Morgunblaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRUAR 1990 49 ■ áí VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS uuuutu^MáaLM, VEGGTENNIS Skemmtileg ílirðtt sem ailir hata gaman at. V Stimpil á lambakjötið Til Velvakanda. Fyrir skömmu skrifaði einhver í Velvakanda og vakti athygli á að- merkinjgum á matvörum sé ábóta- vant. Eg tel að mikil framför hafí orðið í þessum málum síðustu árin og hafa flestir framleiðendur brugð- ist vel við kröfum neytenda. Með einni undantekningu þó og það eru kjötvörunar. Ekki hef ég heyrt neina skýringu á þeirri leynd sem virðist hvíla yfir aldri lamba- kjötsins til dæmis. Þó maður kaupi Kæri Velvakandi. Ég vitna í athyglisverða forustu- grein í Morgunblaðinu fimmtudag- inn 25. janúar, varðandi ástandið í Austur-Evrópu og Sovétríkin.^ I greininni var varpað fram þeirri hugmynd að jafnvel landamæri þyrftu að breytast til þess að þjóð- emisjafnvægi kæmist á. En í þess- um tilfellum verður að stiga skrefið til fulls. Til dæmis þyrftu landa- mæri ■ Sovétríkjanna, Tyrklands, Sýrlands, Iraks og Irans að breyt- ast til þess að ýmsar þjóðir gætu sameinast. En það verður einnig að íhuga það í heilum skrokkum er ekki hægt að sjá hve gamalt það er. Ég vil hvetja til þess að allir lamba- skrokkar séu stimplaðir með ártali þess árs sem slátrun fer fram. Og þetta ætti reyndar að eiga við um allt kjöt, að það ætti að vera hægt að ganga úr skugga um hversu gamalt það er. Ekki getur þetta kostað mikið en það væri mikil trygging fyrir neytandur. Húsmóðir breytingar í Vestur-Evrópu. Til dæmis sameiningu Þýskalands, sameiningu írlands, að Gibraltar verði skilað aftur til Spánar, fullt sjálfstæði Skotlands, Vels, írlands, Englands, Færeyja og Grænlands. Og fleiru má breyta í Evrópu. Það eru nýjar tíðir gengnar í garð og haldið verður áfram með uppbygg- ingu nýju Evrópu. Það mun að vísu valda mörgum áhyggjum en þróun- in er óstöðvandi og mun ekki stöðv- ast fyrr en þjóðernisjafnvægi er komið á um gervalla Évrópu. Vilhjálmur Alfreðsson Klaufar við kassa Til Velvakanda. Mér finnst gaman að fara í búðir og velja mér vaming. Þegar ég var ung lærði ég margföldunartöfluna eins og þá þótti sjálfsagt. Gamanið kárnar þegar að svokölluðum kassa kemur. Þá þarf maður að setja sig í stellingar og fylgjast vel með. Mér var kennt að bæta núlli aftan við tölu, þegar margfaldað er með 10. í dag slá klaufarnir við kassann tiu sinnum sömu tölu á kassavélina. Maður þarf alltaf að vera á verði. Tvisvar hefur það komið fyrir í vetur að átt hefur að snuða mig við kass- ana um kr. 2000,- tvö þúsund — en ég er vör um mig og læt ekki „trekkja mig upp“ þó að ég sé kven- maður. Gætið vel að Visa-kortinu, oft þarf maður að ganga eftir því að fá það til baka. Hjá opinberri stofnun skellti karl- remba, sem ekki gat útskýrt fyrir mér bréf frá stofnuninni, á mig tól- inu. Astæðan var sú að ég sagðist telja mig vera með fullu viti. „Ja, ekki má nú mikið í Miðengi". Mér finnst eftirtektarvert að víða er talað við okkur eldri borgara eins og við séum ekki lengur með fullu viti. Ég held þvert á móti að við tölum betra mál og séum færari í reikningi, heldur en fólk það; sem þannig meðhöndlar okkur. Ég er sammála Birni S. Lárussyni, sem er með eftirtektarverða þætti í útvarp- inu „Neytendapunkta", að það þora ekki allir að leiðrétta eða kvarta. Að lokum til allra þeirra, sem setja sig á háan hest gagnvart þeim sem eldri eiu: Þó þú berir fínni flík og fleiri í vösum lykla okkar verður iestin lík lokadaginn mikla. (Gísli Ólafsson 1885-1967.) Halldóra Til „Aróþ“ Þér er velkomið að koma við á rit- stjórn Morgunblaðsins og fá ljóð þitt afhent eða hafa samband við Jónu Ágvstu vegna þess. NÝ EVRÓPA ATH! Skólaafsláttur á tímabilinu 13.15-17.00 alla virka daga 9.30-16.00 laugardaga. Aðeins 250 kr. á mann SIEMENS Ódýr örbylgjuofn! HF1102 • Stiglaus stilling á örbylgjustyrk upp í 500 W. • Tímarofi með hámarkstíma 30 mín. • Tekur 14,5 lítra. ✓ • Isl. leiðarvísir og matreiðslubók. • Almennt verð: 20.300,- kr. Staðgreiðsluverð: 19.285,- kr. SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • SlMI 28300 FATASKÁPUR ER NAUÐSTN Þess vegna eignm við landsins mesta úrval af fataskápnm, sem eru ódýrir, fallegir og auðveldir í uppsetningu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.