Morgunblaðið - 13.01.1990, Page 18

Morgunblaðið - 13.01.1990, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1990 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1990 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innaniands. I lausasölu 90 kr. eintakið. Fallið frá prófkjöri Samkvæmt skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins skal viðhafa prófkjör við ákvörðun um framboðslista á hans veg- um, ef kjördæmis- eða fulltrúa- ráð í viðkomandi kjördæmi eða sveitarfélagi í sveitarstjórnar- kosningum ákveður það. Und- anfarin 20 ár hafa listar í Reykjavík verið mótaðir með prófkjöri nema fyrir þingkosn- ingar 1974, þegar flokkurinn hlaut sinn mesta meðbyr í þing- kosningum á þessum tveimur áratugum. Síðastliðinn mið- vikudag ákvað almennur fund- ur í Fulltrúaráði sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík að ekki yrði prófkjör fyrir borgarstjórn- arkosningarnar 26. maí næst- komandi. Var þetta gert að til- lögu stjórnar fulltrúaráðsins, en á fundinum féllu atkvæði þannig að 136 höfnuðu próf- kjöri en 90 voru því hlynntir. Það kemur ekki á óvart, að skiptar skoðanir séu um jafn mikilvægt málefni og þetta. Prófkjörin hafa sett sterkan svip á stjórnmálabaráttu und- anfarinna ára. Fyrir tilstuðlan þeirra hafa ýmsir mætir menn komist til áhrifa í stjórnmálum. Þegar vel tekst til eru þau prýðileg aðferð til að laða fólk að stjórnmálaflokkum og virkja mikinn fjölda manns í jafn mik- ilvægum ákvörðunum og þeim að skipa fólki á framboðslista. Á prófkjörum er einnig önn- ur hlið. Vegna þeirra hefur skapast mikil spenna innan stjórnmálaflokka á tímum þeg- ar mikið ríður á að skapa sam- stöðu og fylkja liði gegn and- stæðingum. Þau hafa fælt marga frá virkri þátttöku í þjóðmálabaráttunni. Einstakl- ingar hafa verið tregir til að hefja þau slagsmál við flokks- bræður sína sem óhjákvæmi- íega verða í prófkjörum eða stofna til þeirra útgjalda sem prófkjörsbaráttu fylgir. Komið hefur í ljós að þeir hafa gott forskot sem sitja fyrir í sætum, hvort heldur í sveitarstjórnum eða á þingi, og gefa kost á sér áfram. Loks hefur þessi háttur við skipan framboðslista ekki ætíð skapað þann frið um list- ann sem hefði mátt vænta. Hvað sem þessum rökum með prófkjörum og á móti líður, réð vafalaust mestu á fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélag- anna, að menn vildu fara inn á aðrar brautir eftir 20 ára prófkjörsreysnlu. Er það skyn- samleg niðurstaða, þar sem í þessu efni eins og endranær er ávallt gott að staldra við og líta í eigin bann. Ákvörðunin á miðvikudagskvöldið gildir að- eins vegna borgarstjórnarkosn- inganna. Sjálfstæðismenn háfa ekki síður en aðrir ágæta reynslu af því að kjörnefnd velji menn á framboðslista. Vegna próf- kjara hafa menn ef til vill ekki gefið því gaum sem skyldi, hvernig störfum slíkra nefnda er háttað og eftir hvaða reglum þær eiga að fara. Er tímabært að fá nokkra reynslu af því og rækta þennan þátt í flokks- starfi og skipulagi. Mestu skiptir auðvitað, að þeir veljist á framboðslista sem njóta almenns trausts og eru best til þess fallnir að vinna málstað flokks síns fylgi. í Reykjavík eiga sjálfstæðis- menn mikil og góð verk að veija. Á kjömefndinni hvílir sú ábyrgð að velja fulltrúa í sam- ræmi við hinn góða málstað. Andstaðan gegn Nesja- völlum Fyrir síðustu borgarstjórn- arkosningar í Reykjavík gerðu andstæðingar sjálfstæð- ismanna harða hríð að Davíð Oddssyni borgarstjóra og sam- starfsmönnum hans vegna kaupa á landi að Nesjavöllum. Að vísu treystu vinstrisinnar sér ekki til að vera alfarið á móti því að borgin tryggði að- stöðu sína á þessu orkusvæði en töldu það ótímabært og reyndu að gera kaupin tor- tryggileg með ýmsum ráðum. Eins og sjá má á baksíðu Morgunblaðsins í gær stæði Hitaveita Reykjavíkur nú frammi fyrir miklum vanda og óvissu vegna orkuskorts, ef ekki væri unnt að ganga skipu- lega til þess verks að virkja orkuna að Nesjavöllum. Vegna framkvæmdanna þar verður þetta síðasti veturinn, vonandi um langt árabil, sem hætta er talin á að Reykvíkingar og aðr- ir viðskiptavinir hitaveitu þeirra fái ekki nægilegan varma frá þessari miklu orku- veitu. Að græða og tapa eftir Þorstein Pálsson Við sérstaka athöfn á Kjarvals- stöðum í byijun þessarar viku var kynnt átak um landgræðsluskóga árið 1990. Það er Skógræktarfélag Islands sem hefur forgöngu um þetta framtak og hefur fengið til samstarfs Landgræðsluna og land- búnaðarráðuneytið. Skógræktarfélagið hefur starfað í 60 ár um þessar mundir. Og það er í tilefni þeirra tímamóta sem 7.000 félagsmenn þess undir for- ystu Huldu Valtýsdóttur hafa ákveðið að hafa forystu um þetta mikla átak í landgræðslu og skóg- rækt. Hér er á ferðinni markvert og mjög mikilsvert framtak. Það var ánægjuleg stund þegar þetta átak í tilefni afmælis Skógræktarfélags- ins var kynnt á Kjarvalsstöðum. Það var sannarlega ferskur andblær í fjallasal meistaraverka Kjarvals þessa dagstund. Átak í áratug Það er ætlun forystumanna Skógræktarfélagsins að þetta verk- efni verði sameiginlegt átak þjóðar- innar. Engum vafa er undirorpið að fólkið í landinu mun taka kalli Skógræktarfélagsins vel. Fá við- fangsefni eru nú brýnni en að stöðva gróðureyðingu og snúa vörn í sókn í þeim efnum með myndar- legu ræktunarstarfi. Þó að við ís- lendingar getum deilt um bæði stóra hluti og smáa, munum við sameinast um verkefni sem þetta. Skógræktarmenn gera sér vonir um að þetta átak geti valdið straumhvörfum í gróðursögu lands- ins. Þeir ætla að með því verði stig- in stærri skref en áður til að endur- heimta glötuð landgæði. Og í sann- leika sagt er ærin ástæða til þess að leiða nú þegar hugann að því hvert framhaldið eigi að vera. Senn iíður að því að lýðveldi á íslandi hafi staðið í hálfa öld. Það væri myndarleg afmælisgjöf Alþingis af því tilefni að ákveða að átak sem þetta stæði í áratug, fremur en eitt ár. Forystumenn Skógræktarfélags- ins eiga þakkir skildar fyrir frum- kvæði að átaki um landgræðslu- skóga og með vorinu verður allur almenningur að sýna í verki að þetta er þjóðarátak. Litla Sovét Á sama tíma og forystumenn Skógræktarfélagsins kynna þetta átak til þess að græða upp landið birta fjölmiðlar stöðugt nýjar upp- lýsingar um tap Sambands íslenskra samvinnufélaga og áhrif fjárhagsvandræða þess á banka og almenning í landinu. Forsætisráð- herrann hefur dregið upp dökka mynd af stöðu þessa óskabarns fé- lagshyggjunnar og gefið til kynna að leggja verði byrðar á skatt- borgarana til þess að koma í veg fyrir alvarleg áföll Landsbankans og halda uppi sóma Islands út á við. Um sumt minnir SÍS-kerfið á lítið Sovét. Tæpast hefur fallið skuggi eða blettur á glæsileika yfir- stjórnarinnar (yfirstéttarinnar). Skrifstofuhallirnar, einkaskrifstof- urnar og einbýlishúsin eru með miklum glæsibrag. Allur er sá glæsileiki reistur á félagshugsjón bóndans í dalnum sem gekk í kaup- félagið endur fyrir löngu og stúlk- unnar sem vinnur í frystihúsi kaup- félagsins. Og rétt eins og í Austur-Berlín eða Prag byija undirstöður glæsi- leikans allt í einu að molna. Braut félagshyggjunnar frá bóndanum og frystihússtúlkunni alla leið upp í einkaskrifstofu eða stjórnarher- bergi SÍS-forstjóranna var orðin svo löng og bugðótt að engu var líkara en sambandið rofnaði. Sú var tíð að forystumennirnir í Austur-Berlín og Prag gátu reitt sig á góða aðstandendur ef vanda bar að höndum. Nú er það liðin tíð. En sú tíð ríkir enn á íslandi að SÍS-forstjórarnir geti reitt sig á góða vini þegar á móti blæs. Almenningur taki á sig byrðarnar Forsætisráðherrann greindi ný- lega frá því í blöðum að erlendar skuldir Sambands íslenskra sam- vinnufélaga væru að mestu óverð- tryggðar og hann sagði að íslenska þjóðin gæti ekki látið þær gjaldfalla því að það mundi valda Íslandi álits- hnekki erlendis. Þar með var verið að gefa skattborgurunum til kynna að nú yrðu þeir að taka á sig byrð- ar vegna þess að SÍS-forstjórarnir hefðu siglt rekstri þessa óskabarns félagshyggjunnar í strand. En forsætisráðherrann lét ekki þar við sitja. Hann upplýsti að ekki sæi fyrir endann á alvarlegri stöðu Landsbankans ef Samband íslenskra samvinnufélaga lenti í greiðslustöðvun. Sú yfirlýsing var gefin í þeim tilgangi að réttlæta að eigur almennings væru notaðar til þess að skjóta á ný styrkari stoð- um undir hinar glæsilegu skrifstof- ur félagshyggjunnar. Á síðasta ári hafði ríkisstjórnin frumkvæði um að biðja Lands- bankann að kaupa hlutabréf Sam- bandsins í Samvinnubankanum. Og í samræmi við þessar óskir hefur Landsbankinn á pijónunum að kaupa nú þessi hlutabréf á verulegu yfirverði. Á sama tíma hefur ríkisstjórnin lýst því yfir að hún sé reiðubúin að kaupa eignarhlut þeirra San> bandsmanna í Aðalverktökum. í stað þess að gera verktakastarfsemi á Keflavíkurflugvelli fijálsa þykir ríkisstjórninni henta að veija veru- legum fjármunum skattborgara til þess að leysa SÍS-menn út úr þessu fyrirtæki. Og athyglisvert er að fjármálaráðherrann sem telur ekki lengur vera þörf fyrir varnarliðið í landinu skuli telja skynsamlegt að veija fjármunum skattborgaranna með þessum hætti. Skortur á upplýsingum Það athyglisverðasta við þessar björgunaraðgerðir er á hinn bóginn að mjög litlar upplýsingar fást um raunverulega stöðu Sambandsins og engar upplýsingar hafa fengist um það í hvaða hættu Sambandið hefur sett Landsbankann og Sam- vinnubankann. Það eitt hefur verið sagt að almenningur verði að borga brúsann. Óhjákvæmilegt er því að kallað verði eftir ítarlegum upplýs- ingum í umræðum um þessi efni á næstunni. Fram hefur komið að skuldir Sambandsins í Samvinnubankanum eru þrefalt meiri en eigið fé bank- ans. Þeir sem borga eiga brúsann hljóta því að spyija áður en kaup Landsbankans verða formlega Þorsteinn Pálsson „Forsætisráðherrann greindi nýlega frá því í blöðum að erlendar skuldir Sambands íslenskra samvinnufé- laga væru að mestu óverðtryggðar og hann sagði að íslenska þjóðin gæti ekki látið þær gjaldfalla því að það mundi valda Islandi álitshnekki erlendis. Þar með var verið að gefa skattborgurunum til kynna að nú yrðu þeir að taka á sig byrð- ar vegna þess að SIS- forstjórarnir hefðu siglt rekstri þessa óskabarns félagshyggjunnar í strand.“ ákveðin hvert sé raunverulegt verð- mæti Samvinnubankans og eðlilegt er að spurt sé hvort Bankaeftirlitið hafi rækt skyldur sínar um eftirlit með útlánum til einstakra aðila. Fyri’verandi stjórnarformaður Sambandsins er nú einn af banka- stjórum Landsbankans. Átti hann í fyrra starfi sínu þátt í því að koma Landsbankanum í þá alvarlegu stöðu sem forsætisráðherra hefur greint frá að Landsbankinn standi nú frammi fyrir? Eru það óeðlilegir hagsmunaárekstrar að hann taki nú sem bankastjóri þátt í björgunar- aðgerðum að fyrirlagi ríkisstjórnar- innar og á kostnað almennings í landinu? Spurningar af þessu tagi hljóta að vakna. Hverjir gæte hagsmuna SÍS? I „Þáttum úr 40 ára stjórnmála- sögu“ kemst Bjarni Benediktsson m.a. svo að orði um stjórnarsam- starfið á árunum 1947—49: „Hug- kvæmni framsóknarmanna við að finna nýjar og nýjar ástæður fyrir aukinni ásælní SIS var með ólíkind- um. Þó fannst þeim sjálfum sér ekki verða nóg ágengt og rufu þess vegna stjórnarsamstarfið sumarið 1949.“ Svipuð sjónarmið koma fram í grein sem formaður Alþýðuflokks- ins skrifaði í DV í septembermán- uði 1986 undir fyrirsögninni „Speg- ilmynd Framsóknar". Þar segir meðal annars þetta: „Það hefur lengi verið vitað að Framsóknar- flokkurinn er pólitískt rekald, að hann virðist ekki eiga annað erindi í Islenskri pólitík en að reka trippi landbúnaðarkerfisins og gæta hagsmuna SÍS á kostnað skatt- greiðenda. Samkvæmt þessum SÍS-hags- munum hefur flokksforystan verið reiðubúin að vera í ríkisstjórn með hveijum sem er, um hvað sem er, hvenær sem er. Á því er ekki breyt- ihga að vænta meðan nokkur mað- ur álpast til þess að kjósa þessa menn til þings.“ Formaður Alþýðuflokksins komst að þeirri niðurstöðu í þessari sömu grein að Framsóknarflokkur- inn væri í raun og veru „útideild frá SÍS“. En tímarnir breytast. Ef spurt yrði í dag hvar helst væri að finna útideild SÍS eða spegilmynd Framsóknar er líklegast að svarið yrði: í Alþýðuflokknum! Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins. AF INNLENDUM VETTVANGI AGNES BRAGADÓTTIR Kaup Landsbankans á meirihluta Samvinnubankans: Áhöld um það hvort sala hefur farið fram * Akveðnir stjórnarmenn Sambandsins telja vaxtagreiðsl- una hafa verið forsendu fyrir sölu hlutabréfanna ÞAÐ má segja að kaup Lands- bankans á hlut Sambandsins í Samvinnubankanum hafi snúist upp í hálfgerðan farsa, eða jafh- vel tragí-kómedíu, eftir að á daginn kom að líklega er eng- inn meirihluti fyrir því í bank- aráði Landsbankans að Sam- bandið fái vaxtagreiðslur á 605 milljón króna kaupverð, frá 1. september síðastliðnum. Það er mat stjórnarmanna Sambands- ins að slík vaxtagreiðsla hafi verið liður í því samkomulagi sem gengið var frá sl. sunnu- dag, í kjölfar þess að Eyjólfur K. Sigurjónsson, formaður bankaráðs Landsbankans hafði lofað sendinefnd Sambands- stjórnarinnar slíkri vaxta- greiðslu, nálægt 60 milljónum króna, að viðstöddum Jóni Sig- urðssyni, bankaráðherra og með hans samþykki. Ég hef heimildir fyrir því að kl. 16 síðastliðinn laugardag hafi þeir Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Sambandsins, Ólafur Sverrisson, stjórnarformaður, Þorsteinn Sveinsson, varaformaður stjórn- arinnar, Hörður Zophaníasson, ritari og Þröstur Ólafsson, stjórn- armaður gengið á fund Eyjólfs K. Siguijónssonar, formanns bankaráðs Landsbankans og Jóns Sigurðssonar, bankaráðherra og rætt óskir sínar um vaxtagreiðslur á kaupverðið, vegna þess dráttar sem hafi orðið á því að gengið væri frá endanlegu samkomulagi. Á þessum fundi hafi bankaráð- herra lýst sig samþykkan því að þessi háttur yrði hafður á, og for- maður bankaráðsins hafi lýst því yfir að hann hefði fullt vald á bankaráðinu, til þess að slíkt yrði ákveðið þar. Því segja ákveðnir stjórnai-menn Sambandsins að þær 60 milljónir króna sem Sam- bandið átti að fá í vaxtagreiðslur vegna þessa fjögurra mánaða dráttar sem varð, þar til gengið var frá samningnum, hafi verið forsenda þess að sala hlutabréf- anna var samþykkt á fundi stjórn- arinnar sl. sunnudag. Nú mun það vera bankastjórum Landsbankans í sjálfsvald sett, hvort þeir taka ákvörðun um slíka vaxtagreiðslu eða ekki, og þurfa þeir ekki að leita eftir samþykki bankaráðsins þar að lútandi. Það sem flækir málið á hinn bóginn er það, að Sverrir Her- mannsson, bankas.tjóri Lands- bankans mun hafa gefið þá yfir- lýsingu að um slíkt yrði ekki að ræða, nema til kæmi ákvörðun bankaráðs Landsbankans í þá veru. Fari svo á fundi bankaráðs Landsbankans næstkomandi fimmtudag, að meirihluti banka- ráðsins verði því andvígur að greiða Sambandinu ofangreinda vexti, þá er talið að stjórn Sam- bandsins muni taka þá ákvörðun að koma saman á nýjan leik, til þess að fjalla um málið og það hvort slík ákvörðun jafngildi samningsrofi. Þeir sem helst hall- ast að þessu, eru þeir sem vildu fresta málinu sl. sunnudag, en urðu undir. Vilja þeir þá jafnvel skoða þann möguleika á nýjan leik, hvort nauðsyn beri til að selja hlut Sambandsins í Sam- vinnubankanum að svo stöddu, eða hvort nægi að sejja rikinu hlut Sambandsins í íslen'skum aðalverktökum. Jafnframt vilja þessir menn kanna til hlýtar tilboð Olíufélagsins um kaup á hluta- bréfum Sambandsins í Samvinnu- bankanum upp á 300 milljónir króna, og tilboð Samvinnusjóðsins um einhver hlutabréfakaup. Að vlsu eru ákveðnir stjórnar- menn Sambandsins þeirrar skoð- unar að bankastjórar Landsbank- ans muni upp á eigin spýtur ákveða slíka greiðslu, enda njóti hún velvilja bankaráðherra og formánns bankaráðsins, og telja þeir málið þar með úr sögunni. Væntanlega fæst ekki úr því skorið fyrr en að afloknum bank- aráðsfundi Landsbankans næst- komandi fimmtudag, hvort Sam- bandið hefur I raun og veru selt Landsbankanum 52% hlut sinn I Samvinnubankanum, eða hvort samningaviðræður hefjast eina ferðina enn. A9 Stöð 2: Fullyrðingar um óráðsíu 1 rekstri úr lausu lofti gripnar - segir Jón Ottar Ragnarsson forstjóri JÓN ÓTTAR Ragnarsson forstjóri Stöðvar 2 segir að fiillyrðingar um að rekstur Stöðvar 2 hafi einkennst af óráðsíu, sukki og svínaríi séu fáránlegar og tilhæfúlausar. Hann segir að fjármál fyrirtækisins heyri alfarið undir framkvæmdastjóra Stöðvar 2 og hann geti fúllyrt að þau séu í sérlega góðu horfi. Jón Óttar segist á þessari stundu ekki geta sagt hvort og þá hvaða breytingar verði gerðar á dagskrárstefiiu stöðv- arinnar við eignarhaldsbreytingamar. í fréttaskýringu Morgunblaðsins sl. fimmtudag voru ofangreindar fullyrðingar um rekstur Stöðvar 2 hafðar eftir aðila sem skoðað hafði bókhald Stöðvar 2. Jón Óttar Ragn- arsson sagði I samtali við Morgun- blaðið að þetta væru svo fáránlegar fullyrðingar að engu tali tæki. „Stöð 2 er einfaldlega með ein- hveija bestu endurskoðunarskrif- stofu á landinu að mínum dómi, Endurskoðun hf., sem hefur haft eftirlit með rekstri fyrirtækisins og álit okkar á þeim hefur vaxið jafnt og þétt. Við erum með mjög færan fjármálastjóra, Jón Sigurðsson, sém hefur komið málum I þannig horf að bókhald og rekstur Stöðvar 2 er til fyrirmyndar að mínum dómi.“ — Er ekki hægt að draga þá ályktun af skuldasöfnun upp á 1,3 milljarða á þremur árum að rekstur- inn hafi farið úr böndunum? „Þvert á móti. Fyrirtækið þurfti að ná arðsemismörkum, þ.e. að minnsta kosti 35 þúsund áskrifend- um á sem allra skemmstum tíma. Það tókst á aðeins þremur árum sem er talið mjög gott I sjónvarpsheimin- um. Að ná því á svo skömmum tíma afstýrði því að fyrirtækið lenti I miklu erfiðari skuldastöðu. Á móti heildar- skuldum, sem eru milli 1.200 og 1.300 milljónir, eru eignir að upphæð 800 til 900 milljónir. Þá er ótalin hin dulda eign félagsins I áskrifta- og dreifikerfi, sem er gífurleg, og mánaðartekjur af auglýsingum og áskriftum nema á milli 80-120 millj- ónum. Þar að auki hefur alltaf legið fyrir að mikill áhugi væri á hlutafé I félaginu eins og nú hefur sannast á síðustu dögum. — Þið töluðuð upphaflega um að gera Stöð 2 að almenningshlutafélagi en reynduð samt að fá nokkur fjár- sterk fyrirtæki til liðs við ykkur fyr- ir áramótin. Er ekki mótsögn I þessu? „Þvert á móti. Besta leiðin til að selja áskrifendum hlut I fyrirtækinu er að styrkja fyrst eiginfjárstöðuna og tryggja góðan hagnað. Það er svo á valdi hluthafa Stöðvar 2 hveiju sinni hvenær og hvernig að þessu er staðið.“ — Eignarhaldsfélag Verslunar- bankans hefur selt kaupmönnum 37% hlut I stöðinni og á sjálft rúm- Jón Óttar Ragnarsson lega 24%. Telur þú heppilegt að versl- unin eigi svona stóran hlut I þessum fjölmiðli? „Ég vil bara nota tækifærið til að fagna því sérstaklega að allir þessir aðilar skuli nú koma til liðs við stöð- ina og vænti góðs af samstarfi við þá I framtíðinni. Það er ljóst að framtíðarhluthafar Stöðvar 2 verða fjölmargir og hér verður um marga minnihlutahópa að ræða eins og áður hefur verið. Ég tel að Verslunarbank- inn hafi staðið mjög faglega að þessu máli, bæði til að tryggja nýtt hlutafé og dreifða eignaraðild og á allra síst von á öðru en gott samkomulag verði milli allra aðila um stefnuna." — Sérð þú fyrir þér breytingar á dagskrá Stöðvar 2 I kjölfar eignar- haldsbreytinganna? „Á þessari stundu vil ég segja sem minnst um það, enda verða engar breytingar gerðar nema I samráði allra aðila sem hlut eiga að máli. Ef þú átt við hvort fréttir eða inn- lend dagskrárgerð verði lögð niður þá eru slíkar spurningar auðvitað út I hött. Það þarf hins vegar ekki að þýða að ekki verði gerðar margví- slegar og víðtækar breytingar á ýmsu I dagskránni en hveijar þær verða veit ég auðvitað ekkert um á þessari stundu. — Nú hafa verið miklar aðhalds- aðgerðir I rekstri. Verður ekki fram- hald á því? „Mitt hlutverk á Stöð 2 hefur fyrst og fremst snúið að dagskrármótun og markaðsmálum. Fjármálin verða áfram alfarið I höndum fram- kvæmdastjóra. Mér finnst því eðli- legt að þessi spurning verði borin undir hann. — Þið fyrri eigendur stöðvarinnar hafið lofað að leggja fram 150 millj- ónir í viðbótarhlutafé. Ýmsir telja að v þið getið ekki efnt þetta loforð. „Hér er auðvitað um háar fjár- fúlgur að ræða og við höfum kannað margar leiðir við að afla fjárins. Meðal annars höfum við leitað til vina og kunningja og annara aðila sem okkur tengjast og vonumst til að geta staðið við okkar hlut innan tilskilinna tímamarka. — Er hlutafjárloforð ykkar tryggt með einhveijum hætti I sölu á Vatn- sendalandi? „Allar vangaveltur um að okkar hlutafjárloforð séu tengd Vatns- endalandinu eru einfaldlega út I hött. Þetta var einungis einn af mörgum hugsanlegum möguleikum sem voru ræddir til að fá hluta af þessu fé. ^ Kaup Reykjavíkurborgar á þessu landi hafa að sjálfsögðu ekkert með hlutafé I Stöð 2 að gera og ég hef alltaf litið þannig á, að þegar upp væri staðið værum við að tala um allt aðrar leiðir I sambandi við okkar hlutafé," sagði Jón Óttar. Málefni Stöðvar 2 hafa verið mjög til umfjöllunar I fjölmiðlum undan- farnar vikur. Jón Óttar sagði um það, að sér fyndist að fjölmiðlar ættu að vera gagnrýnir á faglegan og málefnalegan hátt hver á annan því þeir hefðu nánast einokun I upp- ~e' lýsingamiðlun til samfélagsins. „Sú fjölmiðlaumfjöllun sem verið hefur um Stöð 2 upp á síðkastið hefur aftur á móti bent til mikillar afbrýðisemi og öfundar út I vel- gengni Stöðvar 2. Fjölmiðlamenn verða að læra að greina á milli gróu- sagna og traustra heimilda. Fjölmiðlar eiga I samkeppni um auglýsingar og áskriftir, þeir stela fréttum hver frá öðrum, fólki hver frá öðrum og svo framvegis. En þeir mega ekki láta þessa _ staðreynd hlaupa með sig I gönur. Ýmislegt af þeim fáránlega óhróðri, sem DV hef- ur dreift um Stöð 2, skýrðist hins vegar betur þegar I ljós kom að þeir eru þar að auki að kanna möguleika á nýrri sjónvarpsrás I samkeppni við Stöð 2. Sem betur fer er almenning- ur ekki svo skyni skroppinn að hann láti svo augljós hagsmunatengsl villa sér sýn,“ sagði Jón Óttar Ragnars- son. Sverrir Hermannsson, bankastjóri Landsbankans: „Þessar pempíur hafa aldrei þorað að taka á sig ábyrgð“ SVERRIR Hermannsson, bankastjóri Landsbankans segist hafa tekist ríka ábyrgð á herðar og miklar skyldur í Landsbanka íslands og hann muni mæta öllum ágangi á hagsmuni bankans af fullri hörku. Þetta sagði Sverrir, þegar blaðamaður Morgunblaðsins spurði hann hvernig hann svaraði spnrningu Samtaka um kvennalista, hvernig bæri að skilja þau orð hans að hann myndi mæta kjöri Kristínar Sig- urðardóttur í bankaráð Landsbankans „af fúllri hörku“. „Mér er nú satt að segja lítt skilj- anlegur þessi buslugangur Kvenna- listans og þessi fingurbijótur þeirra á Alþingi ætlar að verða að opnu og banvænu beinbroti hjá þeim,“ sagði Sverrir. „Auðvitað skiljaþess- ar pempíur ekki þegar ég tala um ábyrgð, því þær hafa aldrei þorað að taka á sig neina ábyrgð. En þegar þær geta ekki komist frá svona einföldu rnáli, hvað skyldi þá verða ef þær kæmust einhvern tíma að stærri málunum, eins og stjórn landsins, sem þær bjóðast nú til að taka við?“ spurði Sverrir. Aðspurður hvort hann hygðist reyna að meina Kristínu aðgang að bankaráðsfundi, sagði Sverrir: „Fjarri öllu lagi. Enn tek ég fram, sem ég gerði I upphafi, að ég þekki stúlkuna ekki, en mér er sagt að hún sé mjög skilgóð kona og vel að sér. Hefði ég að öðru jöfnu haft mikla ánægju af að starfa með henni. En seta hennar, eins og staða hennar gerir bankaráðið I Lands- banka Islands vanhæft til sinna starfa og þar er það sem brestur I böndum.“ Sverrir sagðist gera sér ljóst að hér væri ekki um lögleysu að tefla, en samt sem áður væru á þessu slíkir vankantar, sem allir sæju, kvennalistakonur einnig, þótt þær hefðu ofið sig fastar I vandræðin, að annað tveggja þyrfti að gerast: Að Kristín hætti störfum sínum hjá Kaupþingi, eða að Kvennalistinn veldi nýjan fulltrúa I hennar stað I bankaráðið. Spurningu þess efnis hvort bankaráð yrði ekki kallað saman til fundar, á meðan að Kristín væri fulltrúi Kvennalistans I ráðinu, svar- aði Sverrir svo: „Það er ég ekki að t _ segja. Það hlýtur að verða kallað saman, en hvernig menn ætla að taka á innri trúnaðarmálum bank- ans, undir þessum kringumstæðum, skal ég ekkert um segja. Svo átta- villtar voru þessar blessaðar konur, að þær hugðust meira að segja setja upp aukaráð hjá sér, til þess að taka trúnaðarmálin hér til upp- — ..skurðar einhvers staðar úti I bæ.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.