Morgunblaðið - 13.01.1990, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.01.1990, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANUAR 1990 15 i > > h Norðurlandsvegur í Norðurárdal Umferðaróhöpp 1989 Sýslumörk | Eignatjón Eignatjón og meiðsl á fólki Norðurárdalur: Nítján slösuðust á fjöru- tíu kílómetra vegarkafla Borgarnesi. Gerð hefur verið úttekt á umferðaróhöppum á Vesturlandsvegi um Norðurárdal, eða frá vegamótunum Borgarfjarðarbrautar við Hauga að sýslumörkum á Holtavörðuheiði. Þarna er um ræða þau tilfelli sem tilkynnt hafa verið til lögreglunnar í Borgarnesi. Þetta er 40 km vegarkafli og er hann að mestu lagður varanlegu slitlagi. Alls urðu 26 umferðaróhöpp á árinu, þar af urðu meiðsl á fólki í 11 tilvikum, 8 þeirra slysa gerðust á bundnu slitlagi. Alls slösuðust 19 manns, tveir létust. Af þessum 26 umferðaróhöppum var aðeins um árekstur tveggja bíla að ræða í þremur tilvikum, í hinum 23 var um einn bíl að ræða sem fór út af veginum og valt eða fór út í kant og valt síðan á veginum. Or- sakir margra slysanna eru óljósar en oft má kenna um of mjóum vegi og kröppum beygjum og gildir þá einu hvort rætt er um veg með eða án slitlags. Til marks um slysin var þyrla gæslunnar notuð í 4 skipti af þess- um 11. Á sömu slóðum urðu 22 um- ferðaróhöpp 1988 þar af 6 þar sem slys urðu á fólki. Heimamaður sem fréttaritari ræddi við sagði að svo virtist sem Vegagerð ríkisins væri búin að friða margar gamlar blindbeygjur, því Eldislax í laxveiðiám: Besta leið veiðifélaganna til að rækta upp árnar - segir Ólafur Skúlason á Laxalóni ÓLAFUR Skúlason, framkvæmdastjóri fiskeldisfyrirtækisins Laxalóns hf., segir að niðurstöður Veiðimálastofhunar á hreisturmælingum sum- arsins, þar sem fram kemur að töluvert af eldislaxi úr sjókvíum geng- ur upp í laxveiðiárnar, bendi til að besta leiðin til að rækta upp árnar sé að ala fisk af stofhi viðkomandi ár í sjókvíum við árósa og sleppa stálpuðum. Með þessu sé hægt að minnka seiðasleppingarnar í ár, spara fé við fiskræktina og koma á sátt á milli fiskeldis og laxveiða. er næsta laxveiðiáin við stöð okkar í Hvammsvík, og er það ætlun okkar að ala eingöngu lax af þessum stofni. Ef lax sleppur úr kvíum, sem við að sjálfsögðu reynum að fyrirbyggja eftir bestu getu, er hann af heima- stofni og gengur í síha á og veldur ekki röskun á lífríkinu," sagði Ólaf: svo lengi sem elstu menn muni hafi ekkert verið átt við þær. Ára- tugum saman sé borið við fjár- skorti til að lagfæra hættulegustu staðina í Borgarfirði. Annars staðar séu ólánsbeygjur, t.d. ofan við Grá- brók, lagðar bundnu slitlagi og þar með frystar til frambúðar. Fram hefur komið sú skýring að þingmenn kjördæmisins útdeildu síður peningum til framkvæmda í Norðurárdalnum, sem er vegur út úr kjördæminu og mest notaður af íbúum annarra kjördæma, en til vega innan kjördæmisins, eins og til dæmis veginum vestur Mýrar. Birgir Guðmundsson, umdæmis- verkfræðingur Vegagerðar ríkisins í Borgarnesi, segir að vissulega sé stundum hægt að sjá dæmi um það um allt land að vegir á milli kjör- dæma verði útundan. Hann bendir hins vegar á að það hefði verið sjón- armið þingmanna Vesturlands og vegagerðarmanna þegar langtíma- áætlun í vegagerð var gerð að vinna samhliða að öllum helstu stofn- brautunum í kjördæminu. Unnið væri í anda áætlunarinnar þó fram- kvæmdinni miðaði hægar en áætlað var vegna þess að fjárveitingar væru minni en miðað var við. Birgir segir að á næsta ári verði vegurinn frá Arnarbæli að Hvammi endurbyggður, alls 8 km, og hefði staðið til að bjóða hann út í vetur. Samhliða væri unnið að uppbygg- ingu Ólafsvíkurvegar vestur Mýrar. Vegagerðin leggur vaxandi áherslu á úrbætur á slysastöðum. Birgir segir athyglisvert hvað mörg slys væru á vegum með bundnu slitlagi. Betri vegir leiddu til aukins hraða. Að sögn lögreglunnar í Borgar- nesi er ljóst að hraði umferðarinnar á Vesturlandsvegi hefur aukist með almennt batnandi vegum í héraðinu. Þó hefðu vissir vegarkaflar oi-ðið útundan í uppbyggingunni og um þá væri ekki hægt að aka á leyfileg- umhámarkshraða. Lögreglan hefði farið ásamt mönnum frá vegagerð- inni í Borgarnesi í vettvangskönnun í Norðurárdalinn. Út úr þeirri ferð hafi komið tillögur um stórauknar merkingar og úrbætur á hættu- legustu stöðunum til að minnka slysahættu. Kostnaður við þessar úrbætur er áætlaður um ein milljón kr. Fjár- frekust er uppsetning skilta, aðal- lega stefnuörva. Þá er talið nauð- synlegt að breikka veginn í Hvammsleiti. - TKÞ ¦ IVl #Hfclb* Jr"% SKÓLINN MÍMIR HEFUR ÁRATUGA REYNSLU í TUNGU- MÁLAKENNSLU Á ÍSLANDI „Þrátt fyrir tímabundna erf iðleika í fiskeldinu er ég þess fullviss að það á framtiðina fyrir sér sem at- vinnugrein. En við verður að læra að hagnýta okkur reynsluna. í þessu fyrirtæki, Laxalóni, sem hefur.verið starfandi í fjörutíu ár og byggir á enn lengri reynslu hefur safnast saman mikil þekking sem er ei til vill meginástæða þess að við hofum komist í gegn um erfiðleikana. Við höfum til dæmis verið með seiða- framleiðslu fyrir veiðifélög, þau hafa sleppt seiðunum í laxveiðiárnar með með miklum tilkostnaði en misjöfn- um árangri. Ég tel því að útkoman úr hreistursýnamælingunum síðast- liðin tvö ár sé góð frétt og vísi okk- ur réttu leiðina í fiskrækt í laxveið- iám," sagði Ólafur. Hann sagði að mikil afföll yrðu á seiðum sem sleppt væri í árnar, bæði í ánum sjálfum og árósunum, en kvíalaxinn væri alinn upp í vernd- Grindavík: Sjúkrabíll óökufær eft- ir árekstur Grindavík. HARÐUR árekstur varð milli sjúkrabifreiðarinnar í Grindavík og fólksbifreiðar á mótum Víkur- brautar og Heiðarhrauns s.l. fimmtudag. Sjúkrabifreiðin var á leið til Keflavíkur með sjúkling er bifreið var ekið í veg fyrir hana. Báðar bif- reiðarnar voru óökufærar og fluttar með kranabifreið af vettvangi. Eng- in slys urðu á mönnum og lögreglan í Grindavík kom sjúklingnum til Keflavíkur. FÓ uðu umhverfi á viðkvæmasta vaxt- arskeiðinu. Það væri besta leiðin fyrir veiðifélögin að ala lax af heima- stofni ánna í kvíum við árósana og sleppta laxinum síðan með aðferð hafbeitarstöðvanna. Þannig væri hægt að spara mikla seiðasleppingar í árnar og minnka kostnaðinn við fiskræktina í laxveiðiánum. Laxalón framleiðir mikið af smá- laxi og silungi („portionfiski"), sem slátrað er 200-400 grarmna þungum eftir eitt sumar í sjó. Ólafur segir að þetta sé aðferð sem henti vel hér á landi, og í þessu eldisfyrirkomu- iagi geti falist framtíð íslenska fisk- eldisins. Eldistíminn styttist veru- lega, áhættan minnkaði og veltu- hraðinn ykist. Laxalón hefði fengið mjög gott verð fyrir smásilunginn í Evrópu, mun betra verð en fyrir lax í fullri stærð á Bandaríkjamarkaði, og taldi hann að þó veruleg fram- leiðsla yrði á þessu hér á landi myndi það ekki trufla markaðinn, hann væri svo stór í Evrópu og Banda- ríkjunum. „Þetta er líka góð aðferð fyrir fiskeldið að aðlagast náttúrinni, við gætum með þessu tekið forystu meðal þjóða í að koma þessarri at- vinnugrein í sátt við náttúruna. Lax- alón er núna til dæmis eingöngu með villtan lax úr Laxá í Kjós, sem Innlendir fiskmarkaðir: Tæp 57.000 tonn seld fyrir 2,5 milljarða 1989 Á INNLENDU fiskmörkuðunum þremur voru seld samtals 56.828 tonn árið 1989 fyrir 2,526 milljarða króna, eða 44,46 króna meðalverð. Seld voru 21.258 tonn á Faxamarkaði í Reykjavík fyrir 963,225 milljón- ir króna, eða 45,31 krónu meðalverð, 18.954 tonn á Fiskmarkaði Suður- nesja fyrir 775,188 milljónir króna, eða 40,90 króna meðalverð og 16.616 tonn á fiskmarkaðinum í Hafharfirði fyrir 963,225 miHjónir króna, eða 47,42 kr. meðalverð. Árið 1989 voru meðal annars seld ,á innlendu fiskmörkuðunum 22.082 tonn af þorski fyrir 1,174 milljarða króna, eða 53,18 króna meðalverð, 7.273 tonn . af ýsu fyrir 509,322 milljónir króna, eða 70,03 króna meðalverð, 10.311 tonn af karfa fyrir 302,952 milljónir króna, eða 29,38 kr. meðalverð og 6.925 tonn af ufsa fyrir 210,858 milljónir króna, eða 30,45 kr. meðalverð. Á Faxamarkaði voru m.a. seld 7.963 tonn af þorski árið 1989 fyrir 51,18 króna meðalverð, 2.456 tonn af ýsu fyrir 73,00 króna meðalverð, 4.492 tonn af karfa fyrir 29,21 kr. meðalverð og 3.736 tonn af ufsa fyrir 33,07 kr. meðalverð. Á Fiskmarkaði Suðurnesja voru meðal annars seld 7.004 tonn af þorski árið 1989 fyrir 55,63 króna meðalverð, 2.903 tonn af ýsu fyrir 65,29 króna meðalverð, 2.115 tonn af karfa fyrir 28,40 króna meðalverð og 1.625 tonn af ufsa fyrir 26,06 króna meðalverð. Á fiskmarkaðinum í Hafnarfirði voru meðal annars seld 7.115 tonn af þorski árið 1989 fyrir 53,08 króna meðalverð, 1.914 tonn af ýsu fyrir 73,41 krónu meðalverð, 3.703 tonn af karfa fyrir 30,16 króna meðalverð og 1.564 tonn af ufsa fyrir 28,74 króna meðalverð. ENSKA ÞYSKA SPÆNSKA FRANSKA ÍTALSKA ÍSLENSKA F.ÚTLENPINGA ÍSLENSK RÉTTRITUN VIÐSKIPTA- ENSKA O.FL. INNRITUN STENDUR YFIR 10 004 216 55 Málaskólinn __Mímir STlOKNUNAWflAG ISIANOS EIGANDI MALASKÖIANS MlMIS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.