Morgunblaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÖIÐ íIMMTUDÁÍÍÚr l! KEBRÚAR 1990 Búlgaría: Stj órnarandstaðan haihar boði um sæti 1 samsteypustj óm Sófíu. Reuter. STJÓRNARANDSTAÐAN í Búlgaríu hafnaði í gær tilboði komm- únistaflokksins um að taka þátt í ríkisstjórn fram að kosningum, sem ráðgerðar eru í maí. Peter Beron, talsmaður stjórn- arandstöðunnar, sagði að tiboð kommúnista um sæti í samsteypu- stjóm hefði verið óaðgengilegt en útskryði ekki í hveiju það hefði verið fólgið. Hann sagði að með því að taka tilboðinu hefðu samtök stjómarandstæðinga, Sameinuðu lýðræðisöflin (UDF), óttast að þau yrði ekki lengur talin trúverðug, hvorki heima fyrir né erlendis. Völd væm ekki aðalatriðið, heldur þau sjónarmið, sem samtökin stæðu fyrir. Petar Mladenov, leiðtogi komm- únistaflokksins, bauð stjórnarand- stöðunni að taka sæti í þjóðstjóm en Beron sagði að kommúnista- flokkurinn hefði ekki tekið þeim breytingum að hann væri tilbúinn til viðræðna um lýðræðislegar breytingar. „Kommúnistaflokkur- inn situr að öllu og við fáuum ekki breytt hugarfari leiðtoga hans. Þeir vilja engu breyta,“ sagði Beron. „Þeir hafa þingið í hendi sér og gætu gert samsteypu- stjórn máttlitla hvenær sem þeir kysu,“ bætti hann við. Leiðtogar búlgarska kommúnistaflokksins hafa gert allt sem í þeirra valdi stendur til þess að vinna hylli al- mennings að undanfömu og er tilboð um myndun samsteypu- stjórnar með stjórnarandstöðunni liður í því. Flokkurinn hefur afsal- að sér rétti til þess að sitja einn að völdum og hafíð hringborðsum- ræður við UDF og aðra hópa um umbætur. Reuter Kanna niðurstöður rannsókna LDEF-hnattarins LDEF-gervihnötturinn svonefndi lyft úr farangurslest bandarísku geimfeijunnar Kólumbíu í geimferðamið- stöðinni á Canaveral-höfða í gær. Hnötturinn hafði verið sex ár á braut um jörðu er honum var bjargað um borð í feijuna fyrr í mánuðinum en hann var þá bilaður og á góðri leið með að falla niður í gufuhvolf jarðar. Um borð höfðu verið gerðar ýmsar tilraunir sem miðuðu að því að kanna ýms atriði er haft geta áhrif á hönnun og smíði geimfara og gervitungla framtíðarinnar. Senn verður hafíst handa við að kanna niður- stöður úr tilraununum. PLO vill bráðabirgðabúðir í Evrópu fyrir Sovét-gyðinga ERLENT Kaíró. Reuter. Frelsissamtök Palstínu, PLO, hafa lagt til að Sovétmenn sjái til þess að ekki sé flogið beint með gyðinga frá Sovétríkjunum til Israels. Komið verði á fót bráðabirgðabúðum fyrir þá í Evrópu vestan Sovétríkjanna til þess að þeir eigi auðveldar með að setjast að annars staðar en í Israei. Eins verði gyðingunum gert hægar um vik að flytjast frá Israel. Palestínumenn hafa nú miklar áhyggjur af straumi gyðinga frá Sovétríkjunum til ísraels. Búist er við 50.000-100.000 innflytjendum á þessu ári og allt að 750.000 á næstu fímm til sex árum. Þau ummæli Yitzhaks Shamirs, forsæt- isráðherra ísraels, að ísrael þurfi á hemumdu svæðunum að halda til að taka á móti öllu þessu fólki hafa vakið Palestínumönnum ugg enda þótt Shamir hafi síðar dregið ummælin til baka. í gær sagði Suleiman Najab, sem er fulltrúi Kommúnistaflokks Palestínu í framkvæmdanefnd PLO, á blaða- mannafundi að Sovétmenn ættu ekki að veita gyðingunum farar- leyfí fyrr en ísrealar hefðu tekið af öll tvímæli um að þeir settust ekki að á hernumdu svæðunum. Sendimaður Sovétstjómarinnar, Gennadíj Tarasov, kom til Túnis í gær til viðræðna við PLO um þetta UTSALA Gallabuxur-2'4W7' 1.690,- Flauelsbuxur—2.9507- 1.690,- Hóskólabolir 4.9907- 990,- Skyrtur*+:9907- 895,- 12 pör sokkar 1460: 1 000,- VINNUFATABÚDIN Kringlunni 3. hæð, Laugavegi 76, Hverfisgötu 26, sími 686613 sími 15425 sími 28550 efni. Sem stendur býr einungis óveru- legur fjöldi gyðinga á Gaza og Vesturbakkanum, svæðum sem hernumin vom í sex daga stríðinu árið 1967. ísraelsk stjómmál snú- ast að mestu leyti um það hver skuli verða framtíð þessara land- svæða og íbúa þeirra. Verka- mannaflokkurinn hefur lagt til að þau verði látin af hendi í skiptum fyrir frið en Líkúdflokkurinn hefur heldur verið á því að innlima her- numdu svæðin og til em þeir stjórn- málamenn sem vilja reka þá Pal- estínumenn sem búa á hernumdu svæðunum á brott. Suleiman Najab sagði að straumur innflytjenda hefði verið aðalumræðuefnið á fundi fram- kvæmdanefndar PLO í fyrrakvöld. Þeir væra sammála um að stórfellt landnám gyðinga á hernumdu svæðunum væri brot gegn réttind- um Palestínumanna og eyðilegði friðarhorfur. Najab sagði að Sovét- menn yrðu beðnir um að beita Bandaríkjamenn auknum þrýstingi til að fá þá til áð taka við fleiri gyðingum. Bandaríkjastjórn segist ekki reiðubúin að taka við fleiri gyðingum en 50.000 á ári. Najab lagði til að umræddar móttökubúð- ir yrðu i Vín eða Róm og Sovét- gyðingarnir gætu valið hvert þeir fæm þaðan. Spáir stríði Virtur egypskur blaðamaður, Mohammed Heykal, segist sann- færður um að stríð milli araba og ísraela sé í uppsiglingu. Heykal var náinn ráðgjafi Gamals Abdels Nassers, fyrmm forseta Egypta- lands, og einn áhrifamesti blaða- maður í arabaheiminum um þær mundir. Hann féll í ónáð hjá An- war Sadat eftirmanni Nassers þeg- ar hann gagnrýndi forsetann fyrir að kalla herleið heim frá Sinai árið 1973 sem reyndist forleikur að frið- arsamningum Egypta og ísraela árið 1979. Á bókamarkaði í Kairó í gær flutti hann erindi og sagðist hissa á því að menn gæfust ekki upp við að leita friðar í deilunni milli araba og Israela eftir að hafa heyrt kröf- ur hinna síðamefndu. Þær væru t.d. brottflutningur Palestínu- manna og mikil efnahagsaðstoð araba við ísrael. í skiptum fyrir frið vilja þeir „vatn úr Níl og olíu frá Saudi-Arabaíu“, sagði Heykal. Hann hefur undanfarið gagnrýnt ríkisstjómir arabaríkja fyrir að veita uppreisn Palestínumanna á hemumdu svæðunum ekki nægan stuðning. „Kannski óttast þær upp- reisnir heima fyrir,“ sagði hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.