Morgunblaðið - 10.02.1990, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1990
15
Vegna heyrnarlausra
eftirBraga
Asgeirsson
í haust sem leið var í fyrsta
skipti og með ým§u móti minnt á
aiþjóðlegan dag heyrnarlausra.
Dagurinn þótti heppnast vel óg vera
málefnum þessa minnihlutahóps til
framdráttar hérlendis og veitti ekki
af. _
Ýmsir væntu þess, að ég myndi
skrifa um þennan dag, en vegna
mikilla anna tókst mér það ekki í
tíma þrátt fyrir góðan vilja, hver
sýningin rak aðra, sem skrifa
þurfti um og ég að auki á kafi í
öðrum störfum.
En í dag, laugardaginn 10. febrú-
ar, er Félag heyrnarlausra 30 ára
og er þess minnst á ýmsan hátt og
þess einnig að vænta, að athygli
manna beinist að því dugmikla
fólki, sem verið hefur í forustu í
baráttu fyrir mannréttindum þessa
fólks.
í því tilefni vil ég í stuttu máli
minna á stöðu heymarlausra í þjóð-
félaginu, en það gengur dæmalaust
seint að ná fram ýmsum mikilvæg-
um áföngum, sem hafa verið taldir
sjálfsagðir erlendis um langt skeið.
Þegar komið er til móts við þetta
fólk með lágmarks þjónustu, sem
viðhöfð er víða um heim, er það
líkast því sem að þá séu menn að
gefa því eitthvað af mikilli rausn
sinni og vænta þakklætis og lófa-
klapps fyrir. Ég vísa til þess, er
Stöð tvö tilkynnti það á degi heyrn-
arlausra, að hún myndi framvegis
senda út sérstakar myndaðar frétt-
ir fyrir heyrnarlausa einu sinni í
viku.
Þetta hefur verið gert í ná-
grannalöndum okkar um árabil og
þykir ekki tiltökumál, eiginlega
hrein og bein mannréttindi, enda
eru slíkir einnig áhorfendur sjón-
varps, sem er að auki eini Ijósvaka-
miðillinn sem þeir skiljanlega fá
notið.
Rétt er að geta þess að Stöð tvö,
flytur fréttirnar á hárréttan hátt,
þ.e. sýnir atburðina gerast á skján-
um um leið og táknmálið kemur
fram í einu horninu. Ekki er nóg
að búa til sjónrænt útvarp svo sem
á Stöð eitt. Veröld hins heyrnar-
lausa er nefnilega fyrst og fremst
sjónheimurinn. Og þar sem fyrsta
mikilvsega skrefíð hefur verið tékið,
þá mætti kannski varpa þeirri
spurningu fram, hve mörg íslenzk
leikrit hafi verið textuð fyrir þá
heyrnarlausu og heyrnarskertu —
og hve margar íslenzkar kvikmynd-
ir eða mikilvæg viðtöl og skemmti-
þættir. Svarið liggur hér að því er
ég best veit á kláru núlli.
Þetta er ekki óalgengt erlendis
og er þá kannski bæði notast við
texta og táknmál eða annað
tveggja.
Og þegar tekið er tillit til þess,
hve þetta kostar lítið, fyrir utan
nokkurt framtak þá hljóta menn
að falla í stafi.
Hvernig væri líka að sýna það
oftar á töflu hvernig kappleikir
standa í íþróttum? Þar þarf bókstaf-
lega ekkert annað til en ofurlitla
tillitssemi!
Og hvemig væri t.d. að texta
íslenzkar kvikmyndir til leigu fyrir
þennan hóp og hafa til sölu í ákveð-
inni myndbandaleigu miðsvæðis?
Halda má hér lengi áfram, því hér
er hægt að gera svo margt, svo
ótal margt og þá fyrst og fremst
með því að beita dálítilli hug-
kvæmni.
— Það liggur og ljóst fyrir, að
sú tækni, sem heimurinn ræður
yfír í dag, gerir líf hins heymar-
lausa mun léttbærara en áður, og
sú tækni, sem er á næstu grösum,
mun enn frekar losa um einangrun
þeirra og einnig eyða fordómum.
Jafnframt mun hún auka möguleika
þeirra til náms og þá um leið að
gerast virkari borgarar og taka
meiri þátt í þjóðmálum.
Alls konar mikilvæg smáatriði
hversdagsleikans, sem hinn heyr-
andi tekur varla eftir, en var mikil
hindrun hinum heyrnarlausa og
heyrnarskerta, eru nú svo til úr
sögunni og hverfa senn, t.d. eru
þeir með sérhannaða síma, sérhann-
aðar dyrabjöllur, sérhannaðar vekj-
araklukkur og allt slíkt gerir þá
sjálfstæðari og óháðari umhverfi
sínu en áður. Erlendis eru jafnvel
heymarlausir, er fljúga einkaflug-
vélum.
í framtíðinni steypast svo hreint
yfir alla, jafnt heyrandi sem heym-
arlausa, hvers konar möguleikar
til aukinnar samskipta- og tjámiðl-
unar í gegnum tölvur, myndbönd
o.fl. o.fl.
Mögulegt er að kenna táknmái í
gegnum myndbönd, kenna fólki að
tala rétt við heyrnarlausa, sem lesa
af vörunum, þótt slíkt vefjist sem
betur fer ekki fyrir ýmsum. Það
að tala skýrt og eðlilega er nefni-
lega ekki öllum gefið, þótt heyrnin
sé í lagi.
Þá ætti að vera mögulegt að
kenna heymarlausum varamál í
gegnum myndbönd, þjálfa þá á
ýmsan hátt, jafnvel kenna þeim að
nema útlend mál af varalestri og
það opnaði ótakmarkaða mögu-
leika.
Menn skulu sérstaklega athuga
eitt og það er, að iangflestir heyrn-
arlausir eru á allan hátt fullkomlega
eðlilegir og heilbrigðir fyrir utan
það mein sem gerir það að verkum,
Einn heimur — sameiginleg
ábyrgð.
„Þegar komið er til
móts við þetta fólk með
lágmarks þjónustu, sem
viðhöfð er víða um
heim, er það líkast því
sem að þá séu menn að
gefa því eitthvað af
mikilli rausn sinni og
vænta þakklætis og lóf-
aklapps fyrir.“
að hljóð berast ekki rétta boðleið
til heilans. Þeir eru þannig gæddir
sömu hæfileikum til náms ogþroska
og aðrir, svo fremi sem þeir fái
skilyrði til jafns við þá.
Það hlýtur að hafa verið sárt
fyrir marga að gera sér þessar
staðreyndir ljósar, en ná ekki að
þróa hæfileika sína né njóta þeirra
fyrir skilningsleysi umheimsins og
fordóma.
Það sem er þannig mál málanna
er að búa heyrnarlausum og heyrn-
arskertum skilyrði til þroska og
auðvelda þeim á allan hátt að verða
sér úti um hin ýmsu hjálpartæki
— þeir eiga sem minnst að þurfa
að borga fyrir það, sem öðrum er
gefið ókeypis af skaparanum og
siðblinda væri af þjóðfélaginu að
leggja nokkra tegund af opinberum
gjöldum á slíkt.
En svo vil ég líka minna á eitt
og það er, að það sem við nefnum
móðurmál, er hugsað mál, talað
mál og ritað mál. Mál feðra okkar
og mæðra, áa og afa. Ekki er hægt
að búa til sérstakt móðurmál fyrir
minnihlutahópa innan málsvæðis-
ins, nema að það gangi í erfðir.
Það gerir táknmál sem betur fer
ekki að því leyti, að heymarleysi
er sjaldnast arfgengt, en hitt er
annað mál, að táknmál er mikil-
vægt samskiptatæki öllum þeim,
sem þurfa á því að halda og aðal-
mál þeirra sín á milli. En það má
síður verða til að gera vægi vara-
málsins minna eða t.d. hins ritaða
máls og auk þess er hætta á því
að hugtakið „móðurmál" skiljist þá
ekki rétt af hinum heyrnarlausa.
Að skilja hugtök rétt og tala og
rita rétt mál hefur verið stærsti
þröskuldurinn á vegi hinna heyrnar-
lausu, en einnig hann mun verða
yfirstiginn með réttri beitingu ný-
tækninnar.
Það skiptir alla þegna þjóðfélags-
ins mestu máli að vera til, nýta og
þroska hæfileika sína og geta borið
höfuðið hátt í lífi hér og þá einnig
hinn heyrnarlausa.
Þess skal og einkum minnst á
nefndum tímamótum.
Höfundur er myndlistarmadur.
• •
Mörg hundruö bókatitlar á einstöku verði bjóöast nú á
bókamarkaði Vöku-Helgafelis í forlagsversluninni að
Síðumúla 29 í Reykjavík.
Hér gefst einstakt tækifæri til jiess að bæta eigulegum
verkum í bókasafn heimilisins - bókum af öllum gerðum við
allra hæfi.
Bókamarkaður Vöku-Helgafeils stendur til 20. febrúar
næstkomandi. Margar bókanna eru til í takmörkuðu
upplagi og j)ví best að drífa sig sem fyrst!
HELGAFELL
úfyájfe'
Síðumúla 29 • Sími 688 300.
z afckílhnt
OmULEG a
MRfíLUhhlX
Dæmi um nohkur sértilboð
á bóhamarkaðnum:
Blindálfar-skáidsaga eftir Pál H. Jónsson...
liðui'inn - Ijóðabók eflir Þorstein Erlingsson .
lfyiniýramaður- Jón Ólafsson,
Gils Guðmundsson skráði.....................
Drykkiriiðallrahæfí-litprcntuð handbók......
Lifsháski í lijónadal - spcnnusaga eftir Ken Follett
L>sfeinni cldlmunni-VilhjálmurHjálmarsson...... 1.679,-
Kver með útlendum kvæðunt - Jón Helgason þýddi
Venjuiegt Tilboðs- Af-
verð verð Slállur
1.890,- 95,* 95%
1.990,- 295,- 88%
1.978,- 295,- 85%
2.286,- 495,- 78%
1.673,- 295,- 82%
1.679,- 295,- 82%
983,- 95,- 90%