Morgunblaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 27
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1990 27 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Frumvarj) um Stjórnarráð Islands Fyrir ríkisstjóminni liggja nú drög að frumvarpi til breyt- inga á lögum um Stjórnarráð ís- lands. Ýmsar breytingar era lagðar til en meginbreytingarnar eru ann- ars vegar fækkun ráðuneyta og tilflutningur verkefna og hins veg- ar afnám æviráðninga. Ráðuneyt- isstjórar hafa í umsögn gagnrýnt framvarpið veralega. Samkvæmt núgildandi lögum era æðstu embættismenn ráðu- neytanna æviráðnir, á þetta við um ráðuneytisstjóra, skrifstofu- stjóra og deildarstjóra, sem skipað- ir eru af forseta Islands. Lagt er til í framvarpsdrögun- um, að ráðuneytisstjórar séu skip- aðir til sex ára í senn, en aðrir starfsmenn ráðnir til tiltekins tíma eða með þriggja mánaða uppsagn- arfresti. Það sem helst mælir með þess- ari breytingu er að meiri hreyfing yrði á stjómendum og starfsemi Stjórnarráðsins aðlagaðist betur breytingum í þjóðfélaginu og breytingum pólitískra viðfangs- efna. Einnig væri dregið úr hættu á stöðnun i ráðuneytum með þessu. Benda má og á þá röksemd að eðlilegt sé að ráðherrar, sem komn- ir era til valda eftir Iýðræðislegum leiðum hafi svigrúm til þess að breyta um menn í lykilstöðum til að ná fram sínum pólitísku mark- miðum. Enn fremur má benda á að slíkt kerfí myndi frekar hvetja embættismenn til þess að standa sig í starfí, svipað og gildir um háttsetta menn í einkageiranum. Mótrökin er einnig margs konar og er komið inn á sum þeirra í álitsgerð ráðuneytisstjóranna. Breyting þessi stangast á við meg- inmarkmið æviráðningarinnar, sem er stöðugleiki í starfsemi ráðu- neyta, samræmi í starfsemi þeirra og aðhald. Of tíðar mannabreyt- ingar geti leitt af sér hnökra eða snöggar breytingar í starfsemi og stjómarháttum. Aðhaldið felist í því að koma í veg fyrir fljótráðnar ákvarðanir, hentistefnu og mis- ræmi í athöfnum og afgreiðslu stjómsýslunnar. Otímabundin skipun kemur og í veg fyrir að ráðherrar geta að eigin geðþótta skipt um helstu embættismenn. Ljóst er af þessu að það er margt sem mælir bæði með og á móti afnámi æviráðninga. Eitt er það sem menn verða að hafa í huga, en það er sú staðreynd að embættismenn ráðuneytanna sinna margs konar öðrum störfum en því að framfylgja pólitískri stefnumótun ráðherra. Þeir hafa eir.nig ríkum skyldum að gegna gagnvart almenningi; verða þeir að sjá til þess að allir þeir sem' leita til ráðuneyta fái afgreiðslu sinna mála bæði á skjótan hátt og þann veg að uppfylli kröfur stjóm- sýsluréttarins um lögmæti ákvarð- ana, upplýsingaskyldu, rannsókn- arskyldu og eðlileg sjónarmið að baki ákvörðun. Ástæða þess að dómarar eru æviráðnir er sú að með því er leit- ast við að fyrirbyggja óeðlileg áhrif valdamanna á þá. Dómarinn, sem hefur örlög málsaðila í hendi sér verður að geta kveðið upp sinn úrskurð, óhræddur um sína stöðu. Segja má að svipuð grundvallarrök séu einnig að baki æviráðningu æðstu embættismanna stjórnkerf- isins. Embættismaðurinn verður að geta tekið stjórnsýsluákvörðun, án þess að óttast um stöðu sína; hann verður að geta staðið gegn þrýstingi. Einnig vega þau rök þungt að embættismaður með reynslu, sem ekki er unnt að segja upp, getur oft komið í veg fyrir misnotkun pólitísks valds ráðherra. Það er hins vegar mikil nauðsyn og eðlilegt að ráðherra geti valið sér starfsmenn til að hrinda í fram- kvæmd ákveðnum pólitískum verk- efnum. Spurning er hvort ekki sé hægt að sætta þessi sjónarmið með öðram hætti en nefndin leggur til og greina í auknum mæli á milli pólitískrar stefnumótunar innan ráðuneytanna og hinnar eiginlegu stjómsýslu. Mætti þá hugsa sér að ákveðinn hluti starfsmanna ráðuneytanna fengist við pólitíska stefnumótun fyrir hönd ráðherra og ráðningartími þeirra fylgdi embættistíma ráðherra. Vísir að slíku era aðstoðarmenn ráðherra. Þetta gæti hæglega gerst án fjölg- unar starfsmanna. Háttur sá sem hafður er á við skipan embættismanna er síðan sérstakt umhugsunarefni. Al- menningur á þá kröfu að embættis- menn stjórnarráðsíns séu almennt hæfír og að þeir sinni starfí sínu af samviskusemi og alúð og að stjómkerfíð sé einfalt og þjált. Spuming er hvort ekki megi ná því markmiði eftir öðrum leiðum en þeim en nefndin leggur til. Benda má á hið svokallaða fram- gangskerfi hjá Háskóla íslands, þar sem þeir sem sækja um stöður eða stöðuhækkanir þurfa að fara í gegnum smásjá sérstakra dóm- nefnda. Verður ráðherra við emb- ættisveitingar að taka tillit til slíks álits. Metið er hvort aðili sé hæfur og hvort hann hafi staðið sig í starfi. Velta má því fyrir sér hvort reglulegt endurmat óháðra aðila á hæfni embættismanna og fram- gangskerfi geti ekki tryggt þau markmið frumvarpsins að ekki verði stöðnun hjá embættismönn- um stjórnarráðsins. Tekið skal undir þá athugasemd ráðuneytisstjóranna, að samráð verður að hafa við stjórnarand- stöðu á þingi um þetta frumvarp, þannig að víðtæk pólitísk samstaða náist um málið. Hættulegt er ef farið verður að hringla með lög um Stjórnarráð frá ríkisstjórn til ríkisstjómar. Að sigra sjálfan sig Tileinkað íslenskum sósíalistum sem trúðu á roðann í austri eftir Guðmund H. Garðarsson Við lestur greinar Vilborgar Harðardóttur „I byltingu gleðinn- ar“, sem birtist í Morgunblaðinu 28. janúar 1990, riijast ýmislegt upp fyrir okkur, sem í áratugi höf- um barist gegn áhrifum sósíalista á íslandi og sérstaklega þó gegn stefnu Þjóðviljans og Þjóðvilja- manna, sem lofsungu stjórnkerfi kommúnista í Sovétríkjum og Aust- ur-Evrópu. Nú era goðin í austri fallin. Goðsögn Marx-Leníns um alræði öreiganna, þjóðskipulag kommúnismans, þar sem allir fengju þörfum sínum fullnægt að vild, er hrunið eftir áratuga tilraun- ir valdhafanna í kommúnistaríkjum Austur-Evrópu. Tilraunir, sem kostuðu tugi milljóna manna lífið, og héldu hundraðum milljóna manna innilokuðum á bak við múr- vegg og gaddavír á landamærum þessara ríkja. Auðvald og sósíalismi Á íslandi var frá upphafí bylting- ar kommúnista í Rússlandi árið 1917 fólk, sem trúði á boðskap byltingarinnar. Fólk, sem vildi taka þátt í því að breyta heiminum í sæluríki öreiganna á grandvelli rót- tæks sósíalisma, öðra nafni komm- únisma. Þetta fólk stillti upp tveim andstæðum í baráttu sinni. Annars vegar var auðvaldið, auðvaldsríkin, þ.e. Vestur-Evrópa, Bandaríkin og Kanada, og hins vegar öreigarnir, sósíalísku ríkin, þ.e. Sovétríkin og önnur kommúnistaríki þ. á m. Kúba. Áhrif hinna vondu stjórnenda, að kenningu sósíalista, vpru allsráð- andi í auðvaldsríkjum. I þeim var alþýðan „ófrjáls, kúguð og undirok- uð“, svo eitthvað sé tekið úr orða: safni Þjóðviljans i fortíðinni. I kommúnistaríkjunum sögðu sósíal- istar (alþýðubandalagsmenn og Þjóðviljinn) að ríkti hins vegar frið- ur, frelsi og jöfnuður og bræðralag. Á íslandi, sem og víða annars staðar, sungu sósíalistar hinu nýju þjóðskipulagi lof og dýrð. Alþýðu- bandalagsmenn og Þjóðviljinn voru þar fremstir í fylkingu. Vísast í Þjóðviljaleiðara, greinar og stefnu Alþýðubandalagsins. Þá er tímaritið Réttur góð heimild í þessum efnum, sömuleiðis Rauðir pennar og ræður þingmanna Alþýðubandalagsins. Að veija frelsið Árið 1949 var örlagaár í sögu íslendinga. Þá samþykktu þing- menn lýðræðisflokkanna á Alþingi þ.e. Sjálfstæðisflokksins, Alþýðu- flokksins og Framsóknarflokksins, að ísland skyldi gerast aðili að Norður-Atlantshafsbandalaginu, öryggis- og varnarbandalagi vest- rænna þjóða. 13 þingmenn greiddu atkvæði á móti, þ. á m. allir þing- menn Sameiningarflokks alþýðu, Sósíalistaflokksins (nú Alþýðu- bandalagið). Atlantshafsbandalagið var stofnað til að verjast hugsan- legu ofbeldi kommúnista innan ríkjanna, sem og árásum utan frá, en á árinu 1945-1949 hrifsuðu kommúnistaflokkar Austur-Evr- ópuríkjanna, í Póllandi, Tékkóslóv- akíu, Ungvetjalandi, Búlgaríu, Rúmeníu og Eystrasaltsríkjum, völdin í sínar hendur í skjóli sov- ésks hervalds. Vestræn ríki urðu að mæta þess- ari ógnun. Það gerðu þau með stofnun Atlantshafsbandalagsins. Grundvallarstefna þess var og er verndun friðar og viðhald og varð- veisla lýðræðislegra stjórnarhátta. 40 ára saga Atlantshafsbandalags- ins sannar að það hefur tryggt frið, frelsi og framfarir tneðal banda- lagsþjóða og á vesturhveli jarðar. En við stofnun Atlantshafs- bandalagsins og ætið síðar hafa sósíalistar (alþýðubandalagsmenn og Þjóðviljinn) barist gegn Atlants- hafsbandalaginu og aðild Islands að því. í augum þessa fólks var það „klúbbur" hættulegra auðvalds- ríkja, sem ógnuðu lífshamingju og frelsisþrá alþýðunnar. Talsmenn NATO á íslandi voru stimplaðir landráðamenn og svikarar við þjóð sína. Morgunblaðið var handbendi erlendra auðvaldsafla, sérstaklega Bandaríkjanna. Að scgja sannleikann Nú er öldin önnur. Rokkarnir eru þagnaðir. Þeir, sem áður skrifuðu í Þjóðviljann um Moggalygi, þegar blaðið sagði sannleikann um komm- únismann, og „föðurlandssvik“ fylgjenda Atlantshafsbandalagsins, skrifa nú greinar í Morgunblaðið um sósíalismann í austri og hinar sorglegu afleiðingar hans. Þetta vinstra fólk talar og skrifar eins og það hafi aldrei aðhyllst þetta ill- ræmda valdakerfi. — Er. látum það vera. Þetta er liðin tíð. Sannleikur- inn sigraði. Tilvist Atlantshafs- bandalagsins tryggði ekki aðeins frelsi og öryggi aðildarríkja, heldur var hún grundvallarforsenda þess að hlekkir alræðis kommúnista í Austur-Evrópu brustu. Friðsamleg stefna Atlantshafsbandalagsins, samstaða og öryggi, styrkti baráttu umbótasinna í kommúnistaríkjum. Þeir vissu, að NATO-ríkin voru reiðubúin til samstarfs um endur- uppbyggingu Austur-Evrópuríkj- anna, á grundvelli lýðræðislegra stjórnarhátta. Að taka hluta úr ævi manns Við, sem höfum trú og sannfær- ingu fyrir yfirburðum vestrænna lýðræðislegra stjórnarhátta og vör- uðum við ógnum kommúnismans (öðru nafni sósíalisma) samfögnum því fólki sem er að bijóta af sér hlekkina. Við hefðum hins vegar kosið, að þessir hlekkir hefðu aldrei verið settir á fólkið í sósíalísku ríkjunum. Við hefðum kosið að stór hluti af ævi þessa fólks hefði ekki verið frá því tekinn með þeim hætti, sem Vilborg Harðardóttir lýsir í grein sinni þar sem segir: „Jóladaginn notuðum við Helena til heimsókna, en Jindra gengur um gólf og semur ræðu sem hann ætl- ar að flytja á fundi hins nýstofnaða Kristilega demókrataflokks í Prag daginn eftir. Við heimsækjum fólk sem er á miðjum aldri og eldra. Allir óska sér eins og vinkona mín MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1990 Guðmundur H. Garðarsson „ Vilborg Harðardóttir var í Tékkóslóvakíu árið 1957 ogvarþá m.a. við blaðamennsku hjá World Student News í Prag ... ... Þá var Vilborg kennari við háskólann í Greifswald í Austur- Þýskalandi árið 1962. í Austur-Þýskalandi var þá m.a. alþjóðaskrif- stofa kommúnista- f lokka Austur-Evrópu- ríkjanna, sem gegndi því hlutverki sérstak- lega að ef ia tengslin við sósíalista áNorðurlönd- um þ. á m. Islandi.“ að þeir væru yngri og ættu meiri framtíð í þeim tíma sem í hönd fer. Finnst þeir hafa misst af einhveiju í lífinu, hafa gert það sumir. Alls staðar þessi örlög..." Samtök um vestræna samvinnu Árið 1958 var félagið Samtök um vestræna samvinnu stofnað. Tilgangur félagsins var að beijast fyrir frelsi og sjálfstæði íslendinga í nánu samstarfi við vestrænar þjóð- ir. Fyrsti formaður félagsins var Pétur Benediktsson, fyrrv. sendi- herra m.a. í Moskvu og síðar banka- stjóri og alþingismaður. Árið 1961 var félagið Varðberg stofnað. Það eru samtök ungs fólks í lýðræðisflokkunum, sem starfar á grundvelli sömu markmiða og SVS. Fyrsti formaður þess var greinar- höfundur. Þessi félög hafa mikið látið til sín taka varðandi þátttöku íslands í samstarfi vestrænna þjóða. Meðal áhersluatriða var trygging óskoraðs frelsis einstaklingsins og vernd gegn alræði ríkisvaldsins. Þeir, sem gerst þekktu til í Austur- Evrópu um og eftir 1950, sáu þá miklu kúgun og ófrelsi, sem fólk bjó þar við. Þess vegna tóku þeir þegar upp harða baráttu gegn þessu ógnarkerfi m.a. með því að efla samstöðu vestrænna þjóða um vernd og eflingu lýðræðislegra stjórnarhátta. Andstæðingar vestrænna hugsjóna Þjóðviljamenn og Alþýðubanda- lagið brást öðru vísi við og það jafn- vel fólk, sem nú segist fagna falli valdhafa kommúnistaríkjanna. Það, þ. á m. Vilborg Harðardóttir, réðst harkalega að Varðbergsmönnum fyrir hugsjónir þeirra og störf í þágu vestrænna lýðræðislegra stjórnarhátta á íslandi. Stjórnar- hátta sem hið undirokaða fólk, al- þýðan, í Austur-Evrópu kallar nú eftir. Vilborg Harðardóttir hefði betur túlkað viðhorf sín til valdhafanna í Austur-Evrópu með þeim hætti, sem hún nú gerir í Morgunblaðinu, fýrr. í stað þess eyddi hún verðmæt- um árum í að veija þessa hel- stefnu, sósíalismann, sem hefur leitt ólýsanlega óhamingju yfir milljónir manna hvarvetna í heiminum. Þá hefði Morgunblaðið átt að kynna Vilborgu Harðardóttur betur fyrir lesendum sínum. Einkanlega vegna hinna breyttu viðhorfa henn- ar til fyrrum valdhafa í kommún- istaríkinu Tékkóslóvakíu, þar sem Vilborg var m.a. við störf og nám, þegar kommúnistum leið hvað best. Vegna hinnar skjótu afstöðubreyt- ingar Vilborgar til fyrrum náinna samstarfsmanna í austri hefði það gefið meiri vigt að upplýsa eftirfar- andi: Vilborg Harðardóttir var í Tékkó- slóvakiu árið 1957 og var þá m.a. við blaðamennsku hjá World Stud- ent News í Prag. Til þess að fá slíkt starf í kommúnistaríkinu Tékkó- slóvakíu á þessum tíma, þurfti við- komandi að vera sannur í trúnni, sérstaklega í andstöðunni við Atl- antshafsbandalagið. Á þessum árum og síðar voru ýmsar höfuð- stöðvar samtaka kommúnista í Prag, þ. á m. samtök stúdenta og vinstri verkalýðsfélaga. Sovétríkin notuðu þessi alþýðusamtök í bar- áttu sinni gegn NATO og vestræn- um ríkjum. Auðvaldinu í vestri. Þá var Vilborg kennari við háskólann í Greifswald í Austur-Þýskalandi árið 1962. í Austur-Þýskalandi var þá m.a. alþjóðaskrifstofa kommún- istaflokka Austur-Evrópuríkjanna, sem gegndi því hlutverki sérstak- lega að efla tengslin við sósíalista á Norðurlöndum, þ. á m. fslandi. Tengsl þessi voru mjög náin og hefur því m.a. verið haldið fram, að ómælt fé hafi runnið frá komm- únistaríkjum í gegnum Austur- Þýskaland til sósíalista á Norður- löndum, m.a. í útgáfustarfsemi. í forystu sósíalista Vilborg var blaðamaður við Þjóð- viljann 1960-62; 1963; 1965-71 og 1972-75. Þá var hún fréttastjóri Þjóðviljans 1979 — okt. 1981 og ritstjóri Sunnudagsblaðs Þjóðviljans 1974-75. Lesendur Morgunblaðsins geta með því að lesa Þjóðviljann frá þess- um tíma vel kynnst viðhorfum hennar til mála í Áustur-Evrópu og valdhafanna, sem tóku áratugi úr ævi vina hennar og milljóna ann- arra manna og kvénna á þessum árum. Til dæmis má geta þess að á ári valdatöku kommúnista í Tékkóslóvakíu 1948 og næstu ár á eftir voru um 120.000 Tékkar og Slóvakar fangelsaðir í lengri eða skemmri tíma. Nokkur þúsund þessara fanga hurfu sporlaust. Ég held, að Þjóðviljinn hafi aldrei skýrt frá þessu. Þá hefur Vilborg Ilarðardóttir verið ein af forystumönnum Al- þýðubandalagsins í áraraðir. Meðal annars var hún kosin varaformaður flokksins árið 1983. Vissulega ber að fagna því, að Vilborgu er nú loksins orðið ljóst að sósíalisminn tryggir hvorki frelsi né velferð alþýðunnar. Þá er það ekki síður ánægjulegt, að hún skuli með óbeinum hætti viðurkenna mikilvægi samstarfs vestrænna ríkja í baráttunni gegn hinu ómann- eskjulega valdakerfi kommúnista- ríkjanna. Góður málstaður sigrar Ég sem lesandi Morgunblaðsins bíð þess, að jafn ítarleg grein birt- ist um störf Magnúsar Þórðarsonar í þágu Atlantshafsbandalagsins og félaga um vestræna samvinnu á Islandi á liðnum áratugum. Af minna tilefni hefði því verið haldið betur á lofti, hve þrautseigja og stefnufesta fær áorkað í þágu góðs málstaðar. Höfundur er einn af alþingisniönnum Sjálfstæðisflokksins fyrir Reykja víkurkjördæmi. FANNFERGI Á VESTFJÖRÐUM Suðureyri: Þök síga o g fólk festist í snjónum Fólk heldur sig inni eins og birnir í híði Suöureyri. ÓFÆRT hefiir verið úr Súgandafirði í tíu daga og er mikill snjór á Suðureyri. Ekki er hægt að hreyfa ökutæki og fólk heldur sig mest innivið, eins og birnir í híði, skríður út rétt til að afla vista. Lítil eða engin vinna er í fiskverkunarhúsunum þar sem ekki hefúr gefið á sjó. Jarðýta er notuð til ýta helstu athafnasvæðin og til að troða göt- urnar svo hægt sé að ganga um bæinn. Snórinn er orðinn svo mik- ill að þakið á útskipunarhúsi Fisk- iðjunnar Freyju gaf sig undan snjó- þunganum og þak félagsheimilis- ins seig og byijaði að leka. Mikið er um að fólk hafí þurft að moka þök íbúðarhúsa til að koma í veg fyrir skemmdir. Fólk hefur lent í vandræðum við að komast út og að minnsta kosti tveir eldri menn þurft að hringja eftir hjálp til að moka frá dyrum húsa sinna. Þá sökk maður í snjó og festist svo hann þurfti að moka út. Flestir bílar eru á kafí og eru veifur um allt þorp sem sýna hvar þeir eru undir. Bændur hafa verið í basli með aðdrætti og að koma frá sér mjólk- inni. Það hefur verið leyst með því að snjóbíll hefur náð í mjólkina til þeirra og farið með til Isafjarðar og komið með neyslumjólk og aðr- ar vörar til baka. Einn bóndinn í Staðardal sækir vinnu á Suðureyri og hefur hann gengið daglega í og úr vinnu. Póstur kom í annað sinn í tæpar tvær vikur í gær. Þá fékk fréttaritari rúman viku- skammt af Morgunblaðinu. Ekki hefur gefið á sjó og er því lítil eða engin vinna hjá fiskverk- endum. Togarinn Elín Þorbjarnar- dóttir ÍS komst út í tvo daga, varð að koma aftur inn í fyrradag og báturinn Sigurvon og smærri bátar hafa ekki hreyft sig. Ekki hefur verið flogið hingað í þijár vikur, þar af síðustu tíu daga vegna snjóa. Vörur hafa kom- ið hingað með snjóbílnum frá ísafirði og með skipum. Sturla Súðavíkurvegur: Meiri snjór er núna á Suðureyri en árið 1983 en þá var þessi mynd tekin. Átján snjóflóð sömu nóttina Súðvíkingar létu veður og færð ekki aftra sér og héldu árlegt þorrablót Dýrafjörður: 85 sentímetra snjór mæld- ist eftir einn sólarhriner Núpi, Dýrafirði. V—^ Súðavík. MÖRG snjóflóð hafa undanfarna daga fallið á veginn á milli Súðavík- ur og ísafjarðar, Súðavíkurhlíð og Kirkjubólshlíð, og hefur vegurinn lokast nánast daglega. Á einni nóttu féllu til dæmis átján flóð á veg- inn. Ekki hafa þessi snjóflóð valdið skemmdum og ekki hafa menn lent í teljandi vandræðum þeirra vegna umfram það óhagræði sem fylgir því að komast ekki á milli staða. Mikil snjókoma hefur verið síðastliðna tíu daga. Mest var hún á föstudag og aðfaranótt laugar- dags. Snjóþyngsli hér í Súðavík eru nú nærri því jafnmikil og þegar verst lét síðastliðinn vetur og er þá mikið sagt. Þessum snjó fylgir mik- il ófærð og hafa vinnuvélar á vegum Súðavíkurhrepps ekki haft undan. Varð að fá snjóblásara frá Vega- gerð ríkisins til að moka þær götur sem mestur snjór hafði safnast saman í. Súðvíkingar létu þó ófærðina um helgina ekki aftra sér frá því að halda hið árlega þorrablot sitt enda þarf meira að ganga á til þess að menn fresti svo góðri skemmtan. Blótið fór fram sl. laugardag og sáu snjósleðaeigendur um að koma fólki á milli húsa í ófærðinni. Nokkur hraustmenni sem voru veðurteppt á ísafirði létu sig ekki muna um að koma sjóleiðis til blótsins. Þorra- blótið fór að vanda vel fram og voru heimatilbúin skemmtiatriði félaga úr Ungmennafélaginu Geisla rómuð. Rafmagnstruflanir hafa orðið nokkrar undanfarna daga en ekki valdið teljandi erfiðleikum enda búa Súðvíkingar vel hvað varaafl snert- ir. DóJó Núpi, Dýrafirði. STÖÐUG snjókoma var hér í heila viku, byijaði á mánudegi í siðustu viku. Sem dæmi um fannfergið má nefna að allt að 85 sentímetra jafnfallinn snjór mældist eftir einn sólarhring þegar mest var. Víða hefur auk þess verið hvasst og mikill skafrenningur. Allir fjallvegir hafa verið iokaðir þennan tíma og ekki heldur hreyft við snjómokstri á láglendi. Mjólk hefur safnast fyrir hjá I að fara þar um. Eina sambandið bændum þar sem mjólkurbíllinn I við Ingjaldssand nú er við bæinn hefur ekki komist til að sækja mjólkina. Þegar mjólkurlaust var orðið í þéttbýlisstöðum var Djúp- báturinn sendur af stað frá ísafírði og flutti hann einnig vistir til bænda. Kom báturinn að Gemlu- fallsbijót aðfararnótt sunnudags og óku bændurnir mjólkinni þangað í brúsum og helltu í tank um borð í skipinu. Varðskip kom einnig á mánudag með vörur til Þingeyrar. Illa hefur gefið til flugs þessa daga og var póstur farinn að hlaðast upp eftir vikuna. Lítil röskun hefur orðið á skóla- haldi á Núpi. Akstri nemenda í grunnskólann hefur verið hætt og þeim komið fyrir í og við skólann. I héraðsskólanum hefur lífið gengið sinn vanagang en farið er að ganga á matar- og olíuþirgðir. Olían sem til er dugir þó fram í næstu viku og er von til að þá hafi skapast færi á að flytja olíu til skólans frá Flateyri. Á Ingjaldssandi er ástandið verra. Þar var rafmagnslaust í þrjá daga í lok síðustu viku og símasam- andslaust hefur verið síðan á mánu- dag. Rafmagn komst á á sunnudag en þá hafði runnið út af varageym- um fyrir símann á Klofningi í Ön- undarfirði og ekki hægt að komast þar upp til að setja inn aðalrofann vegna snjóflóðahættu. Hafði al- mannavarnanefnd bannað mönnum Sæból um Loftskeytastöðina ; ísafirði. í fyrrinótt bleytti í snjónum og því var minni skafrenningur í gær. Nú er jeppafært um sveitina. Voi, er á Fagranesinu í dag til að tak; mjólk og færa vistir til fólks. Kári Jens í Kaldalóni: „Erum löngn hætt að sjá hvar við búum“ Kirlyiibæ. VIÐ erum löngu hætt að sjá hvar við búum, við bara búum í snjó. Hér hefur verið nær samfelldur ótíðarkafli í á aðra viku, rétt að- eins rofaði til um helgina, og er mikill sjór á ísafirði. Götur eru mokaðar frá morgni til kvölds alla daga en dugar hvergi nærri til því allt fyllist jafiióðum. Snjórinn nær í mitti og sums- staðar í öxl. í Holtahverfi og hæst í bænum ná skaflarnir upp á þak. Flugvöllurinn er mokaður á hveij- um degi í von um að hægt verði að fljúga. Flogið var á sunnudag en þá hafði ekki verið flogið frá því á þriðjudag. Einnig var flogið á mánudagsmorgun og átti önnur vél að koma rétt á eftir en þá var korninn svartabylur svo ekki var flogið meira þann daginn. Síðan hefur ekki verið hægt að fljúga. Flutningabílar með vörur í verslan- irnar hafa beðið á Hólmavík í viku en vegurinn yfir Steingrímsfjarðar- heiði og í ísafjarðardjúpi er ófær svo þeir komast hvergi. Eftir að Djúpbáturinn kom úr Djúpferð síðastliðinn sunnudag var hann strax um kvöldið sendur á Vestfjarðahafnir og sótti þangað 10 þúsund lítra af mjólk en mjólk- urlaust var orðið í bænurn í eina tvo daga. í gær fór hann svo í Djúpið en þá tók ekki betra við. Sortabylur var norðan Djúpsins þannig að engan veginn var viðlit að afgreiða hann í Bæjum að öðru en að ná í póst. Inni í Mjóafirði gat þó Sigmundur bóndi Sigmunds- son á Látrum komið í hann 2.500 lítrum af mjólk en liðin var vika frá þvn' hægt var að ná í mjólkina þangað. Svona er nú ástaúdið hjá Djúpveijum sem þó að öllu öðru leyti una glaðir við sitt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.