Morgunblaðið - 13.01.1990, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.01.1990, Blaðsíða 27
- MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1990 27 félk í fréttum BYLTINGARHETJUR John Wayne var átrúnaðargoð margra Rúmena Hetjur rúmensku byltingar- innar voru ekki allar af holdi og blóði. Sumar þeirra voru kvik- myndahetjur. John heitinn Wa- yne var til að mynda „Sá stóri": tákn frelsisins og betri framtíðar í augum margra Rúmena. Hundruð rúmenskra ung- menna, sem búa við landamærin að Júgóslavíu hafa ánetjast vestrum í júgóslavneska sjón- '5*- John Wayne varpinu.' „Ég reyndi að líkjast John Wayne," sagði Lucian Ristea, sem er 28 ára gamall og var svo lánsamur að geta tekið myndir leikarans upp á mynd- band þegar hann var við nám í háskóla hersins. „Ég spilaði vestrana aftur og aftur á mynd- bandinu, sem skröltir núna eins og dráttarvél. Mér finnst hann vera mikið hörkutól - en reglu- lega góður náungi ínn við beinið, mildur og vin- gjarnlegur." Ristea hefur sjálfur komist í rúmenska sjón- varpið, því hann var fjórum sinn- um fulltrúi bæjar síns í spurninga- keppni, sem sýnd var í áróðurs- skyni. „Ég varð nokkuð frægur. En sannast að segja var ég dálít- ill ræfill á þessum tíma. Úrslit keppninnar voru alltaf ákveðin fyr- irfram." Flestar spurningarnar voru um ræður, sem sjálf Dóná viskunnar, Nic- olae Ceausescu, hafði flutt. „En þegar sjónvarps- mennirnir komust að því að við viss- um ekki svörin létu þeir okkur læra þau áður en upptökur hófust. Ég held að þeir hafi vitað að stjórnarfarið var ekki eins og það átti að vera." Morgunblaðið/Sverrir Andri Már Ingólfsson, framkvæmdastjóri, ávarpaði veislusresti. Dansarar og sýningarfólk frá Dansstúdíói Sóleyjar og Módel '79 fluttu dans- og tískusýningu á Veraldarkvöldinu. SKEMMTANIR Ársafinæli Veraldar fagnað Viðskiptavinum Ferðamiðstöðv- arinnar Veraldar og Pólaris var boðið til nýársfagnaðar á Hótel ís- landi fyrir skömmu í tilefni af ársaf- mæli ferðaskrifstofunnar. Hermann Gunnarsson var veislustjóri. Matur að hætti Spánverja var á borðum, gestum var boðið upp á ýmis skemmtiatriði, dregið var í ferðahappdrætti og Andri Már Ing- ólfsson framkvæmdastjóri Veraldar ávarpaði gesti. Tríó Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur f lutti tónlist áður en borðhald hófst og Haukur Heiðar lék á píanó meðan á því stóð. Pétur Jónasson lék spænska gítartónlist, þá'var dans- og tískusýning f Iutt af félögum í Módel '79 og dönsurum frá Dansstúdíói Sóleyjar. Sýndar voru myndir frá ýmsum þeim stöðum þar sem Veraldarfarþegar dvöldust á síðasta ári, Sigrún Hjálmtýsdóttir söng nokkur lög við undirleik Önnu GuðnýjarGuðmundsdóttur. Ómar Ragnarsson f lutti skemmtiatriði við undirleik Hauks Heiðars og hljóm- sveitarinnar Stjórnarinnar og einnig komu Hermann Gunnarsson og Helga Möller honum til aðstoðar og fengu þau gesti til að syngja með. Kormákur Baltasar og Ástrós Gunn- arsdóttir dönsuðu argentínskan tangó og síðan stigu veislugestir sjálf ir dansspor á sviðinu á Hótel fslandi. Uppselt var á afmælisfagnað Veraldar og ekki fengu allir sæti til að fylgjast með skemmtiatriðunum. ÞRETTANDINN Grímuball fyrir börn Eyverjar, félag ungra Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum, stóð að vanda fyrir barnagrímudansleik á þrettándanum. Eyverjar, sem fyrir skömmu héldu upp á 60 ára afmæli félagsins, hafa um áratugaskeið staðið fyrir grímudansleik á þrettándanum. Mikill fjöldi barna sótti grímudansleikinn og voru búningar þeirra margbreytilegir. Grímudansleiksins er beðið með eftirvænt- ingu af börnum f Eyjum og fjölgar grímuklædd- um börnum á ári hverju. Að þessu sinni var fjölmenni slíkt að salurinn í Samkomuhúsinu var nánast fullur. Sjá mátti marga sniðuga búninga, allt frá litlum Rauðhettum til flug- véla. Dómnefnd var vandi á höndum að velja úr 20 bestu búningana sem fengu viðurkenn- ingu. Fyrstu verðlaun hlaut stóit og mikið aðventu- Ijós. Önnur verðlaun fékk jólasveinn sem hálfur stóð upp úr reykháf og þriðju verðlaun hlaut vekjaraklukka sem tifaði og hringdi eins og alvöru klukka. Það voru mörg ánægð andlit sem gengu heim á leið að dansleiknum loknum og nú geta börnin faríð að láta hugann reika eftir hug- myndum að búningum fyrir næsta ár. Grímur Morgunblaðið/Sigurgcir Jónasson Búningarnir er hlutu verðlaun-á grímuballinu í Eyjum. Fyrstu verðlaun hlaut aðventuljósastjaki, önnur verðlaun hlaut jólasveinn í strompi og þriðju verðlaun hlaut tifandi vekjaraklukka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.