Morgunblaðið - 13.01.1990, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.01.1990, Blaðsíða 33
rr- MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANUAR 1990 33 Rangindi og valdníðsla Til Velvakanda. Stjórnmálakryddsíldarveizla Bylgjunnar á gamlársdag var frekar létt efnislega og meinlaus umræða um dægurmálin. En þá vantaði bara einn gestinn og gerbreyttist háttvísin með þeim manni er hann kom. Afturr haldshugsjón sósíalismans í dæmi- gerðu ástandi sem stjórnarsamsteyp- an hefur búið til og lítill munur til samanburðar við efnahagsmálahrun Austur-Evrópu eftir áratuga kúgun kommúnismans er íslenskir fylgis- menn kommúnismans hafa fetað dyggilega í fótspor hans á margan hátt. Alltaf kemur betur í ljós hver und- ur illsku og kúgunar hafa verið við lýði austan járntjalds og gert fólkið að þrælum ríkisvaldsins, ekki ofsagt að kalla þau lönd öreiganna. Ólafur Ragnar fór strax að skjóta á einka- framtakið og fann einhver viðbrögð í salnum sem hann túlkaði sem ein- hver viðkvæm mál. Auðvitað er það háttur Alþýðubandalagsins enn, að enginn má verja sig gegn árásum þeirra sem þar starfa og er sá andi vel þekktur austanfrá. Maður furðar sig mest á því hvern- ig Ólafur Ragnar fjármálaráðherra reynir, að refshætti kommanna, með 55^1 MW ..**£.........-------mmmmm yf *m , Góð björgunarvesti hafa þann kost að snúa sjálfkrafa þeim er þau nota í f lotlegu og varna því að menn fljóti á grúfu. Öll vesti ættu að vera með end- urskinsborðum, f lautu og ljósi. tali um eflingu atvinnurekstrar í landinu, sem á hinn veginn þó vinnur hatrammlega gegn á allan hátt og eru þá skattámál hans lang furðule- gust. Alltaf er hann að lækka skatta að eigin sögn, staðreyndin er þó allt- af sú að hann á nægan orðaforða yf ir skatta og breytir því stöðugt um nöfn á innheimtunni á margvíslegan hátt til að villa um fyrir þjóðinni, f lækja skattamálin svo siður sé tekið eftir hækkunum og þetta er gert um leið og talað er af andakt um ef lingu atvinnuvega landsmanna, fjölda at- vinnuskapandi fyrirtækja er gert ókleift að starfa. Svona málf lutning- ur heldur enn velli hjá Alþýðubanda- laginu, sá sami og þegar Svavar Gestsson var formaður, svo Alþýðu- bandalagið hefur ekki breyst þó það sé búið að viðurkenna hrun kommún- ismans, á yfirborðinu að minnsta kosti. Um þessar mundir er ekki gott að geta sér til um hvað gerist á austurvígstöðvunum, allt er þar á suðupunkti með áframhaldandi manndráp, orðum sjaldan verið treystandi úr þeirri áttinni, svik og f láræði verið aðalsmerki stjórnvalda og valdbeiting komið í kjölfarið til að halda niðri mótbárum gegn kúg- uninni. Eftir því sem kom fram hjá Ólafi Ragnari fjármálaráðherra hef ég mikla ástæðu til að ætla að þessi slökun í kommúnismanum sé til þess gerð að veikja varnarmátt vestrænna ríkja og ekki síst íslands, meðan Rússar draga ekki heraf la sinn burt, úr og af Atlantshafi öllu. Herstöðin á Kólaskaga ber þeim vitni. Mér fannst eins og formaður Borg- araflokksins væri kominn á línu Grænfriðunga, vonandi að hann fari með vald sitt þegar til kemur með réttlátum hætti og komi ekki á lagg- irnar víðtækum boðum og bönnum gegn landsmönnum; Steingrímur' Hermannsson var rogginn að vanda og kvað allt vera til betri vegar á landsvísu sem stjórn- in hefur gert, jú, það mætti gerast eitthvað jákvætt, en er ekki vel merkjanlegt, þó helmingur þjóðar- innar sé skattpíndur auk fyrirtækja í landinu sér lítið fyrir viðreisninni og útlit fyrir aukið atvinnuleysi. Glímuskjálfti hefur löngum verið í þessari ætt og hefur hann færst yfir í stjórnmálin, að vera stöðugt að fella. Og einkennilegt má það vera að einkum fyrirtæki Framsókn- arflokksins hafa verið andstæðingar og mótherjar þessarar fallbaráttu Framsóknarflokksins. En flokkurinn hefur haft vinninginn því flest fyrir- tæki Framsóknarflokksins hafa fall- ið, engu líkara er að ekki þjóni til- gangi að rísa upp aftur, því í fjölda tilfella eru þau felld á ný. Alþýðu- bandalagið er í hópi glímukappa og styður við bakið á Framsóknar- flokknum með gjöfum úr sjóði ríkis- ins sem er einsdæmi og svínarí, að láta skattborgarana og fyrirtæki borga óráðsíu framsóknarmanna öðrum fremur. Svo ég nefni dæmi af mörgu, er það blaðaútgáfa fram- sóknar, svo stefnir í stórt verkefni að reisa SÍS við ef ekki á að velta sjálfum Landsbankanum. Á þessu sést að fallbarátta Framsóknar- flokksins er mikil. Ný breyting í skattamálum er það að gefa skattfrjáls hlutabréf í þágu ríkisins og auka svo skatt á sjálfs- eignarfyrirtækjum um rúmlega millj- arð króna. Allt í þágu samstilltrar óráðsíu stjórnarflokkanna. Sífellt verður uppvíst um rangindi og valdníðslu núverandi ríkisstjórnar. Ef að líkum lætur, verður við næstu kjarasamninga aukið á þau rangindi með aukinni skattlagningu á vissa hópa samfélagsins meðan aðrir fá kjarabætur með auknum framlögum frá ríki og bæjarfélögum. Lækka þarf virðisaukaskatt og félagsbætur til samræmis. Þá mun verðlag lækka og koma þeim vel sem flesta hafa á framfæri. Þorleifur Kr. Guðlaugsson „Mér skilst að Albert Einstein hafí eytt mestu af lífi sínu í að reyna að ná kosningu." Ast er. • • Cs^ \ "rN*T/ ^TXÍ IxL Vl^ .. .samkomulag. TM Req. U.S Pat OM. — aii rlghts reserved * 1989 Los Angetes Ttmes Syndtcate Hefðir þú ekki eyðilagt bílinn væri miklu auðveldara fyrir mig að heimsækja þig... HOGNI HREKKVISI ss^ Síí&WSí þETTA HE.LDUK. HONCMt ^fSA ©ÖTOJNI."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.