Morgunblaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1990 37 veita ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Heidi, Kolla, Sigrún, Sirrý. Þegar fregnin um sviplegt andlát Helgu Ásmundsdóttur barst okkur til eyrna stóð tíminn kyrr um stund. Spurningarnar flugu um höfuðið; hvers vegna og hver ræður því að ung kona í blóma lífsins er hrifin á brott frá ungum börnum? Spurning- ar sem þessar hafa verið uppi frá aldaöðli en engin svör hafa fengist ennþá. Líf slokknar á andartaki og óraunveruleiki tilverunnar tekur við. Mig langar í örfáum orðum að minnast frænku minnar sem við kveðjum í hinsta sinn í dag. Helga Ásmundsdóttir fæddist í Reykjavík þann 13. febrúar 1960 og var því rétt tæplega þrítug þegar hún lést á sjúkrahúsi í Kaupmanna- höfn eftir skamma legu. Foreldrar hennar eru þau Ásmundur Sigur- jónsson og Lís Ruth Siguijónsson í Reykjavík. Hún var langyngst fjög- urra systkina, einnar systur og tveggja bræðra. Það eru engar ýkjur að segja að hún hafi komið sem sólargeisli inn í líf fjölskyldunnar á Háteigsveginum. Frá upphafi og æ síðan var hún litla systirin og uppá- haldsbarnið. Bræðurnir dáðu hana og er söknuður þeirra hvað sárastur. Feður okkar voru bræður en þrátt fyrir það var samgangur á milli fjölskyldnanna fremur lítill. Eins og gengur er hver að sýsla við sitt og samverustundir með öðrum en nánustu fjölskyldu verða fáar. Hluti af skýringunni er líka sá að í þessum litla frændsystkinahópi var Helga yngst en milli hennar og hins elsta voru rúm tuttugu og sex ár. Aldursbilið milli okkar tveggja var minnst, tæp þijú ár og nutum við þess í æsku að vera litlu fiðrildin innan um stóra bræður og frændur. Það er því erfitt að sætta sig við þá staðreynd að yngsta barnið í hópnum fari fyrst. I gamla daga hittust mæður okkar einstaka sinnum, báðar með ungbörn sem þurftu umönnun. Helga og hálfsystir mín, Alda, voru nánast því jafngamlar og þegar þær lágu hjalandi hlið við hlið voru þær eins og svart og hvítt. Önnur glókollur og skjannahvít en Helga hafði þessa fallegu dökku húð, stór dökk augu og tinnusvart hár. Ég horfði á þessi litlu náttúruundur með mikilli athygli og velti fyrir mér andstæðunum. Þegar Helga var tíu ára fluttist hún með móður sinni til Danmerk- ur. Hún kom nokkrum árum síðar til baka og bjó með föður sínum í nokkur ár. Ásmundur tók við eftir- lætisbarninu sínu með mikilli gleði og vildi allt fyrir hana gera. Á þessum árum hittumst við frænkurnar oft af tilviijun á götu, skemmtistað eða kaffihúsi. Á ungl- ingsaldrinum burðast maður með alls kyns vandamál sem eru í augum hinna fullorðnu fremur léttvæg. Við bárum saman bækur okkar, oftast í gleði en stundum í sorg. Þar sem ég var eldri og taldi mig auðvitað reyndari gaf ég ráðleggingar. Að skilnaði fékk ég að launum þetta bjarta bros hennar, mjallahvítar tennurnar skinu eins og perlur og dökku augun geisluðu. Fallega barnið fullorðnaðist og tók á sig mynd fallegrar konu með bjarta framtíð. Hún eignaðist soninn Ásmund sem tók við hlut henpar í huga afans og hjá afa á nafni alltaf skjól. Seinna kynntist hún eigin- manni sínum, Leifi Stefánssyni, og eignuðust þau dótturina Hólmfríði. Síðasta minning mín um Helgu er orðin nokkuð gömui en ekki máð. Nýgift og ánægð voru þau hjónin að koma börnunum sínum fyrir í bílnum. Þau stöldruðu við í stutta stund og Helga lagði til enn eitt brosið að skilnaði. Skömmu fyrir jól átti ég langt samtal við Ásmund, föðurbróður minn. Þegar ég innti hann fregna af fólki sínu sagði hann mér dapur- lega að hann væri að missa auga- steininn sinn, Ásmund litla, úr landi því Helga og Leifur hefðu afráðið að búa um hríð í Danmörku. Afa- strákur átti ekki að fara út til for- eldra sinna fyrr en um jól og þau ætluðu með til að eyða jólunum þar. Hann bætti við að það væri bót í máli að stutt væri milli íslands og Danmerkur. Engan óraði fyrir því -að þetta yrði þeirra síðasta samvera með dótturinni og hún ætti fyrir höndum miklu lengri ferð en yfir hafið til Danmerkur. Ég votta eiginmanni, börnum, foreldrum og systkinum mína dýpstu samúð. Minningin um Helgu Ás- mundsdóttur mun lifa með okkur alla tíð. Nanný Með bros á vör og vonarglampa í augum kvöddu ungu hjónin vini og ættingja á haustdögum. Þau voru að flytja til Danmerkur, móðurlands Helgu, á kunnar slóðir. Og þau hlökkuðu til að takast á við óleyst verkefni, vinnu og nám. Þau keyptu lítið raðhús. Leifur fór um það högum höndum, lagfærði og bætti. Saman bjuggu þau nýja heimili sitt og ég veit að það hefur verið gert af þeirri alúð og smekk- vísi sem einkenndi heimili þeirra hér. En „skjótt hefur sól brugðið sumri“. Helga veiktist snögglega og þrátt fyrir góða hjúkrun og umönnun var ekkert hægt að gera henni til bjargar. Það er erfitt að sætta sig við að þessi unga og fallega kona sé ekki lengur á meðal okkar, hún sem hugsaði svo vel um litlu börnin sín. Og var svo mörgum svo mikils virði. Við höfum allt að láni. Okkur er skammtaður tími. Stundum naumur að okkur finnst. Ástvinum Helgu sendum við Þórir innilegar samúðarkveðjur. Guð gefi ykkur styrk til að finna yl minning- anna á sorgarstundum. Þóra Karitas S6í&l**U64tö£fá4Ít46tf£du*t*t&l SPORTLEIGAN V/UMFEROARMIÐSTÖÐINA SÍMAR 19800 - 13072. fer í hönd víljum við hjó SPORTLEIGUNNI kynnu hina fjölþættu þjónustu okkar SKÍÐALEIGA: Svigskíði - gönguskíði ★ SKÍÐAVÖRUVERSLUN: K2 amerísku toppskíðin og skíðobrettin, K2 skíðagallor. ALPINA skíðaskór. SAL0M0N skíðabindingar. RIESINGER vönduð og ódýr austurrísk barna- og unglinga- skíði. ELAN gönguskíði o.fl. o.fl. ★ SKÍÐAPAKKAR FRÁBÆR VERÐ ★ TÖKUM NOTAÐ UPP í NÝTT: Við tökum nýlegan og vel með farinn skíðabúnað upp í nýjan. ★ NOTAÐUR SKÍÐABÚNAÐUR: Mikið úrval af notuðum skíðabúnaði ó hagstæðu verði. ★ SKÍÐAVIÐGERÐIR OG ÞJÓNUSTA: Asetning - vaxbræðsla - kantskerping —hólfsólun skíðabotns - heilsólun. S • • AF NYSKOPUN ...önnurmeð hnausþykkum, hreinum jarðarberjasafa... ...ogsúþriðja með sex komtegundum og stcerðar ferskjubitum Mildsýrð, hnausþykk, bragðljúf holl og nœringarrík mjólkurafurð með BIOgarde®gerlum sem öllum gera gott. Spœndu í þig eina! stórum epla- og perubitum... .ÞYKKMJÓLK SPÁNNÝR SPÓNAMATUR... Ein ermeð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.