Morgunblaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRUAR 1990 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Sá hæfileiki þinn að geta lesið á milli línanna kemur þér vel í dag. Nú bjóðast þér ný tækifæri. Naut (20. apríl - 20. maí) lf% Nú er hagstætt að skrifa undir samninga. Tjáskipti þín ganga þeim mun greiðar sem samband þitt við aðra er nánara. Þú færð góð skilaboð í símtali eða bréfi. Gerðu ferðaáætlun. Tvíburar (21. maí - 20. júní) 1» Þú ert fær um að vinna erfiða manneskju á þitt band. Þér er mikill akkur í nákvæmni þinni í dag. Fjárhagshorfurnar eru bjartar. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Þér opnast nýr heimur gegnum vináttusamband. Félagslífið er þér hagstætt og samband þitt við maka eins og best verður á kosið. Ljón (23. júií - 22. ágúst) Þú virðist hafa mörg jám í eldin- um og uppskerð árangur erfíðis þíns. Nýttu þér tækifærin sem berast nú að þér skjótt. Meyja (23. ágúst - 22. september) Nú er hagstætt að byija á skap- andi verkefni. Vinur þinn færir þér heppni og þér bjóðast nýir ferðamöguleikar. Vog (23. sept. - 22. október) Nú er um að gera að ráðast í meiri háttar breytingar heima við eða fjíú-festingar af einhveiju tagi. Þér gengur einnig vel í starfi. Sporódreki (23. okt. -21. nóvember) 9(10 Þú hlýtur ávinning af því að tjá skoðanir þinar. Þér miðar vel áfram vegna ótruflaðrar einbeit- ingar. Hjón eru önnum kafin við að gera áætlanir fyrir framtíðina. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) m Þú skapar þér ný tækifæri í dag. Aukin afköst afia þér aukinna tekna. Samtal færir þér heim sanninn um að fjárhagshorfur þinar eru góðar. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Leiðtogahæfileikar þinir njóta sín vel og það er hlustað á hvað þú hefur fram að færa. Þú hlýtur ómælda ánægju af frístundag- amni þínu og samvistum við börn- in þín. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Heppnin er með þér í dag. Farðu samt að öllu með gát. Þú ert að koma reiðu á heimilishaldið eða losa þig við einhvað sem ógert hefur verið heima við. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) ’S+t Þú hefur gleði af tómstunda- starfi í dag. Kvöldið er sniðið til vinafagnaðar. AFMÆLISBARNIÐ er sjálfstæð- ur einstaklingur sem treystir á sjálfan sig. Þar sem það er fjöl- hæft og á margs konar hugðar- efni er sú hætta yfirvofandi að kraftar þess dreifist um of. Því lætur best að fara eigin leiðir í hveiju sem það tekur sér fyrir hendur, en getur þvf aðeins gert sér glögga grein fyrir getu sinni að það leggi hart að sér. Ritstörf eða ræðumennska kunna að laða það til sm sem starfsvettvangur, þó að tjáningarhæfileikar þess teljist einnig verðmætir í viðskipt- um og leiklist. Stjörnuspána á aó lesa sem dœgradv'ól. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vtsindalegra staðreynda. TOMMI OG JENNI GRETTIR SMÁFÓLK Ég heyri undarleg öskur í fjarska ... best fyrir okkur að róa lífróður! 9-/1 I HEAR A STRAN6E R0ARIN6INTHE DISTANCE.. UJE'P BETTER PAPPLE LIKE MAP! y yi-/v— // u*-/ />v. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Illmögulegt er að spila vörn af viti án þess að nota köll og lengdarmörkun þegar mikið liggur við. Tekjur vamarinnar í slögum mældar aukast stórlega þegar slíkar samskiptareglur eru viðhafðar, en útgjöldin eru líka nokkur, því stundum vísa regl- umar sagnhafa á réttu leiðina í úrspilinu. Suður gefur; AV á hættu. Norður ♦ 7 V432 ♦ KD105 ♦ 75432 Vestur Austur ♦ 82 ♦ G654 VÁKG106 ▼ D975 ♦ G973 ♦ 82 ♦ D10 ♦ K98 Suður ♦ ÁKD1093 ▼ 8 ♦ Á64 ♦ ÁG6 Vestur Norður Austur Suður — — — 1 spaði Pass 1 grand Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Útspil: hjartaás. Vestur spilar hjartakóng í öðrum slag, sem suður trompar og spilar strax tígli að blindum. Sem er snjöll spilamennska, því hann er að fiska eftir talningu í litnum. Frá bæjardyrum aust- urs og vestur getur makker átt tígulásinn, en þá er nauðsynlegt að sýna lengd. Sagnhafi getur því treyst talningunni fullkom- lega. Miðað við einn tapslag á tromp veltur samningurinn á tígulíferðinni, svo hér er greini- lega mikið í húfi. Spil eins og þetta vekur upp spurninguna: er hægt að senda boð yfir til makkers án þess að sagnhafi skilji þau? Og það virð- ist vera hægt, a.m.k. í sumum stöðum. Þá eru notuð svokölluð læst boðkerfi. Lykillinn að merk- ingunni er annar litur, sem vörn- in veit hvemig skiptist, en sagn- hafí ekki. í þessu tilfelli veit vörnin allt um hjartalitinn strax í öðmm slag. Sagnhafi veit hins vegar ekki hvemig hann skipt- ist. f slíkum tilfellum getur vörn- in fylgt breytilegum reglum. Til dæmis þannig: Eigi sá sem spil- aði út jafna tölu í lykillitnum (hjarta), þá sýnir hátt-lágt jafna tölu, en annars staka. Þessi skemmtilega hugmynd hefur verið til umræðu í allmörg ár, en fáir spilarar hafa tileinkað sér hana í reynd. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson í hollensku deildakeppninni í vetur kom þessi staða ilþp í skák þeirra Visser (2.335), sem hafði hvítt og átti leik, og alþjóðlega meistarans Riemersma (2.360). Svartur lék síðast 24. — Bc8-d7? • b c 0 • f q h 25. Hxe6+! og svartur gafst upp, því eftir 25. — fxe6 26. Bh5+ — Kf8 27. Dd7 er hann óveijandi mát.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.