Morgunblaðið - 18.02.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.02.1990, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1990 NOKKRIR BYLTINGARDAGAR I PRAG TÉKKAR OG SLÓVAKAR — A LE Œ) Texti og myndin Björn Bjornason í TÉKKÓSLÓVAKÍU tók ekki nema 10 daga að brjóta valdamenn kommúnista á bak aftur. Stúdentarnir fóru út á göturnar í Prag föstudaginn 17. nóvember og 10 dögum síðar var ljóst, að kommún- istar höfðu misst tökin á stjórn landsins. Þá var aðeins spurning um það, hverjir tækju við af þeim. Bandalag myndaðist á milli tveggja þekktra en ólíkra andófsmanna: Tékkans Vaclavs Havels og Slóvak- ans Alexanders Dubcecks. Havel er nú forseti landsins en Dubceck þingforseti. Forsætisráðherrann er úr hópi kommúnista en vinir Havels eru drifkrafturinn í stjórnmálunum og starfa innan vébanda Borgaravettvangs, sem eru pólitísk regnhlífarsamtök Tékka. í Slóv- akíu er starfandi sambærileg hreyfing, sem kallar sig Baráttusam- tök gegn valdi. Þessi samtök boluðu kommúnistum til hliðar og settu sína menn í lykilstöður. „Þetta var eina valdið sem við beittum í byltingunni," sagði fulltrúi Borgaravettvangs við okkur. Eftir stund- arkynni af byltingarástandinu í landinu er ég þeirrar skoðunar, að Tékkar og Slóvakar eigi enn langt í land áður en lýðræðislegur stöð- ugleiki skapast meðal þeirra og eðlilegt jafhvægi, svo að ekki sé minnst á viðunandi efnahag og blómstrandi atvinnulíf. Þar eins og annars staðar í Austur-Evrópu hefur kommúnismi og sósíalismi dreg- ið allan mátt úr þjóðinni og gert hana að aðgerðarlausri nýlendu, svo að vitnað sé í orð Havels. að er þægileg dagsferð að aka frá Berlín til Prag með stuttri vjðkomu í Dresden. Við lögðum þó heldur seint af stað til að nýta dagsbirtuna til fulls á þessum árstíma og þess vegna var farið að skyggja, þegar við kom- um að landamærunum rúmlega fimm slðdegis. Við höfðum fengið vega- bréfsáritun inn í Tékkóslóvakíu í sendiráðinu hér á landi áður en hald- ið var utan og er hún afgreidd á skömmum tima, en umsækjandi þarf að framvísa tveimur myndum og greiða nokkur hrundruð krónur. Leiðin frá Dresden í áttina að landa- mærunum er um fallegt fjalllendi og það kólnaði eftir því sem ofar dró og var þess greinlega vænst að snjór væri í fjöllunum á þessum árstíma og fólk á skíðum en við sáum hvergi snjó. Landamæraverðimir voru vin- gjamlegir en vegimir versnuðu eftir að komið var inn í Tékkóslóvakíu. Við höfðum gætt þess að taka bensín, þar sem við sáum það blýlaust við hraðbrautina í A-Þýskalandi. Hvergi sáum við blýlaust bensín í Tékkóslóv- akíu og vorum orðnir dálítið tauga- veiklaðir nokkrum dögum síðar, þeg- ar við renndum á svo til tómum tanknum inn í Vestur-Þýskaland. Fögnuðum við því þá að hafa ekki notað bílinn neitt í Prag. Myrkrið á þjóðveginum var meira en við áttum að venjast vegna þess hve. mengunin er mikil. Myndar hún sumstaðar eins og þoku og leggjast þá svartar slettur á bílrúðuna. Ekki bætti úr skák, að töluvert af gang- andi fólki var við eða á þjóðveginum og þar í landi nota menn ekki end- urskinsmerki. Síðar fréttum við, að stjórnvöld hafi áhyggjur af því, hve margir fótgangandi farast í umferð- arslysum. Við ókum sem leið lá inn í mið- borg Prag og námum ekki staðar fyrr en undir átta um kvöldið, þegar við vorum komnir á torgið sem kennt er við heilagan Vaclav (Vésleif á íslensku og Wenceslas á ensku), en hann var hertogi af Bæheimi 908 til 928, kristnaði landið og varð þjóð- hetja. Stytta af honum gnæfir í öðr- um enda torgsins, á fótstalli hennar hanga nú myndir af Havel forseta og í beðum fyrir framan hana loga óteljandi kerti umhverfis myndir af ýmsum þjóðhetjum en í þeirra hópi er Jan Palach, stúdentinn, sem brenndi sig á torginu til að mótmæla innrás Varsjárbandalagsríkja inn í landið undir forystu Sovétmanna í ágúst 1968. Þegar við gengum að styttunni þarna um kvöldið var mik- ill fjöldi fólks á torginu og hátíðleiki í lofti við minningarreitina. Nýjasta hótelið í borginni heitir Forum og er það utan við gamla bæinn. Að ráði Jiris Zemans, sendi- herra Tékkóslóvakíu hér á landi, höfðum við pantað okkur herbergi á hótel Intercontinental, sem er við Moldá er rennur í gegnum borgina Á Vaclav-torgi (Wencelas-torgi) í miðborg Prag hafa orðið til minn- ingarreitir um þá sem fórnuðu lífi sínu í þágu frelsis og þjóðarmetn- aðar. og er í göngufæri frá gamla bænum. Fór vel um okkur þar. Við kynntumst því strax við kom- una, að furðulegt ástand ríkir í gjald- eyrismálum. Þegar hótelreikningur er greiddur, en hann þarf að borga í erlendri mynt, var okkur sagt að gengið yrði tæpar 10 tékkneskar krónur fyrir v-þýskt mark, ef skipt var peningum í hótelinu var gengið 17 tékkneskar krónur fyrir markið en væri skipt við framtakssama menn úti á götu var gengið 22 til 24 tékkneskar krónur fyrir markið. Þegar tekið er tillit til þess, að við gátum keypt sex falleg kristalsglös fyrir samtals 125 tékkneskar krón- ur, eða 5,68 þýsk mörk ef reiknað er á 22 krónu genginu, sjá allir í sjónhendingu hve fráleitt efnahags- ástandið er. Sex kristalsglös fyrir 204 íslenskar krónur! Hádegisverður fyrir fimm fyrir 210 íslenskar krón- ur! Margréttaður veislukvöldverður með öllum drykkjum fyrir fjóra kost-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.