Morgunblaðið - 18.02.1990, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.02.1990, Blaðsíða 34
NNING AR SUNNUnAGUR 18. ÉÉBálÁMé90 34 Minning: Sr. Robert Jack Fæddur 5. ágúst 1913 Dáinn 11. febrúar 1990 Góður vinur minn er látinn. Hann er horfinn sjónum okkar, en miin lifa allá okkar daga í góðum minn- ingum sem hann hefur skilið eftir. Við sem eftir sitjum eigum heilan hafsjó af góðum minningum og auðvitað þeim slæmu líka, því eng- inn er algóður. Það væri ekki mann- legt, ef fólk skipti ekki skapi eða ætti ekki sínar slæmu stundir. Hitt er fátíðara að fólk eigi þá kosti sem þarf til að gleyma, fyrirgefa og vera þess umkominn að geta litið framhjá ókostum annarra en reyna að koma auga á það góða í hverri manneskju. Þessa kosti hafði Rób- ert til að bera, reyndar þau bæði hjónin og var mér snemma kennt að það sem ég vildi finna hjá öðrum skyldi ég láta aðra finna hjá mér. Ég kynntist Róbert er ég var á tíunda árinu, og hef ekki beðið þess bætur síðan eins og ég sagði ailtaf við hann. Ég hafði suðað endalaust í foreldrum mínum um að fá að vera í sveit, og ég fékk að fara til Róberts og Mundu, að ógleymdum bömunum tíu. Ég hafði aldrei upp- lifað það áður að kynnast stærri systkinahópi en þremur sem mér að vísu fannst fullstór, en tíu stykki í einu. Ég hélt að svona lagað væri bara í skáldsögum eftir Guðrúnu frá Lundi. Og öll em þau og vom nvert öðm yndislegra. Þegar ég og foreldrar mínir stigum út úr bílnum komu allir út á hlað og heilsuðu og ég í bókstaflegri merkingu hrein- lega hvarf. Ég hef nú ekki af miklu að státa hvað hæðina varðar en þetta tók út yfir allt. Þau einu sem vom minni en ég voru Siggi og Linda enda bæði innan við 6 ára aldur. Það fyrsta sem ég lærði þarna var að treysta á mátt minn og megin og trúa því ég myndi stækka en þangað til væri ég alveg nógu stór. Og við það sat og gerir enn. Róbert benti mér á að það væri betra að hafa meira vit í kollin- um en fleiri sentimetra á hæðina. Það kæmi fólki betur að geta kom- ið vel fyrir og geta talað af viti en að líta vel út. Fyrir þetta og margt annað mun ég alltaf verða þakklát. Það var margt sem við ræddum saman bæði við tvö inn á „kontór" eða Munda með okkur. Það var alltaf gaman að setjast við matar- borðið en ekki eins skemmtilegt að standa upp. Ég man að þetta fyrsta sumar mitt fannst mér ég upplifa endalausa „diskahrollvekju". Ég var alin upp sem hálfgerð dekur- rófa, en hjá Mundu fékk ég smá nasasjón af því sem koma skyldi í lífinu. Það var aldrei skipað fyrir eða sagt höstum rómi þú átt að gera þetta eða hitt. Þetta kom allt af sjálfu sér svo áður en ég vissi af var ég farin að hjálpa til við að þurrka upp diskana og ganga frá og hef gert síðan. Ég var hins veg- ar alveg með það á hreinu eftir hvert sumar að ég hefði tekið út minn skammt á Tjörn hvað heimilis- verkin varðaði og leyfði því móður minni að dúlla sér með sín verk í friði. Þá fannst mér ekkert rangt við það. Ég gleymi áldrei svipnum á þeim hjónum þegar ég bað einn af mínum fyrstu morgnum um að fá að strauja og var leyfið veitt. Mér var bent á að straujámið væri inni í skáp og sagt að setja það á eldavélina. Elda- vélina? hváði ég. Af hveiju? Það er ekkert rafmagn hér hjá okkur, svo þú þarft að hita járnið. Mér fannst ég satt best að segja komin langt aftur í fomöld. Ég hafði séð svona straubolta á Þjóðminjasafninu og auðvitað lesið um þá en að upplifa þetta ... Síðan þetta gerðist hef ég ætíð borið mikla virðingu fyrir þeim hjónum og oft notað mér það til góðs sem ég sá og heyrði á Tjörn. Því mér fannst það alveg ógjöming- ur að ala upp öll þessi börn án raf- magns og engar búðir nær sér en í 30 km fjarlægð. En það er önnur saga. Svo braust út þessi mikli hlát- ur þegar ég dró upp gallabuxurnar mínar og fór að strauja þær. Ég útskýrði að ég þyldi ekki harðar buxur. Róbert var fljótur að sjá hið spaugilega við þetta og sagði: Ja héma, ég hef nú aldrei haft fjósa- stelpu fyrr sem fer i nýstraujuðum buxum að mjólka beljumar mínar. Ég held ég komi nú og kíki á þetta. Hver veit nema þær mjólki betur. Ekki bætti það úr skák að ég gleymdi að taka fyrstu spenabun- una, gat svo ekki heft fæturna á kúnni svo að lokum steig kýrin of- aní fötuna hjá m ér og kórónaði svo allt, með því að skila til baka tugg- unni frá í gær. Þá var mér meira en nóg boðið. Þau hlógu, að mér fannst, endalaust en þetta kom smám saman og að lokum varð ég bara efnileg fjósakona. Mér er mjög minnisstætt sumar eitt löngu síðar eða um 16 áraald- urinn. Við Ella Kristín, dóttir þeirra Róberts og Mundu, sátum inni í stofu og vorum að Iesa. Við heyrð- um að bíll renndi í hlaðið. Okkur var sagt að prófasturinn sé kominn í heimsókn. Þá kom Róbert og rétti okkur kverið og sagði okkur að rifja þetta upp því prófasturinn ætli síðan að hlýða okkur yfir trúaijátn- inguna á eftir. Ég hélt nú ekki. Ég benti honum á að ég hefði þulið mína rullu þegar ég fermdist. Hann sagði að sér væri svo sem_sama, en ekki prófastinum. Svo við Ella Kristín fórum í mesta flýti að þylja og áður en við vissum af þá renndi sami bíll úr hlaði aftur. Og við stóð- um með gapandi munna á miðju stofugólfinu þegar Róbert kom og sagði: Jæja, hvernig gengur? Og svo hlóu þau hjónin mikið og við með þeim seint og um síðir. En þetta var góð lexía, því oft er mað- ur of fljótur að gleyma því sem síst skyldi, en fljótur að muna það sem í gleymsku mætti falla. Ég hafði einu sinni á orði við matarborðið að ég vildi verða bóndakona. Eftir það hafði ég eng- an frið. Róbert nctaði hvert tæki- færi til að kynna mig fyrir öllum piparsveinum sveitarinnar. Mér fannst á stundum að það stæði yfir uppboð á kúm, en satt best að segja fannst mér gaman að þessu og hefði ekki viljað missa af því. Þetta voru hinir föngulegustu piltar. En margt fer öðruvísi en ætlað er, sá sem ég var skotin í var skotinn í annarri. Þá benti Róbert mér á að það kæmi dagur eftir þennan dag. Þá er mér minnisstætt eitt sinn fyrir ekki ýkja löngu, að Róbert og Siggi voru að fylgjast með heims- meistarakeppni í fótbolta. Þeir voru að mér fannst búnir að horfa í heila viku og það var ekkert annað í sjón- varpinu. Svo stóð Róbert upp í hálf- leik og fékk sér að borða. Ég í spurði í mesta sakleysi hvort ekki mætti setja spólu í myndbandstæk- ið fyrst hann væri farinn fram. Þetta væri hvort eð er tapaður leik- ur. Ef vinur minn hefur einhvem- tímann verið nærri því að fá hjarta- slag, þá var það á þessari stundu er hann leit á mig og sagði: „Hvað?“ Síðan leit hann á Mundu og sagði: „Því eru engjn takmörk sett sem þessari stelpu getur dottið í hug.“ Það er svo ótal margt sem ég gæti skrifað um en hér ætla ég að láta staðar numið. Þó langar mig að minnast góðra stunda með opið sjónvarp og poppkornið góða við hlið okkar, eftir að góðu dagsverki lauk. Að ég tali nú ekki um þegar haustaði og sest var niður með skyr og krækiber. Ég vil þakka mínum látna vini og velunnara fyrir góða tíma, fyrir öll hans góðu ráð og yndislega kímnigáfu sem því miður alltof fáir eru gæddir. Guð blessi hann. Þakkið Guði fyrir Ijúfar minn- ingar og allan þann yndislega tíma er þið fengfuð að njóta samvista við Róbert. Elsku Munda mín, þakka þér fyrir að opna mér heimili þitt og faðm þinn. Guð blessi ykkur öll og styrki. Ykkar einlæg Annalín Séra Róbert Jack fyrrum prestur og prófastur á Tjörn á Vatnsnesi verður borinn til hinstu hvílu á morgun. Hann lést á heimili sínu fyrir réttri viku, hinn 11. febrúar siðastliðinn. Hann var fæddur í Glasgow 5. ágúst 1913, eina barn foreldra sinna. Það var fyrir rúmum ellefu árum, sem ég hitti Róbert í fyrsta sinn og var ég þá kynntur fyrir honum sem verðandi tengdasonur hans. Þetta var nú frekar þvingandi stund fyrir mig, mér fannst semsé að ég ætti nokkuð undir því að okkur semdi sæmilega. Sá kvíði sem ég bar í bijósti reyndist ástæðulaus. Hann horfði á mig rannsakandi í fáein augnablik, eins og til þess að athuga hvern mann þessi drengur sem fyrir framan hann stóð hefði að geyma, seinna komst ég að því að það var hann reyndar að gera, síðan kom ein lauflétt athugasemd og andrúmsloft augnabliksins gjör- breyttist, fékk yfir sig léttan og ferskan blæ. Það var einmitt þessi léttleikandi blær, smitandi glað- værð og spaugsemi sem einkenndi manninn og reyndar öll okkar sam- skipti allt frá byijun, þau þróuðust síðan með árunum í trausta vin- áttu, svo ekki bar skugga á. Rób- ert hafði til að bera margbrotin og sterkan persónuleika. Undir hinu létta yfirbragði var trúfastur maður sem tók köllun sína og starf alvar- lega. Hann hafði á unga aldri hug á að gerast kristniboði, þá í löndum þriðja heimsins, en örlögin höguðu því þannig til að hann lærði til prests hér á landi á árum síðari heimsstyijaldar og tók hann vígslu 18. júní 1944, daginn eftir lýðveld- isdaginn. í embættistíð sinni hér á landi þjónaði Róbert þremur fremur afskekktum og fámennum byggð- arlögum. Finnst manni það óneitan- lega í nokkurri mótsögn við upp- runa hans sem stórborgarbams. Vildi hann umfram annað tengja það sínum gamla kristniboðsáhuga og því að hann komst á þessum stöðum í nánari tengsl við sóknar- böm sín, heldur en annars hefði orðið í fjölmennum prestaköllum. Eftirfarandi ljóðlínur lýsa vel, að mínu mati viðhorfi og afstöðu Rób- erts til trúarinnar, starfs hans og umhverfis. Hafknörrinn glæsti og fjörunnar flak fljóta bæði. Trú þú og vak. Marmarans höll er sem moldarhrúga. Musteri guðs eru hjörtun sem trúa þó hafí þau ei yfir höfði þak. (Einar Ben.) Hin efnislegu gæði, „marmarans höll“, voru ekki hátt skrifuð, það var aftur á móti fólkið, sálirnar, hinn lægsti og hinn hæsti, þeir vom jafningjar, og þá bar að umgangast sem slíka. Róbert hafði mikinn áhuga fyrir mannlífinu. Hann var með afbrigð- um mannglöggur og mikill mann- þekkjari og gat hann sagt fyrir um viðbrögð og hegðun fólks, stundum með ótrúlegri nákvæmni. Fékk ég oft tækifæri til að upplifa slíka spá- dóma rætast, sérlega á ferðum okk- ar erlendis. Mér kemur í hug atvik sem átti sér stað á veitingastað í Glasgow fyrir nokkrum áram. Við sátum tveir saman að snæðingi. Við borð alllangt frá okkur út við glugga sátu tvenn pör. Ég hafði litið til þeirra nokkrum sinnum og ekki tekið eftir neinu markverðu. Skyndilega segir Róbert við mig: „Sérðu fólkið þarna við borðið út við gluggann." Og nikkar í átt til þessa fólks. Ég játti því. Þá segir minn maður: „Innan fimm mínútna verða þau komin í háarifrildi og mér kæmi ekki á óvart þó að stóri gráhærði maðurinn yfirgæfi sam- kvæmið í fússi.“ Ég tók þessu nú með allri varúð, enda gat ég ekki merkt að umrætt fólk ætti í neinum illdeilum. En það þarf ekki að orð- lengja það neitt frekar að þetta gekk eftir, nákvæmlega eins og því var spáð. Þetta atvik átti sér stað í einni af mörgum ferðum sem við fórum saman erlendis. Þessar ferðir áttu sér allar þann megintilgang að fara og horfa á knattspyrnu. Róbert hafði geysilegan áhuga fyrir knatt- spyrnu, alla tíð, og var virtur sem slíkur í Bretlandi, og var m.a. heið- ursfélagi í Celtic og góðvinur Sir Matt Busby hjá Manchester United. Ég kom oft með honum á báða þessa staði, sérstaklega þó til Celtic. Áttum við sameiginlegar margar góðar minningar frá þessum heim- sóknum. En þá er loks komið að kveðju- stund. Ég mun geyma minningu Róberts með gleði og söknuð í huga. Gleði, er ég minnist allra þeirra stunda er við áttum saman þar sem gáskinn og glaðværðin réðu ríkjum. Söknuð, þar sem ég nú sé honum á bak yfir móðuna miklu. Það er skarð fyrir skildi fyrir okkur sem kveðjum hann á morgun í hinzta sinn, og þá sérstaklega fyrir Vigdísi sem hefur staðið vð hlið hans trygg og trúföst, í blíðu og stríðu. Ég veit hve hann mat hana mikils, en ég veit líka að hann kvaddi í þeirri öruggu vissu að hún á sér traust virki, sem þau byggðu upp saman, t MARTA MAGNÚSDÓTTIR lést 7. febrúar. Útförin hefur farið fram. Guðjón Ó. Guðjónsson, Dóra Nordal, Jóhannes Nordal, Marta Guðjónsdóttir, Magnús Guðmundsson. Eiginkona mín, t HJÖRDÍS JÓNSDÓTTIR, Lynghaga 24, varð bráðkvödd á heimili okkar föstudaginn 16. febrúar. Ólafur Jónsson. t Faðir minn, GUÐMUNDUR Þ. JÚLÍUSSON, til heimilis á Sunnuflöt 41, Garðabæ, lést 12. febrúar sl. Fyrir hönd aðstandenda Guðmundur R.J. Guðmundsson. t Systir mín og fósturmóðir, BRYNDÍS ÓLAFSDÓTTIR SEPP, er lést 9. febrúar verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði mánudaginn 19. febrúar kl. 15. Ragnheiður Ólafsdóttir Suggit, Tómas Karlsson Sepp. t Útför SÉRA RÓBERTS JACK, sem andaöist 11. þessa mánaðar, fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 19. febrúar kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Krabbameinsfélag íslands. Vigdis Jack, Davíð Jack, María Jack, Róbert Jon Jack, Ella Kristín Jack, Anna Jack, Jonína Guðrún Jack, Sigurður Tómas Jack, Sigurlma Berglind Jack, Elin Guðmundsdóttir, og barnabörn. Bergdfs Sigmarsdóttir, Niiló Renikanen, Sigrún Baldursdóttir, Skúli Torfason, Guðmundur Sigþórsson, Bjarni Stefánsson, Anna Gunnarsdóttir, Leflsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf _______um gerð og val legsteina._ ÍB S.HELGASON HF ISTEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 SÍMI 76677

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.