Morgunblaðið - 13.01.1990, Side 36

Morgunblaðið - 13.01.1990, Side 36
r Fyrirmyndarfólk Kl. 17:03 m ÚTVARPIÐ RÁS 2Qj FLÓRÍDAí* einmitt núna LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1990 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. 15 mánaða fang'elsi fyr- ir nauðgun 39 ARA gamall maður hefur í sakadómi Reykjavíkur verið dæmdur til fimmtán mánaða fangelsisvistar fyrir að hafa nauðgað 34 ára gamalli konu. Atburðurinn átti sér stað í húsi í Hafnarfirði í júní 1988. Maðurinn játaði að hafa beitt konuna valdi og haft við hana samfarir. Akæra í málinu var gefin út 28. nóvember síðastliðinn. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða konunni 250 þúsund króna skaðabætur og til að greiða allan sakarkostnað. Helgi I. Jónsson sakadómari dæmdi í málinu. HJÁ tollsljóraembættinu í Reykjavík hafa orðið nokkrar tafir á afgreiðslu vegna þess að innflyljendur hafa ekki uppfyllt sett skilyrði varðandi greiðslu- frest á virðisaukaskatti í tolli. Björn Hermannsson tollstjóri segir að ábyrgðum hafi í mörg- um tilfellum verið hafnað þar sem þær hafa ekki verið taldar nægilegar, en samkvæmt reglu- gerð þurfi sjálfskuldarábyrgð banka, sparisjóðs eða trygging- arfélags til að fá greiðslufrest, en aðrar ábyrgðir komi ekki til greina. „Þessi afgreiðslá komst ekki á stað fyrr en á 4.-5. degi ársins, og þá voru bankarnir heldur ekki til- búnir þar sem þetta var nýtt fyrir þeim. Þetta hefur þó verið að mjak- ast mjög vel síðustu tvo dagana, en auðvitað tefur þetta afgreiðslu," sagði Björn. „Menn hafa einfaldlega ekki ver- ið tilbúnir með þessi skilyrði sem þarf að uppfylla, og sumir hafa komið með einfaldar ábyrgðir sem ekki eru nægilegar. Þá þarf að framvísa tilskildu verslunarleyf i eða sambærilegu atvinnuleyfi, og í ljós hefur komið að þáð hafa sumir ekki haft. “ Viðfóng í vetrarríki Morgunblaðið/Rax 93 opnar hjartaaðgerðir á Landspítalanum í fyrra: Allar hjartaaðgerðir verði gerðar hér í ár Tæplega 300 aðgerðir á Landspítalanum frá 1986 Á SÍÐASTA ári voru gerðar 93 opnar hjartaaðgerðir á Land- spítalanum. Það vorii öllu fleiri aðgerðir en árið 1988, en þá voru þær rúmlega 80. Áð sögn Kristins B. Jóhannssonar, hjartaskurðlæknis, annaði deildin ekki efitirspurn, en stefnt Tveir forsvarsmenn Þýzk-íslenzka: * Akærðir fyrir tug- milljóna undandrátt RÍKISSAKSÓKNARI hefúr ákært Ómar Kristjánsson, framkvæmda- stjóra Þýzk-íslenzka hf., og Guðmund Þórðarson, héraðsdómslög- mann, fyrir brot á lögum um tekjuskatt og eignarskatt og bókhalds- brot í tengslum við skattskil og íjárreiður Þýzk- íslenzka á árinu 1984. Brot þeirra eru talin varða við Iög um tekju- skatt og eignarskatt, hegningarlög og lög um bókhald. I ákæru eru undandregnar tekjur sagðar nema rúmum 87 milljónum króna en undandreginn tekju- og eignarskattur rúmum 33 milljónum króna. Meðal ákæruliða fyrir rangfærsl- ur í bókhaldi er að tilgreina rang- lega 15 milljóna króna langtíma- skuld við Samvinnubankann og 22,9 milljóna króna langtímaskuld við Landsbankann enda þótt um engar slíkar skuldir hafi verið að ræða. Gerð er krafa um að mennirnir verði dæmdir til refsingar, en viður- lög samkvæmt tilgreindum refsi- ákvæðum geta numið sektum, varð- haldi eða fangelsi allt að 3-6 árum, greiðslu skaðabóta og sakarkostn- aðar. Þess er einnig krafist að stjórn Þýzk-íslenzka hf. verði dæmd í heild með hvorum mannanna fyrir sig til að greiða sektir, sem sam- kvæmt skattalögum geta numið allt að tífaldri þeirra fjárhæð sem undan er dregin. Þá er þess krafist að Ómar Kristjánsson og Þýzk- íslenzka verði svipt rétti til að öðl- ast leyfi til verslunaratvinnu. Sjá ákæru í heild á bls. 14. er að því að allar hjartaaðgerð- ir fari fram hér á landi á þessu ári. Frá því að byijað var að gera opnar hjartaaðgerðir á Landspítal- anum árið 1986 hafa alls verið gerðar þar hátt í 300 aðgerðir. Gert er ráð fyrir að milli 140 og 160 fullorðnir sjúklingar þurfi ár- lega á þessum aðgerðum að halda, þ.e. kransæðaaðgerðum og loku- aðgerðum. Börn verða áfram send í hjartaaðgerðir til útlanda. Kristinn sagði að aðgerðirnar hefðu gengið vel, en sjúklingarnir liggja yfirleitt á gjörgæslu í tvo sólarhringa eftir aðgerðina. Hann sagði að enn vantaði aukið rými fyrir hjartadeildina, svo sem skurðstofu og gjörgæsludeild. Ef vel ætti að vera þyrfti að gera þijár til fjórar aðgerðir í hverri viku. Hingað til hafa þrír hjarta- skurðlæknar starfað við þessar aðgerðir, en nú liggur fyrir fjár- veiting til að fjölga þeim í fimm. Þijár hjartaaðgerðir hafa farið fram á Landspítalanum það sem af er þessu ári. Samningaviðræður: Aðilar vinnumarkaðarins og viðskiptabankar funda SAMNINGANEFNDIR aðila vinnumarkaðarins og fulltrúar viðskipta- bankanna fúnda á mánudag og verður farið yfir vaxtaþróun, horfúr og fleira. BSRB er nú með formlegum hætti komið inn í nefndastörf og koma fulltrúar þess einnig til þessa fúndar. Talsvert nefndastarf var hjá öllum samningsaðilum í gær og áætlar verkalýðshreyfingin fundahöld með aðildarfélögum sínum um helgina. Á mánudag kl. 11 hittast _ í Lands- bankanum fulltrúar ASÍ, BSRB, Vinnumálasambandsins og VSÍ með Sambandi viðskiptabankanna og sparisjóðanna. Þetta er fyrsta beina aðild BSRB að viðræðunum. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, var spurður um afstöðu VSI til þess að BSRB kæmi nú inn með formlegum hætti: „Við höfum ekki átt neinar viðræður við þá, eða heyrt mikið af þeirra við- horfum, en við trúum því að við eig- um sameiginlegra hagsmuna að gæta. Ég sé ekki neitt sem eigi að þurfa að rekast á annars horn í þeim efnum,“ sagði Þórarinn. Hann kvaðst telja að orðrómur um lífeyrismál og ágreining iriilli aðila í þeim efnum, væri á misskilningi byggður. Metloðnuafli: Útflutnings- verðmætið mn 220 millj. 40 SKIP tilkynntu um samtals 29.100 tonna loðnuafla á fimmtudag. Það er mesti loðnuafli á einum sólarhring hér við land og útflutnings- verðmætið er um 220 milljónir, að sögn Jóns Ólafssonar fram- kvæmdastjóra Félags íslenskra fiskmjölsframleiðenda. íslensku loðnuskipin höfðu í gær veitt um 123 þúsund tonn af loðnu á haust- og vetrarvertíð- inni, en kvótinn er 662 þúsund tonn. Aflahæstu skip í gær voru Helga II með 6.109 tonn og Hilm- ir með 5.020. Hákon tilkynnti um 600 tonn til Hafsíldar á Seyðis- firði á föstudagsmorgun. Þessi skip tilkynntu um afla síðdegis á fimmtudag: Svanur 670 tonn til Seyðisfjarðar, Berg- ur 500 til Seyðisfjarðar, Víkingur 800 til SFA, Hilmir 800 til Reyð- arfjarðar, Bjarni Ólafsson 800 til Hafsíldar, Huginn 590 til Seyðis- fjarðar, Pétur Jónsson 920 til Seyðisfjarðar, Gígja 750 til FES, Hólmaborg 850 til Eskifjarðar, Beitir 550 til Neskaupstaðar, Þórður Jónasson 600 til Seyðis- fjarðar, Jón Kjartansson 600 til Eskifjarðar, Sunnuberg 400 til Eskifjarðar, Höfrungur 750 til Raufarhafnar og Björg Jónsdóttir 240 tonn til Neskaupstaðar. Afgreiðslu- tafir í tolli

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.