Morgunblaðið - 13.01.1990, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 13.01.1990, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13, JANÚAR 1990 Framfærsluvísitalan: Virðisaukaskattur clregur úr hækkun Rekstrarkostnaður bifreiða minnkar um 2,7 % VÍSITALA framfærslukostnaðar í byrjun þessa mánaðar hækkaði un á húsnæðislið um næstu mánað- Morgunblaðið/Sverrir um 0,5% frá desember. Breyting úr söluskatti í virðisaukaskatt um áramótin hafði í för með sér 0,7 til 0,8% beina lækkun vísitölunnar en ella hefði hún hækkað um 1,2 til 1,2%, samkvæmt upplýsingum frá Hagstöfú íslands. Það sem mest dró úr hækkun vísitölunnar er lækkun tryggingaiðgjalda eigin bifreiða^og bensíns. Hækkun vísitölunnar en minni en fjármálaráðuneytið gerði ráð fyrir í spám frá því í byrjun desem- ber. Samkvæmt „bjartsýnisspá“ var reiknað með 0,7 til 0,8% hækkun en allt að 1,5% hækkun í „svartsýn- isspá". Skýringin á þessu fráviki er þríþætt, samkvæmt upplýsingum sem fjármálaráðuneytið hefur sent frá sér af þessu tilefni: „I fyrsta lagi skila verðlækkunar- áhrif vegna virðisaukaskattsins sér ívið betur en reiknað var með. Þannig var búist við, að upptaka virðisaukaskattsins hefði í för með sér tæplega 1% lækkun fram- færsluvfsitölunnar á fyrstu mánuð- um ársins. Þar af var búist við, að rúmlega hálft prósent skilaði sér í janúar. Niðurstaðan er hins vegar sú, að gildistaka virðisaukaskatts- ins hafi skilað að minnsta kosti 0,8% lækkun í janúar. í öðru lagi var ákvörðun um ýmsar gjaldskrárhækkanir opin- berra fyrirtækja frestað, en þær hefðu annars valdið 0,1 til 0,2% hækkun vísitölunnar. Ekki var reiknað með þessum frestunum í spám ráðuneytisins. I þriðja lagi má nefna bæði meiri lækkun á bensínverði en reiknað var með, auk þess sem aðeins urðu óverulegar verðhækkanir á fjöl- mörgum vöru- og þjónustuliðum. Það er fremur óvenjulegt, þar sem áramótin eru oft tilefni verðbreyt- inga. Hér gætir vafalaust áhrifa af hertu verðlagseftirliti í tengslum við gildistöku virðisaukaskattsins, en einnig hefur slakt eftirspurnar- ástand sitt að segja.“ Af einstökum liðum vísitölunnar hafði hækkun húsnæðiskostnað- ar/rafmagns/hita og tómstundaiðk- unar/menntunar mest áhrif á hækkun framfærsluvísitölunnar nú, eða 0,3% hvor liður. „Húsnæðis- kostnaður" hækkaði til dæmis um 2,1% á milli mánaða, „opinberar sýningar, þjónusta ofl.“ hækkaði um 4,7% og „tækjabúnaður" um 2,4%. Matvörur hækkuðu vísitöluna um 0,2%. Þar af hafði mest áhrif að „mjöl, gijón og bakaðar vörur“ hækkaði um 3,2%, „grænmeti, ávextir og ber“ hækkaði um 6% og „aðrar matvörur" um 1,5%. Á móti kom lækkun á liðnum „mjólk, ijómi, ostar og egg“ um 2,9% vegna upp- töku virðisaukaskatts. Föt og skó- fatnaður hækkaði vísitöluna um 0,1% og húsgögn og þeimilisbúnað- ur einnig um 0,1%. Á móti þessum hækkunum kemur að lækkun á ferðum og flutningum lækka vísi- töluna um 0,4%. Lækkunin er vegna þess að tryggingaiðgjöld bifreiða bera ekki virðisaukaskatt og lækka því um 20%, auk bensínlækkunar og hefur þetta þau áhrif að rekstr- arkostnaður eigin bifreiðar lækkar um 2,7% samkvæmt vísitöluút- reikningnum. Fjármálaráðuneytið vekur at- hygli á því að enn eru ekki öll verð- áhrif vegna virðisaukaskattsins komin fram. Þannig hafi unnar kjötvörur lítið sem ekkert lækkað í verði ennþá. Jafnframt ætti niður- felling sérstaks kjarnfóðurgjalds um áramótin að hafa í för með sér verðlækkun á svínakjöti og kjúkl- ingum, væntanlega í næsta mán- uði. Á móti komi væntanleg hækk- FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM 12. janúar. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 82,00 54,00 76,89 9,376 720.866 Þorskurfósl.) 68,00 55,00 61,83 4,127 255.165 Ýsa 106,00 82,00 99,67 16,044 1.599.140 Ýsa(ósl.) 79,00 68,00 74,26 4,627 343.566 Samtals 83,54 38,121 3.184.521 Á mánudag verður m.a. selt óákveðið magn úr Ljósfara og Stakkavík. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 70,00 40,00 60,54 2,907 175.995 Þorskur(ósL) 92,00 35,00 55,02 78,051 4.294.415 Ýsa 109,00 109,00 109,00 0,177 19.293 Ýsa(ósL) 125,00 60,00 102,46 1.696 173.776 Samtals 56,56 87,827 4.967.215 Boðið verður upp klukkan 12.30 í dag, laugardag, , ef á sjó gefur. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Línuþorskur(ósL) 71,00 68,00 70,75 9,310 658.650 Netaþorskur(ósL) 71,00 69,00 70,11 13,150 922.000 Ýsa 77,00 77,00 77,00 0,250 19.250 Línuýsa(ósL) 94,00 50,00 74,32 6,380 474.180 Samtals 66,36 36,369 2.413.249 SKIPASÖLUR í Bretlandi 8. til 12. janúar. Þorskur 120,36 420,435 50.601.806 Ýsa 192,16 9,055 1.739.973 Ufsi 83,21 4,290 356.982 Koli 152,07 1,340 203.777 Grálúða .143,23 1,315 188.352 Samtals 122,22 440,850 53.882.096 I Selt var úr Hjalteyrinni EA í Hull 9. janúar, Hjörleifi RE í Grimsby 10. jan- úar og Bessa IS í Grimsby 12. janúar. GÁMASÖLUR í Bretlandi 8. til 12. janúar. Þorskur 137,05 135,609 18.585.098 Ýsa 234,48 6,340 1.486.587 Koli 212,69 2,680 570.005 Samtals 141,53 152,235 21.546.025 SKIPASÖLUR í Vestur-Þýskalandi 8. til 12. janúar. Þorskur 116,53 90,646 10.563.148 Ýsa 196,80 12,086 2.378.503 Ufsi 92,62 147,293 13.642.994 Karfi 149,04 385,121 57.398.318 Grálúða 131,76 6,142 809.290 Samtals 130,14 664,911 86.533.311 Selt var úr Vigra RE í Bremerhaven 8. janM Sigurey BA í Cuxhaven 10. | jan., Þorláki ÁR í Bremerhaven 11. jan. og Sindra VE í Bremerhaven 12. jan. armót. Hækkun vísitölunnar um þessi mánaðarmót samsvarar 6,3% verð- bólgu á ári, hækkun hennar síðustu þijá mánuði samsvarar 17,8% verð- bólgu og hækkunin síðustu sex mánuði mælir 20,7% verðbólgu. Vísitalan hefur hækkað um 23,7% síðustu tólf mánuði. * Arekstur við Rauðavatn Kona' siasaðist lítillega í hörðum árekstri við Rauðavatn síðdegis á miðvikudag. Bifreið, sem var ekið frá Víðidal inn á Suðurlandsveg lenti í hlið bifreiðar, sem ók vestur Suðurlandsveginn. Konan var flutt á slysadeild, en meiðsli hennar voru lítil, svo sem áverki eftir bílbelti. Bíll hennar er hins vegar mikið skemmdur. Andstæðingar Sjálfstæðis- flokksins sameinist um framboð Birting: BIRTING, félag jafhaðar- og lýðræðissinna hefúr á félagsfundi samþykkt að leggja það til við vinstri flokkana í Reykjavík, að þeir bjóði ekki íiram lista til borgarstjórnarkosninga heldur styðji þeir sameiginlegt framboð gegn Sjálfstæðisflokknum í borgar- stjórn. Er lagt til að prófkjör, opið andstæðingum Sjálfstæðis- flokksins, verði látið ráði vali frambjóðenda. Birting, félag jafnaðar- og lýð- efnið var samstarf minnihluta- ræðissinna, hélt þann 11. janúar flokkanna í Reykjavík gegn Sjálf- sl. félagsfund, þar sem umræðu- Aðfinnsla en ekki áminning OF FAST var kveðið að orði í frétt í blaðinu í gær þegar sagt var að dómendur í Hafskipsmál- inu hefðu veitt ákæruvaldinu áminningu. Dómarar fundu að því við sak- sóknara að umræddu vitni hefði verið kynntar spurningar sem lagð- ar höfðu verið fyrii-‘annað vitni. Aðfinnslan var ekki færð til bókar og því hvorki rétt að tala um áminn- ingu né að vitni hafi verið kynntur framburður annars vitnis. stæðisflokknum. í upphafi fundar- ins rakti Kjartan Valgarðsson umræður sem í gangi hafa verið við flokksfélögin í Reykjavík og að loknum löngum fundi var sam- þykkt svofelld ályktun: „Félagsfundur Birtingar styður eindregið hugmyndir um sameig- inlegt frambð lýðræðisafla gegn einsflokksveldi Sjálfstæðisflokks- ins í borgarstjórn Reykjavíkur. Reynslan sýnir að framboð margra flokka er ekki líklegt til að íjúfa þessa valdaeinokun í borg- inni, en fundurinn telur að auðvelt muní reynast að skapa málefna- grunn fyrir sameiginlegt framboð. Fundurinn tekur undir þau áherslumál sem fulltrúar Birtingar Björn Friðfinnsson: Höfðar meiðyrðamál g'egri Frjálsri verslun BJÖRN Friðfinnsson, ráðuneyt- issljóri hefiir höfðað meiðyrða- mál á hendur Helga Magnússyni fyrir hönd tímaritsins Frjálsrar verslunar vegna ummæla í blað- inu um skipan sína í stöðu ráðu- neytisstjóra. Björn krefst þess að sér verði greiddar kr. 250.000 í miskabætur GENGISSKRÁIMING Nr. 8 12.janúar 1990 Kr. Kr. Toll- Ein. Kl. 09.15 Kaup Sala Gengi Dollari 60,55000 60,71000 60,75000 Slerlp. 100,60400 100,87000 98,97700 Kan. dollan 52,34000 52,47900 52,49500 Dönsk kr. 9,28330 9,30780 9,29610 Norsk kr. 9,31680 9,34140 9,28760 Sænsk kr. 9,87280 9,89890 9,86360 Fi. mark 15,22120 15,26140 15,14020 Fr. franki 10,57460 10.60250 10,59560 Belg. Iranki 1,71600 1,72060 1.72050 Sv. franki 40.24590 40.35230 39,88180 Holl. gyllini 31.92300 32,00740 32,04110 V-þ. mark 36,01270 36,10790 36,18980 ít. lira 0,04829 0,04841 0,04826 Áusturr. sch. 5,11810 5,13170 5,14180 Port, escudo 0,40840 0,40960 0,40910 Sp. peseti 0,55200 0;55340 0,55870 Jap. yen 0,41681 0,41791 0,42789 írskt pund 94,95100 95,20200 92,25600 SDR (Sérst.) 80,03860 80,25010 80,46820 ECU.evr.m, 73,04460 73,23760 73,05190 Tollgengi fyrir janúar er sölugengi 28. desember. Sjálfvirkur símsvari gengisskráningar er 62 32 70. auk kostnaðar við opinbera birt- ingu dóms. Ummælin sem ráðu- neytisstjórinn krefst ómerkingar á eru: „Jón Baldvin var áður búinn að koma bróður Stefáns, Birni Friðfinnssyni, að sem ráðuneytis- stjóra í viðskiptaráðuneytinu." Ummæli þessi voru i tengslum við skipan _ Stefáns sem stjórnarfor- mann íslenskra aðalverktaka. Er bent á það í viðkomandi grein að þeir bræður Stefán og Björn séu náfrændur Jóns Baldvins.jnóðir Jóns væri systir föður þeirra. Haraldur Blöndal, lögmaður Björns sagði að Björn hefði farið þess á leit við ritstjórann að hann bæðist velvirðingar á ummælun- um, en hann hefði neitað því. „Hann sá sig því eðlilega knúinn að leita réttar síns,“ sagði Harald- ur og áréttaði að sjálf bótaupp- hæðin væri aukaatriði í þessu máli. Leiðrétting- I opnu bréfi til Svavars Gestssonar frá Samtökum kvikmyndaleik- stjóra, sem birt var í Morgunblaðinu í gær misritaðist nafn Kristínar Jóhannesdóttur, kvikmyndaleik- stjóra og var hún sögð Jóhanns- dóttir. Þetta leiðréttist hér með. hafa.haldið fram í viðræðum um borgarmálin að undanförnu, - að flokkarnir dragi sig í hlé sem slíkir en beini kröftum félaga sinna að samstarfi með óflokksbundnu fólki i sjálfstæðu framboði, - að grundvöllur að skipan fram- boðslista sé opið prófkjör, - að ákvarðanir um kosningabar- áttuna og væntanlegt samstarf í borgarstjórn séu teknar af áhuga- mönnum og þátttakendum í fram- boðinu, til dæmis þannig að fram- bjóðendurnir þijátíu myndi „borg- armálaráð“ listans. Fundurinn telur að nú ráði af- staða sarotaka Alþýðubandalags- manna og Alþýðuflokksmanna í borginn úrslitum í þessu máli. Vænlegast leiðin til að ógna meirihluta Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn felst í samvinnu þess- ara afla við óflokksbundna lýð- ræðissinna og áhugamenn um breytta og betri borgarstjórn. Slík samvinna gæti hæglega orðið til þess að fólk úr öðrum flokkum komi til samstarfs, hvað sem líður afstöðu þeirra flokka nú. Birting, félag jafnaðar- og lýð- ræðissinna, skorar á ABR, Al- þýðuflokksfélögin í Reykjavík, stuðningsfólk Kvennalista, Fram- sóknarflokks og annarra félaga til að taka jákvæða afstöðu til fram kominna hugmynda um að „vinna saman í vor.“ Tveir aldnir Húsvíking- ar látnir Húsavík. TVÆR konur á Húsavík, sem voru elstu íbúar bæjarins, Auð- ur Friðbjarnardóttir, 95 ára og Sigríður Siguijónsdóttir, 94 ára, eru látnar. Auður dvaldi á ellideild sjúkra- hússins á Húsavík síðastliðið ár. Hún var fædd 30. september 1984 og lést hún í gær, föstudag. Auður var ekkja Þorgrims Halldórssonar frá Hraunkoti.. Sigríður dvaldi að heimili sínu, Ásgarðsvegi 10, þar til fyrir rúmri viku, að hún veiktist og var flutt á sjúkrahúsið, þar sem hún andað- ist á fimmtudag. Maður hennar var Jóhannes Guðmundsson, kennari á Húsavík, en hann lést árið 1970. Fréttaritari

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.