Morgunblaðið - 13.01.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.01.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1990 19 Þorsteinn Pálsson „Forsætisráðherrann greindi nýlega frá því í blöðum að erlendar skuldir Sambands íslenskra samvinnufé- laga væru að mestu óverðtryggðar og hann sagði að íslenska þjóðin gæti ekki látið þær gjaldfalla því að það mundi valda íslandi álitshnekki erlendis. Þar með var verið að gefa skattborgurunum til kynna að nú yrðu þeir að taka á sig byrð- ar vegna þess að SÍS- forstjórarnir hefðu siglt rekstri þessa óskabarns félagshyggjunnar í strand." ákveðin hvert sé raunverulegt verð- mæti Samvinnubankans og eðlilegt er að spurt sé hvort Bankaeftirlitið hafi rækt skyldur sínar um eftirlit með útlánum til einstakra aðila. Fyrrverandi stjórnarformaður Sambandsins er nú einn af banka- stjórum Landsbankans. Átti hann í fyrra starfi sínu þátt í því að koma Landsbankanum í þá alvarlegu stöðu sem forsætisráðherra hefur greint frá að Landsbankinn standi nú frammi fyrir? Eru það óeðlilegir hagsrmmaárekstrar að hann taki nú sem bankastjóri þátt í björgunar- aðgerðum að fyrirlagi ríkisstjórnarr' innar og á kostnað almennings í landinu? Spurningar af þessu tagi hljóta að vakna. Hverjir gæta hagsmuna SIS? í „Þáttum úr 40 ára stjórnmála- sögu" kemst Bjarni Benediktsson m.a. svo að orði um stjórnarsam- starfið á árunum 1947—49: „Hug- kvæmni framsóknarmanna við að finna nýjar og nýjar ástæður fyrir aukinni ásælní SIS var með ólíkind- um. Þó fannst þeim sjálfum sér ekki verða nóg ágengt og rufu þess vegna stjórnarsamstarfið sumarið 1949." Svipuð sjónarmið koma fram í grein sem formaður Alþýðuflokks- ins skrifaði í DV í septembermán- uði 1986 undir fyrirsögninni „Speg- ilmynd Framsóknar". Þar segir meðal annars þetta: „Það hefur lengi verið vitað að Framsóknar- flokkurinn er pólitískt rekald, að hann virðist ekki eiga annað erindi í íslenskri pólitík en að reka trippi landbúnaðarkerf isins og gæta hagsmuna SÍS á kostnað skatt- greiðenda. Samkvæmt þessum SÍS-hags- munum hefur flokksforystan verið reiðubúin að vera í ríkisstjórn með hverjum sem er, um' hvað sem er, hvenær sem er. Á því er ekki breyt- ihga að vænta meðan nokkur mað- ur álpast til þess að kjósa þessa menn til þings." Formaður Alþýðuflokksins komst að þeirri niðurstöðu í þessari sömu grein að Framsóknarf lokkur- inn væri í raun og veru „útideild frá SÍS". En tímarnir breytast. Ef spurt yrði í dag hvar helst væri að finna útideild SÍS eða spegilmynd Framsóknar er líklegast að svarið yrði: Í Alþýðuflokknum! Höfundur er formaður SjAlfstæðisflokksins. Stöð 2: rætt óskir sínar um vaxtagreiðslur á kaupverðið, vegna þess dráttar sem liafi orðið á því að gengið væri frá endanlegu samkomulagi. Á þessum fundi hafi bankaráð- herra lýst sig samþykkan því að þessi háttur yrði hafður á, og for- maður bankaráðsins hafi lýst því yfir að hann hefði fullt vald á bankaráðinu, til þess að slíkt yrði ákveðið þar. Því segja ákveðnir stjórnarmenn Sambandsins að þær 60 milljónir króna sem Sam- bandið átti að fá í vaxtagreiðslur vegna þessa fjögurra mánaða dráttar sem varð, þar til gengið var frá samningnum, hafi verið forsenda þess að sala hlutabréf- anna var samþykkt á fundi stjórn- arinnar sl. sunnudag. Nú mun það vera bankastjórum Landsbankans í sjálfsvald sett, hvort þeir taka ákvörðun um slíka vaxtagreiðslu eða ekki, og þurfa þeir ekki að leita eftir samþykki bankaráðsins þar að lútandi. Það sem flækir málið á hinn bóginn er það, að Sverrir Her- mannsson, bankastjóri Lands- bankans mun hafa gefið þá yfir- lýsingu að um slíkt yrði ekki að ræða, nema til kæmi ákvörðun bankaráðs Landsbankans í þá veru. Fari svo á fundi bankaráðs Landsbankans næstkomandi fimmtudag, að meirihluti banka- ráðsins verði því andvígur að greiða Sambandinu ofangreinda vexti, þá er talið að stjórn Sam- bandsins muni taka þá ákvörðun að koma saman á nýjan leik, til þess að fjalla um málið og það hvort slík ákvörðun jafngildi samningsrofi. Þeir sem helst hall- ast að þessu, eru þeir sem vildu fresta málinu sl. sunnudag, en urðu undir. Vilja þeir þá jafnvel skoða þann möguleika á nýjan leik, hvort nauðsyn beri til að selja hlut Sambandsins í Sam- vinnubankanum að svo stöddu, eða hvort nægi að selja ríkinu hlut Sambandsins í ísleriskum aðalverktökum. Jafnframt vilja þessir menn kanna til hlýtar tilboð Olíufélagsins um kaup á hluta- bréfum Sambandsins í Samvinnu- bankanum ,upp á 300 milljónir króna, og tilboð Samvinnusjóðsins um einhver hlutabréfakaup. Áð vísu eru ákveðnir stjórnar- menn Sambandsins þeirrar skoð- unar að bankastjórar Landsbank- ans muni upp á eigin spýtur ákveða slíka greiðslu, enda njóti hún velvilja bankaráðherra og formanns bankaráðsins, og telja þeir málið þar með úr sögunni. Væntanlega fæst-ekki úr því skorið fyrr en að af loknum bank- aráðsfundi Landsbankans næst- komandi fimmtudag, hvort Sam- bandið hefur í raun og veru selt Landsbankanum 52% hlut sinn í Samvinnubankanum, eða hvort samningaviðræður hefjast eina ferðina enn. Fullyrðingar um óráðsíu í rekstri úr lausu lofti gripnar - segir Jón Ottar Ragnarsson forstjóri JON ÓTTAR Ragnarsson forstjóri Stöðvar 2 segir að fullyrðingar um að rekstur Stöðvar 2 hafí einkennst af óráðsiu, sukki og svínaríi séu fáránlegar og tilhæfulausar. Hann segir að fjármál fyrirtækisins heyri alfarið undir framkvæmdastjóra Stöðvar 2 og hann geti fullyrt að þau séu í sérlega góðu horfi. Jón Óttar segist á þessari stundu ekki geta sagt hvort og þá hvaða breytingar verði gerðar á dagskrárstefnu stöðv- arinnar við eignarhaldsbreytingarnar. í fréttaskýringu Morgunblaðsins sl. fimmtudag voru ofangreindar fullyrðingar um rekstur Stöðvar 2 hafðar eftir aðila sem skoðað hafði bókhald Stöðvar 2. Jón Óttar Ragn- arsson sagði í samtali við Morgun- blaðið að þetta væru svo fáránlegar fullyrðingar að engu tali tæki. „Stöð 2 er einfaldlega með ein- hverja bestu endurskoðunarskrif- stofu á landinu að mínum dómi, Endurskoðun hf., sem hefur haft eftirlit með rekstri fyrirtækisins og álit okkar á þeim hefur vaxið jafnt og þétt. Við erum með mjög færan fjármálastjóra, Jón Sigurðsson, sem hefur komið málum í þannig horf að bókhald og rekstur Stöðvar 2 er til fyrirmyndar að mínum dómi." — Er ekki hægt að draga þá ályktun af skuldasöfnun upp á 1,3 milljarða á þremur árum að rekstur- inn hafi farið úr böndunum? „Þvert á móti. Fyrirtækið þurfti að ná arðsemismörkum, þ.e. að minnsta kosti 35 þúsund áskrifend- um á sem allra skemmstum tíma. Það tókst á aðeins þremur árum sem er talið mjög gott í sjónvarpsheimin- um. Að ná því á svo skömmum tíma afstýrði því að fyrirtækið lenti í miklu erfiðari skuldastöðu. Á móti heildar- skuldum, sem eru milli 1.200 og 1.300 milljónir, eru eignir að upphæð 800 til 900 milljónir. Þá er ótalin hin dulda eign félagsins í áskrifta- og dreifikerfi, sem er gífurleg, og mánaðartekjur af auglýsingum og áskriftum nema á milli 80-120 millj- ónum. Þar að auki hefur alltaf legið fyrir að mikill áhugi væri á hlutafé í félaginu eins og nú hefur sannast á síðustu dögum. — Þið töluðuð upphaflega um að gera Stöð 2 að almenningshlutafélagi en reynduð samt að fá nokkur fjár- sterk fyrirtæki til liðs við ykkur fyr- ir áramótin. Er ekki mótsögn í þessu? „Þvert á móti. Besta leiðin til að selja áskrifendum hlut í fyrirtækinu er að styrkja fyrst eiginfjárstöðuna og tryggja góðan hagnað. Það er svo á valdi hluthafa Stöðvar 2 hverju sinni hvenær og hvernig að þessu er staðið." — Eignarhaldsfélag Verslunar- bankans hefur selt kaupmönnum 37% hlut í stöðinni og á sjálft rúm- Jón Ottar Raguarsson lega 24%. Telur þú heppilegt að versl- unin eigi svona stóran hlut í þessum fjölmiðli? „Ég vil bara nota tækifærið til að fagna því sérstaklega að allir þessir aðilar skuli nú koma til liðs við stöð- ina og vænti góðs af samstarfi við þá í framtíðinni. Það er ljóst að framtíðarhluthafar Stöðvar 2 verða f jölmargir og hér verður um marga minnihlutahópa að ræða eins og áður hefur verið. Ég tel að Verslunarbank- inn hafi staðið mjög faglega að þessu máli, bæði til að tryggja nýtt hlutafé og dreifða eignaraðild og á allra síst von á Öðru en gott samkomulag verði milli allra aðila um stefnuna." — Sérð þú fyrir þér breytingar á dagskrá Stöðvar 2 í kjölfar eignar- haldsbreytinganna? „Á þessari stundu vil ég segja sem minnst um það, enda verða engar breytingar gerðar nema í samráði allra aðila sem hlut eiga að máli. Ef þú átt við hvort fréttir eða inn- lend dagskrárgerð verði lögð niður þá eru slíkar spurningar auðvitað út í hött. Það þarf hins vegar ekki að þýða að ekki verði gerðar margví- slegar og víðtækar breytingar á ýmsu í dagskránni en hverjar þær verða veit ég auðvitað ekkert um á þessari stundu. — Nú hafa verið miklar aðhalds- aðgerðir í rekstri. Verður ekki fram- hald á þvf? „Mitt hlutverk á Stöð 2 hefur fyrst og fremst snúið að dagskrármótun og markaðsmálum. Fjármálin verða áfram alfarið í höndum fram-. kvæmdastjóra. Mér finnst því eðli- legt að þessi spurning verði borin undir hann. — Þið fyrri eigendur stöðvarinnar hafið lofað að leggja fram 150 millj- ónir í viðbótarhlutafé. Ýmsir telja að v' þið getið ekki efnt þetta loforð. „Hér er auðvitað um háar fjár- fúlgur að ræða og við höfum kannað margar leiðir við að afla fjárins. Meðal annars höfum við leitað til vina og kunningja og annara aðila sem okkur tengjast og vonumst til að geta staðið við okkar hlut innan tilskilinna tímamarka. — Er hlutafjárloforð ykkar tryggt með einhverjum hætti í sölu á Vatn- sendalandi? „Allar vangaveltur um að okkar hlutafjárloforð séu tengd Vatns- endalandinu eru einfaldlega út í hðtt. Þetta var einungis einn af mörgum hugsanlegum möguleikum sem voru ræddir til að fá hluta af þessu fé. <^ Kaup Reykjavíkurborgar á þessu landi hafa að sjálfsögðu ekkert með hlutafé í Stöð 2 að gera og ég hef alltaf litið þannig á, að þegar upp væri staðið værum við að tala um allt aðrar leiðir í sambandi við okkar hlutafé," sagði Jón Óttar. Málefni Stöðvar 2 hafa verið mjög til umfjöllunar í fjölmiðlum undan- farnar vikur. Jón Óttar sagði um það, að sér fyndist að fjölmiðlar ættu að vera gagnrýnir á faglegan og málefnalegan hátt hver á annan því þeir hefðu nánast einokun í upp- "*! lýsingamiðlun til samfélagsins. „Sú fjölmiðlaumfjöllun sem verið hefur um Stöð 2 upp á síðkastið hefur aftur á móti-bent til mikillar afbrýðisemi og öfundar út í vel- gengni Stöðvar 2. Fjölmiðlamenn verða að læra að greina á milli gróu- sagna og traustra heimilda. Fjölrriiðlar eiga í samkeppni um auglýsingar og áskriftir, þeir stela fréttum hver frá öðrum, fólki hver frá öðrum og svo framvegis. En þeir mega ekki láta þessa _ staðreynd hlaupa með sig í gönur. Ýmislegt af þeim fáránlega óhróðri, sem DV hef- ur dreift um Stöð 2, skýrðist hins vegar betur þegar í ljós kom að þeir eru þar að auki að kanna möguieika á nýrri sjónvarpsrás í samkeppni við Stöð 2. Sem betur fer er almenning- ur ekki svo skyni skroppinn að hann láti svo augljós hagsmunatengsl villa sér sýn," sagði Jón Óttar Ragnars- son. Sverrir Hermannsson, bankastjóri Landsbankans: „Þessar pempíur hafa aldrei þorað að taka á sig ábyrgð" SVERRIR Hermannsson, bankasljóri Landsbankans segist hafa tekist ríka ábyrgð á herðar og miklar skyldur í Landsbanka íslands og hann muni mæta öllum ágangi á hagsmuni bankans af fullri hörku. Þetta sagði Sverrir, þegar blaðamaður Morgunblaðsins spurði hann hvernig hann svaraði spurningu Samtaka um kvennalista, hvernig bæri að skilja þau orð hans að hann myndi mæta kjöri Kristínar Sig- urðardóttur í bankaráð Landsbankans „af fullri hörku". „Mér er nú satt að segja lítt skilj- anlegur þessi buslugangur Kvenna- listans og þessi fingurbrjótur þeirra á Alþingi ætlar að verða að opnu og banvænu beinbroti hjá þeim," sagði Sverrir. „Auðvitað skilja þess- ar pempíur ekki þegar ég tala um ábyrgð, því þær hafa aldrei þorað að taka á sig neina ábyrgð. En þegar þær geta ekki komist frá svona einföldu máli, hvað skyldi þá verða ef þær kæmust einhvern tíma að stærri málunum, eins og stjórn landsins, sem þær bjóðast nú til að taka við?" spurði Sverrir. Aðspurður hvort hann hygðist reyna að meina Kristfnu aðgang að bankaráðsfundi, sagði Svérrir: „Fjarri öllu lagi. Enn tek ég fram, sem ég gerði í upphaf i, að ég þekki stúlkuna ekki, en mér er sagt að hún sé mjög skilgóð kona og vel að sér. Hefði ég að öðru jöfnu haft mikla ánægju af að starfa með henni. En seta hennar, eins og staða hennar. gerir bankaráðið í Lands- banka Islands vanhæft til sinna starfa og þar er það sem brestur í böndum." Sverrir sagðist gera sér ljóst að hér væri ekki um lögleysu að tefla, en samt sem áður væru á þessu slíkir vankantar, sem allir sæju, kvennalistakonur einnig, þótt þær hefðu ofið sig fastar í vandræðin, að annað tveggja þyrfti að gerast: Að Kristín hætti störfum sínum hjá Kaupþingi, eða að Kvennalistinn veldi nýjan fulltrúa í hennar stað í bankaráðið. Spurningu þess efnis hvort bankaráð yrði ekki kallað saman til fundar, á meðan að Kristín væri fulltrúi Kvennalistans í ráðinu, svar- aði Sverrir svo: „Það er ég ekki að segja. Það hlýtur að verða kallað saman, en hvernig menn ætla að taka á innri trúnaðarmálum bank- ans, undir þessum kringumstæðum, skal ég ekkert um segja. Svo átta- villtar voru þessar blessaðar konur, að þær hugðust meira að segja setja upp aukaráð hjá sér, til þess að taka trúnaðarmálin hér til upp- ^skurðar einhvers staðar úti í bæ."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.