Morgunblaðið - 13.01.1990, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.01.1990, Blaðsíða 10
lí 10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13! JANÚAR 1990 EINFALT NEI eftir Gunnar Tómasson Dr. Benjamín Eiríksson flytur lesendum Morgunblaðsins þær fréttir, að nútíma hagfræðingur telji nútima hagfræði vera góð vísindi — Albert Einstein sagði sauðahugsun einkenna góða sauði. „Leiðir eru mér allir svartir fugl- ar", sagði draumkona Jóreiðar í Miðjumdal og „illir" þóttu henni aðrir — telst ekki til tíðinda utan flokks slíkra fugla þótt atkvæði um málið falli þar öll á annan veg. Meinlokur dr. Benjamíns á vett- vangi peningahagfræði eru aug- ljósar — hann telur seðlaprentun hins íslenzka bankakerf is jafngilda sparifjármyndun þótt hverju barni utan Seðlabanka íslands megi vera ljóst, að svo er ekki. Fjaðrafok dr. Benjamíns og Bjarna Braga Jónssonar í garð höfundar liggur honum í léttu rúmi. Öðru gegnir um málstað vit- rænnar hagstjórnar, sem nýlega bar skaðan hlut frá borði í opin- berri greinargerð um vaxtakostnað í íslenzku hagkerfi. í umsögn höfundar til íslenzkra stjórnvalda um málið var greinar- gerðin sögð vera „marklaus — botnin í hagfræði höfunda er suður í Borgarfirði". „Hér er sterkt í árinni tekið," bætti höfundur við, „en höfuðsmið- um hugmyndafræði greinargerð- innar innan veggja Seðlabanka íslands er vitaskuld heimilt að svara gagnrýni minni í sömu mynt." Dr. Benjamín og Bjarna Braga er hér með boðið að svara á opin-; berum vettvangi — helst á undan- bragðalausri og einfaldri ísienzku — eftirfarandi spurningum, sem höfundur setti fram varðandi brot- alamir í „hagfræðihugsun" þeirra. Staðhæfingar og staðreyndir 1. „í þjóðhagsreikningum gildir sú meginregla að litið er á vaxtagreiðslur með þóknun til eigenda fjármagnsins fyrir notkun þess í framleiðslu- starfseminni." — Ég spyr: Hverjir eru „eigend- ur fjármagns", sem skapast á'f engu við útlánastarfsemi við- skiptabanka? „Meginreglan" byggir á þeirri Gunnar Tómasson „Fjaðrafok dr. Benja- míns og Bjarna Braga Jónssonar í garð höf- undar liggur honum í léttu rúmi. Öðru gegnir um málstað vitrænnar hagstjórnar, sem ný- lega bar skaðan hlut frá borði í opinberri grein- argerð um vaxtakostn- að í íslenzku hagkerfi." forsendu, að fjármagn sé hið sama og sparifé — ef svo væri í raun, þá myndi ég taka undir með túlkun minna ágætu kollega á eðli vaxta- greiðslna í hinu íslenzka hagkerf i. Staðreyndin er hins vegar sú að nýsköpun fjármagns í mynd útlána bankakerfis er forsenda langmestá hluta aukinnar skuldsetningar fyr- irtækja og einstaklinga. Hvað hefur „þóknun til eigenda fjármagnsins" að gera með vaxta- kröfur bankakerfis vegna fjár- magns, sem ekki er til fyrr en það er komið í hendur lántakenda? 2. „I framleiðsluuppgjöri þjóð- hagsreikinga, sem sýnir þann virðisauka sem myndast í einstökum atvinnugreinum, kemur arðurinn fram óskipt- ur hjá notandanum ..." — Ég spyr: Hvaðan taka arðlaus fyrirtæki arð til þess að greiða „þóknun til eigenda fjármagns- ins?" Seðlabankamenn vita, að arð- laus fyrirtæki geta ekki greitt „þóknun til eigenda fjármagnsins" nema með aukinni skuldsetningu við lánakerfið. Hvaða markaðslögmál hafa Seðlabankamenn í huga, þegar þeir láta sem slík fjármögnun vaxta sé eðlileg?. 3. „ . . .þegar virðisaukanum (...) er skipt upp í (...) laun og vergan rekstrarafgang, þá felur (afgangsstærðin) í sér þann afgang sem rekst- urinn skilar áður en kemur til greiðslu vaxta af lánsfé 9g eigin fé auk afskrifta ..." — Eg spyr: Er ekki augljóst, að „skuldarauki" er önnur hugmynd en „virðisauki?" Seðlabankamenn eru ríkisstjórn íslands til ráðuneytis á vettvangi peningamála — hvaða tilgangi þjónar tal um virðisauka í sam- bandi við „þóknun til eigenda fjár- magnsins" fjármagnaða af skuld- arauka síðustu ára? 4. „Samkvæmt (tekjuskipting- araðferðinni) er þeim sem þátt taka í efnahagsstarf- seminni skipt í fjóra geira eða fleiri. En það eru fyrir- tæki önnur en peningastofn- anir, hið opinbera og að síðustu heimilin." — Ég spyr: Hvað hefur tekjuskipt- ing að gera með greiðslu „þókunar til eigenda fjármagnsins", sem fjármögnuð er með skuldarauka en ekki af tekjum fyrirtækja? Aðspurðir hafa yfirmenn Seðla- banka sagt Gunnar Tómasson vera einan um þá skoðun, að skuldsetn- ing og tekjumyndun séu tveir ólík- ir hlutir. Höfiindur er hagfræðingur. I Grafarvogi eru góðar 118 fm íbúðir til sölu. Fallegt útsýni, rólegt umhverfi. Stórar suðursyalir. Þvottahús og geymsla á hæðinni. Bílskúr fylgir. íbúðirnar henta vel fyrir eldra fólk. Húsið verður tilbúið með vorinu. Frekari upplýsingar í síma 31104. Örn Isebarn, byggingameistari. 21150-21370 LARUS Þ. VALDIMARSSON FRAMKVÆMÐASTJÓRI EINAR ÞORISSON LONG, SÖLUMAÐUR KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. löggiltur fasteignasali Til sölu er að koma meðal annarra eigna: Stór og glæsileg eign Endaraðhús: Efri hæð 4 svefnherb., skáli, bað og fatabúr. Neðri hasð eldhús, tvöf. stofa, þvottahús, húsbóndaherb. og snyrting. Allar innr. og öll tæki af bestu gerð. Kjallari er undir húsinu. Vandað og gott föndur- og vinnuhúsnæði. Húsið stendur á ræktaðri lóð á vinsælum stað í Seljahverfi. Teikn. og nánari uppl. aðeins á skrifst. Úrvals eignir - frábær greiðslukjör 3ja og 4ra herb. íbúðir í byggingu á vinsælum stað í Grafarvogi. Frág. sameign. Sérþvhús. Bflsk. Fullbúnar undir trév. á næstu vikum. Vinsam- legast kynnið ykkur teikn., frágangsskilmála og óvenju hagstæð greiðslukjör. Allt sér - bílskúr - mikið útsýni 6 herb. efri hæð 130,7 fm nettó í reisulegu þríbhúsi við Digranesveg, Kóp. Stórar svalir. Rúmg. bílsk. Frábær útsýnisstaður. Nokkur nýleg einbýlishús í borginni og nágrenni á söluskrá. Margskonar eignaskipti möguleg. Nánari uppl. á skrifst. Glæsileg eign - hagkvæm skipti Endaraðhús við Fljótasel. Efri hæð er 6 herb. íb. Á jarðhæð eru auka- herb. sem má gera að lítilli séríb. Öll tæki og innr. af bestu gerð. Góður bílsk. Margskonar eignaskipti mögul. Ágætar einstaklingsíbúðir eins og 2ja herb. bæði í gamla bænum (mikið endurbyggðar) og nýjar og nýlegar í úthverfum. Neðri hæð í tvíbýlishúsi 3ja herb. 81,8 fm nettó. Hiti og inng. sér. Ágæt sameign. Stór lóð. Útsýni. Laus fljótlega. Fjársterkir kaupendur óska eftir íbúðum, sérhæðum og einbýlishúsum. Margskonar eignaskipti mögul. Sérstaklega óskast 2ja herb. íb. á 1. til 2. hæð í borginni. Verður borguð út. Þar af kr. 2 millj. við undirritun kaupsamnings. Opiðídagkl.10tilkl.16. Almenna fasteignasalan sf. var stofnuð 12. júh'1944. AIMENNA FASTEIGNASALAN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 ífetmdM LTDFfíl Umsjónarmaður Gísli Jónsson Orðið fjörður er u-stofn og karlkyns. Þolfall fleirtölu er nú oftast firði, en var áður fjörðu. Menn fóra yfir eða út í fjörðu. Stundum lifir þvílíkt tal enn. Hægt er að tala um sonu rétt eins og syni og jafnvel ganga (í óeiginlegri merkingu) fram fyrir skjöldu fremur en „skildi". Aftur á móti ræða menn nú um ketti, en í Vatnsdæla sögu (sem einhverstaðar hét „Vandpump- ens historie") segir af skaðræð- ismanninum Þórólfi sleggju sem átti tuttugu köttu og alla illa. Gefum svo meistara mínum Halldóri Halldórssyni orðið litla hríð: Hann segir í beygingar- fræðinni í Halldóru: „í þf.flt. er.nú endingin -i (í stað -u) bæði í orðum, er beygj- ast sem köttur og björn. Þó halda sumir hinni fornu endingu, einkum í orðunum fjörður og sonur, og í tilteknum sambönd- um, t.d. leggja fé á yöxtu, stemma stigu fyrir. Út frá þf.f lt. fjörðu og völlu hafa ver- ið mynduð orðin Fjörður, kvk.f lt. og Völlur, kvk.f lt. (not- uð sem sérnöfn), t.d. Jón fór út í Fjörður. Skipið er komið fyrir Völlurnar. Hið síðara mun að- eins tíðkað á Vestfjörðum." Við þetta er því að bæta, að breytingin, sem Halldór greinir frá, er svonefnd áhrifsbreyting sem útlendingar nefna ana- lógíu. Ein orðmynd lagar sig eftir annarri án þess um eigin- legar hljóðbreytingar sé að ræða. Við getum vegna dæm- anna hér á undan hugsað okkur tvenndirnar stöllurnar-völlurn- ar eða vörðurnar-fjörðurnar til þess að flækja ekki málið um of. Víkur nú sögunni til bréfsins frá Baldri Ingólfssyni, því sem birtist í næstsíðasta þætti. Hann hafði eftir Hríseyingum að þeir færu út í Fjörður og spurði hvað menn austan Eyjafjarðar segðu. Vegna þessa hafði Friðrik Þorvaidsson á Akureyri sam- band við mig, en hann fæddist og ólst upp í Hrísey. Hann stað- festi að „út í Fjörður" hefði ver- ið þar almennings mál og bætti því við vegna fyrirspurnarinnar um málfar austan Eyjafjarðar að Ingveldur Gunnarsdóttir frá Brettingsstöðum á Flateyjardal hefði sagt sér að á þeim bæ hefði alltaf verið sagt að fara „vestur í Fjörður", þegar átt var við Þorgeirsfjörð og Hvalvatns- fjörð. Fleiri heimildir hef ég um þetta málfar frá austurlandinu, eins og við Svarfdælingar nefnd- um strandlengjuna handan Eyjafjarðar. Þá nefndi Friðrik orðmyndina Hverf í stað Hverfi. Sumir á austurlandinu töluðu um að fara út í Hverf= (Höfðahverfi). Steindór Stein- dórsson frá Hlöðum man líka eftir þingeyskri stúlku sem sagði „Reykjahverf" og jafnvel „Kelduhverf". En nú kalla ég fleiri menn til vitnisburðar, þá sem kunnugir eru málfari manna á Svalbarðs- strönd og um Grýtubakkahrepp, að þeir svari spurningu Baldurs Ingólfssonar. • í íslensku fornbréfasafhi (Diplomatarium Islandicum), XV hluta, segir frá því að ár 1568 var kvaddur í sjöttardóm „Kappi Eyjolfsson". Ari síðar, 16. sept., er gert jarðaskipta- bréf, og segir þar (stafsetningu haldið til gamans): „Þat giorum vier Þordr prestr Gislason. Narfi Ormsson. Capr- ianus Eyjolfsson. Barthiel Olafs- son. Goðum monnum kunnigt med þessu voru opnu brefi. wier medkennunst at j Skalhollti vm haustid fimtudaginn næstan fyr- ir hinn f imtanda Sunnudag Trin- itatis. þar j timburstofunni. uor- um uier j hia savm og heyrdvm a ord og handsaul þessara manna..." I nafnaskrá Fornbréfasafhs- ins er Kaprazíus sett í sviga aftan við nöfnin Kapríanus og Kappi. Nú veit ég í bili ekki meira um manninn sem bar svo annarlegt nafn, að það fór á reik. En ljóst er að nafnmyndin Kaprasíus hefur orðið ofan á, því að í Lögréttumannatali Einars Bjamasonar er tilgreind- ur Kaprasíus Eyjólfsson Igrm. úr Þverárþingi sunnan Hvítár, fæddur um 1666, enda er hann enn á lífi 1703 og þá bóndi og hreppstjóri á Súlunesi vestra í Borgarfjarðarsýslu. Hann er þá eini Islendingur með þessu nafni, og föðurnafnið bendir til 521.þáttur þess að hann sé afkomandi þess Kapríanusar (Kappa) sem í dóma var nefndur á 16. öld. Fór nú svo, að nafnið Kaprasíus hélst best í Borgarfirði (2 1801,2 1845 og 3 1855), en nafnið hef- ur tíðkast hér á landi fram á þessa öld, þó örfágætt haf i verið. Á latínu heitir hafur caper (sama orð) og geitin capra eða caprea; lítil geit, huðna eða haðna, nefndist á latínu cap- ella. Ey ein, fríð og fræg, nefnd- ist Capreae og breyttist í Capri. Það er Hafursey þeirra við Mið- jarðarhaf. Capricornus er geit- hyrningur, caprinus (lo.=„af geit"). Rixari de lana caprina, sögðu Rómverjar stundum. Það er að gífra um geitarull, rífast um lítilræði, „deila um keisarans skegg". Ætla má að Kapríanus eða Kaprasíus gæti merkt mann frá Capri eða geitahirði, og það hyggur Þóroddur læknir. Þóroddur segir mér líka að sum- staðar í Mið-Evrópu hafi það verið hluti af kjötkveðju (carne- vale) að menn kæmu fram í geitargervi í skemmtunarskyni, og á ítölsku er capriccio=gletta eða fjörlegt tónverk í frjálsu formi. Þetta orð hefur borist inn í ensku, og þar er líka að finna caprice=duttlungar og capric- ious=mislyndur, kenjóttur. En málinu er ekki lokið. Ekki hafa íslendingar á 16. öld búið til nafnið Kapríanus (Kapras- íus). Þetta er aðfengið, en hvað- an. Ég er búinn að leita mig vitlausan. Kannski er ég sleginn blindu. Finn það ekki í rímum, riddarasögum, heilagra manna sögum, dýrlingasöfnum, al- fræðibókum né mannanafna- bókum Dana, Norðmanna, Fær- eyinga, Þjóðverja né Englend- inga. Og nú auglýsi ég eftir hverju sem gæti skýrt hvers vegna Kapríanus/Kaprasíus varð skímarnafn manna á ís- landi. v Salómon sunnan kvað: Jón fór seint þetta vor í vega- vinnu og las Amor i trega: Hvar var nú Bía með barminn sinn hlýja? Hjá Bush eða með Noriega? .P.s. Vek athygli á góðri grein Odds Sigurðssonar um ísl. mál hér í blaðinu 3. þ.m.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.