Morgunblaðið - 13.01.1990, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.01.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANUAR 1990 23 Guðjón B. Baldvins- son — Kveðjuorð Mér brá, þegar ég fékk jóla- kortið frá Guðjóni og Önnu um þessi jól, og sá, að það hafði verið skrifað á Landspítalanum. Ég hafði hitt þau og séð um miðjan desem- ber, og fannst þau vera sæmilega hress. Guðjón var líka þannig, að hann var alltaf hress að tala við, þótt einhver lasleikamerki væri hægt að sjá á útliti hans, sem mér fannst ekki laust við, að hægt væri að greina betur í þetta sinn þrátt fyrir allt. Engu að síður varð mér spurn, hvort hjónanna væri á Landspítalanum um þessa hátíð. Svarið kom, þegar lát Guðjóns var tilkynnt. Mig óraði ekki fyrir, að fundur okkar í desember yrði sá síðasti, og ég ætti ekki eftir að tala við hann oftar. Lífið er hverfult. Ekki veit ég, hvenær ég heyrði fyrst á Guðjón minnst, en það hlýt- ur að hafa verið mjög snemma, því að þeim hjónum man ég eftir, eins lengi og ég man eftir mér sjálfri. Þetta var eitt af fáu nánu vinafólki foreldra minna, sem sífellt var minnst á á heimilinu og mikill sam- gangur við. Ef ekki var farið í gagn- kvæfnar heimsóknir, þá var talast oft við í síma, menn og málefni rædd og skoðuð frá öllum möguleg- um sjónarhornum, blönduð sak- lausri kímni og hlátri, sem voru rík einkenni í fari Guðjóns, án þess'að það kæmi við nokkurn. Vináttu, eins og Guðjón lét í té þeim, sem virkilega urðu vinir hans, er sjaldgæft að fínna í dag. Það er hægt að treysta Guðjóni, og vin- áttan brást aldrei. Ef hann hafði lofað einhverjum einhverju, þá nægðu orðin ein. Skriflegar yfirlýs- ingar voru óþarfar. Vináttan milli foreldra minna og Guðjóns og Önnu, konu hans, var af því tagi, sem 41. vers Hávamála lýsir: Vopnum og voðum skulu vinir gleðjast, það er á sjálfum sýnst. Viðurgefendur og endurgefendur erust lengst vinir, ef það bíður að verða vel. Vinátta þeirra entist þeim líka ævina á enda og brást mér ekki heldur, og var látin sannast á ýms- um sviðum. Guðjón var maður, sem alltaf var hægt að leita til, og virtist vita allt um alla hluti, ef skýringa var leitað á ýmsum sviðum í viðskiptum og fjármálum, enda hafa störf hans á Skattstofunni veitt honum góða innsýn inn í þau mál öll, eins glögg- ur og hann var í verunni. Það sást líka, að hann hafði gefið sér tíma til að kynna sér málin til hlítar og var ekki maður, sem nægði að hafa yfirlitið eitt til þess að geta svarað spurningum, sem voru fyrir hann lagðar. Guðjón fæddist 26. júlí 1908 á Refsstöðum í Hálsasveit í Borgar- firði. Foreldrar hans voru Baldvin Jónsson, síðar bóndi að Grenjum í Álftaneshreppi, og kona hans, Ben- ónía Þiðriksdóttir. Hann var við nám í Alþýðuskólanum á Laugum 1926-28, tók námskeið í bókfærslu og tungumálum, en gerðist síðan verkamaður í Reykjavík 1931-34. Þá var hann starfsmaður hjá skipu- lagsnefnd atvinnumála 1934-35 og þingskrifari. Síðan starfsmaður hjá Tryggingastofnun ríkisins frá des- ember 1936 til 1946, en gerðist þá starfsmaður hjá Skattstofunni í Reykjavík 1946 og síðar deildar- stjóri þar. í maí 1962 gerðist hann að nokkru leyti starfsmaður BSRB. Erindreki ASÍ var hann öndvert ár 1933 og í launalaganefnd 1943-44 og aftur 1954, í samningsréttar- nefnd 1959-62 og samstarfsnefnd BSRB og ríkisstjórnarinnar frá 1961. Hann átti sæti í Kjararáði og í stjórn Starfsmannafélags ríkis- stofnana frá stofnun 1939-59, og þá ýmist formaður eða varaformað- ur. í stjórn BSRB var hann frá stofnun þess 1942 (fjögur ár sem varamaður). Guðjón var trúr fylgjandi Al- þýðuflokksins og jafnaðarmaður í þess orðs bókstaflegustu merkingu, og það var Anna, kona hans, sömu- leiðis. Guðjón var í stjórn Fulltrúaráðs Alþýðuflokksins og Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík um árabil, og í stjórn Jafnaðarmannafé- lags íslands nokkur ár og Alþýðu- flokksfélags Reykjavíkur 1940-46. Hann var í stjórn Verkamannafé- lagsins Dagsbrúnar 1936-37 og fulltrúi á þingum ASÍ 1932-38. Hann var fulltrúi SUJ í stjórn Al- þýðuflokksins 1932-38 og kosinn í þá stjórn 1944-46. Þá var hann varaþingmaður Alþýðuflokksins 1934-37. Á síðari árum beitti hann sér mjög fyrir kjörum og betri að- búnaði fyrir aldraða og vann ötult starf í þeirra þágu, m.a. við það starf, sem tengist hjúkrunarheimil- inu Skjóli. Ótal blaðagreinar og erindi liggja eftir hann, enda var honum ekki nóg að tala við mann- inn á götunni eða nánustu vini sína um þau málefni, sem hann taldi brýnast að koma í framkvæmd, og orð voru honum ekki nóg í þeim efnum, heldur hætti hann ekki fyrr, eh farið var að gera eitthvað í málunum. Og um þau mál, sem snertu almenning, vildi hann koma á framfæri við alþjóð. í blaðagrein- um hans og erindum um daginn og veginn, sem hann hélt ótal sinnum í útvarpið, fór heldur ekki framhjá manni, hvaða skoðanir hann hafði á ýmsu því, sem hann taldi ríkis- stjórnir hvers tíma vera að gera almenningi í óhag, og var þá oftar en ekki ómyrkur í máli, einkum þegar talið barst að kjörum hinna lægstlaunuðu, öryrkja og aldraðra í þjóðfélaginu, enda var Guðjón að eðlisfari ákaflega hreinskilinn mað- Þórhildur Skatta- dóttir - Minning Fædd 4. júlí 1919 Dáin 31. desember 1989 Mig langar í örfáum orðum að minnast tengdamóður minnar, «r lést að morgni gamlársdags eftir skyndileg veikindi þá um nóttina. Kallið var óvænt þar sem hún hafði alla tíð verið heilsuhraust og vel á sig komin. Þórhildur fæddist á Suður-Fossi í Reynishverfi í Mýrdal og voru foreldrar hennar Skafti Gíslason og Guðbjörg Nikulásdóttir. Var hún næst elst þriggja systra en auk þess átti Þórhildur ellefu hálfsystk- ini sem faðir hennar átti með fyrri konu sinni. Föður sinn missti Þór- hildur fimm ára gömul. Var hún áfram að Fossi með móður sinni til ársins 1943 er þær fluttust til Reykjavíkur. Þórhildur giftist Guðbergi Jónasi Jónssyni og eignuðust þau þrjú börn. Þau eru Inga, gift Guðmundi Hallgrímssyni, Skafti, kvæntur Örnu Stefánsdóttur, og Guðbjörg, eiginkona mín. Árirj 1947 fluttust þau að Söiia- skjóli 56 í nýtt húsnæði sem þau höfðu komið sér upp. Aðems fjórum árum síðar lést Guðbergur eftir stutta sjúkdómslegu og má nærri geta að erfiðir tíma hafa farið í hönd fyrir ekkju með þrjú kornung börn. Hennar lán var að þeim hjón- um hafði áður tekist að eignast eig- ið húsnæði og með þrautseigju og dugnaði tókst henni að búa börnum sínum gott og ástríkt heimili. Heimili Þórhildar stóð ávallt opið nánustu vinum og vandamönnum. Móðir hennar bjó á heimili hennar þar til hún lést árið 1949 og síðar systir hennar, Elín, sem nú er látin en hún stóð við hlið hennar á heimil- inu alla tíð eftir fráfall Guðbergs. Þá bjó systursonur hennar hjá henni í mörg ár meðan hann var við nám. Þórhildur vann við ýmiss konar störf og lengst af við Prjónastofuna Iðunni. Henni var dugnaður og samviskusemi í blóð borin og stund- aði vinnu sína alla tíð af stakri trú- mennsku. Hún hafði gaman af því að umgangast og ræða við fóik og fylgdist ætíð vel með. Henni var lítt að skapi að trana sér fram en var þó ákveðin og fylgin sér ef þess þurfti. Leiðir okkar lágu saman fyrir átján árum er ég kynntist dóttur hennar og hafa kynnin verið náin alla tíð síðan. Hennar helstu áhuga- mál voru alla tíð börnin og síðar einnig barnabörnin og má segja að mestur hluti lífs hennar hafi snúist í kringum þau og þeirra hagi. Jafn- an gladdi hún börnin með einhverju góðgæti þegar húri kom í heimsókn til okkar og eiga þau margs að minnast frá liðnum árum. Hún naut þess einnig að ferðast og er við hjónin bjuggum í Svíþjóð dvaldi hún ætíð hjá okkur að sumarlagi. Hreifst hún mjög af náttúrunni og veðurfarinu í Suður-Svíþjóð. Síðast fékk hún tækifæri til að fara þang- ur og hispurslaus, þegar því var að skipta. Mér varð oft hugsað til orða Krists um að varast að forsmá smælingjana, þegar ég hlustaði á útvarpserindi hans eða las greinar hans í dagblöðum. Guðjón var tvíkvæntur. Seinni kona hans var Anna Guðmunds- dóttir og lifir hún mann sinn. Um þau hjón verður ekki armað sagt, en að sjaldan hafi verið hægt að sjá samhentari hjón. Anna var líka manni sínum mikill styrkur og stoð í öilum hans störfum og tók þátt í þeim með honum, enda var hún einnig viðloðandi verkalýðshreyf- inguna um skeið. Þau voru líka virk í starfsemi Guðspekifélagsins, og það fór ekki framhjá neinum vina þeirra, hversu mikinn áhuga þau höfðu á guðspekinni. Ég hygg, að kynni þeirra hjóna og foreldra minna hafi átt upphaf sitt á þriðja og fjórða áratug þessar- ar aldar, einkum þó föður míns og þeirra, þar sem faðir minn var lengst af einn af foringjum verka- lýðshreyfingar þessa lands. Þar hafa þá myndast þau vináttubönd, sem náðu út yfir gröf og dauða, og ég fékk síðar að njóta um leið, svo um munaði. Á þessari kveðjustund vildi ég því þakka Guðjóni góð og ómetan- leg kynni, órjúfanlega tryggð og vináttu við mig og foreldra mína, og allt það góða og gjöfula, sem hann hefur fyrr og síðar látið af hendi rakna á ýmsum sviðum við ýmis tækifæri gegnum árin, og bið honum blessunar Guðs á nýjum vegum. Eftirlifandi eiginkonu hans, Önnu Guðmundsdóttur, svo og öðr- um aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning mæts manns. Guðbjörg Snót Jónsdóttir að í stutta heimsókn með konunni minni í byrjun desember sl. og hefði fæsta grunað það þá hve stutt var þar til kallið kom. Hún hafði unun af því að fá að fylgjast með og taka þátt í iífi og starfi fjölskyld- unnar og samgladdist okkur inni- lega þegar við keyptum okkur hús- næði í Fossvoginum síðastliðið sum- ar en gróðursældin þar minnti hana á umhverfið þar sem við bjuggum erlendis. En örlögin höguðu því þannig að hún náði aðeins í skam- man tíma að njöta samvista með okkur á þessuni stað. Að leiðarlokum vil ég þakka henni fyrir samfylgdina. Hennar er sárt saknað af allri fjölskyldunni en minningin um hana mun ætíð lifa í hjörtum vorum og með tíð og tíma fylla upp í það tómarúm sem skaþast hefur við skyndilegt fráfall hennar. Einar Matthíasson Aldinn baráttumaður er fallinn frá. Það kom okkur ekki á óvart þegar fréttin um fráfall Guðjóns barst, því Ijóst var að hverju dró. Um nokkurt skeið hafði hann verið sjúkur og mun veikari en flesta óraði fyrir. Engu að síður stóð hann meðan stætt var og allt til hins síðasta bar hann sig eins og hetja. Guðjón tók þátt í undirbúningi að stofnun Öldrunarráðs íslands og allt frá stofnun var hann ritari þeirra samtaka og átti drjúgan þátt í að móta stefnu þeirra. Hann var þá löngu þekktur félagsmálamaður og hin mikla reynsla hans skilaði sér í starfi Öidrunarráðs á margan veg. En hann var einnig frábær íslenskumaður og allt sem frá hon- um kom var á góðu og kjarnmiklu máli. Ég þekki ekki svo mjög til starfa hans sem ungs manns, en síðustu árin var hann skeleggur baráttumaður fyrir málefnum aldr- aðra, réttindum þeirra og þeirra sjálfsögðu réttinda að menn virtu elli fóiks, sjálfsákvörðunarrétt þess og reisn. Það var því ekki nema eðlilegt að hann beitti sér fyrir stofnun samtaka til að bæta úr þeim vanda sem brýnastur er, hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Árangur af því starfi varð Umönnunar- og hjúkrunar- heimilið Skjól sem nú er fullbyggt og hefur á margan veg leyst bráðan vanda. Hann var fyrsti formaður þeirra samtaka sem að byggingu heimilisins stóðu og notaði krafta sína til hins ýtrasta í þá veru að allt gengi fljótt og vel fyrir sig. Af þeim þremur sem voru í fyrstu framkvæmdanefnd Skjóls hafa nú tveir kvatt og við leiðarlok vil ég þakka fyrir hönd Öldrunarráðs ís- lands og Skjóls fyrir störfin öll, atorku, velvild og vinarhug. Sigurður Helgi Guðmundsson Freyja Þorsteins- dóttir - Minning Fædd 9. ágúst 1916 Dáin 7. janúar 1990 Mig langar með nokkrum orðum að minnast svilkonu minnar, Freyju Þorsteinsdóttur, sem an- daðist hér á Borgarspítalanum 7. janúar síðastliðinn. Fyrstu kynni mín af Freyju voru fyrir rúmum 30 árum þegar ég trúlofaðist mágkonu hennar. Kynni okkar smá jukust með árun- um. Hún var okkur kærustuparinu góður leiðbeinandi. Sérstaklega er mér minnisstætt þegar elsta barn okkar, fárra mánaða gamalt, fór á spítala. Sem betur fer var þetta ekki alvarlegt en í augum okkar foreldranna, hálfgerðra barna líka, þá var þetta stórmál. Við bjuggum heima hjá Sigga og Freyju meðan á þessu stóð og gott var þá að leita huggunar hjá þeim hjónum. Síðar þegar ég var hætt í skóla í Reykjavík dvaldi ég hjá þeim hjón- um einn vetur. Það var góður tími. Ekki hef ég töiu á öllum þeim sem dvöldu hjá þeim um lengri eða skemmri tíma, er þeir voru við nám í bænum, hús þeirra stóð ávallt opið. Ég veit að ég mæli fyrir margra hönd þegar ég flyt bestu þakkir fyrir þessa aðstoð. Freyja fæddist 9. ágúst 1916 að Hamri í Svarfaðardal, dóttir Þorsteins útvegsbónda á Dalvík og konu hans Kristrúnar, fædd að Efstakoti í Svarfaðardal. Fljót- lega fluttist fjölskyldan að Efsta- koti ög átti Freyja heima þar til ársins 1942, að hún flutti til Reykjavíkur og fór að vinna við sauma hjá Feldinum. Við sauma- skap vann hún með heimilinu, nema þau ár sem börnin voru að komast á legg. Freyja giftist 12. júlí 1952 Sig- urði Hjartarsyni múrara ættuðum frá Auðsholtshjáleigu í Ölfusi. Börn þeirra eru: Kristrún Júlía fædd 1950, kennari á Hauganesi, maki Hilmir Sigurðsson útgerðar- maður. Þau eiga 3 börn, Guðrúnu, Freyju og Trausta. Hjörtur fæddur 1953, húsá- smiður á Akureyri, maki Sigrún Stefánsdóttir. Þau eiga 4 börn, Sigurð, Katrínu Maríu, Kristrúnu Sigríði og Stefán. Þorsteinn Óli fæddur 1957, tæknifræðingur í Reykjavík, maki Ingileif Sigfúsdóttir hjúkrunar- fræðingur. Þau eiga tvo syni, Am- ar og Bjarka. > Það fer vel á að tvö af börnum þeirra búi við Eyjafjörð. Einhvera veginn var það nú svo að í raun og veru tiugðu ekki nær fimmtíu ár til að gera Freyju að Reyk: yíkingi, hún var Eyfirðingur í huga allt sitt líf, enda*var það ein ,af hennar óskum a9 fá að leggjast til hinstu hvildar á Dalvík, og það- an verður liún jarðsungin í dag. Að endingu vil ég votta ykkur öli- um nánustu aðstandendum, eigin- manni, börnum, tengdabði-num, barnabörnum og eftirlifandi syst- kinum okkar innilegustu samúð. Gísli Erlendsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.