Morgunblaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1990 45 ENDEMI Fall er fararheill Melinda Gillies var kjörin ungfrú Kanada árið 1988 og hafði hún alveg hreint sérstaka ástæðu til að fagna kjörinu inni- lega. Hún var afar fallegt barn, en þegar hún var aðeins tveggja ára varð hún fyrir hroðalegu slysi. Stálbiti mikill skall í andlit hennar með þeim afleiðingum, að nef og bæði kinnbein mölbrotnuðu, það flísaðist úr kjálka og djúpur skurð- ur lá þvert yfir mitt andlit hennar. Hún gekkst undir margar skurðað- gerðir þar sem læknar reyndu af öllum mætti að púsla saman bein- brotunum og það var strembin vinna. Þeir gerðu hvað þeir gátu, en sögðu svo foreldrum Melindu, að ekki væri hægt að ljúka lýta- lækningunum fyrr en hún væri fullvaxin og miðað við tæknina sem þá var fyrir hendi benti allt til þess að hún myndi alla tíð bera merki slyssins og alla æsku sína mátti hún bera hrikalegt ör þvert yfir andlitið. Æska. hennar var fyrir vikið gleðisnauð, því að eftir því sem hún segir sjálf, leið ekki sá dagur að einhver hreytti ekki út úr sér Melinda Gillies orðin ungfrú Kanada 1988. ónotum um útlit hennar. Skóla- gangan varð píslarganga vegna þessa og hún fékk viðurnefnið „scarface" eða örfés. Kannski vegna þessa alls þá leyfði hún sér láta sig dreyma um að einhvern tímann myndi hún verða fegurðar- drottning. Á meðan að barnið óx úr grasi fleygði tækninni fram og þegar Melinda var tvítug ákvað hún að bíða ekki lengur, hún gekkst undir nokkrar sársaukafull- ar aðgerðir, en þegar upp var stað- ið bar hún engin merki slyssins forðum daga. Hún skráði sig í for- keppni fyrir keppnina um „Ungfrú Kanada“. Komst í lokakeppnina og sigraði! Nú vonar Melinda inni- lega að saga sín geti orðið öðrum til eftirbreytni. Hún sé dæmi um að menn verði að viðhalda vilja- styrk og hugrekki, .því ekki þurfi endilega að vera öll nótt úti þ.ótt á móti blási um tíma. Sýningareldhús Við rýmum fyrir nýjum vörum og seljum sýnishorn úr sýningarsal með miklum afslætti. Allt í eldhúsið frá BOSCH H JÚHANN ÚLAFSSON & CO. HF. Fallegar vörur Gott verð 20% AFSUHUR Á VÖRUM SEM ERU EKKI Á ÚTSÖLUNNI!!! Sérverslun fyrir herra AUSTURSTRÆTI 22, SÍMI 22925 Austurstræti 22, sími 22925. KARNABÆR LAUGAVEGI 66 - SÍMI 22950 43 Sundaborg 13 -104 Reykjavik - Slmi 688588 HJÁ OKKUR FÆRÐU NÝSTÁRLEGA HLUTI ★ Slökunartónlistáspólum.m.a. vinsælar spólur eins og: SilverWings, M. Rowland Rairy Ring, M. Rowland BrighterSide, M. Rowland Solace, M. Rowland Titania, M. Rowland Tranquility, D. Sun Serenety, D. Sun og margárfleiri. ★ Hálsmen með stjörnumerkjum eins og þau eru í himinhvolfinu. ★ MargargerðirTarotspila ★ Orkusteinarogkristallaríúrvali ★ Pendúlar, plaköt, reykelsi Við höfum í umboðssölu stjörnukort eftir Gunnlaug Guðmundsson stjörnuspeking: ★ PERSÓNULÝSING ★ FRAMTÍÐARKORT ★ SAMSKIPTAKORT Afgreidd á meðan beðið er eða send í póstkröfu. Pantanasímar: (91) 62 33 36 og 62 62 65 Mondial armbandid er áhrifamikið skart fyrir plúsjjog mínusorku líkamans Tvær milljónir Evrópubúa nota nú Mondial daglega. Virkni MONDIALarmbandsinsfelst í pólunum sem eru hlaðnir 6 milli- volta spennu.og talið er að hafi áhrif á plús- og mínusorku líkamans í átt til jaf nvægis og eykur þannig vellíðan. Fjöldi fólks hérlendis og erlendis lofar áhrif þess, sérstaklega varðandi streitu og svefnleysi. Armbandið er fallegt skart, bæði fyrir konur og karla. MONDIAL er framleitt í þremur útlitsgerðum: (fyrsta lagi silfurhúðað, i öðru lagi silfurhúðað með 18k gullhúðuðum pólum og i þriðja lagi með 18k gullhúð. Varist eftirlíkingar. Fæst aðeins hjó okkur. Greiðslukortaþjónusta. beuRJÍi|i Laugavegi 66, símar 91 -623336 og 626265.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.