Morgunblaðið - 18.02.1990, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.02.1990, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18'. FEBRUAR 1990 Jarðgöng undir Hvalfjörð: Loðskinnauppboð Hudson’s Bay: 10-15% hækk- un á minka- skinnum UM 20 þúsund íslensk minkaskinn voru nýlega boðin upp á loð- skinnauppboði Hudsons Bay í New York, og að sögn Skúla Skúlason- ar, umboðsmanns HB á Islandi, hækkaði verð á skinnum í hæsta gæðaflokki um 10-15% frá síðasta uppboði. Auppboðinu voru samtals boðin upp um 340 þúsund skinn af svartmink framleidd í Bandaríkjun- um og um 95 þúsund svartminka- skinn frá öðrum löndum. Meðalverð fyrir bandarísku skinnin var 1.370 kr., og seldust tæplega 80% skinn- anna, en meðalverð fyrir skinn frá öðrum löndum var 860 kr., og seld- ust 54% skinnanna. Félag íslenskra bókaútgefenda: Arlegur bóka- markaður í Kringlunni FÉLAG íslenskra opnar sinn árlegan bókamarkað í Kringl- unni fimmtudaginn 22. febrúar næstkomandi og stendur hann fram til 4. mars. Þetta er í þriðja sinn sem markaður bókaútgefenda er haldinn í Kringlunnu en hann var fyrst haldinn árið 1961 í Lista- mannaskálanum við hlið Alþing- ishússins. Að venju eru mörg þúsund bókatitlar í boði. A síðasta bókamarkaði seldust yfir 100.000 bækur á þeim tíu dögum, sem hann stóð yfir. Beitum okkur fyrir stoftiun undir- búningsfélags að gerð jarðgagna - segir Gísli Gíslason bæjarstjóri á Akranesi „VIÐ munum beita okkur fyrir því að undirbúningsfélag um fram- kvæmdir vegna jarðgangagerðar geti orðið að veruleika, og ég á von á því að fljótlega verði farið að huga að stofnun slíks félags,“ sagði Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, en Steingrímur J. Sigfússon sam- gönguráðherra hefur kynnt í ríkisstjórn drög að frumvarpi um að stofn- að verði hlutafélag, sem annist undirbúningsrannsóknir vegna jarð- gangagerðar undir Hvalfjörð, og fái forgangsrétt til framkvæmda og gjaldtöku í ákveðinn árafjölda. Aðalfimdur HÍB: Ný biblíuút- gáfa árið 2000 ÁRSFUNDUR Hins íslenska biblíufélags er í dag, 18. febrúar, Biblíudaginn, í Fella- og Hóla- kirkju í framhaldi af guðsþjónustu í kirkjunni, er hefst kl. 14.00. Prestur við guðsþjónustuna er sr. Hreinn Hjartarson. Að loknum hefðbundnum aðal- fundarstörfum verða umræður og stjórnarkjör. Ýmis mál, er varða hag félagsins og frámtíðarstarf, verða einnig rædd. Ný útgáfa Biblí- unnar á íslensku árið 2000 verður stærsta verkefni félagsins fram að 1.000 ára kristnitökuafmælinu um aldamótin næstu. Þá mun félagið vinna að því á þessum áratug með kirkjunni allri, skólunum og heimil- unum að Biblían verði opin bók í auknum mæli á íslandi. Nýir félags- menn geta skráð sig í félagið á fund- inum. (Fréttatilkynning frá HlB.) Við erum mjög ánægð með að það skuli verið að stíga þetta skref til að koma þessu á það stig að það sé útlit fyrir að menn fái að takast á við þetta. Ef þetta gengur allt eftir, þá er komið að því að þetta sé það fýsilegt að það freisti fyrir- tækja til að taka þátt í þessu,“ sagði Gísli, en hann átti sæti í starfshóp, sem samgönguráðherra skipaði síðastliðið haust til að fjalla um hug- myndir um samgöngur undir eða yfir utanverðan Hvalfjörð. í skýrslu starfshópsins segir að vegtenging með jarðgöngum, botn- göngum eða brú á svæðinu frá Hnausaskeri inn undir Hvalfjarðar- eyri sé fýsileg framkvæmd, en stytt- ing akstursleiða með því yrði á bilinu 45-60 km, háð staðsetningu tenging- arinnar á svæðinu. Kostnaður við mannvirkjagerð er talinn vera um 3-3,5 milljarðar króna og rekstar- kostnaður 70-90 milljónir á ári, þar með talið viðhald mannvirkja, rekst- ur þeirra og kostnaður við innheimtu veggjalds. I skýrslunni er bent á að tenging um utanverðan Hvalfjörð hafi ekki verið tekin með í áætlanir sem gerð- ar hafa verið um almenna vegagerð í landinu, og hún hafi heldur ekki komist inn í röðun framkvæmda í jarðgangaáætlun. Starfshópurinn telur því að beita verði öðrum að- ferðum, ef tengja eigi á þessa leið á næstu árum, og vænlegast sé að stofna félag, sem annist mannvirkja- gerðina og fjármögnun hennar, eða þá fjármögnunina eina, gegn rétti til töku veggjalds af umferðinni. Miðað við fyrirliggjandi upplýsingar um umferðarspár á veggjald að geta greitt stofnkostnaðinn á um tveimur áratugum, auk þess sem það standi undir rekstrarkostnaði. Gísli Gíslason sagði að í skýrslu starfshópsins væri lögð mjög mikil áhersla á að næsta sumar nýttist til undirbúningsrannsókna, en til þess að af því gæti orðið þyrfti Alþingi að hafa afgreitt málið og félag að hafa verið stofnað með samkomulagi við ríkið ekki síðar en í maímánuði. Þá væri hægt að byija á undirbún- ingsrannsóknum, sem búast mætti við að tækju næstu tvö sumur, en framkvæmdir við sjlfa mannvirkja- gerðina gætu hafist eftir 3-5 ár og tækju þær væntanlega um eitt ár. Þaðer a viðmargar vítamínvpraiitiir axf njóta dólar og vjavar í vuðlœgum löndum í apríL og takadt vvo endurnærður d við vorverkin hér heima. Codta del Sol Þúsundir ánægðra ferðalanga fara þangað aftur og aftur 11 dagar, 11,- 21. apríl, aðeins þrír vinnudagar. Verðdæmi miðað við Benal Beach: kr. 48.800 pr. mann stgr. kr. 39.100 meðalverð miðað við hjón með 2 börn, 2-11 ára. Bangkok, hin austræna borg leyndardómanna og paradísareyjan Phuket 17 dagar, 8. - 24. apríl, 8 vinnudagar Bankok og Phuket, kr. 125.900 pr. mann í tvíbýli, aukagjald í einbýli kr. 23.500. Nánari ferðalýsing á skrifstofu. Fararstjóri er Jóhannes Reykdal. Elskulegt og gestrisið fólk og sólin skín 340 daga á ári 2. -18. apríl, 17 dagar, verð frá kr. 76.500 á mann stgr. miðað við tvo á Studio Atlantica. Munið ferð fyrir eldri borgara til Costa del Sol með Sigurði R. Guðmundssyni, brottför 21. apríl, 20 dagar. ÚRVALÚTSÝN Orugg þjóniuta um aLlan Ljeim ra Söluskrifstofur Álfabakka 16, sími 60 30 60 og Pósthússtræti 13, sími 269 00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.