Morgunblaðið - 13.01.1990, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.01.1990, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ fþRÓTTIR LAUGARDAGUR 13. JANUAR 1990 35 HANDKNATTLEIKUR / ISLANDSMOTIÐ Guðmundur Guðmundsson í kunnuglegri stöðu á vellinum. Guðmundur og samherjar eru hins vegar ekki á kunnuglegum slóðum í deildinni nú. KNATTSPYRNA Fjögurra liða mót: Anderlecht sigraði Anderlecht sigraði á fj'ögurra liða móti, sem fram fór á Kanaríeyjum, vann HSV 1:0 í úr- slitaleik í gær. Þrír fastamenn And- erlecht voru ekki í byrjunarliðinu, en Arnór Guðjohnsen kom inná sem vara- maður á miðjuna á 60. mínútu og fimm mínútum síðar kom markið. Anderlecht lék fyrst við Malmö og vann 4:3 / vítakeppni eftir að staðan að leiktíma loknum var 2:2. Arnór lék ekki með, en hann verður í banni í næsta leik í belgísku deild- inni, gegn Waregem 21. janúar. HSV vann Leverkusen 3:2 í keppni um þriðja sætið. Frá. Bjarna Markússyni iBelgiu ÚRSLIT HMÍTÉKKÓ Ritgerðasam- keppni um ísland og Tékkóslóvakíu HSÍ og tékkneska handknatt- leikssambandið hafa ákveðið að koma á ritgerðasamkeppni fyrir börn á aldrinum 8-15 ára hér á landi og í Tékkóslóvakíu, í tilefni af heimsmeistarakeppninni, sem fram fer ytra 28. febrúar til 10. mars nk. Annar tékknesku blaðamann- anna sem fylgdi landsliði Tékka hingað til lands á dögunum, Ja- roslav Velísek, á sæti í skipulags- nefnd heimsmeistarakeppninnar. Hann sagði alltaf hafa verið gott samband „milli okkar og HSÍ, en aldrei betra en undanfarna mánuði eftir að undirbúningur HM komst í fullan gang," sagði hann. Nefnd ritgerðasamkeppni er hug- mynd Velíseks. „íslensku krakkarn- ir eiga að skrifa það sem þau vita um Tékkóslóvakíu og öfugt. Síðan mun sameiginleg dómnefnd velja fjórar bestu ritgerðirnar í hvoru landi — og höfundar þeirra fá verð- laun. Eg er sérstaklega spenntur fyrir því hvað íslensk börn vita um heimaland mitt," sagði hann í sam- tali við Morgunblaðið. Þeir sem hafa áhuga á að senda ritgerðir í samkeppnina eru beðnir að gera það sem fyrst, til skrifstofu HSÍ í Laugardal. Handknattleikur - 2. deild karlæ Þór Ak. - Selfoss..:.......frestað til kl. 13.00 í dag 3. deUd A: ÍBl-UFHÖ.......................................................... 3. deild B: Fylkir - Ámiann b......................................26:21 2. deild kvenna: Þór - Selfoss.................frestað til kl. 14.15 í dag Skíði StSkk af 90 m palli í Harrachov í Tékkósló- vakiu í gær. Liður i heiinsbikarkeppninni: stig 1. DielerThoma, V-Þýskalandi................222.5 ...............:.......(112 og 120.5 metrar) 2. Ladislav Dluhos, Tékkóslóvakíu...............211 ' ..........................(109 og 115 metrar) 3. Jiri Pamia, Tékkóslóvakíu.....................208.5 .......................(105 og 117.5 metrar) 4. Staffan Tallberg, Sviþjóð.......................205.5 .......................(109.5 ogll2metrar) 5. Miran Tepes, Júgóslavíu........................204.5 .......................(109.5 og 113 metrar) Frantisek Jez, Tékkóslóvakíu.............204.5 ....................(106.0 og 112.5 metrar) 7. Emst VeUori, Austuniki.......................201.5 .......................(107.5 og 111 metrar) 8. Heiko Hunger, A-Þýskalandi...................201 ..........................(108 pg 110 metrar) 9. Ole-Gunnar Fidjestöl, Noregi".................200 ..........................(106 og 111 metrar) 10. Vladimír Bretjsev, Búlgaríu................197.5 ..........................(103ogll4metrar) Wemer Haim, Austurtíki....................197.5 .......................(104.5 og 110 metrar) Rall Hið árlega Paris-Dakar rall stendur nú yfir — en því lýkur á þriðjudaginn, 16. janúar. í gær var ekinn 14. hluti keppninnar, 674 kíló- metrar frá borginni Timbuktu í Malí til Nema í Máritaníu. Björn Waldegaard, Svíþjóð, sigraði 14. hluta keppninnar í gær, og komsl við það upp í 2. sætið. Vatanen varð fjórði en héll engu að síður fyrsta sætinu. Annar í gær varð Belginn Jacky Ickx og þriðju Phjlippe Wambergue. Staðan er þannig í flokki bifreiðæ refsitími; klst/mín/sek: 1. Ari Vatanen, Finnlandi..................24:57.36 klst/min/sek á eftir fyrsta maiuii: 2.BjömWaldegaard,Sviþj6ð..............1:12.37 3. Philippe Wambergue, Frakklandi....l:18.21 4. Alain Ambrosino, Frakklandi...........3:56.24 (Fjórir efstu aka á Peugeot) 5. Andrew Cowan, Brctl. (Mitsubishi). 4:52.21 6. Kenjiro Shinozuka, Japan (Mitsub.) 6:28.32 7. Hubeit Auriol, Frakkl., (Volksw.)....7:20.45 8. Salvador Servia, Spáni (R. Rover) ...7:56.25 9. Henri Pescarolo, Frakkl. (R. Rover) 9:54.47 10. J. Jacques Ratet, Frakkl. (Toyota).10:51.43 Mótorlýól: 1. Edi Orioli, ítallu................................70:43.29 mín/sek á eftir fyrsta manni 2. Carlos Mas Samora, Spáni....................58.29 3. Alessandro DePetri, ítalíu.................2:27.27 4. FrancoPicco, Italíu.............................2:52.25 5. Thieny Magnaldi, Fi'akklandi............3:10.32 6.GillesPicard,Frakklandi....................3:14.14 7. Luigi Medardo, ítalíu..........................6:09:47 8. Gaston Rahier, Belgíu........................6:39.33 9. Fernando Gil Moreno, Spáni..............8:57.15 10. Gilles Charbonnier, Fi-akklandi......12:58.08 Knattspyma England, 3. deild: Chesler-Brentford........................................1:1 4. ileild: 1 lalifax - Colchester.....................................1:1 Southend - Wrexliam..................................2:1 „Heimavellirnir vega þungt" - segirGuðmundurGuðmundsson, leikmaður og þjálfari Víkings KEPPNI í 1. deild karla í handknattleik hefst á ný í dag eftir fjög- urra vikna hlé. Leikmenn hafa samt ekki verið í fríi, heldur æft og leikið æfingaleiki, en tvær umferðir verða að þessu sinni. Síðan verður annað hlé þar til eftir Heimsmeistarakeppnina. Fjórir leikir verða á dagskrá í dag, en KR og FH leika á mið- vikudagskvöld. Movgunblaðið fékk landsliðsmennina og þjálfarana Guðmund Guðmundsson, Víkingi, og Þorgils Óttar Mathiesen, FH, til að spá í spilin. Víkingar í óþekktri stöðu Guðmundur og samherjar í Víkingi eru í áður óþekktri stöðu — í botnbaráttu. „Ég hef aldrei lent í öðru eins á ferlinum, en við verðum að ráða fram úr vandanum. Leikur- inn gegn Gróttu verður gífurlega erfiður, en hjá okkur kemur ekkert annað en sigur til greina," sagði hornamaðtlrinn, sem missti af síðustu leikjum Víkings vegna meiðsla og munaði um minna. Landsliðsmaðurinn taldi að sama yrði uppi á teningnum fyrir norðan. og í Seljaskóla. „Það býr mikið í KA-liðinu, sem veitir Val verðuga keppni. ÍR-ingar hafa komið mér á óvart, en Stjarnan hefur búið sig sérstaklega vel undir þessa leiki og því á ég von á jöfnum og tvísýnum leik." Hann var hins vegar ekki í nokkr- um vafa með síðustu tvo leikina. „ÍBV er með einn sterkasta heima- völlinn og er að auki með góðan mannskap —ég spái Eyjamönnum sigri gegn HK. Þá held ég að FH slgri KR, því Laugardalshöll er ekki heimavöllur í orðsins fyllstu merk- ingu og KR og Víkingur gjalda þess. Tilfellið er að heimavellirnir vegá mjög þungt og geta ráðið úr- slitum." Svipað og iandsliðsfy rirliðinn reiknaði með Þorgils Óttar sagði stöðuna í deildinni nú nokkuð svipaða og hann reiknaði með í haust. „Keppn- in hefur verið jöfn og skemmtileg, og spennan á líklega eftir að auk- ast," sagði landsliðsfyrirliðinn. FH er efst ásamt Val, „en Stjarnan er langt í frá út úr myndinni auk þess sem ég tel að KR-ingar eigi eftir að skipta sér verulega af topp- baráttunni,'.' sagði hann — en þessi tvö lið eru jöfn í 3.-4. sæti, þremur Þorgils Óttar Mathiesen. stigum á eftir toppliðunum. „Ég á von á mjög erfiðum leik gegn KR á miðvikudaginn," bætti hann við. Hvað leiki dagsins varðar spáði Þorgils Óttar því að viðureign Víkings og Gróttu yrði mjög jöfn. „Þetta verður erfitt fyrir Víking- ana. Þeir eru mun neðar í deildinni en ég reiknaði með, þeir hafa verið óheppnir með meiðsli í vetur." Þorgils sagðist ekki telja neina spurningu að ÍBV sigraði HK á heimavelli í Eyjum og eins sagðist hann reikna með að Valsmenn sigr- uðu KA á Akureyri. „Þeir hafa spil- að mjög vel og ef þeir halda því áfram ættu þeir að vinna fyrir norð- an. Þá hef ég trú_ á að Stjarnan vinni í Seljaskóla. ÍR er spútniklið vetrárins, eins og Grótta í fyrra. Ef til vill hefur verið um ákveðið vanmat að ræða hjá hinum liðunum, eh því má heldur ekki_ gleyma að það er mikil barátta í IR-ingum." ÍSLANDSMÓTIÐ 1. DEILD HEIMALEIKIR ÚTILEIKIR SAMTALS Loikir u J T Mörk U J T Mörk Mörk Stig VALUR 10 4 1 0 126:109 4 0 1 125:104 251:213 17 FH 10 5 O 0 140:114 3 1 1 131:116 271:230 17 117:103 134:106 2 2 106:116 100:98 223:219 14 234:204 14 STJARNAN 10 4 O 1 2 1 IR 10 3 2 -0 121:104 1 O 4 105:116 226:220 10 KA 10 2 O 3 110:115 1 1 3 111:122 221:237 7 ÍBV 10 2 2 1 122:117 0 1 4 112:128 234:245 7 VIKINGUR 10 0 1 3 88:92 1 2 3 132:149 220:241 5 GROTTA 10 2 O 3 102:105 0 1 4 99:124 201:229 5 HK 10 1 2 3 123:138 0 O 4 82:110 205:248 4 íuémR FOLK ¦ GUNNAR Kjartansson og Óli Olsen, alþjóðadómarar í handknatt- leik, verða að störfum í Noregi um næstu helgi. Þeir byrja á því að dæma í Lottó-keppninni; fjögurra þjóða keppni, a.m.k. viðureign Norðmanna og Vestur-Þjóðverja og síðan dæma þeir leik Nord- strand og Polisen frá Stokkhólmi£. í Evrópukeppni bikarhafa í kvenna- flokki. ¦ ARNA Steinsen hefur verið ráðinn þjálfari 1. deildarliðs KR í knattspyrnu kvenna. Arna mun jafnframt leika með liðinu, eins og undanfarin ár. . ¦ VILHJÁLMUR Einarsson, einn hinna vösku knattspyrnu- bræðra í liði Víðis í Garði, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Þetta kemur fram í Víkurfréttum, þar sem þess er ennfremur getið að Vilhjálmur eigi að baki 287 leiki með Víðisliðinu. *. ' i* ¦ VALSMENNIRNIR Baldur Bragason og Þórður Birgir Boga- son verða löglegir með 3. deildar liðinu Paderborn Neuhaus í Vest- ur-Þýskalandi á næstunni, en þeir æfðu með liðinu í haust og halda aftur út á mánudag að loknu jól- afríi hér heima. Þeir koma aftur tímanlega til að vera löglegir með Val í fyrsta leik íslandsmótsins í knatspyrnu. ¦ LEIKMENN írska landsliðsins í knattspyrnu fengu andvirði 3,3 millj. ísl. kr. á mann fyrir að tryggja sér farseðilinn til HM á ítalíu. Englendingar fengu „aðeins" 950 þús. kr. og Skotar 1,1 millj. kr. ¦ TVEIR bestu knattspyrnu- menn Rúmeníu, þeir Gheorghe Hagi og Marius Laeatus, sem leika með Steaua Búkarest, fá að fara frá Rúmeníu eftir HM á ítalíu og freysta gæfunnar í Vestur-Evr- ópu. Þetta tilkynnti íþróttaráðherra Rúmeníu, Mircea Angelescu, á ferð sinni í Hollandi í vikunni. Hann sagði að breytingar yrðu gerðar í Rúmeníu á næstunni^ þannig að atvinnumennska verði tekin upp í knattspyrnu og körfu- knattleik. ¦ EVERTON hefur mikinn áhuga á að fá danska landsliðs- manninn Jan Mölby til sín, skv. fréttum dönsku blaðanna. Kenny Dalglish, framkvæmdastjóri Liv- erpool, er nú að kanna boð frá Everton. Ef hann tekur því er næsta víst að hann vilji fá Graeme Sharp eða Mike Newell í skiptum fyrir Mölby. Colin Harvey, fram- kvæmdastjóri Everton, segir að Mölby sé rétti maðurinn á miðjuna hjá Everton, með n-írsku lands- liðsmönnunum Norman Whiteside T" og Kevin Sheedy og Skotanum Stuart McCall. HANDKNATTLEIKUR Sjö landsleikir fyrir HM i ÍSLENSKA landsliðið í hand- knattleik mun leika sjö lands- leiki fyrir HM-keppnina í Tékkóslóvakíu. Leikirnir fara allirfram hérá landi ífebrú- ar. Fimm þeirra verða leiknir á aðeins sex dögum. Rúmenar koma hingað til lands og leika þrjá landsleiki 10., 11., og 12. febrúar. Svisslend- ingar koma síðan í kjölfarið og verða hér á landi í æfingabúðum með íslenska liðinu. Leiknir verða tveir landsleikir, 14. og 15. febrú- ar og einnig verða leiknir tveir óopinberir landsleikir gegn Sviss. Rétt áður en landsliðið heldur til Tékkóslóvakíu koma Hollend- ingar til landsins og leika hér tvo leiki - 22. og 23. febrúar. Eftir þá leiki heldur íslenska liðið til Tékkóslóvakíu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.