Morgunblaðið - 13.01.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.01.1990, Blaðsíða 16
?] 16 HAl f'I HUOíClfl/ i MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1990 Gervitungli bjargað um borð í geimferjuna Kólumbíu Houston. Reuter. ÁHÖFN bandarísku geimferj- unnar Kólumbíu tókst í gær að bjarga hinu svonefnda LDEF- gervitungli. Hefði það hrapað til jarðar í næsta mánuði ef það hefði ekki náðst um borð í ferj- una. Tunglið er á stærð við stræt- isvagn og um borð í því höfðu verið gerðar 57 mismunandi vísindatilraunir. Tannburstar geta verið gróðrarstíur sjúkdóma Florida. Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. TANNBURSTAR geta verið niikl- ar gróðrarstíur fyrir bakteríur og þeir geta dreift sýklum sem valda tannskemmdum og tann- holdssjúkdómum og einnig kvefi, ¦ JERÚSALEM- ShimonPeres, varaforsætisráðherra ísraels, hót- aði í gær stjórnarslitum ef sam- steypustjóm Verkamannaflokksins og Likudflokksins tækist ekki að koma hreyf ingu á viðræður um'frið í Miðausturlöndum. Peres sagði að friðarumleitanir væru komnar í hnút og ef ekki yrði hoggið á hann kæmi að því að taka þyrfti ákvörð- un um framtíð stjórnarsamstarfs- ins. ( ¦ WASHINGTON- VerðfaH.yarð á verðbréfamörkuðum í New York í gær er bandarísk stjórnvöld skýrðu frá því að verðlag hefði hækkað um 0,7% í desember. Verð- fall á mörkuðum í London og Tókíó' í gær varð enn til að þrýsta á Bandaríkjadoilar og auka á fallið í Wall Street. ¦ BRUSSEL - Fangi sem dæmd- ur var til dauða fyrir morð í Belgíu hefur krafist þess að dómnum verði fullnægt. Hann hefur hótað belgísk- um stjórnvöldum málshöfðun ann- aðhvort fyrir Mannréttindadóm- stólnum í Strassborg-eða dómstóli Evrópubandalagsins í Lúxemborg verði hann ekki tekinn af lífi. Dauðarefsing var aflögð í Belgíu í lok fyrri heimsstyrjaldarinnar á þann hátt að konungur landsins breytir viðstöðulaust dauðadómum í lífstíðarfangelsi. inflúensu, bronkítis og maga- truflunum, samkvæmt niðurstöð- um nýlegrar rannsóknar. Dr. Richard Glass við Okla- homa-háskólann segir að fólk ætti að skipta um tannbursta á tveggja vikna frésti en meðan tannbursti sé í notkun eigi að geyma hann óvarinn í svefnherberginu því bakt- eríur þrífist best í hlýju og röku lofti eins og er oft í baðherbergjum og tannburstahylkjum. Dr. Glass segir að til að gæta ítrasta hreinlætis eigi heilbrigt fólk að skipta um tannbursta á tveggja vikna fresti en þrívegis sé það með kvef—á byrjunarstigi sjúkleikans, þegar fólki fer að líða betur og þegar það. hefur náð fullri heilsu á Hann segir að krabbameinssjúkl- ingar eigi að skipta um tannbursta á þriggja daga fresti meðan þeir gangast undir efnalækningar. Sama gildi um ofnæmissjúklinga. Sjúklingar sem gangist undir meiri- háttar skurðaðgerð eigi að skipta um tannbursta daglega því að eftir aðgerð er sýkingarhættan mest. Þessar nýju kenningar dr. Glass vekja nokkra athygli því tann- burstaframleiðendur telja að al- mennt skipti Bandaríkjamenn ekki um tannbursta nema á níu mánaða fresti að meðaltali. Til að finna einhvern milliveg hafa blöð bent á einnota tannbursta og einnig þann möguleika að sótt- hreinsa tannburstana a.m.k. aðra hvora viku með því að skola þá upp úr sótthreinsandi vökva. Til þessa hefur nokkrum gervi- tunglum verið bjargað um borð í bandarískar geimferjur. Að þessu sinni var björgunin flóknari og vandasamari en áður þar sem LDEF-tunglið er mun stærra en hin fyrri. Er það 11 tonn að þyngd, 10 metra langt og f imm metrar í þver- mál eða á stærð við stóran strætis- vagn. Tunglið hafði verið á lofti frá því í apríl 1984. Er það í raun fljúg- andi rannsóknarstofa. Um borð hafa verið gerð'ar ýmsar vísindatil- raunir þar sem könnuð hafa verið áhrif langvarandi geislunar utan gufuhvolfsins á margs konar hluti. Er gert ráð fyrir að upplýsingar sem úr þeim fást rriúni hafa mikla þýð- ingu við hönnun geimfara, gervi- tungla, og ekki síst geimstöðvarinn- ar Frelsis (Freedom) sem í bígerð er að smíða. Kólumbíu var skotið á loft sl. þriðjudag og er ráðgert að hún lendi 19. janúar eftir 10 daga för. Hefur ferðin gengið að óskum hingað til. Á miðvikudag kom áhöfn Kólumbíu fjarskiptahnetti fyrir bandaríska sjóherinn á braut. Smávægis vatn- sleka varð vart í fyrradag um borð í geimferjunni en áhöfninni tókst að gera við hann og hefur hann engin áhrif á leiðangurinn. Gervitunglinu bjargaö Bahdarfsku geimferjunni Kólumbíu var skotið á lofl á þriðjudag. Helsta markmio ferðarinnar er aö bjarga stóru rannsóknartungli, sem fallið hefur af braut sinni vegna bilunar. Aðdragandinn: ¦ Gervitunglinu var skotið á loft í aprfl 1984. ¦ Áformað var að ná þvf til jarðar árí siðar. ¦ Þvf varfrestað til haustsins 1986. ¦ Geimferjan Challenger sprakk f loft upp t janúar 1986 og öll geimferðaáætlun Bandartkjamanna fðr úr skorðum. ¦ Verði gervitunglinu ekki bjargað hrapar þaö til jarðar f febrúar Gervitunglið: Farmur: Ýmis varnlngur til aö kanna áhrif iángvarándi geislunar Lengd: Tæpir 10 m Breidd: 4,3 m Þyngd: 11 tónn Austur-Þýskaland: Endurreisn öryggis- lögreglunnar frestað - „Stasi" njósnar enn um óbreytta borgara Austur-Berlfn, Bonn. Reuter. HANS Modrow, forsætisráð- herra Austur-Þýskalands, lét í gær undan kröfum samstarfe- flokka kommúnista í sljórn og Fall Nicolae Ceausescus: Vildi fiýja og bauð lögreglu- manni fimm milljónir dala Búkarest. Reuter. NICOLAE Ceausescu, fyrrum einvaldur Rúmeníu, bauð ungum lögreglumanni sem gætti hans fimm milljónir dala (310 milljónir ísl. kr.) í mútur fyrir að leyfa sér að flýja. Þetta hafði rúmenskt dagblað eftir Jean Moldoveanu, yfirmanni rúmensku lögreglunn- ar, á fimmtudag. Þá hefur verið skýrt frá því að verjendur Ce- ausescu-hjónanna hafi reynt að tejja þau á að bera við geðveiki í réttarhðldunum yfir þeim, en þau hafi ekki tekið slíkt í mál. Ceausescu og kona hans, Elena, voru handtekin 22. desem- ber á flótta eftir að þyrla hafði flutt þau frá miðborg Búkarest. Þau voru tekin af iífi eftir tveggja til þriggja stunda réttarhöld þrem- ur dögum síðar. Rúmenskt dagblað hefur skýrt frá því að tveir lögreglumenn hafi handtekið hjónin í kornturni, sem hópur reiðra Rúmena hafi umkríngt um 150 km norðvestur af Búkarest. Hjónin hafi verið faiin í skógi og flutt í skjólí næt- ur í herbúðir í Tirgoviste, sem er um 35 km frá skóginum. Þar hafi þau dvaiið um nóttina í her- bergi með þremur rúmum. Jean Moldoveanu sagði að ung- ur lögreglumaður hefði verið í herberginu með Ceausescu-hjón- unum alla nóttina. Hann hefði boðið þeim mat, dökkt brauð og kjötbollur sem hjónin hefðu fúlsað við með fyrirlitningu og kallað „grjót". Hjónin hefðu heyrt skot- hvelli fyrir utan, tekið að skjálfa af hræðslu og falið sig undir borði og einu rúmanna. „Reynið að bjarga eigin skinni. Þið væruð ekki hér ef þið hefðuð leyft fólk- inu að fá mat," hefði þá lögreglu- maðurinn sagt við hjónin. Moldoveanu sagði að daginn eftir hefðu hjónin verið flutt í aðrar herbúðir. Þar hefði ein- valdurinn fyrrverandi boðið lög- reglumanninum, fimm milljönir dala í mútur og sagt að hann víssí um öruggan felustað í Pitesti, um 70 km vestur af Tirgoviste. Ce- ausescu hefði síðan bætt við að kæmist hann ekki þangað vildi hann fara til Voineasa, fjallaþorps sem reist var árið 1980. Skammt frá þorpinu er gríðarstórt neðan- jarðarorkuver og leyniieg úraní- um-verksmiðja. Moldoveanu sagði að lögreglumaðurinn hefði ekki svarað tilboðinu en kvartað yfir Nicolae og Elena Ceausescu skömmu áður en þau voru tekin af lífi fyrir þjóðarmorð og önnur grimmdarverk. því hversu erfitt sér hefði þótt að halda lítilli íbúð sinni við vegna skorts á peningum og byggingar- vörum á valdatíma Ceausescus. Nicolae Federescu, verjandi hjónanna, sagði í viðtali við franskan sjónvarpsmann á mið- vikudag að sér hefði reynst ómögulegt að verja þau sem skyldi vegna þess hve ósamvinnuþýð þau hefðu verið. „Við verjendurnir vildum að þau bæru við geðveiki, því það var eina vörnin sem kom til greina, en þau neituðu að vinna með okkur," bætti hann við. Hann sagði að hjónin hefðu neitað að standa upp þegar dómurinn var kveðinn upp og ekki sýnt nein viðbrögð þegar þau voru dæmd til dauða. Nýju valdhafarnir í landinu halda því nú fram að 50.000 manns hafi verið tekin af lífi á valdatíma Ceausescus, eða um 40 á viku hverri. 10.000 manns hafi- fallið í byltingunni í lok desem- ber. Alis hafi því 60.000 manns látið lífið vegna harðstjórnar Ce- ausescu-hjónanna, ekki aðeins í byltingunni í desember eins og talið var í fyrstu. s^jórnarandstöðunnar og hætti við áætlanir um að endurreisa öryggislögregluna fyrir kosn- ingarnar í maí nk. Fram kemur í skoðanakönnun, að langflestir Vestur-Þjóðverjar telja, að Modrow sigli undir fölsku flaggi og sé ekki sá umbótasinni, sem hann þykist vera. Samstarfsflokkar kommúnista hótuðu að segja sig úr stjóminni ef Modrow og kommúnistaflokk- urinn hættu ekki við að endurreisa öryggislögregluna, sem stóð dygg- an-vörð um stalínismann í 40 ár. Átti að skipta um nafn á henni og kalla „Stofnun til verndar stjórnarskránni" og tilgangurinn sagður vera sá að berjast gegn nýnasisma og eiturlyfjasmyglur- um. Talsmenn þriggja af fjórum samstarfsflokkum kommúnista segja hins vegar, að nýnasisminn í Austur-Þýskalandi sé uppf inning kommúnistaflokksins. „Þetta mál sýnir vel hvernig kommúnistaflokkurinn reynir að seðja sitt gamla valdahungur," sagði Hans-Dieter Raspe, vara- formaður Frjálslynda demókrata- flokksins. Modrow tilkynnti á þingi í gær, að frestað hefði verið fram yfir kosningar að koma á fót nýrri öryggislögreglu og viðurkenndi jafnframt, að gamla öryggislög- reglan, hin hataða „Stasi", njósn- aði enn um óbreytta borgara. Hét hann að binda enda á það. í skoðanakönnun Wickert- stofnunarinnar vestur-þýsku kem- ur fram, að 84% Vestur-Þjóðverja telja umbótatalið í Modrow aðeins vera kænskubragð til að reyna að tryggja Iframhaldandi völd kommúnista í Austur-Þýskalandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.