Morgunblaðið - 13.01.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.01.1990, Blaðsíða 21
MORGU.NBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1990 21 Morgunblaðið/Rúnar Þór Pétur Einarsson flugniálastjóri, Níls Gíslasonar hönnuður hjá DNG, og Jón Knudsen formaður Flugbjörgunarsveitar Akureyrar. Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar: Keypti hlutafé fyrir 1,1 millj. Á síðasta ár} keypti Iðnþróun- arfélag Eyjafjarðar hlutafé í fjór- um fyrirtækjum fyrir rúmlega 1,1 milljón ki'óna. Fyrirtækin sem félagið keypti hlutafé í eru Fiskeldi Eyjafjarðar hf., Hjalteyri, 600 þúsund krónur, Ferðaskrifstofan Nonni hf. á Akur- eyri 300 þúsund krónur, Dettifoss hf. Akureyri, 150 þúsund krónur og Leðuriðjan Tera hf. á Grenivík, 80 þúsund krónur. Iðnþróunarfélagið á nú hlutafé í 9 fyrirtækjum, að upphæð 4.479.500 krónur. Markmiðið er að selja hlut- afé í fyrirtækjum þegar þau eru vel komin af stað og nota það til hlutaf- járkaupa í nýjum fyrirtækjum. Nýtt tæki á markað frá DNG: DNG-miðun auðveldar að miða út neyðarsenda DNG-miðun er nýtt tæki sem hannað hefiir verið hjá rafeindafyrirtæk- inu DNG á Akureyri. Hönnuðurinn, Nils Gíslason hjá DNG, afhenti Pétri Einarsyni flugmálasfjóra fyrsta tækið, og hann kom því síðan áfram til Jóns Knudsen formanns Flugbjörgunarsveitar Akureyrai'. DNG-miðun er handhægt miðunartæki til að miða út neyðarsenda. Pétur Einarsson flugmálastjóri mannanna í DNG“ sem brugðust sagði við afhendinguna að tæki sem skjótt við. Flugbjörgunarsveitin á þetta væri ófáanlegt í heiminum og Akureyri fékk fyrsta tækið og sagði hefði því verið leitað til „galdra- Pétur að ætlunin væri að kaupa Hugmyndasamkeppni: Ellefu tillögnr skoðaðar nánar DÓMNEFND í hugmyndasamkeppni Atvinnumálanefhdar Akureyrar hefúr valið 11 tillögur af þeim 35 sem bárust, til nánari skoðunar. Er fresti til að skila inn hugmynd- um í samkeppnina lauk um miðjan desember höfðu borist 35 hugmynd- ir í allt. Markmið með samkeppninni var að fá fram hugmyndir sem orðið geti grundvöllur að stofnun nýrra fyrirtækja í bænum eða orðið þáttur í starfsemi núverandi fyrirtækja. Dómnefndina skipa Torfi Guð- mundsson fyrir Atvinnumálanefnd, Emil Thoroddssen frá Iðntækni- stofnun og Stefán Jónsson frá Há- skólanum á Akureyri, en auk þeirra hafa starfsmenn nefndarinnar einnig farið yfir hugmyndirnar. Nú hafa 11 tillögur sem álitlegastar þóttu verið teknar til nánari skoðunar, en reiknað er með að dómnefnd skili áliti upp úr næstu mánaðamótum. Verðlaun verða síðan afhent 15. febrúar. nokkra tugi slíkra tækja og dreifa til f lugbjörgunarsveita víða um land. En Péfur, fyrir hönd Flugmála- stjórnar, var með fleira í farteskinu til handa Flugbjörgunarsveitinni; auk þess að afhenda þeim DNG- miðun, var hann einnig með fjögurra watta rafstöð og fjölrásatalstöð, sem sveitin hafði ekki áður yf ir að ráða. Hönnun DNG-miðunar hófst síðla síðasta sumars, en um er að ræða miðunartæki fyrir neyðarsenda og er hægt að miða á þremur bylgju- lengdum; tveimur neyðarbylgjum og einni æfingabylgju. Tækið mun koma að góðum notum við leit að flugvélum sem kunna að farast, sem og einnig verði sjóslys. Mikilvægt er að finna slysstað sem fyrst, en tækið stuðlar að því að leitarmenn komist sem fyrst á slysstað, þ.e.a.s. að neyðarsendi. DNG-miðun kom í góðar þarfir á Akureyri fyrir skemmstu, neyðars- endi hafði verið stolið í innbroti og honum fleygt þannig að hann fór í gang. Nils Gíslason frá DNG fór af stað með nýja tækið og fann neyðar- sendinn fljótt, en oft hefur það reynst erfitt og kostnaðarsamt að finna neyðarsenda. Vélsmiðja Tálknafjarðar óskar eftir að ráða bifreiða- og vélaviðgerða- mann. Upplýsingar í síma 94-2525 og í hs. 94-2534. ST. JÓSEFSSP.ÍTALI, LANDAKOTI Matsveinn óskar eftir góðu plássi á sjó, Er vanur. Upplýsingar í síma 51964. JWMJAi HEILSUGÆSLUSTÖÐIN Á AKUREYRI Laust starf Heilsugæslustöðin á Akureyri óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra til þess að sjá um daglegan rekstur stöðvarinnar. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist fyrir 10. febrú- ar 1990 Ragnari Steinbergssyni, fram- kvæmdastjóra eða Helga Bergs, stjórnar- formanni, sem gefa allar nánari upplýsingar. Heilsugæslustöðin á Akureyri, Hafnarstræti 99, 600Akureyri, sími 96-22311. Aðstoðarlæknir við barnadeild Ársstaða aðstoðarlæknis við barnadeild St. Jósefsspítala, Landakoti, er laus til umsókn- ar. Staðan veitist frá 1. júní 1990. Umsóknar- frestur er til 15. mars 1990. Umsóknir með upplýsingum um námsferil og fyrri störf skal senda til yfirlæknis barna- deildar. Reykjavík, 13.janúar1990. St. Jósefsspítali, Landakoti. Miklartekjur - sölustörf símleiðis Fyrirtæki, sem býður landsþekktar og viður- kenndar vörur, óskar að ráða nokkra sölu- menn til starfa. Starfið er fólgið í kynningu og sölu símleiðis. Tekjur af starfinu geta auðveldlega verið umtalsverðar. Reynsla af sölustörfum er ekki nauðsynleg þar eð starfs- menn hljóta sérstaka þjálfun á vegum fyrir- tækisins. Lágmarksaldur er 18 ár. Allar umsóknir verður farið með sem trúnað- armál. Upplýsingar í dag á milli kl. 15.00 og 18.00 í símum 626315 og 626318. TILBOÐ - ÚTBOÐ R! ^ Utboð - vatnsveita Óskað er eftir tilboðum í vatnslagnaefni, pípur, tengistykki og renniloka vegna Vatns- veitu Kópavogs. Útboðsgögn afhendast á skrifstofu bæjar- verkfræðings, Fannborg 2, Kópavogi, 3. hæð. Tilboðsfrestur er til hádegis 29. janúar nk. Bæjarverkfræðingur. HÚSNÆÐIÓSKAST Skrifstofuhúsnæði til leigu Höfum til leigu á 2. hæð í Skeifunni 11A 200-270 fm glæsilega innréttað skrifstofu- húsnæði. Húsnæðinu má skipta á ýmsa vegu og leigja í hlutum. Næg bílastæði. Upplýsingar veittar á skrifstofunni í síma 687400. Lögmenn, Skeifunni 11a, Sigurður Sigurjónsson hdl. 2ja-4ra herb. íbúð óskast Hjón með tvö börn, sem búsett eru erlendis, óska eftir 2ja-4ra herb. íbúð í Reykjavík eða nágrenni, helst með húsgögnum, frá byrjun febrúar til júní. Þeir, sem hafa slíkt húsnæði í boði, eru vin- samlega beðnir að hringja í síma 14688. m sölu Verslunin Ólabúð sem er matvöruverslun á Eyrarbakka, er til sölu. Upplýsingar í símum 98-31393 og 98-31418.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.