Morgunblaðið - 18.02.1990, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.02.1990, Blaðsíða 28
I &8 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 18. FEBRUAR 1990 AUGLYSINGAR Umsjónarmaður Sóknamefnd Langholtssóknar óskar að ráða mann, karl eða konu í fullt starf umsjónar- manns kirkju og safnaðarheimilis. Umsóknir sendist sóknarnefndinni, Sólheim- um 11 -13,104 Reykjavík fyrir 25. febrúar 1990. Sóknarnefndin. Störf í prentiðnaði Offset-skeytingamaður Þarf að hafa mikla starfsreynslu. Aðstoðarfólk í prentsmiðju og bókband Óskað er eftir duglegu starfsfólki. Hálfs- dagsvinna kemur til greina. Skriflegar umsóknir sendist fyrir 23. þ.m. Umsóknum verður svarað. G. BEN. PRENTSTOFA HF. NÝBÝLAVEGI 30 • PÓSTHÓLF 250 • 200 KÓPAVOGI Laus störf Þjónustufyrirtæki f Reykjavík, (Vesturbær), óskar að ráða ritara til starfa sem fyrst. Vinnutími fyrir hádegi. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi hæfni í vélritun og vilji vinna í góðum félagsskap að fjölbreyttum verkefnum. Lítil gjafavöruverslun í Reykjavík óskar að ráða verslunarstjóra til starfa sem fyrst. Vinnutími frá kl. 13.30-19.30. Þjónustufyrirtæki f Reykjavík, (Austurbær), óskar að ráða ritara sem fyrst. Ritvinnsla og tungumálakunnátta nauðsynleg. Vinnutími kl. 8-16. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. á eyðu- blöðum, sem liggja frammi á skrifstofu okkar. (WANG) Tölvudeild Óskum að ráða tæknimenntaðan mann til starfa hjá tölvudeild Heimilistækja hf. Starfssvið: Þjónusta við viðskiptavini, upp- setning, viðhald og viðgerðir á tölvum og tölvubúnaði. Við leitum að manni með haldgóða starfs- reynslu, þekkingu á PC tölvum, netkerfum, vélbúnaði og tengingum. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. á eyðublöð- um, sem liggja frammi á skrifstofu okkar, merktar: „Tölvudeild 68“, fyrir 24. febrúar nk. Hagva nsurhf C—^ Grensásvegi 13 Reykjavík Sími 83666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir | Vélvirki Stórt matvælafyrirtæki í borginni vill ráða vélvirkja (ekki vélstjóra) til starfa sem fyrst. Starfið felst í almennu viðhaldi og eftirliti á tækja- og vélabúnaði fyrirtækisins. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu okkar. Umsóknarfrestur er til 23. febrúar nk. Gt IÐNTIÓNSSON RÁÐCJÖF & RÁDNI NCARÞJÓN LiSTA TIARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMl 62 13 22 I n nf I utn i ngsefti r lit Óskum eftir að ráða háskólamenntaðan starfs- mann við innflutningseftirlit stofnunarinnar. Starfsmaðurinn þarf að hafa menntun á sviði matvæla, eiga auðvelt með mannleg sam- skipti og geta sýnt frumkvæði í starfi. Til að byrja með tekur hann þátt í að móta framkvæmd eftirlitsins, sem hann starfar síðan við. Starfslýsing fæst hjá stofnuninni og er umsóknarfrestur til 9. mars nk. Hollustuvernd ríkisins, Ármúla 1a, sími 688848. Eitt af verkefnum Hollustuverndar er innflutningseftirlit meö matvælum og öðrum neyslu- og nauðsynjavörum í þeim tilgangi að tryggja almenna hollustu þeirra og koma í veg fyrir skaðleg áhrif á heilsufar almennings. Akureyrarbær Sjúkraþjálfari Öldrunarþjónusta Akureyrarbæjar auglýsir laust til umsóknar starf sjúkraþjálfara við hjúkrunarheimilið Hlíð og þjónustumiðstöð- ina í Hlíð. Um heilt starf er að ræða en til greina kemur hlutavinna. Staðan felur í sér skipulagningu og uppbyggingu á starfinu í nýju húsnæði. Upplýsingar um starfið veita forstöðumaður þjónustumiðstöðvar í síma 96-27930 og starfsmannastjóri Akureyrarbæjar í síma 96-21000. Umsóknarfrestur er til 28. febrúar. Umsóknareyðublöð fást hjá starfsmanna- deild Akureyrarbæjar, Geislagötu 9. Bæjarstjórinn á Akureyri. Fjölmiðlafyrirtæki Óskum að ráða starfsmann til starfa hjá öflugu og vaxandi fjölmiðlafyrirtæki í Reykjavík. Starfssvið: Verkefni og stjórnun. Verðút- reikningar og tilboðsgerð. Samningagerð og umsjón með verkefnum í vinnslu hjá prentsmiðjum. Þróun tæknimála og vinnsluaðferða. Við leitum að: Prentiðnaðarmanni eða manni með haldgóða reynslu og þekkingu á prent- iðnaði. Nauðsynlegt að viðkomandi geti axl- að ábyrgð, starfað sjálfstætt, skipulagt og stjórnað störfum annarra. Laust strax. Nánari uplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs merktar Fjöl- miðlafyrirtæki fyrir 24. febrúar nk. „Au pair“ - Svíþjóð Reyklaus „au pair“-stúlka, 18 ára eða eldri, óskast á gott heimili í Uppsölum í 5-6 mán. frá og með mars. Hún á að gæta þriggja drengja, þar af einn í skóla. Ekki önnur heimil- isstörf en sem snertir börnin. Herbergi með eigin baðherb. og eldhúsi og fullt fæði. Frí á kvöldin og um helgar. Þarf að hafa bílpróf. Allur ferðakostnaður greiddur og laun skr. 3.000 á mán. Uppl. í síma 91 -76246 í dag og næstu kvöld. RIKISSPITALAR Meinatæknir/ líffræðingur Meinatæknir/líffræðingur óskast til starfa við blóðónæmisfræðideild Blóðbankans. Um er að ræða fullt starf frá kl. 9.00-17.00. í starfinu felst vinna við blóðflokkun, sam- ræmingarpróf, blóðhlutavinnslu, afgreiðslu blóðs, smitvarnarpróf og vaktastörf. Reynsla við rannsóknastörf æskileg. Umsóknarfrestur er til 1. mars nk. Nánari upplýsingar veitir Ólafur Jensson, yfir- læknir, og Björn Harðarson, deildarstjóri. Umsóknir sendist skrifstofu Blóðbankans v/Barónsstíg. Reykjavík, 18. febrúar 1990. BORGARSPÍTALINN Hjúkrunarfræðingar í mars nk. verða lausar stöður á deild A-5. Deildin er tvískipt. Um er að ræða stöður á 12 rúma einingu þar sem stundaðar eru þvagfæraskurðlækningar. Hin einingin er 18 rúma almenn skurðlækingadeild, en þar losn- ar staða í vor. Ýmiskonar vaktafyrirkomulag er í boði s.s. eingöngu morgun- eða næturvaktir. Skipulagður aðlögunartími er einstaklings- bundinn- Uppiýsingar veitir Herdís Herbertsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, sími 696364, og Erna Einarsdóttir, hjúkrunarframkvæmda- stjóri starfsmannaþjónustu, sími 696356. í mars verða lausar stöður hjúkrunarfræð- inga á lyflækningadeild A-6. Á deildinni eru 30 rúm, en henni er skipt í 2 einingar, 14 og 16 rúm. Þar fer fram hjúkrun sjúklinga með heila- og taugasjúkdóma, nýrnasjúk- dóma, meltingar- og innkirtlasjúkdóma o.fl. Vinnutími og vaktafyrirkomulag er sveigjanlegt. Skipulagður aðlögunartími er einstaklings- bundinn. Upplýsingar veitir Margrét Björnsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, sími 696354, og Erna Einarsdóttir, hjúkrunarframkvæmda- stjóri starfsmannaþjónstu, sími 696356. Sálfræðingur Sálfræðingur óskast til eins árs að með- ferðarheimili barna við Kleifarveg. Umsóknir sendist til Hannesar Péturssonar, yfirlæknis. Upplýsingar veitir Ingvar Krist- jánsson, geðlæknir, í síma 13744. Starfsmaður við lín Starfsmaður óskast í 50% starf ið líndreif- ingu (línlager) á Borgarspítalanum. Vinnutími kl. 8.00-12.00. Nánari upplýsingar veitir línstjóri í síma 696585 milli kl. 13.00 og 15.00 daglega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.