Morgunblaðið - 13.01.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.01.1990, Blaðsíða 12
sr 12- TTORGUNBLAÐIÐ- LAUGARDAGUR 1*. JANÚAR 1990- - - Rögnvaldurl. Helga- son - Minningarorð Fæddur 17. júní 1911 Ðáinn 4. janúar 1990 Síðdegis 4. janúar sl. lést tengda- faðir minn, Rögnvaldur I. Helgason, á sjúkrahúsi Akraness. Andlát Valda kom ekki á óvart. Hann var búinn að heyja erfiða baráttu í veik- indum sínum. Engu að síður er eins og bresti strengur í brjósti manns. Rögnvaldur var elsta barn hjón- anna Ingibjargar Skarphéðinsdótt- ur frá Guðlaugsvík í Hrútafírði og Helga Þórðarsonar frá Grænumýr- artungu í Hrútafirði. Þau bjuggu á Háreksstöðum í Norðurárdal. Þar fæddist Valdi og ólst upp. 18 ára gamall fór hann að heiman og vann hin ýmsu störf eins og gerðist á þeim tíma, vegavinna, sveitastörf og margt fleira. Systkini Rögnvaldar voru Sigur- þór, býr í Borgarnesi, var kvæntur Jónu Sigurðardóttur. Hún er látin; Laufey, hún er látin, var gift Sig- urði Magnússyni. Þau bjuggu í Reykjavík; Sigurlaug, gift Gunnari Grímssyní. Þau búa í Reykjavík; Óskar, kvæntur Guðbjörgu Gísla- dóttur. Þau búa á Höfn í Horna- firði; Sigríður, gift Bngilbert Óskarssyni. Hann er látinn. Þau bjuggu í Reykjavík, og Gunnar, kvæntur Elsu Kristjánsdóttur. Þau búa á Skagaströnd. Hálfsystir Rögnvaldar frá fyrra hjónabandi föður hans hét Lára. Móðir hennar dó í Ameríku. Hún hét Ragnhildur Andrésdóttir frá Hvassafelli í Norð- urárdal. Lára bjó í Kaliforníu. Mað- ur hennar hét Allen Golden. Rögnvaldur kvæntist fyrri konu sinni 11. sept. 1932. Hún hét Val- gerður Ásta Guðmundsdóttir, f. 21. sept. 1908 frá Fallandastöðum í Hrútafirði. Foreldrar hennar voru Jófríður Jónsdóttir og Guðmundur Björnsson. Rögnvaldur og Valgerður hófu búskap á Gilsstöðum í Hrútafirði í sambýli við foreldra hans. Valgerð- ur lést 30. maí 1941 frá tveimur dætrum, 5 og 6 ára. Þær heita Gunnhildur, f. 29. ágúst 1935, gift Hafsteini Eyjólfssyni, búsett á Sel- tjarnarnesi. Áttu þau tvö börn, Valgarð, hann lést aðeins 16 ára, og Guðrúnu Erlu. Yngri dóttirin, Ester, f. 31. des. 1936, var gift Halldóri Sigurðssyni, búsett á Sel- tjarnarnesi. Þau eiga 3 börn, Jófríði Oldu, Sigurð og Hilmar. Seinni konu sinni, Sigríði Jónu Ingólfs- dóttur, f. 22. okt. 1922 frá Gilhaga í Hrútafirði, kvæntist hann 3. nóv. 1945. Foreldrar hennar voru Anna Sigurjónsdóttir frá Laxárdal og Ingólfur Kristinn Jónsson frá Valdasteinsstöðum í Hrútafirði. Börn Rögnvaldar og Sigríðar eru: Dagmar, f. 21. nóv. 1946, bústt í Bæ í Hrútafirði, gift Þórarni Ólafs- syni. Þau eiga 3 börn, Kristínu Ól- öfu, Sigríði Hrönn og Eyþór Rúnar; Helgi, f. 19. okt. 1947, býr í Hafnar- firði, kvæntur Heigu Jónsdóttur. Þau eiga 3 börn, Huldu, Rögnvald og Smára; Anna Inga, f. 8. des. 1950, búsett á Kollsá í Hrútafirði. Var gift Kristbirni Eiríkssyni, eiga þau 5 syni, Rögnvald Ingvar, Björn Arnar, Sigurð Rúnar, Eirík Unnar og Hjalta Búa; Valgerður Ásta, f. 24. mars 1953, býr í Kópavogi, sambýlismaður hennar er Jóhann Þór Gunnarsson, og Ingólfur Krist- inn, f. 20. maí 1959, býr á Hellu á Rangárvöllum, kvæntur Fríði Norð- kvist Gunnarsdóttur. Eiga þau tvær dætur, Sigríði Jónu og Magnhildi. Barnabarnabörnin eru orðin 13. Sigríður og Rögnvaldur fluttu frá Gilsstöðum að Borðeyri 1951. Þá var hann farinn að keyra hjá Kaup- félagi Hrútfirðinga. Síðar eignaðist hann sinn eigin vörubíl og vann lengst af við vegagerð. Hann tók þátt í félagsmálum en fyrst og fremst að málefnum kirkjukórsins og söng með honum í íúm 30 ár. Formaður sóknarnefndar og með- hjálpari árum saman. Einnig vaP hann lengi fulltrúi leikmanna á Kirkjuþingi að Hólum í Hjaltadal. Þá vann hann að verkalýðsmálum. Rögnvaldur var mikill hagleiks- maður á tré, sagaði út og vann allt sem til féll. Hann kenndi smíðar við Barnaskólann á Borðeyri um árabíl. Þá má geta þess að hann var ómenntaður hvað varðaði smíðar. Hann var ákaflega bók- hneigður, heimiii hans var eins og vísir að bókasafni. Síðustu ár hafa þau hjón búið í Borgarnesi. Þar tók Rögnvaldur þátt í starfi eldri borg- ara og naut þess vel. I mínum huga var hann yndisleg- ur eldri maður. Hann tók vel á móti mér þegar ég kom á heimili hans á Borðeyri fyrir rúmum 10 árum. Það á sjálfsagt sinn þátt í því hvað mér líður alltaf vel í þeirri sveit. Aldrei fann ég annað en hlýju og virðingu frá honum. Alltaf hafði Valdi tíma til að tala við mig og segja mér frá því liðna. Það var stutt í glens og gleði hjá þeim gamla eins og ég kallaði hann oftast. Dætur mínar eiga fallegar minn- ingar um afa gamla eíns og þær kölluðu hann ávallt til aðgreiningar frá hinum afanum. Afí gamli var dáinn. Eldri systir- in grét sáran. Það var erfitt að skýra þetta fyrir henni. Þær áttu með honum góð og friðsæl jól nú nýliðin. Hann hafði sérstakt dálæti á söng sonardætra sinna. Ein af síðustu gleðistundum gamla mannsins var er þær Sigríður Jóna og Magnhildur fóru í jólasveinabún- inga og sungu jólalög og færðu afa gjafir. Hann ljómaði og var fyrstur af okkur til að gefa þeim gott klapp og þakkaði innilega fyrir. Eg tel það ávinning fyrir mig að hafa kynnst Valda og er þakklát fyrir þann tíma sem við áttum sam- an. Valdi er horfinn sjónum en hann mun lifa áfram í minningu okkar. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt." (Vald. Briera) Fríður Norðkvist Gunnarsdóttir Þegar ég fluttist ásamt fjölskyldu minni að Prestsbakka í Hrútafirði 1948 og tók þar við prestakallinu, rakst ég fljótlega á Rögnvald Helgason. Rögnvaldur bjó þá ásamt síðari konu sinni, Sigríði Ingólfs- dóttur, og börnum beggja hjóna- bandanna á Gilsstöðum við austan- verðan fjörðinn. Gilsstaðir voru fremur lítil jörð og erfið, sérstaklega held ég að heimatúnið hafi verið erfitt til hey- skapar, því það var svo bratt, og náði nærri frá þjóðveginum niður að sjónum. Hefur því áreiðanlega verið erfitt fyrir Rögnvald og fjöl- skyldu hans að lifa eingöngu á því sem jörðin gaf af sér. Enda bætti Rögnvaldur sér þetta upp með því að stunda önnur störf jafnhliða búskapnum. Hann var maður lag- tækur við margt, einkum smíðar, en þó lagði hann mesta áherslu á bifreiðaakstur, akstur vörubifreiða, og hafði er fram liðu stundir mikla atvinnu með bíl sinn í vegavinnu. Það kom og að því nokkrum árum seinna að þau hjón fluttu heimili sitt frá Gilsstöðum að Borðeyri og bjuggu í svonefndu símstjóra-húsi, því þá hafði símstöðin verið lögð niður á Borðeyri og flutt að Brú, innst í Hrútafírði. Vegavinna hafði aukist mikið á þessum árum, bæði í Strandasýslu og Húnavatnssýslu, þannig að upp frá þessu sinnti Rögnvaldur að mestu bílakstrinum, en hafði þó ávallt nokkra ígripa- vinnu að vetrinum hjá kaupfélaginu á Borðeyri, og einnig annaðist hann vegaeftirlit og viðhald að vetrinum. Var það oft að hann fór á stúfana að gera við vegina er þeir spilltust snögglega á þessum árstíma. En árin liðu og aldur færðist yfir Rögn- vald og svo kom að því að hann varð að minnka við sig bifreiðaakst- urinn, og að lokum að selja bílinn og hætta alveg öllum akstri. Eftir þetta hafði hann lítið annað að gera en sinna ígripavinnu hjá kaupfélag- inu. Börnin voru nú öll uppkomin og farin að heiman. Við hlið sína hafði Rögnvaldur dugmikla konu sína, Sigríði, ogJ.á hún ekki á liði sínu, þegar á þurfti að halda við störfin heima fyrir, forkur var hún við bústörfin að Gilsstöðum, og eft- ir að þau komu til Borðeyrar vann hún við sláturhúsið þar á hverju ári og einnig oft við ræstingarstörf fy'rir kaupfélagið. Munaði mikið um starf húsmóður fyrir heimilið. Heimili Rögnvalds og Sigríðar á Borðeyri var myndarheimili, snyrti- legt og velumgengið og sinntu þau vel barnahópnum sínum þar. Fannst mér ávallt ánægjulegt að heim- sækja hjónin, móttökur góðar og þau ræðin og skemmtileg. En best kynntist ég Rögnvaldi á efri árum hans, eftir að hann hafði tekið að sér að vera formaður sóknarnefndar Prestsbakkakirkju og meðhjálpari þar, en þessum störfum gegndi hann síðan í áraraðir af mikilli alúð. Rögnvaldur tók við þessum störfum af Bjarna heitnum Þorsteinssyni kennara óg skólastjóra frá Lyng- holti, en Bjarni hafði verið mikill stuðningsmaður kirkju og safnaðar, og sérstaklega samviskusamur maður í öllum störfum sem hann gegndi. Segja mætti að vandfund- inn væri samviskusamari maður en Bjami. Var því von að eftir hans dag kæmi nokkurt hik á menn að finna verðugan arftaka hans í starfí við kirkjuna. Og einhvern veginn æxlaðist þetta þannig að Rögn- valdur tók við þessum störfum. Og óhætt er að segja að hann fetaði dyggilega í spor fyrirrennara síns í því að vilja kirkjunni vel og sýna henni sóma í hvívetna. Hvatti hann fólk til kirkjugöngu og til kirkju- söngs. Þá betrumbætti Rögnvaldur stórlega hirðingu kirkju og kirkju- garðs. T.d. hafði hirðing garðsins lengi verið vandamál. Rögnvaldur tók upp ný vinnubrögð. Hann hóaði saman fjölda fólks til þess að slá og raka garðinn. Tók söfnuðurinn vel þessari nýbreytni hans; margar hendur leystu þarna af hendi þarfa- verk. Og það sem meira var að all- ir þátttakendur höfðu mikla ánægju af að fegra garðinn. Eins og áður er getið var Rögrwaldur lagtækur maður og allgóður smiður. Oft lét hann hendur standa frarh úr ermum við að gera við kirkjuna, mála og smíða eftir því sem með þurfti hverju sinni, allt var þetta smekk- lega af hendi leyst. Var það honum metnaðarmál að kirkjan væri fögur á að líta og vel hirt. Þá vildi Rögn- valdur líka stuðla að betri messu- flutningi og betri kirkjusiðum. Kunnátta í kirkjusiðum virðist víða vera farin að daprast með þjóðinni. Til þess að lagfæra þetta fór Rögn- valdur á námskeið sem haldin voru fyrir starfsfóik kirkna á þessu sviði. Af öllu þessu sést að Rögnvaldur tók þessi störf sín mjög aivarlega og rækti þau af hinni mestu fyrir- mynd. Er ég sannfærður um að söfnuður Prestsbakkakirkju er hon- um þakklátur fyrir hin einlægu störf sem hann vann kirkju og söfn- uði. Og hér vil ég færa Rögnvaldi mínar kæru þakkir fyrir ánægjulegt samstarf við hann við Prestsbakka- kirkju á liðnum árum. Ég vil einnig þakka honum þægi- legt og glaðlegt og vinsamlegt við- mót alla tíð. Sendi ég aldraðri eigin- konu hans og börnum þeirra og öðrum ástvinum samúðarkveðjur mínar og fjölskyldu minnar. Blessuð sé minning Rögnvalds. Yngvi Þórir Arnason Sigríður Óla&dóttir kaupkona - Minning Móðir mín hét fullu nafni Guð- björg Sigrlður Ólafsdóttir og var fædd á Gamla Hrauni við Eyrar- bakka 1902 á jóladag, og yfirgaf þetta líf 6. febrúar á sl. ári. Ég veit ekki hvernig henni hefði orðið við ef hún hefði vitað að ég ætti eftir að skrifa nokkur minning- arorð um lífsþátt hennar. Mamma var yfirleitt ekki hrifín af minning- argreinum og þá sérstaklega ekki upptalningum. úr persónulegum lífsreynslum. Ég ætla því ekki að grafa neitt upp sem henni var eigin minning og reynsla sem aðeins hún átti og tók með sér úr þessu lífí. Nú eru nýliðin jól og í einveru minni hafði ég góðan tíma til að minnast svo margs sem þessi hátíð mótaði í æsku minni og uppvexti. Fimmtán ára gömul fór hún frá heimili foreldra sinna, Einarshöfn á Eyrarbakka, til Reykjavíkur til að leita vinnu. Einasta ósk hennar var að vera „innanbúðar", þ.e. að af- greiða í verslun, og hún átti sannar- lega eftir að fá þann draum upp- fylltan. í um sextíu ár var hún við verslun, þar af um þrjátíu ár í sinni eigin, vérsluninni Perlon, sem síðustu tuttugu og fimm ár var á Dunhaga 18. I gamla daga var hún hjá Marteini og Haraldi, en það voru stærstu verslanir sinnar teg- undar í Reykjavík í mörg ár, seldu vefnaðarvöru og kvenfatnað. Það voru margar sögur úr verslunarlíf- inu sem hún kunni, og sjálfsagt hefði sjálfsævisaga hennar orðið góð söluvara ef hún hefði komið út í bókarformi sem er svo mjög í tísku í dag. Ung i fór hún til Noregs í skóla og seinna gætti hún barna sem höfðu misst móður sína. í því landi upplifði mamma sína mestu ást, og einnig sín mestu vonbrigði sem áttu eftir að fylgja í minningu hennar allt lífið. + Faðir okkar, tengdafaðír og afi, SIGFÚS SIGVARÐSSON frá Brú, lést á heimili sínu 11. janúar. Börn, tengdabörn og bamabörn. Eftir að mamma kom frá Noregi giftist hún föður mínum, og í byrjun árs, 13. janúar, fæddist ég. Þá urðu miklar breytingar í lífi hennar. Hjónbandið var stutt, og nú gaf hún allan sinn kærleika til drengsins síns. Erfiðleikar urðu oft miklir, vinna mikil, fjárhagur lítill, engin dag- heimili, engin mæðrahjálp né opin- ber styrkur, .en ómældur kærleikur og fórn. Þessi fórnandi kærleikur átti eft- ir að verða hluti af öllu lífi hennar. Það var ekki aðeins drengurinn sem hún elskaði allt lífið sem naut þess, heldur ættingjar og vinir, frændur og frænkur, skyldir og óskyldir, þeir sem höfðu á einhvern hátt orð- ið á mistök í lífinu. Mömmu fannst hún vera fædd til að þjóna en ekki að láta þjóna sér. Það var henni því mikil sorg þeg- ar ég — eínkasonur hennar — féll í óreglu og missti stjórn á lífi mínu. Hún spurði sig oft; hvar yfirsást mér? Hvers vegna? Fyrstu minningar mínar voru þegar mamma kenndi mér bænirn- ar, 0, Jesú bróðir besti og Nú er ég klæddur og kominn á ról. Hún kenndi mér að syngja þessar bænir svo ég myndi þær betur. Mamma kenndi mér að ganga veginn til Guðs og gleyma aldrei „besta vininum". Sjálf trúði hún á mátt bænarinn- ar og fyrir hennar bænir og ann- arra sem þekktu þessa leið kom svarið. Eftir mörg ár í miklu myrkri og vansigri kom lausnin. Ég var staddur í öðru landi, allt virtist von- laust og tapað. En fyrirbænirnar virkuðú. Ég varð frjáls! Ég mun aldrei gléyma þeirri stund þegar mamma kom til Kaupmannahafnar, tók trú- arskref og lét skírast sjötíu og þriggja ára gömul. Það var í kirkju Hvítasunnumanna. Hún skildi orð Biblíunnar: „Sá sem trúir og verður skírður mun hólpinn verða." Hún vildi hlýða og gera eins og hún trúði — Guðs vilja. Hún var svo þakklát: fyrir að Hann heyrir bænir. Þetta var á páskadag, tákn upprisunnar, tákn þess að lífið sigraði dauðann. Upp frá þessari stund urðu þátta- skil í lífi mömmu. Nú hafði hún líka eignast nýja fjölskyldu, bræður og systur sem áttu eftir að reynast henni vel í veikindum hennar síðustu þrjú árin. Hún gat talað við þau um samfélag sitt við Guð, að Hann heyrir bænir, og er sá vinur sem aldrei bregst. Á meðan mamma hafði heilsu sótti hún samkomur í Fíladelfíu, sem var nú hennar andlega heimili og Samhjálp Hvítasunnumanna átt hug hennar og hjarta. Ein af stærstu óskum hennar var að fá að koma til Jerúsalem, stíga fótum sínum á landið sem Guð hafði valið á svo sérstakan- hátt. Hún kenndi mér líka að elska þetta land og þá þjóð sem Guð hafði útvalið. Mér hefur hlotnast sá heiður og sú gleði að koma oft til Jerúsalem og nú fyrir nokkrum vikum þegar ég var staddur á Olíufjallinu las ég í Jesaja spádómsbók 66.13: Eins og móðir huggar son sinn, eins mun ég hugga yður. í Jerúsalem skuluð þér huggaðir verða. Þetta hef ég fengið að reyna í ríkum mæli. Eg þakka Guði fyrir að Hann gaf mér móður sem kenndi mér að biðja. Það eru þau auðæfi sem aldrei fyrnast, sem veita gleði sem ekki dvín og frið sem varir að eilífu. Þó að okkur mömmu hafi ekki auðnast að vera saman í Landi fyr- irheitanna hér á jörð, þá trúi ég á endurfundi í hinni himnesku Jerú- salem, þar sem engin sorg er, eng- inn söknuður né sjúkdómar finnast, þar sem dýrðarljómi Drottins skín hvern dag. Ef þessi minningargrein gæti orðið einhveijum sem á erfitt and- lega eða líkamlega að hjálp til að finna Lausnarann sem er hinn krossfesti og upprisni frelsari Jes- ús, þá veit ég að hún mamma yrði glöð að ég skrifaði þessa grein. Einkasonur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.