Hótelverð í Amsterdam er frá 1.770 kr. á mann og Ham- borg frá 1.990 kr. Morgunblaðið fékk þær upplýs- ingar hjá flugfélögunum að þó nokkuð hafi verið spurt fyrir um helgarferðimar. Flugleiðir auglýstu „Borgarút- sölu“ í síðustu viku og í kjölfarið auglýsti Arnarflug ferðir til tveggja borga. Bæði flugfélögin bjóða f lug- ferðirnar á 18.300 krónur. Flugleið- ir til London, Luxemborgar, Glas- gow, Frankfurt og Stokkhólms, en Fróöleikur og skemmtun fyrirháa semlága!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.