Morgunblaðið - 13.01.1990, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.01.1990, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1990 -f Samskipti foreldra og barna Ný námskeið eru að hefjast. Leiðbeinendur: Hugo Þórisson og Wilhelm Norðfjörð, sálfræðingar. Upplýsingarog skráning ísímum621132 og 626632. Topptilboð Kuldaskór Verðkr. 2.990.- 3.490.- Stærðir: 28-46 Litur: brúnt + svart TOPE sys sBMtnre Krínglunni, DOMUS MEDICA sxOBora VELTUSUND11 s. 689212. 21212 5% staðgreiðsluafsláttur Póstsendum samdægurs NUTIMADANS (býrjmufiwihi Kennaru Hany itadaya NÚTÍMADANS - JAZZ (fmnfi) Kennari: Edda Quðmundsdóttir AthiAðeins íjanúar NÚTÍMADANS - DANSSMÍÐ Kennari: Sylvía von Kospoth JAZZDANS (7-9 M og 10-12 M) Kennarv Agnes Krisfjónsdóttt AFRÓ-SAMBA Kennari:t1afdísÁrna. ogAgnesKris^óns. DANSLEIKFIMI Kennarar: HafdísÁma., Agnes Kris(jóns. og Elísabet Quðmundsdóttir DANS-LEIKIR-SPUNI (FYR1RBÖW4-7ÁRA) Kennarar: Bára Lyngdal Magnúsdóttir og Þórdís Am^ótsdóttir ATH! LEIRSHIÐJAÁRNAPÉTURS G UDJÓNSSONAR OG SYLVÍ U VON ROSPOTH HEFSTÍFEBRÚAR SIMAR: 15103 og 17860 SIÐFERÐILEG SKYLDA Til Velvakanda. Ég get ekki orða bundist vegna aðfara Flugleiða gagnvart starfsfólki sínu. Ekki fyrir löngu var nokkrum af starfsmönnum Flugleiða sagt upp störfum, sem væri ekki í frásögur færandi á tímum samdráttar, ef ekki væru þarna innan um starfsmenn sem hafa þjónað fyrirtækinu í yfir 30 ár og eru komnir af sínu léttasta skeiði. Þykir skrifara það undarlegt að yfirmenn Flugleiða hafi komist að þeirri niðurstöðu eftir 30 ára umhugsunarfrest að starfskraftar þessara manna væru ekki lengur nýtanlegir. Svo ég vitni í viðtal sem tekið var við Baldur Maríusson, eitt af fórn- arlömbunum, í síðasta tölublaði Frjálsrar verslunar. Að sögn hafði hann stundað starf sitt óaðfinnan- lega en var sagt upp vegna þess að starfssvið hans ætti að leggja niður (vitnun lýkur). Vaknar strax grunur um að hér sé einungis verið að losa sig við dýran starfskraft. Starfs- menn, sem áunnið hafa sér laun og réttindi í samræmi við þau ár er hann hefur fórnað í þágu fyrirtækis- ins. Því tilfærslur hljóta að vera al- gengar og auðveldar innan stórs fyr- irtækis, þar sem starfsmannafjöldinn er breytilegur frá degi til dags. Maður hefði nú haldið að það væri siðferðileg skylda fyrirtækis gagnvart starfsmönnum sem hafa þjónað því vel og lengi að hliðra fyr- ir þeim um aðrar stöður, ef starfs- svið þeirra væri lagt niður. Því hlýt- ur ungt fólk að hugsa sig um áður en það ákveður að helga starfskrafta sína fyrirtæki eins og Flugleiðum, þar sem lítið tillit virðist vera tekið til áratuga þjónustu. Björn Jónsson Ensk hugsun og íslenskt mál Til Velvakanda. „Við upphaf síðasta áratugar þess- arar aldar..." Ég hrökk við er ég las þessi orð í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins á gamlársdag árið 1989. í mínum huga lifði enn eitt ár níunda áratugarins og því ótíma- bært að tala um upphaf síðasta ára-"s tugar aldarinnar. Fyrsta ár kristins tímatals er árið 1 eftir Kristsburð. Fyrstu öldinni lauk því með árinu 100 e. Kr. Á sama hátt lýkur 20. öldinni með árinu 2000 og síðasti áratugur þeirrar aldar hefst í árs- byrjun 1991. Morgunblaðið er metnaðarfullt blað og er það vel. Ritstjórar þess og aðrir sem tjá skoðanir blaðsins skulu fylgja fram stefnu þess jafnvel þótt þeir sjálf ir kunni að vera annarr- ar skoðunar. Blaðið hefur lengi stað- ið dyggan vörð um íslenskt mál og íslenska menningu. Vikulega birtir það m.a. ágætan málræktarþátt Þessir hringdu . Gleraugu Gullspangagleraugu með hvítum lit töpuðust á Þorláks- messu, líklgga á bílastæðinu vestna við Glæsibæ. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 625017. Síðbúin jólakveðja Unnur Jóhannsdóttir hringdi: „Ég sendi aldaraðri konu jóla- kveðju í Ríkisútvarpinu og sagði konan sem við kveðjunni tók að líklega kæmi að Akureyri um kl. 7 á Þorláksmessukvöld. En það kom ekki að Akureyri fyrr en seint um kvöldið og kveðjan mín var lesin upp um miðnætti, á þeim tíma sem flest aldrað fólk er gengið til náða, og reikna ég ekki með að hún hafi komist til skila. Fyrir þetta þurfti ég að borga 1530 krónur. Finnst forráða- mönnum Ríkisútvarpsins þetta forsvaranlegt?" Vasaljós Vasaljós kom í leitirnar við hringtorgið í Grafarvogi. Upplýs- ingar gefur Eva í síma 77036 Gleraugu Gullspangargleraugu, örlítið lituð, í brúnu nýju hulstri töpuð- ust fyrir jól. Finnandi er vinsam- legast beðinn að hringja í síma 82763. Taska Taska hafnaði í röngum bíl við Laugaveg á mánudag. Ef einhver hefur orðið var við leðurtösku í bílnum sínum vinsamlegast hring- ið í síma 42131. Gísk Jónssonar, menntaskólakenn- ara. í ljósi þessa og hins að tilvitnuð orð bera keim af enskum hefðum í hugsun varð mér allt í einu ljóst að málvitund Morgunblaðsins og_ mín áttu ekki alls kostar samleið. Ég vil halda áfram að hugsa á íslensku og tjá mig samkvæmt því. Morgun- blaðið virðist hins vegar telja eðlilegt að hugsað sé á ensku, íslenskur orða- forði verði síðan aðlagaður slíkri hugsun þannig að menn geti tjáð sig „samanborið við gamlársdag á sunnudegi" svo að slett sé einni hvimleiðri afleiðingu þessa tjáning- arforms. Oft finnst mér vanta hugs- un í málfar af þessu tagi. Ég bið Velvakanda að koma á framfæri við ritstjúrr blaðsins að annað tveggja verði gert: Ef tilgáta mín hér að framan ?* rétt taki Morgunblaðið upp þau vinnubrögð að allar skoðanir blaðsins verði tjáðar með íslenskum orðum en enskri hugsun til að f lýta þróun- inni. Ef tilgátan er hins vegar röng (og það vona ég svo sannarlega) ætti blaðið að vinna markvissara gegn ágangi enskrar hugsunar í íslensku máli. Blaðið gæti til dæmis sett sér það mark að allar fréttir af innlend- um vettvangi, leiðarar blaðsins og Reykjavíkurbréf verði ritaðar á íslensku með íslenskri hugsun þegar síðasti áratugur þessarar aldar geng- ur í garð. Með slíku næði Morgun- blaðið verulegu forskoti á aðra fjöl- miðla landsins. Ég vona að áðurnefndur Gísli Jónsson taki undir þetta síðasta þótt mér hafi virst hann telja á stundum að full langt sé gengið að fella mál- far flugliða að íslenskri hugsun. Sigurbjörn Guðmundsson, verkfræðingur. Víkverji skrifar I.búar Austur-Evrópu, sem undan- farna áratugi hafa ekki notið tján- ingarfrelsis, hafa þó neytt ýmissa bragða til að láta skoðanir sínar í ljós. Þrátt fyrir að þeim hafi verið gert ómögulegt að tjá skoðanir sínar í opinberum fjölmiðlum, tókst vald- stjórninni ekki að banna fólki að tala saman á vinnustöðum, á krám, inni á heimilum eða annars staðar þar sem fólk hittist. Eitt sterkasta vopn alþýðunnar gegn valdhöfunum reyndist vera skrítlan. Góð skrítla getur stundum haft meiri áhrif en löng blaðagrein. Að því leytinu svipar henni til góðrar íslenskrar ferskeytlu, sem svo sannarlega er enn beitt í pólitískri baráttu hér á landi, sérstak- lega þó úti á landi. Á Iöngum valda- tíma kommúnista í Austur-Evrópu hefur orðið til dágott safn af skrítlum. Víkveija voru fyrir skömmu sagðar nokkrar sem hann lætur fljóta hér með. H vað er tuttugu metra langt, tveggja metra breitt, hreyfist hægt og tyggur brauð? Svar: Biðröð fyrir utan rússneska kjötbúð. Rússneskur eðlisfræðingur á ráð- stefnu í Prag um geimferðir: „Bráð- um getum við ferðast til Mars, Venus- ar, Satúrnusar, Júpíter ..." Einn áheyrenda réttir upp hönd- ina: „Félagi, hvenær getum við ferð- ast til Vínarborgar?" Skilgreining á rússneskum strok- kvartett: „Rússnesk sinfóníuhljóm- sveit eftir hljómleikaferð til Vestur- landa." Stundum er raunveruleikinn svo fáránlegur að skrítlan er ekkert annað en skopleg lýsing á ástandinu: Bæði kapítalísk lönd og sósíalísk hafa landamæraverði. Munurinn er að í kapítalísku löndunum er hlutverk þeirra að koma í veg fyrir ólöglegan innf lutning fólks, en í þeim sósíalísku að sjá til þess að fólk geti ekki ferð- ast útúr landinu. Víkverji er undrandi á þeirri ákvörðun dómnefndar Ríkisút- varpsins að gefa ekki einhverjum vinsælasta dægurlagahöfundi íslend- inga, Geirmundi Valtýssyni, kost á þátttöku í undankeppni Söngva- keppni Evrópu. Undanfarin ár, eftir að Islendingar hófu þátttöku í keppn- inni, hefur Geirmundur átt lag í und- ankeppninni, sem ætíð hefur verið meðal þeirra bestu. Víkverji er þess reyndar fullviss, að ef almenningur fengi að velja iögin í stað þröngra dómnefnda yrðu lög Geirmundar tvimælalaust fyrir valinu. Þau hafa til að bera nauðsynlegan léttleika og sveif lu. Réttast væri sennilega að fá Geirmund einan til að semja lag fyr- ir íslands hönd og hætta þessu stíma- braki með undankeppni. Það yrði örugglega árangursríkara en núver- andi fyrirkomulag. Hvað sem því líður ætti Sjónvarpið að endurskoða afstöðu sína og bjóða Geirmund vel- kominn til keppninnar nú þegar. i i i i i i i i i ¦ 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.