Morgunblaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 52
k/y FLUGLEIDIR Kaffipokar FIMMTUDAGUR 1. FEBRUAR 1990 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. Rætt um að g’efa 600 tonn af kinda- kjöti til Rúmeníu VERIÐ er að kanna möguleika á því að senda um 600 tonn af kindakjöti til Rúmeníu, sem yrði gjöf íslensku þjóðarinnar til Rúm- ena. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er um að ræða 500 tonn af kjötbirgðum af framleiðslu ársins 1988 og 100 tonn frá 1989, samtals að verðmæti um 300 milljónir króna. Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra sagði í samtali við Morgun- blaðið að viðskiptaráðuneytið hefði látið kanna hvort hægt væri að fínna leið til þess að koma kinda- kjöti til Rúmeníu þar sem þörf ri fyrir það, fremur en að láta ð veltast um í geymslum hér á landi með tilheyrandi kostnaði og án þess að nokkur hefði gagn af því. „Þarna er um að ræða ágætis mat sem ekkert er að, en hann er auðvitað ekki sami veislumatur- inn og hann var á meðan kjötið var yngra. Við vitum af því að bæði hefur verið um fata- og matvælaaðstoð að ræða frá ýms- um löndum til Rúmeníu, og þess vegna kviknaði þessi hugmynd í viðskiptaráðuneytinu. Þetta mál er á athugunarstigi og höfum við meðal annars verið að kanna hvort hægt sé að fá stuðning við flutn- ing á kjötinu til Rúmeníu." Um síðustu áramót voru birgðir af kindakjötsframleiðslu haustsins 1988 um 640 tonn, og eru litlar líkur taldar á að þær seljist. Kjö- tið er í eigu kaupfélaganna, en viðskiptaráðuneytið ber ábyrgð á niðurgreiðslum, vaxta- og geymslugjöldum vegna birgðanna. Samþykki landbúnaðarráðuneytið útflutning á kjötinu greiðir það niðurgreitt heildsöluverð kjötsins. Tólk á Flateyri selflutt heim með snjóbílnum Flateyri. ÍBÚAR þeirra húsa við Ólafstún sem rýmd voru vegna snjóflóða- hættu síðastliðinn fimmtudag fluttu heim í gær. Alls höfðu um 30 manns úr níu húsum þurft að búa þjá vinum og vandamönnum í tæpa viku. Fólkið var selflutt heim með snjóbílnum vegna ófærðar. Heimflutningurinn var heimil- "Sður eftir fund almannavama- nefndarinnar um miðjan dag. Tal- ið er að snjóflóðahættan sé liðin hjá. Vegurinn að Sólbakkabæjun- um innan við Flateyri er þó enn lokaður vegna hættu á að snjóflóð falli þar. Hægt er að fara aðra leið að bæjunum. Mjög vont veður var á Vest- fjörðum í gærkvöldi á ellefta tímanum varð ísafjörður síma- sambandslaus. Magnea Sjá fréttir af fannferginu á Vestfjörðum á miðopnu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Götuvitar baðaðir Starfsmenn gatnadeildar Reykjavíkurborgar kepptust í gær við að hreinsa seltu, tjöru og skít, sem sest hefur á götuvita í borginni að undanförnu. Að sögn Sigurðar Skarphéðinssonar aðstoðargatnamála- stjóra, er ekki vanþörf á slíkri hreinsun í skammdeginu og er hvert tækifæri gripið þegar veður leyfir. Útlit fyrir verðlækk- un gasolíu VERÐ á gasolíu hefúr lækkað verulega frá byrjun árs á mark- aðnum í Rotterdam. Hæst fór verðið i rúma 240 dollara tonnið, en fór niður fyrir 170 dollara á mánudag. Verð á gasolíu, sem nú er seld hér, miðast við innkaups- verð á 204 dollara og er 15,90 krónur á lítra. Haldist verð áfram lágt er verðlækkun líkleg þann fyrsta marz næstkomandi. Verð á gasolíu til fiskiskipa hefur þegar lækkað erlendis, enda tengist það mun beinna hræringum á Rott- erdammarkaðnum en hér á landi. Þannig fékk fiskiskip, sem landaði í Bretlandi á þriðjudag, gasolíulítrann á 9,40 krónur. Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóri LÍU, segir að þessi mikli verðmunur ýti ennfrekar undir siglingar íslenzkra fiskiskipa með afla, en hátt verð á ísfiski ytra um þessar mundir hefur verið hvetj- andi til siglinga. Bjarni Bjarnason, markaðsstjóri hjá Olíufélaginu hf., segir að engar verðbreytingar verði á gasolíu um þessi mánaðamót, en vænta megi lækkunar fyrsta marz, haldist verð þá enn lágt í Rotterdam. Nú er mið- að við innkaupsverð á olíu upp á 204 dollara tonnið, en í upphafí árs voru keyptir inn farmar á hærra verði. í byrjun þessa mánaðar lesta skip olíu ytra og verður hún þá væntanlega á lægra verði. Bjarni segir að það vegi upp á móti innkaupsverði í janúar, sem hafi verið hærra en viðmiðunar- verðið. Reyna átti að ljúka gerð nýrra fcjarasamninga ínótt REYNA átti í nótt að ljúka nýjum kjarasamningum á almennum vinnumarkaði og allt eins víst að samningafúndur stæði fram á dag. Aðeins var gert stutt matarhlé á fúndi Alþýðusambands íslands með vinnuveitendum í húsnæði ríkissáttasemjara við Borgartún og stóra samninganeftid ASI kom saman til fúndar klukkan ellefú í Nýja akstursbrautin á Keflavíkurflugvelli: Hugsanlegt að flytja inn grjót frá útlöndum ÚTBOÐSGÖGNUM vegna lagningar akstursbrautar flugvéla á Keflavíkurflugvelli hefúr verið breytt, þannig að gerðar eru auknar kröfúr um gæði steinefnanna sem notuð verða í malbikið, miðað við þær kröfúr sem tiðkast hafa fram til þessa. Að sögn Priðþórs Eydal upplýsingafulltrúa Varnarliðsins munu þessar auknu gæða- kröfúr gilda framvegis um alla malbikun á vegum Varnarliðsins. Islenskir aðalverktakar reyna nú að finna annars staðar hentugt grjót í malbikið sem leggja þarf á næsta ári, en það hefúr til þessa verið tekið í Stapafelli, og að sögn Andrésar Andréssonar yfirverk- fræðings gæti þurft að sækja það til útlanda. Friðþór Eydal segir að steinefni úr Stapafelli séu ekki lengur talin fullnægjandi, því hafi útboðsgögn- um verið breytt þannig, að verk- taki útvegi sterkara steinefni í malbikið á akstursbrautina. Fram- vegis þarf steinefni í öllu malbiki, sem lagt er á vegum Varnarliðsins, að uppfylla strangari gæðakröfur. Andrés Andrésson segir að gæð- um sé einkum ábótavant hvað varð- ar grófari steinefnin sem notuð eru í malbikið. Því valdi vatnsdrægni gijótsins, sem verður til þess að það þolir ekki nægilega'vel um- hleypinga í veðurfari og sé talið molna of fijótt af þeim sökum. Aðalverktakar leita nú að betra grjóti og segir Andrés að engar kröfur hafi verið settar um hvar það .skuli taka, aðeins að það upp- fylli kröfur ákveðinna gæðastaðla. Hann segir að vafalaust finnist rétta gijótið hér á landi, en spurn- ing geti verið um hvort hagkvæmt muni reynast að sækja það. Því gæti allt eins farið svo að sækja þurfi það til útlanda. Andrés segir það hafa gerst áður, nefnir sem dæmi að útlent gijót hafi verið notað í malbikið á Reykjanesbraut milli Hafnarijarðar og Breiðholts. gærkveldi. BSRB fúndaði með Launaneftid sveitarfélaga og samninganefnd ríkisins í Rúg- brauðsgerðinni, eftir að forsvars- menn samtakanna höfðu gengið á fúnd rikisstjórnarinnar klukkan hálf sjö og fengið viðunandi svör við kröfúm um lækkun raunvaxta, úrbætur í húsnæðismálum fatl- aðra og úrbætur í málefnum laus- ráðinna starfsmanna. Einar Oddur Kristjánsson, for- maður VSÍ, sagðist um miðnættið telja að þetta yrði lokalotan í samn- ingaviðræðunum, það þyrfti eitthvað mjög óvænt að gerast til að það breyttist. „Báðir aðilar eru ákveðnir í að keyra þetta áfram eins hratt og þeir mögulega geta,“ sagði hann. „Ég met það svo að við séum komnir að lokum þessarar samninga- gerðar, en vissulega eru margir hlut- ir enn ófrágengnir, sem kosta vinnu,“ sagði Karl Steinar Guðnason, vara- formaður Verkamannasambands ís- lands. „Ég býst við að við verðum hér í alla nótt og vonir rnínar standa til þess að við getum náð saman um samningagerð á þessum sólarhring, ef ekki kemur eitthvað óvænt upp.“ Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, sagði um 'miðnættið að ef ekkert óvænt gerðist þá teldi hann líklegt að hægt yrði að ganga frá þessum málum í dag, fímmtudag. Skömmu fyrir miðnætti lá loks fyrir endanlegt orðalag yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamn- inganna. Samkomulag tókst við Stéttasamband bænda í gær um að þeir gæfu eftir launahækkanir á þessu ári til að halda búvöruverði óbreyttu, en í samkomulaginu er gert ráð fyrir tryggingum varðandi verðlagshækkanir, eins og eru í drög- um að væntanlegum kjarasamningi. Þrátt fyrir að drög að kjarasamn- ingi liggi fyrir var enn eftir að ná samkomulagi um ýmis atriði, svo sem um sérstakar launauppbætur til hinna lægstlaunuðu og orlofs- og desemberuppbót, auk þess sem ýmis atriði geta komið upp við frágang samninga. Þá átti einnig eftir að ræða hugmyndir sem fram höfðu komið um hvernig standa beri að afgreiðslu samninga í félögunum verði þeir að veruleika. Sleipnir, félag langferðabílstjóra, frestaði í gærkvöldi fjögurra daga verkfalli félagsins sem hefjast átti á miðnætti. Maður féll fímm metra VINNUSLYS varð hjá Sorpeyðing- arstöð Suðurnesja um miðjan dag í gær, er maður féll fimm metra og lenti á járnbita. Að sögn lögreglunnar í Keflavík, er talið að um alvarlegt slys hafi verið að ræða. Var maðurinn fluttur til rannsókna á slysadeild.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.