Morgunblaðið - 13.01.1990, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.01.1990, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18: JANÚAR 1990 Jli 11 ^figoDgMksip Þorsteinn Valdimarsson skáld varð fyrstur til þess að kveðja sér hljóðs undir limrulagi hér á landi. Meðal bóka hans er Fiðrilda- dans með 88 „fimmlínum". Þessa kallar hann Fiðrildi: Svo þig langar til fiðrildalands? - Jæja, lærðu minn vængjaða dans og flýttu þér, síðan fylgirðu mér á flugstigu regnbogans! Um jólin fletti ég Ljóðarabbi Sveins Skorra Höskuldssonar, sem er að stofni til erindi, sem hann flutti í Ríkisútvarpið fyrir þremur árum. Auðvitað er þessi bók kær- komin hverjum þeim, sem hefur gaman af ljóðum. Jafn sjálfsagt er, að við skiljum og skynjum ljóð með jafn mismunandi hætti og við erum mörg sem njótum þeirra. Ég nefni stutt ljóð, Haust eftir Snorra Hjartar- son, sem glöggt dæmi þess, hversu ólíkir lesendur ljóða við Sveinn Skorri erum. Sveinn Skorri segir Haust meðal þeirra kvæða, sem einna helst minni sig á fiðrildi: „Þau koma fljúgandi og maður getur dáðst að flugi þeirra og litadýrð, en jafnframt þorir maður ekki að snerta þau af ótta við að tortíma þeim, púðurkennt litskrúð fiðr- ildavængja getur skaddast og horfið við snertingu eina." ... í dag er hlíðin hélugrá og rauð því haustið kom í nótt, ég sá það koma vestan vatn í gegnum svefninn; vatnið er hemað þar sem slóð þess 11 Þegar ég les þessa haustvísu, finnast mér fiðrildin vera dauð fyrir löngu. í sannleika sagt væri fiðrildi eitthvað það síðasta, sem mér kæmi í hug, væri ég spurður, hvaða lífvera kæmi til mín eins og þetta ljóð. Ég get á hinn bóginn tekið undir með Sveini Skorra, þegar hann spyr: Hví kemur haustið vestan vatn? Samkvæmt íslenskri orðsifjabók er upphafleg merking orðsins vestur líklega „átt sólarlagsins, sólsetur", og er þá spurningunni svarað. Haustið kem- ur að vestan eins og vorið að austan. Sam- kvæmt sömu heimild er austur „uppkomu- átt sólar og hefur nafn sitt áf birtu og morgunljóma". Sá maður væri áttavilltur, sem sneri þessu við. Ég tala nú ekki um, ef norður yrði tákn fyrir sól og sumar, en sunnangola ráðandi átt á þorra. Sveinn Skorri rifjar upp, að ljóðabók Snorra, Á Gnitaheiði, sem út kom 1952, Jóhannes úr Kötlum beri glögg merki sósíalískra skoðana skálds- ins og talar um kalt stríð, eins og vinstri mönnum er gjarnt. Síðan spyr hann: „Tjáir ljóðið ugg skálds frammi fyrir því frosti, þeim pólitíska vetri og dauða, sem stundar að úr vestri?" Ég geri ráð fyrir, að Sveinn Skorri hafi skilið þetta litla haustljóð eins og hann gef- ur í skyn með spurningunni. Þó gefur ljóðið ekki tilefni til slíkra pólitískra málaleng- inga, sem óhjákvæmilegt er að kalla of- stæki. Heimskulegt ofstæki nú, þegar spurn- ingin er fram borin, eftir að Berlínarmúrnum hefur verið rutt úr vegi. Og í einni skynd- ingu hafa gáttirnar verið að opnast austur á bóginn og hlýr andvari frelsisins tekið að leika um borgir og lönd, þar sem fólkið hefur svo lengi stunið undan „pólitískum vetri og dauða" sósíalismans. Hvað sem líður stjórnmálaskoðunum Snorra Hjartarsonar, þarf ljóðið Haust ekki á þeim að halda og má undir engum kring- umstæðum gjalda þeirra. Ljóðið er of gott til þess. Ölafur Ragnar Grímsson hefur átt sæti í sjálfskipuðu „heimsfriðarráði", þar sem fé- lagsskapurinn hefur ekki verið upp á það allra besta. Eftir að Ceausescu hafði verið velt úr sessi, var haft sjónvarpsviðtal við Ólaf Ragnar, þar sem í ljós kom, að hann hafði verið leiddur um glerhús hins só- síalíska leiðtoga. Af því tilefni orti Móri sér til gamans: Upp á mína æru og trú ' Ólafur Ragnar gleðst með vinum. Sýpur te með Ceausescú og siðan líka öllum hinum. Fyrir jól kom til snarpra orðaskipta milli Stefáns Valgeirssonar og Steingríms Her- mannssonar. Þá kom í ljós, að haustið 1988 hafði Steingrímur gef ið Stefáni fyrirheit um, að hann héldi sæti sínu í bankaráði Búnaðar- bankans, ef hann gengi til liðs við sig. Þá þurfti Steingrímur á Stefáni að halda, sem auðvitað breyttist, eftir að Borgaraf lokkur- inn gekk inn í ríkisstjórnina sl. haust. Þess vegna orti Móri, meðan það var að gerast: Bráðum stjórnin birtist ný, blendnu mjög af kyni. Og strax er farið að styttast í Stefáni Valgeirssyni. Á sínum tíma orti Jóhannes úr Kötlum í gamansömum tón til Kristmanns Guð- mundssonar: Lít ég einn er list ann löngum hafa þær kysst 'ann Kristmann. Og Kristmann svaraði: Affir þó við ötlum að þær fari úr pjötlum "Z í Kötlum. Móri hefur spreytt sig á þessum bragar- hætti og kallar Martröð kratans: Að hafa þennan Hattman! - Ég hugga migTrið Batman og Skattman!!! Ekki verður meira kveðið að sinni. Halldór Blðndal Limran Er á SÍS bregður frostköldum fólva og með framsóknarvírus er tölva og stjórnin að tapa, hans stjama er að hrapa hrópar Steingrímur: „Hvar er mín völva?" Úr söng- og danssýningunni „Rokkóperur" á Hótel íslandi. ¦ „ROKKÓPERUR", söng- og danssýningin, sem sýnd hefurverið við miklar vinsældir, verður sýnd áfram á Hótel íslandi í vetur og fram á sumar. Sýningin hefur nú þegar verið sýnd í 25 skipti og hafa færri komist að en vilja. A þessum kvöldum er framreiddur kvöldverður en gestir geta einnig komið eftir matinn og séð sýning- una. Þess má geta að matseðillinn samanstendur af tveimur forrétt- um, tveimur aðalréttum og tveimur eftirréttum og geta gestir valið á milli. í sýningunni koma fram fjöl- margir íslenskir listamenn, bæði söngvarar og dansarar, og f lytja lög úr ýmsum heimsfrægum söngleikj- um svo sem Jesus Christ Superst- ar, Cats, Grease o.fl. Kynnir er Rósa Ingólfsdóttir, hljómsveitar- stjóri er Jón Ólafsson en leikstjórn er í höndum Maríönnu Friðjóns- dóttur. (Fl-éttatilkynning) ¦ í ANDDYRI NORRÆNA HÚSSINS verður opnuð ljósmynda- sýning í dag. Hér er um að ræða myndir sem sænski ljósmyndarinn Bruno Ehrs hefur tekið af högg- myndum eftir fimm af þekktustu myndhöggvurum Norðurlanda. Ritstjórn listatímaritsins SIKSI, ~ sem gef ið er út af norrænu listamið- stöðinni í Sveaborg, sem ákvað að helga eitt tölublað þemanu helstu myndhöggvarar Norðurlanda. Vald- ir voru myndhöggvararnir Einar Jónsson, íslandi, Rudolph Tegn- er, Danmörku, Gustav Vigeland, Noregi, WSlno Aaltonen, Finn- landi, og Carl Milles, Svíþjóð. Bruno Ehrs var valinn til þessa verkefnis og ferðaðist hann um Norðurlönd og tók Ijósmyndir af höggmyndum meistaranna. Mynd- irnar er 25, allar svarthvítar. Sýn- ingin var fyrst sett upp í Milles- safninu í Stokkhóhni og síðan hafa myndirnar verið sýndar í Dan- mörku, Rudolph Tegner-safninu og Gammel Holtegaard-safninu. Sýningin er opin daglega frá kl. 9-19, nema sunnudaga frá kl. 12-19. Borgarstjórnarframboð Sjálfstæðisflokksins: Einmitt nú tækifæri til að hvíla prófkjör - segir Baldur Guðlaugsson - Mikil tímaskekkja, segir Árni Sigurðsson BALDUR Guðlaugsson formað- ur stjórnar fulltrúaráðs Sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík segir að kjSrnefnd, sem velur frambjóðendur á lista Sjálf- stæðisflokksins i komandi borgarstjórnarkosningum í vor, séu ekki sett tímamörk, en hann telur ekki ólíklegt að hún skili af sér í næsta mánuði. Aðalfundur fulltrúaráðsins felldi tillögu um prófkjör á mið- vikudagskvöld, eftir að Baldur hafði gert grein fyrir því áliti meirihluta stjórnarinnar, að fela bæri kjðrnefnd uppstillingu á listann. „Hafi einhvern tíma verið tækifæri til að hvíla próf- kjðr, þá er það nú," sagði hann á fundinum. Morgunblaðið ræddi við Baldur og Arna Sig- urðsson, flutningsmann tiUög- unnar um prófkjör. Baldur segir kjörnefnd munu ganga frá tillögum um lista og verður hann lagður fyrir fund í fulltrúaráðinu sem tekur endan- lega ákvörðun um listann. Kosið var í nefndina í fulltrúaráðinu í haust og er hún að því leyti tilbú- in. Baldur segir að samkvæmt skipulagsreglum Sjálfstæðis- flokksins skuli tilhögun framboðs vera þannig, að kjörnefnd raði á framboðslista, nema því aðeins að fulltrúaráðið ákveði annað. Á aðalfundi ráðsins gerði hann grein fyrir helstu rökum með og á móti prófkjöri, sem í undanförnum kosningum hefur verið viðhaft á vegum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hann vitnaði meðal annars í álit stjórna tveggja Sjálf- stæðisfélaga, Óðins og Heimdall- ar, sem yoru á öndverðum meiði. Síðan gerði hann grein fyrir því áliti meirihluta stjórnarinnar, að kjömefnd ætti að raða á listann. Baldur var spurður hver væru helstu rökin fyrir þeirri ákvörðun. Hann sagði prófkjör hafa sætt vaxandi gagnrýni á undanförnum árum. Meðal helstu gagnrýnisat- riða sé mikil og óeðlileg smölun, innbyrðis átök sem meðal annars valdi því að fólk fáist ekki til þátt- töku, prófkjör þyki skila of ein- hæfum lista, þátttakendur leiðist út í peningaaustuf og auglýs- ingastríð. „En ég býst við að hjá flestum hafi ráðið mestu, að þeir hafi talið rétt að staldra aðeins við, fá betra tækifæri til að vera með hreint borð til að vega og nieta einstakar aðferðir. Ég held að menn hafi þurft að brjóta af sér vanann. Kannski verður niður- staðan sú, að menn verði óhrædd- ari við að breyta til í framtíðinni." Þá nefndi Baldur að prófkjör sem slík séu af ólíkum toga og menn ekki á eitt sáttir um hvern- ig beri að haga þeim, enda kvaðst hann telja að fleiri hafi stutt til- lögu um prófkjör, heldur en hefðu verið reiðubúnir til að styðja til- lögu um ákveðið form prófkjörs. „Ég held að flestir séu farnir að viðurkenna að kostir og gallar eru á öllum aðferðum og ábyggi- lega hafa margir átt erfitt með að gera upp við sig hvort þeir vildu prófkjör eða kjörnefnd," sagði Baldur. Hann nefndi til marks um það, að á áðalfundinum urðu litlar umræður um val á list- ann og þurfti fundarstjóri að margítreka hvatningu til manha að tjá hug sinn og ennfremur að hann þurfti að minna á, að án tillögu um prófkjör, væri sjálfgef- ið að kjörnefnd stillti upp. Baldur sagði það hafa komið sér á óvart, að ganga þurfti eftir tillögu um prófkjör, þar sem hann kvaðst hafa átt von á að hún kæmi strax fram. „Hún kom%fram og ekki verður deilt um niðurstöðu at- kvæðagreiðslunnar, munurinn var afgerandi." 90 greiddu prófkjöri atkvæði, 136 höfnuðu því og fjórir seðlar voru auðir. Baldur kvaðst að lok- um vilja taka það skýrt fram, að þessi ákvörðun gilti einungis um komandi borgarstjórnarkosningar og væri því að öðru leyti á engan hátt bindandi fyrir framtíðina. Árni Sigurðsson sagði að hann hafi ekki komið á fundinn í þeim tilgangi að leggja fram tillögu um prófkjör. Hann hafi búist við að tillaga þar að lútandi kæmi frá stjórn Heimdallar, þar sem stjórn- in hafði samþykkt stuðning við prófkjör og sent stjórn fulltrúar- áðsins ítarlegt bréf með röksemd- um fyrir prófkjöri. „Undir lokjn, þegar ljóst var að Birgir Ár- mannsson, formaður Heimdallar, ætlaði ekki að leggja fram tillögu um prófkjör, sá ég mig til knúinn að leggja það til, þar sem fundar- stjóri hafði ítrekeð að ef ekki kæmi tillaga um prófkjör yrði stillt upp á listann af kjörnefnd," sagði Árni. „Ég hafði orðið var við mikið fylgi við prófkjör í röðum ¦ sjálfstæðismanna og því þótti mér rétt að á það reyndi í atkvæða- greiðslu á þessum aðalfundi full- trúaráðsins hver vilji þess væri. Atkvæðagreiðslan fór svona og við þau úrslit sættir maður sig. Mér finnst það hins vegar vera mikil tímaskekkja að hafna próf- kjöri og ekki vera í samræmi við kröfur fólks um lýðræðislega ' stjórnmálastarfsemi. Eg óttast að vegna þessarar niðurstöðu verði höggvin skörð í fylgi Sjálfstæðis- f lokksins í Reykjavík. A hinn bóg- inn vona ég að þetta verði ekki til þess að prófkjör leggist af í framtíðinni," sagði Árni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.