Morgunblaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B iSir0i»uMa^ií> STOFNAÐ 1913 26. tbl. 78. árg. FIMMTUDAGUR 1. FEBRUAR 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Kosovo-hérað í Júgósiaviu: Borgarastyij öld sögð yfirvofandi Pristína. Reuter. JÚGÓSLAVNESKA lögreglan átti í gær í átökum við Albani í Kosovo- héraði í suðurhluta Júgóslavíu og mótmæli breiddust út til Belgrað, höfúðborgar laudsins, og nágrannaiýðveldisins Svartfjallalands. Serb- neskir námsmenn kröfðust vopna til að geta varið landa sína í Kosovo og júgóslavneska fréttastofan Tanjug segir að hætta sé á að borgara- styrjöld brjótist út í héraðinu innan örfárra daga. Stjórnvöld sögðust í gærkvöldi ætla að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir mannskæð þjóðernisátök. Tanjug skýrði frá því að fimm Albanir hið minnsta hefðu beðið bana í Kosovo í átökum við lögreglu í gær og júgóslavneskir fjölmiðlar segja að alls hafi 26 manns týnt lífi á undan- förnum átta dögum. Albanir eru í miklum meirihluta í héraðinu og Gorbatsjov sagður vilja auka völd sín Moskvu, Washinpfton. Reuter. MÍKHAÍL Gorbatsjov Sovétforseti vísaði því á bug í gær að hann hygðist segja af sér formennsku í kommúnistaflokknum eins og bandaríska sjónvarpsstöðin CNN skýrði frá í fyrrakvöld. Sovéskir og vestrænir fréttaskýrendur töldu líkur á að Gorbatsjov myndi þvert á móti reyna að treysta sig í sessi og auka eigin völd til að geta framfylgt umbótastefhu sinni. „Ekkert bendir til þess að Gorb- atsjov sé reiðubúinn að gefast upp,“ sagði háttsettur stjórnarerindreki í Moskvu. „Eg tel að lokauppgjör sé í nánd og flest bendir til þess að Gorbatsjov beri sigur úr býtum,“ bætti hann við. Pravda, málgagn sovéska komm- únistaflokksins, sem stuðningsmaður Gorbatsjovs, ívan Frolov, ritstýrir, sagði að Gorbatsjov þyrfti að fá meiri völd til að hann geti gripið til nauðsynlegra aðgerða. „Ég hef ekki í hyggju að segja af mér formennskunni," sagði Míkhaíl Gorbatsjov við hóp blaða- manna í Moskvu. „Þessi frétt er al- gjörlega úr lausu lofti gripin," bætti hann við. krefjast ftjálsra kosninga og afsagn- ar leiðtoga héraðsins, sem þeir segja á bandi serbneskra stjórnvalda. Um 7.000 serbneskir námsmenn gengu að þinghúsinu í Belgrað til að krefjast þess að leiðtogar landsins kæmu í veg fyrir frekari óeirðir í Kosovo-héraði eða segðu af sér ella. Þeir kröfðust vopna til að geta stofn- að sveitir sjálfboðaliða til að verja landa sína í héraðinu. Um 10.000 Serbar og Svartfellingar efndu til mótmæla í Svartíjallalandi og hvöttu stjórnvöld til að senda hermenn til Kosovo. Þeir hótuðu því að fara til héraðsins ef endi yrði ekki bundinn á óeirðirnar í héraðinu innan tveggja daga. Hamborgaraveisla íMoskvu Reuter McDonald’s-hamborgarastaður var opnaður í Moskvu í gær og er hann sá stærsti í heimi, tekur 700 manns í sæti og annar 15.000 manns á dag. Borgarbúar tóku þessari nýjung fádæma vel og hundruð manna biðu í röðum eftir því að geta gætt sér á hamborgurum og mjólkurhristingi. Ríkísstjórn Vestur-Þýskalands: Ummæli Gorbatsjovs stuðla að sameinineii Þýskalands Bonn. dna. ^ ^ Bonn. dpa. HELMUT Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, og fulltrúar allra stjórn- málaflokka á þinginu í Bonn fögnuðu í gær þeim ummælum Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétleiðtoga að enginn efaðist um réttmæti sameiningar þýsku ríkjanna. A ríkisstjórnarfundi í Vestur-Þýskalandi voru ráð- herrar sammála um að þessi stefiiubreyting sovéskra stjórnvalda stuðl- aði að sameiningu. Ónefiidur embættismaður í kanslararáðuneytinu sagði að þróun mála í samskiptum þýsku ríkjanna væri það ör að nú kæmi til greina að setja markið hærra en gert var í sameiningaráætl- un þeirri sem Kohl lagði fram í nóvember sl. en þar var kveðið á um „sáttmálabandalag11 þýsku ríkjanna. Haft var eftir Kohl á ríkisstjórnar- fundi í gær að nú skipti mestu máli að leitað yrði svara við „þýsku spurn- ingunni" í samráði við nágrannana þar sem tekið yrði mið af öryggis- hagsmunum allra. Til þess að auka Bush kynnir róttæka afvopnunartillögu Washington. Reuter. GEORGE Bush Bandaríkjaforseti hringdi í Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseta í gær og iagði til að Bandaríkin og Sovétríkin fækk- uðu hermönnum sínum í Mið-Evrópu verulega, að sögn banda- rískra embættismanna. Bandarísku sjónvarpsstöðvarn- ar CBS og CNN skýrðu frá því í gærkvöldi að Bush hefði lagt til að hvort stórveldið fyrir sig fækk- aði hermönnum sínum í Mið- Evrópu niður í 195.000. í af- vopnunarviðræðum austurs 'og vesturs í Vínarborg hefur verið stefnt að því að hermönnunum verði fækkað niður í 275.000. CNN skýrði frá því í fyrrakvöld að Gorbatsjov hygðist segja af sér formennsku í kommúnista- flokknum en Marlin Fitzwat- er, talsmaður Bush, sagði 'að fréttin hefði ekki verið eitt af um- ræðuefnum leið- toganna. Banda- rískur embættis- maður, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði að leiðtogamir hefðu rætt fréttina í framhjáhlaupi. Marlin Fitzwater sagði að Jam- es Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefði verið hjá Bush þegar hann hringdi. Mark- miðið hefði verið að undirbúa fund Bakers og Edúards Shevardnad- ze, utanríkisráðherra Sovétríkj- anna, í Moskvu í næsta mánuði. Talið er að afvopnunarmál verði efst á baugi á fundi utanríkisráð- herranna, en í ráði er að leiðtogar stórveldanna komi síðan saman í Washington í júní. stöðugleika í Austur-Þýskalndi yrði hraðað viðræðum við þarlend stjórn- völd „um ýmis tiltekin efni“ jafnvel fyrir kosningarnar í Austur-Þýska- landi 18. mars. Búist er við því að Hans Modrow, forsætisráðherra Austur-Þýskalands, kynni nýja sam- einingaráætlun þegar hann kemur til Bonn eftir hálfan mánuð. Willy Brandt, heiðursforseti vest- ur-þýskra jafnaðarmanna og fyrrum kanslari, sagði að ummæli Sovétleið- togans mörkuðu straumhvörf í þýsk- um stjórnmálum. Nú væri spurningin ekki hvort þýsku ríkin sameinuðust heldur hvenær og með hvaða hætti. Mikið er nú um það rætt hver verði tengsl sameinaðs Þýskalands við hernaðarbandalögin tvö, Atlants- hafsbandalagið og Varsjárbandalag- ið. Menn spyija sig hvort eitt utanrík- isráðuneyti geti tekið þátt í starfi tveggja hernaðarbandalaga. Hans Klein hafnaði í gær þeim hugmynd- um sem fram hafa komið innan Kristilega sósíalsambandsins sem á aðild að ríkisstjórninni í Bonn að sameinað Þýskaland yrði fullgildur aðili að NATO. Hans-Dietrich Gensc- her, utanríkisráðherra Vestur- Þýskalands, flutti ræðu í gær um þetta efni sem beðið var með eftir- væntingu. Genscher gaf í skyn að sameinað Þýskaland yrði í NATO en tæki ekki þátt í hernaðarsamstarfi þess eins og t.d. Frakkland. „Hvað sem gerist í Varsjárbandalaginu þá á NATO ekki eftir að teygja sig í hernaðarlegum skilningi austur yfir Saxelfi [sem er á landamærum þýsku ríkjanna],“ sagði Genscher. Síðar sögðu ráðgjafar Genschers að lausn af þessu tagi væri einungis ein af mörgum hugsanlegum. Sjá „Kemur í hlut...“ á bls. 24. Hjartaað- gerð á fóstri í móðurkviði London. Reuter. SKÝRT var frá því í gær að læknar við Guy’s sjúkrahúsið í London hefðu gert hjarta- skurðaðgerð á fóstri í móður- kviði og hugsanlega bjargað lífi þess. Barnið, sem er dreng- ur, fæddist 4. janúar og er ckki talið úr allri hættu. Læknarnir komu örlítilli blöðru fyrir í hjarta fóstursins til þess að opna meginæðarloku en án aðgerðar er talið öruggt að barnið hefði dáið. Var það með svokölluð meginæðar- þrengsli (aortic stenosis) sem er sjaldgæfur sjúkdómur er hefur alitaf valdið dauða, venjulega meðan barn er í móðurkviði. Til þess að reyna að bjarga lífi barnsins voru gerðar tvær aðgerðir meðan fóstrið var í móðurkviði, hin fyrri í 31. viku meðgöngunnar og sú seinni í 33. viku. Fæddist drengurinn viku eftir seinni aðgerðina og gekkst hann undir þriðju skurðaðgerð- ina nokkrum klukkustundum eftir fæðingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.