Morgunblaðið - 13.01.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.01.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANUAR 1990 17 Tyrkneskir bókstafstrúarmenn í Istanbúl: Ægisif verði bæna- staður múslima á ný Ankara. Reuter. Heittrúaðir múslimar í Tyrklandi færa sig æ meira upp á skaftið og krefjast nú þess að þeim verði leyft að gera bænir sínar í hinni fornfrægu dómkirkju heilagrar Sofíu, á norrænu máli Ægisif, í borginni Miklagarði er þarlendir nefna Istanbúl. Er Tyrkir unnu Miklagarð á 15. öld var kirkjunni breytt í mosku en 1934 varð hún safn, Aya Sofya. Kemal Atatiirk, er stofnaði lýðveldi í Tyrklandi 1923, kom því til leiðar að ríkisvaldið varð hlutlaust í trúarefhum og lagði skorður við ýmsar venjur mú- slima, auk þess sem tekið var upp vestrænt tímatal og letur. Síðustu árin hefur borið á andstöðu bókstafstrúarmanna við þessa stefnu og í desember afléttu stíórnvöld banni frá 1985 við því að námsmeyjar í háskólum landsins bæru slæður í sam- ræmi við trúarhefðir sínar. „Það er ekki hægt að h'ta svo á að óskin um að bænahald mú- slima verði leyft í Aya Sofya sé komin frá saklausum, sanntrúuð- um múslimum. Þetta er hluti að- gerða sem beinast gegn hlutleysi ríkisvaldsins í trúmálum," segir í yfirlýsingu 103 kennara við hinn virta Bosporus-háskóla síðastlið- inn mánudag. „Pólitísk ákvörðun um að leyfa bænagjörð myndi aðeins skaða álit stjórnarinnar innanlands sem utan. Of 1 sögunn- 'ar hafa falið okkur kirkjuna til varðveislu." Trúfræðiprófessor við háskólann í höfuðborginni Ankara sagði á fréttamannafundi: „Það er enginn skortur á moskum í Istanbúl. Hvers vegna verða þeir endilega að biðja í Aya Sofya?" Ægisif er elsta dómkirkja krist- inna manna, vígð í tíð Jústíníanus- ar keisara árið 536 e. Kr. Tyrk- neskir og erlendir sérfræðingar hafa frá 1931 af mikilli þolin- mæði fjarlægt múrhúð sem smurt var yfir kristilegar mósaíkmyndir kirkjunnar eftir að múslímar náðu henni á sitt vald. Ágreiningur í f lokki Ozals Nokkrir félagar í stjórnar- flokknum, Föðurlandsfylking- unni, hafa lýst stuðningi við kröf- ur heittrúarmanna en háttsettur stjórnarþingmaður, Bulent Akarc- ali, vísaði því harðlega á bug í samtáli við fréttamann Reuters að flokkurinn sem slíkur styddi þær. Flokksbróðir hans og forseti landsins, Turgut Ozal, hefur und- anfarin ár beitt sér fyrir því að Úr Ægisif í Istanbúl, elstu dómkirkju kristinna manna. Tyrkland gengi í Evrópubanda- lagið (EB) og sagði nýlega í við- tali við dagblaðið Gunes: „Þetta er ekki rétti tíminn til að setja málefni Aya Sofya á dagskrá, nú þegar Tyrkland stefnir að inn- göngu í EB." Varaformaður f lokksins hefur á hinn bóginn lagt áherslu á réttindi múslima, sem eru 99% landsmanna, til að ákalla guð sinn í Aya Sofya. í desember skýrði EB Tyrkjum frá því að aðildarumsókn þeirra frá 1987 yrði ekki tekin til umfjöllunar fyrr en 1993. Einn af félögum í fram- kvæmdastjórn bandalagsins, Abel Matutes, sagði aðspurður að trú- arbrögð Tyrkja væru ekki hindrun í vegi aðildarinnar. Tyrkland er eitt af aðildarríkjum Atlantshafs- bandalagsins (NATO). Áróður í hernum Það eru ýmsar hliðar á baráttu heittrúarmanna. Yfirmenn varn- armála skýrðu frá því í síðustu viku að hafin væri opinber rann- sókn á meintum tengslum nokk- urra foringja I varaliði hersins við róttæka múslima-hppa. „Komið hefur í ljós að ofstækisfullir, hægrisinnaðir afturhaldsmenn hafa reynt að komast til áhrifa innan raða hermanna," sagði tals- maður heryf irvalda. Vinstrisinnað dagblað segir að um sé að ræða 300 foringja í flughernum. Að sögn Giray varnarmálaráðherra hafa rösklega 1.000 menn verið reknir úr hernum frá 1980. Heim- ildarmenn telja að sumir hafi ver- ið látnir fjúka vegna vinstriskoð- ana sinna en margir hafi verið í sambandi við trúarhópa. Daglega berast tyrkneska þing- inu bréf með hundruðum undir- skrifta þar sem krafist er leyfis til bænahalds í Aya Sofya. 1985 urðu miklar götuóeirðir þegar banninu við slæðuburðinum var komið á og allt bendir til að heit- trúarmenn reyni að fylgja eftir sigrinum í desember. „Við unnum slæðustríðið. Höldum áfram inn í Aya Sofya!" stóð á áróðursspjaldi í Ankara fyrir nokkrum vikum. Vidt alstimi borgarfulltrua Sjálfst ædisflokksins í Reykjavik BorgarfulltrúarSjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll, Háaieitisbraut 1, á laugardögum í vetur frá kl. 10-12. Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum. Allir borgarbúar velkomnir. Laugardaginn 13. janúar verða til viðtals Hilmar Guðlaugsson, formaður bygginganefnd- ar Reykjavíkur og varaformaður stjórnar Verkamannabústaða, og Guðrún Zoéga, í stjórn veitustofnana, skólamálaráði og fræðsluráði. Reuter Endurreisnarmálverk skaddað Óður maður réðst með hníf að vopni á málverkið „Móðir með barn" eftir ítalska 16. aldar málarann Federico Barocci á miðvikudag. Verkið er í National Gallery í London og metið á rúmar fjórar millj- ónir Bandarikjadollara (yfir 250 miHjónir ísl.kr.) Manninum tókst að skera slæmar riftir í léreftið áður en hann var afvopnaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.