Morgunblaðið - 13.01.1990, Page 14

Morgunblaðið - 13.01.1990, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1990 Akæra gegn fyrirsvars- mönnum Þýzk-íslenzka HER fer á eftir í heild sinni ákæra sem ríkissaksókn- ari hefur gefið út á hendur tveimur fyrirsvarsmönn- um Þýzk-islenzka hf. Þeim er gefið að sök brot á lögum um tekjuskatt og eignarskatt og bókhalds- brot: Ríkissaksóknari gjörir kunnugt: Að höfða ber opinbert mál fyrir sakadómi Reykjavík- ur á hendur Ólav Omari Kristjánssyni, framkvæmdastjóra, Sil- ungakvísl 25, Reykjavík, fæddum 2. september 1948 í Keflavík og Guðmundi Þórðarsyni, héraðsdómslögmanni, Stóra- hjaila 11, Kópavogi, fæddum 20. ágúst 1945 í Reykjavík, fyrir brot á lögum um tekjuskatt og eignarskatt og bókhaldsbrot. I. Brot á lögum um tekjuskatt og eignarskatt Með skattframtali fyrir Þýzk-íslenska hf. undirrit- uðu fyrir hönd þess af ákærðu Ómari Kristjánssyni og Guðmundi Þórðarsyni, mótteknu af skattstjóra 2. júlí 1985, gerðu þeir skattskil fyrir tekjuárið 1984. Framtalinu fylgdu ársreikningar fyrir nefnt ár auk ýmissa annarra venjulegra fylgiskjala með skatt- framtölum. Álagning fór fram að óbreyttum gjald- stofnum samkvæmt framtalinu. í nóvembermánuði 1985 hófst rannsóknardeild ríkisskattstjóra handa um rannsókn á skattskilum og bókhaldi hlutafé- A. Vantalinn söluskattur kr. (135.967.00) Vantalin umboðslaun kr. 641.118.00 Oftalin vörunotkun kr. 47.214.566.00 Oftalinn launakostnaður kr. 47.809.00 Vantalinn annar rekstrarkostnaður kr. (447.380.00) Oftalið aðstöðugjald kr. 611.580.00 Vantaldar afskriftír kr. (117.770.00) Oftaldar vaxtatekjur kr. (27.191.00) Oftalin vaxtagjöld, verðbætur o.f 1. kr. 292.070.00 Vantalin niðurfærsla birgða kr. (3.402.020.00) Vantalín niðurfærsla krafna kr. (745.394.00) Undandregið skv. rekstrarreikningum kr. 43.931.411.00 B. Gjaldfærður byggingarkostnaður við lyngháls 10 - vantaldartekjur kr. 2.231.917.00 C. „Óskýrð eignaaukning" kemur þannig fram skv. efnahagsreikningi hinn 31. desember 1984 með framtali 12. apríl 1986 (liður 20). 1. Vantalin víxiaeign kr. 8.702.404.00 2. Vantaldar viðskiptakröfur 3. Oftaldar skuldir samkvæmt kr. 6.910.183.00 samþykktum víxlum 4. Oftaldar áramótaskuldir vegna kr. 8.239.312.00 vörukaupa 5. Vantalin sjóðseign kr. 23.296.139.00 og eign á bankareikningum 6. Vantalið vegna Gjaidheimtu, kr. 1.488.070.00 sparimerki o.fl. kr. 117.669.00 7. Vantalin hlutabréfaeign k-r. 105.000.00 Frá dregst: 8. Vantaliðlán kr. 48.858.777.00 Veðdeildar Landsbankans 9. Vantalinn mismunur kr. (207.000.00) skv. biðreikningi kr. (187.751.00) 10. Vantalinsala 1984 kr. (1.188.143.00) 11. Vantalin skuld við Samvinnubanka kr. (486.449.00) 12. Vantalin skuld við sama kr. (1.083.498.00) 13. Vantalin skuld við Útvegsbanka kr. (166.579.00) 14. Vantalin skuld við Reykjavíkurborg kr. „Óskýrð eignaaukning" (37.06LO0) (leiðréttingar) U ndandráttur tekna kr. 45.502.296.00 samkvæmt ofanskráðu (A-C) kr. 91.665.624.00 D. Ftá dregst: Söluskattur skv. úrskurði 22. apríl 1986 ásamt álagi til 31. desember 1984 kr. (4.475.353.00) Undandregnar tekjur kr. 87.190.271.00 Hækkun tillags í varasjóð í 25% kr. (18.852.749.00) Hækkun stofns til tekjuskatts kr. 68.337.522.00 Skatthlutfall x 51% Undandreginn tekjuskattur E. Undandreginn eignarskattur miðað við árslok 1984 1,2% af kr. 84.958.354.00 kr. 34.852.137.00 (87.190.271.00-2.231.917.00) Undandreginn tekjuskattur kr. 1.019.499.00 og eignarskattur kr. 35.871.636.00 F. Frádregst útreiknaður mismunur tekjuskatts og eignarskatts miðað við að undandrátturinn kr. 87.190.271.00 skiptist á árin 1981 -1984 sem næst eftir rekstrartekjum hvers árs að teknu tilliti til breytinga á verð- breytingarfærslu skv. 53. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt nr. 75, 1981, sbr. lög nr. 8,1984, tillagi vara- sjóðs, aðstöðugjaldi og skattskulda við lok hvers árs kr. 2.788.300.00 Undandreginn tekjuskattur og eignarskattur kr. 33.083.336.00 lagsins, sem leiddi í ljós stórfelldan undandrátt á tekjum þess og eign- um samkvæmt skattframtalinu frá 2. júlí 1985 ásamt misfellum í bók- haldi. Hélt rannsóknin síðan áfram með aðstoð löggilts endurskoðanda, er hinn 6. janúar 1986 skilaði upp- gjöri yfir tekjur og gjöld félagsins 1984 og eignir þess og skuldir við lok þess árs. Sýndi það uppgjör stórkostlegan undandrátt. Voru reikningsskil þessi afhent ákærðu þegar er þau lágu fyrir. Að svo komnu lá fyrir að ákvarða skatta að nýju. Við þær aðstæður lét stjórn Þýzk-íslenska hf. löggiltan endur- skoðanda yfirfara eða endurskoða fyrirliggjandi bókhalds- og reikn- ingsgögn og semja nýja ársreikn- inga, er hún ásamt skattframtali afhenti ríkisskattstjóra 12. apríl 1986 með ósk um, að endurákvörð- un opinberra gjalda færi fram á grundvelli þessara gagna. Leiddi-sú endurákvörðun á tekjuskatti og eignarskatti félagsins til hækkunar um kr. 45.606.891.00. Samkvæmt rekstrarreikningnum nam hagnað- ur fyrir tekjuskatt og eignarskatt kr. 63.569.386.00, en sambærileg tekjutala samkvæmt hinu fyrra framtali nam kr. 19.632.135.00, og mismunurinn vantaldar tekjur kr. 43.937.251.00. Auk þess kom fram á reikningunum „óskýrð eigna- aukning" kr. 45.502.296.00 og gjaldfærður byggingarkostnaður við Lyngháis 10 kr. 2.231.917.00, allt eins og síðar verður rakið. Að leiðréttu aðstöðugjaldi kemur mis- munurinn á rekstrarreikningunum þannig út: Framangreindur undandráttur á tekjuskatti og eignarskatti þykir varða við 1. og 6. mgr. 107. gr. laga nr. 75, 1981 um tekjuskatt og eignarskatt. II. Bókhaldsbrot Þá eru ákærðu gefnar að sök eftirtaldar rangfærslur í blekking- arskyni í ársreikningum fyrir árið 1984 og vanræksla og óreiða á grundvallaratriðum í bókhaldi sama árs og að færsla bókhaldsins og gerð ársreikninganna almennt sé fjarri því að uppfylla kröfur um góða bókhalds- og reikningsskila- venju. 1. Að tilgreina ranglega undir liðnum „Langtímaskuldir" í árs- reikningum skuld að fjárhæð, kr. Hafskipsmál: Ríkisskip bókfærir tekjur með þeim hætti sem ákært er fyrir ATLI HAUKSSON, löggiltur endurskoðandi sem ásamt kollega sínum, Stefáni Svavarssyni, gaf sérstökum ríkissaksóknara um- sagnarskýrslu um efhahag og reikningsskil Hafskips, bar vitni í sakadómi Reykjavikur í gær, síðastur þeirra þriggja löggiltra endurskoðenda sem að rannsókn málsins unnu. Við yfírheyrslu yfir honum lagði Jón Steinar Gunnlaugsson, verjandi Helga Magn- ússonar löggilts endurskoðanda Hafskips, fram bréf frá Guð- mundi Einarssyni forstjóra Skipaútgerðar ríkisins til Björgólfs Guðmundssonar fyrrum framkvæmdastjóra Hafskips þar sem fram kemur að Ríkisskip beiti sömu aðferð við færslu flutningstekna og forráðamenn Hafskips eru ákærðir fyrir, það er að láta upp- hafsdag skipaferða ráða tímasetningu á tekjufærslu. Eins og kol- lega hans, Stefán Svavarsson, neitaði Atli Hauksson að svara spurningum verjenda um ýmis atriði viðkomandi almennri fram- kvæmd reikningskila innan ýmissa atvinnugreina í landinu. í bréfi sínu segir forstjóri Skipaútgerðar ríkisins að fyrir- tækið fari eftir lögum um ríkis- bókhald og fyrirmælum frá Ríkis- bókhaldi og Ríkisendurskoðun um bókhald B-hluta fyrirtækja ríkis- ins en samkvæmt þeim fyrirmæl- um sé uppgjörsaðferðum hagað sem líkastþvísem gerist hjá fyrir- tækjum almennt. Upphafsdagur ferðar ráði tímasetningu tekju- færslu. Náiferð skiþs yfir áramót séu allar tekjur vegna hennar færðar á fyrra áríð. Þá séu gjöld færð eftir dagsetningu reikninga og með tilliti til birgðastöðu rekstrarvara um áramót. Haf- skiþsmönnum er meðal annars hafa gefið að sök að hafa fært til á árinu 1984 í bráðabirgðaupp- gjöri og ársreikningi tekjur vegna ferða sem hófust innan viðmiðun- artímabils þótt þeim lyki síðar. Allir endurskoðendurnir sem borið hafa um reikningsskil í Hafskips- málinu hafa talið þessa aðferð óheimila og sagt að heimilt að færa tekjurnar við lok ferðar eða í áföngum eftir því sem benni miðar áfram. Gjöld eigi að færa á móti tekjum. Fram hefur komið að endurskoðendur hafi við gerð skýrslna sinna ekki talið naúðsyn- legt að gera könnun á hvemig þesum málum væri háttað hjá öðrum skipafélögum utan það að athugun hjá endurskoðanda Eim- skipafélagsins hafi leitt í ljós að það félag noti aðferð þá sem rétt sé talin. Sækjendur og verjendur beindu til Atla spurningum um ýmis at- riði. Meðal fjölmargs annars sem kom fram var að mismunandi töluleg niðurstaða Valdimars Guðnasonar annars vegar og Atla og Stefáns Svavarssonar hins vegar um oftaldar f lutningstekjur Hafskips í Islandssiglingum ætti sér þá skýringu að í skýrslu Valdi- mars hefði aðeins verið tekin tillit til tekna af innflutningi en ekki einnig útflutningi. Sá munur breytti ekki því að álit beggja væri að aðferðir Hafskips í þessu efni hefðu verið óheimilar. Varð- andi bókfærslu á ágóðaþóknun til forstjóra og stjómarformanns Hafskips sagði Atli að í bókhaldi félagsins hefðu bankainnistæður á reikningi sem í því sambandi var vitnað til ekki borið saman við bækur bankans á sama tíma. Um mat á verðmæti skípastóls Hafskips sagði Atli meðal annars á þá leið að gögn um þróun skipa- verðlags eftir gjaldþrot Hafskips til þess dags er skýrsla endurskoð- enda var gerð hefðu enga þýðingu haft og engu breytt um niðurstöðu þar sem aðeins væri unnt að líta til þeirrar vitneskju sem tiltæk hefði verið á þeim tíma sem ákvörðun -var tekin um að færa verð skipanna ekki niður í bókum félagsins. Aðspurður hvort eðli- legt væri að miða við þröun á gengi erlendra gjaldmiðla við end- urmat fastafjármuna sem hefðu alþjóðlegt markaðsverð, sagði hann meðal annars að þar gætu mismunandi útfærsluleiðir leitt fram skynsamlega niðurstöðu. Við viss skilyrði gæti verið við hæfi að taka tillit til þátta eins og þróunar erlendra gjaldmiðla. Fram kom hjá Atla að hann þekkti ekki dæmi þess að bráðabirgð- auppgjör fyrirtækja væru endur- skoðuð með sömu nákvæmni og ársreikningar þótt í megindrátt- um giltu þar sömu vinnubrögð. Meðal ákæruatriða er að áritun Helga Magnússonar löggilts end- urskoðanda á bráðabirgðauppgjör Hafskips fyrir fyrstu átta mánuði ársins 1984 hafi verið með þeim hætti að ekki verði annað ráðið en að reikningsskilin hafi verið endurskoðuð þótt það hafi. ekki verið gert. Hann sagði á þá leið að sér virtist sem fyrirvarar end- urskoðanda Hafskips við braða- birgðauppgjörið væru ekki með sama hætti og gert væri ráð fyrir í lögum um löggilta endurskoð- endur en sagði að í árituninni væri bent á helstu annmarka sem fylgdu milliuppgjörum. 15.000.000.00 við Samvinnubanka íslands hf., enda þótt um enga skuld við bankann væri að ræða móti þessum skuldalið. 2. Að tilgreina ranglega með sama hætti og lýst er í lið 1 hér að ofan skuld við Landsbanka ís- lands að fiárhæð kr. 22.922.100.00. 3. Að tilgreina ranglega eigna- liðinn „viðskiptakröfur" of lágt um allt að kr. 8.510.184.00 í efnahags- reikningi. 4. Að tilgreina ranglega eigna- liðinn „viðskiptavíxlar“ um of lága fjárhæð allt að kr. 6.397.684.00 í efnahagsreikningi. 5. Að tilgreina ranglega á efna- hagsreikningi undir liðnum „Ógreidd ýmis rekstrargjöld" ógreidd vörukaup kr. 7.758.961.00, enda þótt slíkur skuldaliður væri ekki til. Brot þessi teljast varða við 158. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. 6. Að hafa vanrækt að fram- kvæma vörutalningu við árslok 1983 og 1984 með þeim hætti, sem boðin er í 14. gr. laga nr. 51, 1968 um bókhald eða varðveita skráning- ar vörubirgða, sem kunna að hafa verið gerðar í samræmi við 16. gr. sömu laga. 7. Að hafa vanrækt að láta fram fara afstemmingar milli viðskipta- mannareiknings(a) samkvæmt hinu sérstaka kerfi yfir sölu-, lager- og viðskiptamannabókhald og tilsvar- andi samdráttarreikninga í fjár- hagsbókhaldi (nr. 12000 og 12100) allt frá því að bókhald með tölvu var tekið upp um áramótin 1982 og 1983 með þeim afleiðingum að stórfelldur mismunur var á milli reikninganna, en þessi háttsemi var andstæð ákvæðum laga nr. 51, 1968, 1. mgr. 4. gr. og 4. tl. 1. gr. reglugerðar nr. 417, 1982. 8. Að hafa vanrækt að stemma af debet- og kreditfærslur í fjár- hagsbókhaldinu þannig að sam- kvæmt útskrift dagsettri 21. febrú- ar 1985 nam mismunur kr. 10.328.549,54 og samkvæmt út- skrift, dagsettri 29. nóvember 1985 nam hann kr. 5.616.625,13, en þetta er andstætt ákvæðum 1. mgr. 3. gr. og 1. mgr. 4. gr. laga nr. 51, 1968 um bókhald. 9. Áð hafa vanrækt við gerð ársuppgjörsins að leiðrétta viðeig- andi bókhaldsreikninga (dagbókar- reikninga) og gæta samræmis milli fjárhæða þeirra og ársreikninganna og fyrir að hafa fargað fylgiskjölum (vinnupappírum) fyrir þessum loka- og millifærslum. Voru með þessu brotin ákvæði 2. og 3. mgr. 11. gr. og 15. og 16. gr. laga nr. 51, 1968 um bókhald. 10. Að hafa vanrækt að skrá seldar vörur gegn gjaldfresti í frumbækur eða á laus reiknings- eyðublöð, sem væru fyrirfram tölu- sett í samfelldri hlaupandi röð eftir ákvæðum 2. mgr. 13. gr. laga nr. 51, 1968 um bókhald og 7. gr. reglugerðar nr. 417, 1982. Brot þessi samkvæmt tölulið nr. 6-10 teljast varða við 262. gr. al- mennra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. 25. gr. laga nr. 51, 1968 um bókhald. III. Dómki'öfur Þess er krafist: 1. Að báðir ákærðu verði dæmd- ir til refsingar samkvæmt framan- greindum refsiákvæðum. 2. Að stjórn Þýsk-íslenska hf. verði fyrir hönd hlutafélagsins sem lögaðila með heimild í 5. mgr. 107. gr. laga nr. 75, 1981, dæmd solid- arískt með hvorum ákærða fyrir sig til greiðslu sektar samkvæmt 1. tölulið hér á undan. 3. Að ákærðu verði in solidum dæmdir til greiðslu skaðabóta, ef krafist verður, sbr. 3. mgr. 108. gr. laga nr. 75, 1981. 4. Að ákærði Ómar Kristjánsson verði með vísan til 2. mgr. 68. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940 svo og Þýsk-íslenska hf. svipt rétti til að öðlast leyfi til verslunar- atvinnu, sbr. og 5. mgr. 107. gr. laga nr. 75, 1981. 5. Að ákærðu verði dæmdir til greiðslu alls sakarkostnaðar. Skrifstofu ríkissaksóknara, Reykjavík, 29. desember 1989. Hallvarður Einvarðsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.