Morgunblaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1990 25 Deilurnar í Rúmeníu: Stjómarandstöðumii boðin aðild að valdastofiiunum Þjóðarráðið sakað um misnotkun á ríkisfjölmiðlum Búkarest, Washington. Reuter og Daily Telegraph. ÞJÓÐARRÁÐIÐ I Rúmeníu lýsti því yfír í gær að það hygðist stoiha eigin stjórnmálaflokk. Jafnliramt var sagt, að ráðið myndi stjórna landinu til bráðabirgða þar til fijálsar kosningar hefðu farið fram í maí. Öðrum stjórnmálaflokkum og hópum yrði boðin aðild að „þeim stofnunum sem annast löggjöf," að sögn Silviu Brucans, talsmanns ráðsins. Bandariskur embættismaður, sem ekki vildi láta nafiis síns getið, sagði að Þjóðarráðið, sem tók völdin eftir fall Ceausescus, virt- ist vera að klofna og æ fleiri drægju í efa rétt þess til að sljórna Rúmeníu. Einn af leiðtogum Smábændaflokks Rúmeniu segir að hætta sé á borgarastyijöld vegna einræðishneigða ráðsins. Talsmenn stjórnarandstæðinga sögðust eiga von á því að fá form- legt tilboð frá Þjóðarráðinu í dag, fimmtudag. í viðtali við dagblaðið Romania Libera viðurkenndi Brucan að Þjóðarráðið gæti ekki til lengdar farið eitt með allt löggjafar- og fram- kvæmdavald í landinu. „Það er nauð- synlegt að Þjóðarráðið verði sjálf- stæð stofnun, aðskilin frá löggjafar- stofnunum," sagði hann. Um síðustu helgi voru miklar mótmælaaðgerðir í Búkarest gegn þeirri ákvörðun Þjóðarráðsins að bjóða fram í kosningunum. í bylting- unni hétu forystumenn þess, þ.á.m. Petre Roman forsætisráðherra, því að ráðinu yrði aldrei breytt í flokk enda óttast margir að ráðsmenn muni neyta yfirburða aðstöðu sinnar gagnvart keppinautunum. Andstæð- ingar kommúnista gruna suma fé- laga ráðsins um hentistefnu og laumukommúnisma en margir liðs- menn ráðsins voru áður háttsettir kommúnistar. Settar hafa verið skorður við pólitískum mótmælasam- komum og stuðningsmenn Þjóðar- ráðsins hafa gert aðsúg að frammá- mönnum hópa sem hyggjast keppa við það í kosningunum. A mánudag urðu hermenn að bjarga forseta smábændaflokksins, Corneliu Cop- osu, undan múgnum og flytja hann á brott í brynvörðum vagni. Einn af leiðtogum Smábænda- Líbanon: Krístnir berjast innbyrðis Beirut. Reuter. HARÐIR bardagar gcisuðu í Beir- ut, höfúðborg Líbanons, í gær milli tveggja heija kristinna manna í austurhluta borgarinnar þar sem hálf milljón kristinna býr. 15.000 hermenn Michcls Aouns hershöfðingja börðust um yfirráð- in í borgarhlutanum við 10.000 manns í liði Samirs Geagea en sá fyrrnefhdi heimtar að menn Ge- agea afvopnist. Miklar skemmdir urðu á mannvirkjum en óljóst um mannfall. Gífurlegir eldar kviknuðu, reykjar- bólstrar stigu hátt í loft upp og hús skulfu um alla borgina er skriðdrejt- ar og stórskotalið skiptust á skeyt- um. Á helstu átakasvæðunum lágu óbreyttir borgarar, sem særðust, blæðandi á gangstéttum án þess að sjúkraliðar gætu liðsinnt þeim. Nokkrar sprengjur lentu að sögn sjónarvotta á sendiráði Ítalíu og úti- búi Narodny-bankans sovéska; bæði húsin eru vestan Grænu línunnar er skiptir borginni milli kristinna og múslima. Ein mesta olíubirgðastöð landsins var talin 5 hættu. Sýrlenskir hermenn, sem hafa bækistöðvar í vesturhlutanum, létu átökin af- skiptalaus. Þ.ÞORGRÍMSSON &C0 WARMA PLAST ÁRMÚLA 1 6 OG 29, S. 38640 flokksins, Ion Ratiu, sagði að til borgarastyijaldar gæti komið í landinu ef Þjóðarráðið legði ekki af einræðishegðun sína. Ratiu, sem nýlega sneri heim eftir 50 ára út- legð, hefur að undanfömu reynt að koma á fót sjálfstæðri útvarps- og sjónvarpsstöð til mótvægis við ríkis- fjölmiðlana. Stjórnarandstaðan segir Þjóðarráðið misnota völd sín á þess- um miðlum. Á mánudag sagði fram- kvæmdastjóri ríkissjónvarpsins af sér og lýstu stjórnarandstæðingar ánægju sinni með þá ákvörðun. Heimildarmenn segja að James Baker, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, hallist nú að því að heim- sækja ekki Rúmeníu í ferð sinni til nokkurra Austur-Evrópuríkja í næstu viku. Hann óttist að heimsókn- in geti varpað blæ lögmætis yfir stjórn Þjóðarráðsins. Bandarískur embættismaður sagði að heimsóknin gæti þannig beinlínis tafið fyrir lýð- ræðisþróun í Rúmeníu. „Við höfum miklar áhyggjur af því sem virðist vera markvissar hótanir gegn lögleg- um hreyfingum er hyggjast taka sjálfstæðan þátt í pólitískri nýsköpun í Rúmeníu,“ sagði Margaret Tut- wiler, talsmaður utanríkisráðuneytis- ins, á þriðjudag. Hún sagði þó að Bandaríkjastjóm væri vongóð vegna hringborðsviðræðna Þjóðarráðsins og stjórnarandstæðinga sem hófust um síðustu helgi. Rúmenar hafa enn ekki fengið svonefnd bestukjör í viðskiptum við Bandaríkin og íjárhagsaðstoð við landið hefur einnig verið af skornum skammti. Reuter Vann 150 milljónir á 45 krónu miða 35 ára breskur piparsveinn, Alan Hepden, datt í lukkupottinn í gær er hann vann 1,5 milljónir sterlingspunda, jafnvirði 150 milljóna ísl. króna, í knattspyrnugetraunum. Er það hæsti vinningur sem unnist hefur í getraunum af þessu tagi í Bretlandi, en seðillinn, sem vinningur- inn kom á, kostaði aðeins 45 pence, eða 45 krónur. Hepden er verk- fræðingur og búsettur í Oxfordskíri. Sagðist hann hafa mestan áhuga á að bytja á því að kaupa sér glæsibifreið af gerðinni Ferrari Testa- rossa, en níu ára bið mun vera eftir nýjum bíl af því tagi og verður því lítið af þeim kaupum. Á myndinni tekur Hepden við ávísun úr hendi leikkonunnar og sýningarstúlkunnar Jerry Hall en hún er betur þekkt sem unnusta poppsöngvarans Micks Jagger. : ÚTSALA l.augavegi 95, 2. hæó, sími 25260

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.