Morgunblaðið - 13.01.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.01.1990, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1990 Halldór Erlendsson íDal - Minning Fæddur 25. október 1897 Dáinn 8. janúar 1990 Halldór fæddist að Hjarðarfelli og var annar í röð þriggja barna hjónanna Elínar Árnadóttur og Er- lends Erlendssonar, sem þá bjuggu á Hjarðarfelli. Elín var áður gift Kristjáni Guðmundssyni á Hjarðar- felli ög átti þrjú börn með honum, 'sem öll voru kornung þegar Kristján dó árið' 1892. Þau börn dvöldu hjá móður sinni og stjúpa á Hjarðar- felli. Þar áttu einnig heimili elstu synir Kristjáns frá fyrra hjónabandi hans. Elstur þeirra var Guðbjartur," faðir þess sem þessar línur ritar. Systkini Halldórs voru: Sigurður, síðast bóndi í Hrísdal, Þórður, síðast bóndi á Miðhrauni, Vilborg, lengi húsfreyja á Ölkeldu í Staðarsveit, Kristján, bóndi á Mel í Staðarsveit, og Ingibjörg, sem lengi dvaldi í Kaupmannahöfn og var saumakona þar. Þessi systkini eru öll látin nema Vilborg sem nú dvelur háöldruð á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi. Ekki verður sagt að lánið léki við Halldór á barnsárum hans. Móður sína missti hann þegar hann var á 5. árinu. Þessi stóri barnahóp- ur var þá móðurlaus. Tvíburasystir Elínar, Guðrún, hljóp þá í skarðið, gerðist bústýra Erlendar og tók hún að sér forsjá hins móðurlausa barnahóps og fórnaði sér fyrir þau og heimilið. En við þetta nam ekki staðar. I janúarmánuði 1906 varð Erlendur bóndi úti í aftakaveðri á leið yfír Kerlingarskarð til Stykkishólms ásamt póstinum úr Borgarnesi, Maríasi Guðmundssyni. Lík þeirra félaga fundust eftir nokkra daga í neðanverðum Stórholtum við ána Bakkaá. Áin var þá óbrúuð og ófær yfirferðar. Enginn sími var þá í landinu og bárust ekki fréttir af slysinu að Hjarðarfelli fyrr en eftir fímm daga. . Frá þessu segir í bókinni Bóndinn á heiðinni eftir Guðlaug Jónsson.- Einnig segir Óskar Clausen frá þessu í minningum sínum af Snæ- fellsnesi. Halldór var rúmlega átta ára þegar hann og systkini hans urðu foreldralaus. Hálfbræður Halldórs, Sigurður og Þórður voru elstir, þá 16 og 15 ára. Faðir minn, Guðbjartur, hafði þá fyrir skömmu flutt til Ólafsvíkur og kvænst þar vorið 1905. Hann hafði ásamt tveimur eða þremur öðrum ungum mönnum keypt vél- bát og hafið útgerð hans. En þegar æskuheimili hans var orðið forsjárlaust tok hann þá ákvörðun að selja hlut sinn í bátnum og flytja að Hjarðarfelli og taka við umsjón með heimilinu. Þetta gerðist þá um vorið 1906. Guðrún, móðursystir Halldórs, var áfram á heimilinu hjá móður minni til halds og trausts við bú- störfin og til styrktar móðurleys- ingjunum. Halldór átti síðan heimili á Hjarðarfelli alla tíð, þar til hann hóf búskap í Dal vorið 1931. Guð- rún frænka hans studdi heimilið með vinnu sinni, einnig allt til þess tíma. En hún flutti með Halldóri t Móðir okkar, SIGRÍÐUR SIGURJÓNSDÓTTIR, Ásgarðsvegí 10, Húsavík, lést á Sjúkrahúsinu á Húsavík fimmtudaginn 11. janúar. Sjöfn Jóhannesdóttir, Ásgeir Jóhannesson, Sigurjón Jóhannesson, Gunnar Páll Jóhannesson. t Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, ÞORGERÐUR JÓNSDÓTTIR FJALLDAL, Hringbraut 51, Reykjavík, lést í Landspítalanum fimmtudaginn 11. janúar. Ása K. Oddsdóttir, Oddur Þ. Þorkelsson, Elfsabet G. Þorkelsdóttir. Þorkell Bjamason, Berglind Guðmundsdóttir, t Móðir okkar, GUÐRÚN SNORRADÓTTIR, Hrafnistu, Reykjavík, sem lést 31. desember, verður jarðsungin frá Langholtskirkju mánudaginn 15. janúar kl. 13.30. Inga Bjarnadóttir, Snorri Bjarnason, Björgvin Bjarnason, Bessi Bjarnason. + Útför rnóður minnar, ömmu okkar og langömmu, LAUFEYJAR BENEDIKTSDÓTTUR frá Akureyri, fer fram frá Akraneskirkju mánudaginn 15. janúar kl. 14.00. Ragna Svavarsdóttir, Bergljót Skúladóttir, Benedikt Skúlason, Einar Skúlason, Laufey Skúladóttir, Ingibjörg Skúladóttir, Þorbjörg Skúladóttir, Sigrfður Skúladóttir, Skúli Ragnar Skúlason og barnabarnabörn. að Dal þar sem hún átti ævikvöldið en hún dó 8. júlí 1934. Margs er að minnast frá þeim 25 árum sem Halldór dvaldi með foreldrum mínum og okkur systkin- um á Hjarðarfelli. Halldór var lág- vaxinn maður en afar knár og liðug- ur. Hann tók ungur þátt í öllum störfum heimilisins með foreldrum mínum og systkinum og lét aldrei sinn hlut eftir liggja hvort sem var í starfi eða leik. Hann var afar verk- laginn, sláttumaður góður, góður vegghieðslumaður á meðan veggir húsa voru hlaðnir úr torfi og grjóti og afar laghentur til hvers konar smíða. Ungu ménnirnir á heimilinu iðk- uðu bæði frjálsar íþróttir og glímu. Halldór var afar lipur íþróttamaður og góður glímumaður, bæði snarpur að beita brögðum og-fimur við að verjast brögðum annarra. Stórir og sterkir menn áttu í erfiðleikum með að leggja hann. Oft hann vann feg- urðarverðlaun fyrir glímu, bæði á glímumótum í Stykkishólmi (í sýslu- glímunni) og heima í sveitinni. Að jafnaði var hann glaður og glettinn í framkomu. Þó varð hon- um stundum brátt í skapi en það var jafnharðan úr honum aftur og hann gerði að gamni sínu eins og ekkert hefði í skorist. Fjölmenni var á heimilinu eftir að ég fór að muna eftir mér. Þá var oft brugðið á leik, einkum um hátíðar að vetrinum og um helgar á sumrin. Okkur systkinum þótti Halldór alltaf kátastur og skemmti- legastur allra. Foreldrar mínir voru mjög þakklát Halldóri fyrir sam- vistirnar og hversu fúslega hann tók á sitt bak byrðar til að tryggja af- komu heimilisins. Öllum á heimilinu fannst hann einn af systkinunum. Á síðari hluta þriðja áratugarins fór Halldór tíma og tíma í vinnu utan heimilisins að afla sér tekna. M.a. fór hann í ver eins og þá var siður meðal ungra manna og hann var í vegavinnu sumrin 1929 og 1930.- Hinn 30. júlí 1931 kvæntist Hall- dór . ungri konu, ættaðri úr Reykjavík, Önnu Sigríði Einars- dóttur. Anna var þá tvítug að aldri. Halldór vildi að sjálfsögðu hefja þá búskap en vantaði jarðnæði. Hann komst að því að jörðin Dalur, sem er næst Hjarðarfelli að vestanverðu, væri til sölu og ákvað að kaupa hana og gerði um það bindandi kaupsamning. Jörðinni fylgja góð laxveiðiréttindi og hún er að auki bæði landstór og góð bújörð. Hún var því fremur dýr og greiðslukjör- in á verðinu voru afar óhagkvæm. Ekkert bankalán fékk Halldór til kaupanna, því þá þekktust ekki jarðakaupalán. Hins vegar lét hánn allmikið eigið fé í þetta sem mun hafa verið nær 20% af kaupverðinu en skuldaði seljandanum afganginn. Heimskreppan skall á um þetta leyti og hún olli miklum búsifjum hjá öllum og ekki síst ungu fólki sem var að stofna heimili. Afurða- verð hrundi og þó fólk kynni þá sannarlega að spara alla skapaða hluti, sem nútímafólk telur ómiss- andi í daglegu lífi, varð endum alls ekki náð saman. Þeir sem skulduðu réðu ekkert við skuldirnar. Allt af- urðainnlegg Halldórs fyrsta bú- skaparárin í Dal var innan við eitt þúsund krónur og var mun minna en hann átti að greiða af jarðarverð- inu þá um haustið. Skemmst er frá því að segja að hann tapaði eignar- rétti jarðarinnar og öllu því fé sem hann hafði lagt í kaupin, en hélt þö ábúðarréttinum áfram. + Þakka auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og jarðarfarar bróður míns, KRISTMUNDAR S. SNÆBJÖRNSSONAR, Nökkvavogi 48. Fyrir hönd vandamanna, Jón S. Snœbjörnsson. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýjan hug við andlát og útför eiginmanns míns, KRISTMUNDAR ANDRÉSAR ÞORSTEINSSONAR málarameistara. Fyrir liönd barna, tengdabarna og vandamanna, Erla Sigurjónsdóttir. Til greinahöfunda Aldrei hefur meira aðsent efni borizt Morgunblaðinu en nú og því eru það eindregin tilmæli ritstjóra blaðsins til þeirra, sem óska birtingar á greinum, að þeir stytti mál sitt mjög. Æski- legt er, að greinar verði að jafn- aði ekki lengri en 2-3 blöð að stærð A4 í aðra hverja línu. Þeir, sem óska birtingar á lengri greinum, verða beðnir um að stytta þær. Ef greinahöfundar telja það ekki hægt, geta þeir búizt við verulegum töfum á birt- ingu. Minningar- og afinælisgreinar Af sömu ástæðum eru það ein- dregin tilmæli ritstjóra Morgun- blaðsins til þeirra, sem rita minn- ingar- og afmælisgreinar í blaðið, að reynt verði að forðast endur- tekningar eins og kostur er, þegar tvær eða fleiri greinar eru skrifað- ar um sama einstakling. Þá verða aðeins leyfðar stuttar tilvitnanir í áður birt ljóð inni í textanum. Almennt verður ekki birtur lengri texti en sem svarar einni blaðsíðu eða fimm dálkum.í blaðinu ásamt mynd um hvern einstakling. Ef meira mál berst verður það látið bíða næsta eða næstu daga. Ræður Töluvert er um það, að Morgun- blaðið sé beðið um að birta ræð- ur, sem haldnar eru á fundum, ráðstefnum eða öðrum manna- mótum. Morgunblaðið mun ekki geta orðið við slíkum óskum nema í undantekningartilvikum. Ritstj. Ungu hjónin lögðu mjög hart að sér við búskapinn til að komast af. Þar sýndi Anna að hún var góð búkona, þó hún væri ekki uppalin í sveit. Þar hjálpaði þeim einnig að jörðin var góð. Hins vegar fengu þau ekki arðinn af laxveiðinni. Þann arð fékk jarðareigandinn. Nokkur ágreiningur varð á milli Halldórs og jarðareigandans út af þeim mál- um. Jarðareigandinn vildi fá íbúðar- húsið um sumartímann til afnota fyrir laxveiðimenn. Ekki var auð- velt að fínna lausn á því máli á kreppuárunum og stríðsárunum. Dalhjónum fæddust tveir synir. Þeir eru Erlendur, bóndi í Dal, mik- ill félagsmálamaður og nú fulltrúi Snæfellinga á Búnaðarþingi. Hann er kvæntur Þorgerði Sveinbjörns- dóttur frá Norðurfirði í Arnes- hreppi. Yngri sonurinn er Einar, bifvélavirki. Einar byggði iðnaðar- býliðHolt við Vegamót. Hann er kvæntur Brynju Gestsdóttur úr Stykkishólmi. Synirnir tóku snemma þátt í bú- starfinu með foreldrum sínum. Jarðeigandinn sýndi þá rausn að afhenda bræðrunum hálft land jarð- arinnar árið 1951 til stofnunar ný- býlis og varð sátt um að deilan um laxveiðiréttindin og jarðarafnotin væri leyst með þeirri ráðstöfun. Jarðareigahdinn tók íbúðarhús jarð- arinnar þá að fullu til afnota, sem veiðimannabústað. Þá hófst nýr tími bjartsýni og mikillá athafna í Dal. Strax var hafist handa um að byggja þar öll hús af grunni, jafn- framt voru miklar ræktunarfram- kvæmdir gerðar. Halldór og synir hans stóðu saman að þessum fram- kvæmdum öllum. Við þessar fram- kvæmdir naut verkhyggni og verk- lagni Halldórs sín mjög vel. Hann var vakinn og sofinn alla daga við að snyrta og laga til og þoldi ekk- ert drasl eða óreiðu í kringum sig. Hann var einstakt snyrtimenni í öllum verkum sínum. Erlendur hóf sjálfstæðan búrekstur við hlið föður síns, þegar hann kvæntist árið 1963 og bjuggu þeir saman í nokkur ár. Erlendur keypti hinn helming jarð- arinnar með öllum réttindum fáein- um árum seinna. Halldór var heilsuhraustur og hélt næstum fullum starfskröftum fram á níræðisaldur. Hann stóð að heyskap á sumrin alla daga og þó hann ekki stjórnaði vélum notaði hann orfið sitt og sló skurðbakka og útskækla. Hann rakaði og þreif það sem vélar náðu ekki til. Hann hljóp um fjöll og smalaði og gaf fé á veturna og var jafnan þar sem manninn vantaði. Halldór og Anna áttu mörg góð ár í skjóli Ei-lendar og Þorgerðar og með barnabörnunum eftir að þau fluttu á „loftið" í Dal. Þar dvöldu þau uns þau fóru á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi haustið 1986. Síðustu tvö árin hafa þau bæði átt við vanheilsu að stríða. Halldór andaðist á sjúkrahúsinu á Akranesi 8. þ.m. Mér verður Halldór ævilangt minnisstæður fyrir margra hluta sakir, m.a. fyrir bróðuriega hjálp um alla ævi, drengilegs og góðs nágranna sem alltaf var unnt að biðja um aðstoð, glaðsinna félaga í störfum og leik og einstaks reglu- manns í öllum efnum. Ég, kona mín og börn og einnig systkini mín þökkum Halldóri langa samfylgd og vottum Önnu, sonum þeirra og ölíurn afkomendum, inni- lega samúð. Gunnar Guðbjartsson NIDURHENGD LOFT CMCtterllfyrir ni&urhengd lolt, >¦• úr íjalvaniiciuöum malmi og cldþoliö. CMC h«''1 *' auftvell l uppaetnínflu og m|og ilerkt. CMC k«ril pr ,BSt m*ð »tfllanlegum upphengjum lem þoJa allt aft S0 kg þunga. CMC k,rli '»s' ' mörgum gerðumtoagfti ¦ynilegt og tallft og verftlft *r olrulega ligl. CMC korfi Cf serílaklega hannarj Hfingið eltir fyrlf loftplotur Irá Armstrong frekan upptysingum i*N t'\ Einkaumboð é l>lar<tll tð Þ.ÞORGRÍMSSON&CO ________Ármúla29-Reykavík - sími 38640

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.