Morgunblaðið - 18.02.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.02.1990, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C 41. tbl. 77. árg. SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1990 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Palous Radim, rektor Karlsháskólans í Prag: Þurfum nýjar bækur, kennara og stúdenta „VIÐ þurfum nýjar bækur, nýja prófess- ora og nýja stúdenta," sagði Palous Rad- im, fyrrverandi andófsmaður og nýskipað- ur rektor Karlsháskólans í Prag, í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Radim er einn fjögurra háskólarektora í fylgdarliði Vaclavs Havels Tékkóslóvakíuforseta. Hann undirritaði mannréttindaskrána Charta 77 árið 1977 og var nokkrum dög- um síðar rekinn frá háskólanum, þar sem hann gegndi prófessorsembætti. I mörg ár eftir það var hann virkur andófsmaður. „Ég starfaði með ólöglegum menning- arsamtökum, skrifaði blöð og bækur og birti greinar í Samizdat [tímariti andófs- manna] og í erlendum blöðuin," sagði Radim. „Byltingin í nóvember olli þátta- skilum í lífi mínu, eins og annarra andófe- manna. Við sjáum nú fram á pólitiskar breytingar. Verkefni mitt í embætti rekt- ors verður að breyta anda háskólans. Hugmyndafræðileg kúgun síðastliðinna fjörutíu ára hefúr sett mark sitt á hann.“ Karlsháskóiinn er eitt elzta menntaset- ur í Evrópu, stofnaður af Karli IV. keisara árið 1348. Radim sagði að skólanum hefði hnignað mjög á valdatíma kommúnista í Tékkóslóvakíu. „Margir prófessorar voru ráðnir vegna pólitiskra skoðana. í ýmsum greinum, til dæmis heimspeki og sögu, er kennslan nú mjög léleg. Markmið okk- ar er að koma háskólanum aftur á bekk með menntasetrum Evrópu.“ Játa ósigur sinn í vodkastríðinu Moskvu. Reuter. „Bindindisherferð- ir koma og fara en vodkað blífur,“ sagði ungur Moskvubúi með sína pyttluna í hvorum vasa þeg- ar yfirvöld höfðu játað ósigur sinn í vodkastríðinu. Þegar Gorbatsjov komst til valda þótti honum vodkaneyslan eitt versta böl landsmanna sem ylli lítilli framleiðni. Opnunartími vínbúða var styttur, dregið úr framleiðslu og verð hækkað. Herferð- in mætti mikilli andspyrnu, langar raðir mynduðust þar sem áfengið var selt, syk- ur til heimabruggs seldist upp og tekjur ríkisins minnkuðu verulega. Reglum bef- ur nú verið breytt á þann veg að ekki hefúr verið jafn auðvelt að komast yfir áfengi síðan á dögum Jósefe Stalíns. , iviorgunoiaoio/KAA Vaclav Havel, forseti Tékkóslóvakíu, ræðir við Vigdísi Finnbogadóttur, forseta Islands, við komu sína til landsins í gær. Tekið var á móti forsetanum í flugstöð Leifs Eiríkssonar þar sem veður leyfði ekki að athöfnin færi fram utan dyra. Tími til skrifta er lítill, nú sem ég aðeins ræður - sagði Vaclav Havel, forseti Tékkóslóvakíu, við komu sína til íslands VACLAV Havel, forseti Tékkóslóvakíu, sagði við kornu sína til íslands í gærdag að hann hefði orðið að draga nýög úr ritstörfúm frá því hann var kjörinn forseti um áramótin en Havel er sem kunnugt er eitt þekktasta leikskáld Tékkóslóvakíu. „Nú gefet lítill tími til skrifta. Ég sem ekki annað en ræður mínar,“ sagði forsetinn í saintali við blaðamann Morgunblaðsins við komu sína á Hótel Sögu í Reykjavík. Hann sagðist nýlega hafa séð leikrit eftir sjálfan sig á sviði í Prag: „Það er hægt við nýju aðstæðurnar,“ sagði hann. Vaclav Klaus, fjármálaráðherra Tékkóslóvakíu sagði í samtali við Morgunblaðið að tékkneska ríkisstjórnin væri staðráðin í að inn- leiða frjálst og opið markaðskerfi í landinu og hafnaði því að „þriðja leiðin" svo- neftida, sósíalískur markaðsbúskapur,væri raunverulegur kostur. Iljúsjín M62 þota Vaclavs Havels lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 12:43 um 13 mínútum á eftir áætlun. Móttökuathöfnin fór fram inni í flugstöðvarbyggingunni því að naprir vindar léku um úti fyrir. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, bauð Havel og eiginkonu hans Olgu Havlovu vel- komin til landsins og því næst heilsaði for- setinn fulltrúum íslenskra stjórnvalda. Með í för voru um 80 manns, tékkneskir embætt- ismenn, fulltrúar verkalýðssamtaka, náms- menn og um 30 blaðamenn. Frá Keflavíkur- flugvelli. hélt bílalest forsetans til Hótel Sögu en þaðan var haldið í Ráðherrabústað- inn þar sem hádegisverður var snæddur. Þá hitti Havel Davíð Oddsson borgarstjóra í Höfða og átti síðan fund með bhðamönn- um áður en hann sótti hátíðarsýningu í Þjóð- leikhúsinu á leikriti sínu „Endurbyggingu“ sem höfundurinn hafði aldrei áður séð fært upp á sviði. Um kvöldið efndi forseti íslands til móttöku á Hótel Sögu til heiðurs tékk- nesku forsetahjónunum. Með Havel í för er Vaclav Klaus, fjármála- ráðherra Tékkóslóvakíu en hann var rekinn úr starfi hagfræðiráðunautar í kjölfar inn- rásar Varsjárbandalagsins árið 1968 og kveðst allt frá því hafa haft gott næði til að velta fyrir sér grundvallaratriðum hag- fræðinnar. „Markaðsbúskapur er eini kost- urinn í Tékkóslóvakíu og í öðrum ríkjum Austur-Evrópu. Það er óþarfi að reyna að hugsa upp nýja afstæðiskenningu þegar lausnin liggur í augum uppi. Við verðum að nota markaðskerfíð, það þekkjum við og það skilar árangri. Það er ekki til nein þriðja leið og tilgangslaust að leita hennar," sagði Klaus og bætti aðspurður við að þetta ætti einnig við um Sovétríkin. „Þar geta þeir reynt að klöngrast áfram og gert hálf- bakaðar umbótatilraunir en þeir munu kom- ast að sömu niðurstöðu og við.“ TÉKKAR OG SLÓVAKAR HVAH AÐ V11K\ Sá einstaklingur sem tapar alltaf í forrcebis- deilum er bamib. J (J EITTLAGENN,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.