Morgunblaðið - 18.02.1990, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.02.1990, Blaðsíða 10
MORGUN'BLAÐIÐ SUNíN'UDAOUR 18. FBBRÚAR 1990 eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur/Mynd:Árni Sæberg ÞAÐ BLANDAST varla nokkrum hugur um að deilur foreldra um forsjá barna sinna eru einhver viðkvæmustu mál sem um getur. Sem betur fer semja foreldrar langoftast um forsjá og umgengnisrétt með friði. En stundum tekst það ekki og þá verður að leita aðstoðar opinberra aðila. Margsinnis hefur hvarflað að mér sú hugsun þegar ég hef af einhveijum ástæðum fylgst með slíkum málum að það sem mestu skiptir framtíð lítils barns sem enga ábyrgo ber á missætti fullorðna fólksins, sitji ekki í fyrirrúmi. Gremja og sársauki og gagnkvæmur hefndarhugur foreldra birtist stundum í afskræmdri mynd í slíkum málum. Þessi grein er skrifuð til að vekja athygli á þessum málum almennt og til að vekja athygli á máli sem var flutt í fjölmiðlum sl. sumar af ónógri þekkingu og, leyfist mér að segja, af fullmikilli æsingu. Það fer ekkert á milli mála hvar hugur minn liggur í því máli, en til að fyrirbyggja allan misskilning skal svo áréttað að ég hef lagt mig fram um að leita sem gleggstra upplýsinga við vinnslu þessarar greinar. Foreldrum lærist seint aö bamiö á einhvem rétt þegar deilt er umforræöi Það er ávailt reynt að meta hvernig hag barnsins sé best borg- ið. Tryggja verður vel- ferð barns eða bama.“ Þetta er rauði þráður inn i orðum þeirra sem ég hef talað við vegna þessarar greinar og lenda í því starfa sinna vegna að þurfa að hafa afskipti af forsjárdeilu for- eldra um barn. Átt er við böm eldri en 11 ára, en þeim er gefinn kostur á að tjá sig og tekið tillit til þess sem þau segja. Það er hins vegar áhorfsmál hvort menn gera sér ljóst hvað það er mikið álag bami að gera upp á milli foreldra sinna. Gangur mála er sá að nái foreldr- ar við skilnað eða sambúðarslit ekki samkomulagi um forsjá bama tekur dómsmálaráðuneytið það í sínar hendur. Drífa Pálsdóttir, deildar- stjóri einkamáiadeildar sagði að síðan leitaði ráðuneytið til barna- verndarnefnda þar sem foreldrar búa og óskaði umsagna þeirra. Sól- veig Pétursdóttir formaður Barna- verndarnefndar Reykjavíkur segir að reynt sé að vinna hvert mál af kostgæfni; starfsmenn nefndarinn- ar, hér í Reykjavík Félagsmála- stofnunar, kanna hagi og aðstæður foreldra og reynt er að fá upplýsing- ar um barnið m.a frá kennurum, fóstrum og fleirum sem kunna á málinu skil. Að því starfi Ioknu er greinargerð send ráðuneytinu. Drífa Pálsdóttir sagði að í langflest- um tilvikum vægi álit barnavernd- arnefndar þungt á metunum en fyrir kæmi að viðbótarupplýsingar kæmu fram eða aðrir þættir fléttuð- ust inn í. Ef foreldrar búa hvort í sínu sveitarfélagi er öll gagnasöfn- un flóknari að ekki sé nú talað um í öðru landi. Drífa sagðist binda vonir við gjörbreytt fyrirkomulag þessara mála þegar dómsvald og framkvæmdavald verða aðskilin 1992. Þá myndu forsjármál í ríkdra mæli fara til úrskurðar í héraði, umgengnismál til sýslumanna og forsjármál væntanlega til dómstóla. Oft ræður dijúgu um hvort for- eldri fær forræði ef mikil óregla er hjá öðru. Drífa sagðist vilja leggja áherslu á að það þyrfti ekki að ráða úrslitunp en hefði að sjálfsögðu áhrif. „Óreglusamt foreldri getur sinnt sínu barni af ástúð og hlýju en það liggur í augum uppi að óhóf- leg áfengisnotkun á heimilinu getur skaðað barnið. En börn þurfa á báðum foreldrum að halda og það er fráleitt að dæma fólk úr leik þó það sé veikt á svellinu hvað þetta varðar. Umgengni getur óreglu- samt foreldri sannarlega rækt með sóma.“ Undir þetta er sjálfsagt að taka og minna jafnframt á að barni er eðlislægt að fyrirgefa og umbera þegar foreldrar eiga í hlut, að minnsta kosti á unga aldri. Óreglu er ekki mæld bót en milli hennar og umhirðuleysis þarf ekki alltaf að vera samasemmerki þó það sé óneitanlega oft. Það eru ótal aðrir þættir sem grípa hver inn í annan þegar um forræðisdeilu er að ræða og varla eru nokkur tvö mál eins, í mesta lagi fjarskyld. Við skulum einnig gæta að því að það er ekki aðeins álitamál hvernig hagur og velferð barns skuli tryggð, það er teygjanlegt á alla enda og kanta og túlkunaratriði hveiju sinni. Þó úrskurður hafi verið kveðinn upp er málið sjaldnast til lykta leitt. MO'RGUNBI.AÐIÐ SUNNUDAUUR 18. 'FEBRÚAR >1990 ■ STLiVDiM ER EXGU IIKAKA EN FORELDRAR SÉU AÐ DíAHEDITA FORRÆDISRÉTT EIAS OG VÍXLA Gremja og sársauki situr eftir hjá því foreldri sem forræðið fær ekki og beiskja og hefndartilfinning mótar oft afstöðu foreldris sem for- ræðið fær og það tregðast við að leyfa eðlilega umgengni við hitt foreldrið. Það gerist því oft að hag- ur barnsins fer fyrir lítið og réttur þess. Ekki má gleyma að sjálft er barnið þjakað af sektarkennd og yfirkomið af einmanaleik og örygg- isleysi. Áreiðanlega er því vanlíðan barnsins mest þegar upp er staðið, hvað sem allri viðleitni líður til að hugsa um velferð þess og hversu manneskjulega þeir reyna að leysa málið sem fá það til úrlausnar. Sjaldnast er barnið sátt við niður- stöðuna einkum ef í ofanálag eru settar skorður við umgengni við hitt foreldrið. Hvort sem foreldrum, beiskum í garð hvors annars, hugn- ast það eða ekki er í börnum inn- byggð tryggð og umhyggja fyrir því foreldri sem farið er. Það má vera meira en lítið bogið við for- eldra ef barnið finnur ekki til sökn- uðar, þegar það fer. Hefjist síðan forræðisdeilur með tilheyrandi mis- kunnarleysi, umgengnisréttur er takmarkaður og jafnvel heftur al- gerlega, eykur það enn vanlíðan barnsins. Sólveig og Drífa töluðu báðar um þá óskaplegu ábyrgð sem börn tækju á sig við skilnað og ekki hvað síst ef um forsjá hefur verið deilt. Ég ætla að víkja orðum að tveim- ur málum sem sýna þetta í hnot- skurn áður en ég sný mér að því máli sem er aðalviðfangsefni mitt og vikið er að í upphafi. Móðir hafði farið af heimilinu og faðirinn krafð- ■ SÁEDíSTAKL- FVGURSEM TAPAR ALLTAF í FORRÆDISDEIL- IMERBARMD ist forræðis yfír 12 ára barni þeirra. Náin tengsl voru milli móður og bams en samt lýsti barnið því yfir í heyranda hljóði að það vildi vera hjá föðurnum og varð svo. Síðar kom upp úr kafinu að barnið hafði fundið til mikillar samúðar með föðurnum og fannst að það yrði að bæta fyrir „brot“ móðurinnar með því að vera um kyrrt hjá föðurnum. Þessi afstaða barnsins er ekki einsdæmi og varla þarf innsæi til að skynja líðan barnsins. Hitt dæm- ið snýst um 9 ára barn sem sá um að gefa yngra systkini 2ja ára morgunverð, klæddi það og fór með það á leikskólann. Oftast vegna þess að foreldrið, sem skömmu áður hafði „unnið“ börnin í deilu þó ekki færi hún til ráðuneytis, lá drukkið og illa á sig komið í rúmi eða hafði ekki komið heim um nóttina. Starfs- fólkið á leikskólanum sá brátt að ekki var allt með felldu og rætt var við barnið sem bað fóstruna lengs- tra orða að segja engum af ótta við að missa þá einnig frá sér það foreldri sem á heimilinu var. „Þetta er átakanlegt og ekki einsdæmi,“ sagði Sólveig. Hún bætti við að þrátt fyrir allt gæti óreglusamt for- eldri uppfyllt tilfinningalega þörf barns ekki síður en hið pottþétta. Á hinn bóginn yrði barnið samt að taka á sig óeðlilegar byrðar í flest- um tilvikum. „Svo eru góðu for- eldrarnir sem senda börnin södd og vel klædd í skólann. Allt lítur vel út. En slík börn geta verið afrækt tilfinningalega, ef til vill vegna þess að foreldramir eru svo uppteknir af eigin vandamálum.“ Sólveig og Drífa tóku báðar undir þá skoðun sem ég hef sett fram í þessari grein og er raunar kjarni málsins alls: Það er alltaf einn sem tapar í for- ræðisdeilu ogþað er barnið. „Stund- um er engu líkara en hjón séu að innheimta forræðisrétt eins og víxil. Fólk hugsar um sinn rétt. Hann fer ekki alltaf saman við líðan barns- ins,“ sagði Sólveig. Hún sagði að aðalástæðan fyrir ýmsum forsjár- deilum væri að fólk sæti inni með svo mikið af óuppgerðum tilfinning- um sín á milli, heiftin í garð hvors annars væri slík að dómgreindin færi veg allrar veraldar. „Þess eru dæmi að hótunum sé beitt í þeim tilgangi að fá makann aftur. “ Hún sagði að það væri of algengt að foreldrar beittu börnum fyrir sig til að að ná sér niðri á hinu. Dæmi um það eru mýmörg og verður eins konar dulið umgengnisbann; for- sjárforeldri gerir hinu svo erfitt fyrir að rækja samgang við barn eða börn að það gefst upp að lokum upp. Eftir situr barnið, svikið eina ferðina enn og má stundum hlusta á forsjárforeldri þylja yfir barninu miður huggulegar sögur um hitt. En þess eru einnig óteljandi dæmi að umgengnisforeldri sinnir ekki barni þrátt fyrir allan góðan vilja frá forsjárforeldri til að auðvelda slíkt. Drífa Pálsdóttir sagði að ekki væri hægt að beita umgengnis- foreldri þvingunum. Ef forsjárfor- eldri kvartar undan því að hitt van- ræki barnið er reynt að ræða við það og leiða fyrir sjónir áð barnið gæti beðið tjón af. „En ef það breyt- ir engu er kannski spurning hvað barn græðir á umgengni við slíkt foreldri. Annars þarf þetta ekki allt- af að stafa af illvilja, oft er þetta hugsunarleysi eða gremja í garð foreldris er látin koma niður á barn- inu.“ Sólveig og Drífa tóku báðar fram að oft kæmi fyrir að foreldrar sem í raun og veru mættu teljast báðir hæfir til að hafa forsjá barnanna deildu um hana. Þær sögðu og að- spurðar að tilhneiging væri að veita móður forsjá ef barn/börn væru mjög ung en með nýjum viðhorfum í þjóðfélagi og innan fjölskyldunnar væri þetta að breytast. Drífa taldi að sameiginleg forsjá gæ'ti í þeim tilfellum og öðrum verið lausnin en henni virtist fólk ekki hafa gert sér grein fyrir hvað hún fæli í sér. Eft- ir sem áður ætti barnið sinn fasta punkt hjá öðru foreldrinu en ábyrgðin væri skýlaust beggja. Sameiginlegt forræði er komið í lög á öllum Norðurlöndum nema hér. Hún sagði að vissulega þyrfti sam- komulag foreldra að vera gott til að slíkt blessaðist. „Ef fólk er þroskað og ber fyrst og fremst fyr- ir bijósti hag barnsins hygg ég að þetta sé framkvæmanlegt hér,“ sagði hún. Eins og áður hefur komið fram er reynt að ræða við barn/börn sem um er deilt þegar ástæða þykir til. Aðspurð sagði Sólveig að mjög ung börn gætu oft gefið til kynna tilfinn- ingatengsl við foreldrana og hvort þau væru með eðlilegum hætti. Stundum væri nauðsynlegt að leita til sérfræðinga og þá mætti fara þá leið að leggja eins konar tengsla- próf fyrir börn sem gefur vísbend- ingar um samband við foreldrana. En hversu vel sem er unnið „verða forsjármál aldrei öðruvísi en flókin og oft mjög sársaukafull“, sagði Sólveig. Hún sagði að oft gætti misskilnings um verksvið nefndar- innar og fullyrti að þann tíma sem hún hefði unnið að þessum málum hefðu allir nefndarmenn lagt sig fram að setja sig inn í hvert mál, taka tillit til ólíkra þátta og vega og meta upplýsingar. Sólveig og Drífa sögðu báðar áð í langflestum tilvikum væru hjón/sambúðarfólk sammála varðandi börnin eða næðu ■ VÆGIUM- SAGAA BARAA- VER\DAR\EI\DA ERÓTVÍRÆTTEA STUVDUMER FRAMHJÁÞVt GEAGID samkomulagi. Það liggur svo í aug- um uppi að trúnaðarmál einstakl- inga eiga ekki að vera blásin upp í fjölmiðlum af fullkomnu jafnvægis og dómgreindarleysi. Bæði ráðu- neyti og barnaverndarnefnd hafa algera þagnarskyldu og bera aldrei hönd fyrir höfuð sér, þó oft hljóti að vera mjög óþægilegt að sitja undir ásökunum og áburði sem er kannski meira og minna afbakaður. Um þetta sögðist hvorki Drífa né Sólveig vilja tjá sig. Aðspurð sagði Sólveig að ekki kæmu öll forsjármál fyrir nefndina því starfsmenn reyna í lengstu lög að ná sáttum. „Sem betur fer tekst það alloft og foreldrar gera sér grein fyrir því að um sálarheill barnsins er að tefla og þau mætast á miðri leið og oftast án þess að til opinberra afskipta þurfi að koma. En börn eru varnarlausasti hópur samfélagsins. Þau hafa ekki kosn- ingarétt og geta ekki myndað þrýstihóp til að beijast fyrir sínum málum. Við í nefndinni lítum svo á að okkar hlutverk sé að gæta hags- muna barna og vinnum með það að leiðarljósi." Þó svo að starfsmenn barna- verndarnefnda leggi á sig mikið starf til að afla upplýsinga í forsjár- deilu, nefndin setji sig inn í málið af mestu samviskusemi og sendi umsögn til ráðuneytisins er það ekki bundið af umsögn hennar. í flestum tilvikum „hefur ráðuneytið fallist" á niðurstöðu barnaverndar- nefnda að sögn Drífu. Ég spurði hvort ekki væri í því nokkurt yfir- læti að ráðuneytið leiddi hjá sér i sumum tilfellum umsögn barna- verndarnefndar sem unnin væri af. kostgæfni. Drífa sagðist ekki líta I ÞAÐ ATRDI8T FLÓKIÐMÁLAÐ FÁ FORRÆÐI8ÚR- SKURDI I1\EKKI svo á. „Að lögum á ráðuneytið sjálf- stætt úrskurðarvald í forsjármálum og á því hvílir skylda til sjálfstæðs mats á öllum þáttum máls. Hitt er svo annað að ítarleg umsögn barna- verndarnefnda er afar mikilvægt gagn í forsjármáli og sjaldgæft að niðurstaða ráðuneytis sé ekki í sam- ræmi við tillögur nefndar er gefur vel unna og rækilega rökstudda umsögn um báða foreldra," sagði hún. Aðspurð sagði hún að undan- farin ár hefðu um 40 forsjárúr- skurðir verið kveðnir upp í ráðu- neytinu árlega. Mun fleiri bærust á hveiju ári en allmörg tækist að sætta hjá barnaverndamefndum eða yfirvöldum. Fyrir nokkrum mánuðum var í fjölmiðlum nokkúð fjallað um mál lítillar stúlku sem hafði orðið bit- bein í forræðisdeilu. Við skilnað foreldranna á sínum tíma fékk fað- irinn forsjá þriggja barna en 2 eldri dætur voru komnar af höndum. Barnaverndamefnd í því sveitarfé' lagi sem þau bjuggu í taldi að faðir- inn ætti að fá forsjá barnanna vegna þess að konan ætti við áfeng- isvanda að stríða. Barnaverndarráð staðfesti þá niðurstöðu á sínum tíma en móður var veittur um- gengnisréttur. Settur var tilsjónar- maður með því að faðirinn stæði við sitt. Um það hvort faðir var samvinnufús eða ekki ber heimild' um mínum ekki saman en ég hef að vel athuguðu máli komist að þeirri niðurstöðu að þar hafi ekki öll orð verið látin standa. Um þetta leyti eða áður var ný sambýliskona komin til skjalanna. Faðirinn lenti í fjárhagserfiðleik um og flutti úr landi með 3 yngri börnin, sambýliskonu og 2 börn hennar. Af þeim opinberu plöggum og upplýsingum sem ég hef viðað að mér, og tekið skal fram að ég hef fylgst með framvindu þessa máls síðustu 3 ár, er ljóst að faðir inn þurfti ekki samþykki til að setj- ast að með börnin erlendis þó við það yrði móður barnanna gert afar örðugt um vik að umgangast þau. Drífa Pálsdóttir staðfesti í samtali okkar að undir slíkum kringum- stæðum þyrfti forræðisforeldri ekki samþykki hins opinbera. ■ OFTTEKST 8TARF8MÖH BARWVERADAR- XEFIADAAÐ W SÁTITM VIIIjLI FORELDRA Þegar hér var komið sögu hafði móðirin farið í meðferð og hefur síðan ekki notað vímuefni. Hún hefur komið undir sig fótunum all- sæmilega fjárhagslega. Eftir nokkra búsetu á heimili föðurins erlendis fóru synir hans báðir þaðan og varð fátt um kveðjur. Synirnir hafa haldið því fram að faðirinn hafi rekið þá á dyr. Til þess er ekki tekin afstaða hér en þeir hafa síðan búið hjá móður sinni í Reykjavík. Á síðasta sumri dró til tíðinda í þessu mikla leiðindamáli. Lögmaður móðurinnar hafði áður skrifað til dómsmálaráðuneytis og óskað eftir nýrri umsögn Barna- verndarnefndar Reykjavíkur en málinu hafði margoft verið vísað til hennar frá því hjónin skildu og faðirinn fékk forsjá barnanna þriggja. Nú sendi ráðuneytið beiðni til nefndarinnar að hún kannaði á ný hagi og aðstæður konunnar. Um svipað leyti bað lögmaðurinn um að telpan fengi að koma heim og dvelja hjá móður sinni í sumarleyfi. Var föðurnum skrifað bréf og hann beðinn álits á þessari beiðni. I þessu sambandi er sjálfsagt að taka fram að sumarið áður hafði sams konar beiðni verið send föðurnum og komu börnin þijú heim þá. Áður en svar barst frá manninum hvarf telpan af heimili sínu og kom í ljós að móðir hennar og systir höfðu haft hána með sér til ís- lands. Faðirinn var ekki látinn vita en mun hafa talið að fyrverandi eiginkona hans stæði að gjörð- inni.Móðirin neitaði að skila barn- inu. Áður en faðirinn fór utan síðar um haustið með barnið hafði legið fyrir umsögn Barnavemdarnefndar Reykjavíkur. Var þar í fyrsta skipti að því er mér sýnist mælt var með því að móðirin fengi forræði telp- unnar. í rannsókn sálfræðings á telpunni kom fram að hún vildi vera hjá móðurinni. Eftir að úr- skurður hafði verið kveðinn upp óskaði móðirin eftir því til vara að hún fengi umgengnisrétt við barnið. Augljóst var að það hvíldi þungt á henni að fá ekki að hafa samskipti við yngsta barnið. En í úrskurði sem ráðuneytið kvað upp í ágústlok segir meðal annars,,! bréfí Barnavemdarnefnd- ar Reykjavíkur, dags. 3. ágúst sl., kemur fram að hún telur aðstæður konunnar allgóðar og að hún sé vel hæf til að fara með forsjá barnsins. Einnig kemur fram að það virðist í samræmi við hag og þarfir telp- unnar að móðir fari með forsjá." Síðar segir:,, Einnig kemur fram að starfsmennirnir (í bamaverndar- nefnd) telji að konan sé vel í stakk búin til að fara með forsjá dóttur sinnar, skapa henni gott heimili og veita henni æskilegan að- búnað, ástúð og örvun.“ (Letur- breyting mín.) Barnið var einnig skoðað af sálfræðingi meðan hún var heima sl. sumar. I niðurstöðu hans kemur fram að barnið hafi djúpstæða þörf fyrir nánara sam- band við móður sína en verið hefði. Hann taldi einnig að tengsl hennar væru sterk til systkina, svo og til föður síns.“ Málið hefur verið sent umboðs- manni alþingis og skilar hann skýrslu um málið síðar á árinu. Öll :gögn hafa verið send til hans frá ráðuneyti og frá þeim barnavernda- raðilum sem hafa haft afskipti af málinu. Eftir að faðirinn hélt með telpuna •af landi brott s.l. haust hefur hann lagt bann við að konan hafi sam- band við telpuna hvorki símleiðis né bréflega og hún má ekki þiggja gjafir frá móður sinni. Aðspurð um þetta sagði Drífa: „í venjulegum samskiptum er fráleitt að umgengn- isforeldri megi ekki hafa samband

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.