Morgunblaðið - 18.02.1990, Page 36

Morgunblaðið - 18.02.1990, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1990 Eyjólíur Kristjáns- son - Kveðjuorð Fæddur 24. ágúst 1904 Dáinn 11. desember 1989 Vinur okkar og velgerðarmaður, Eyjólfur Kristjánsson, lést á hjúkr- unarheimilinu Skjóli hinn 11. des. sl. eftir um tveggja mánaða veru þar. Eyjólfur naut þar góðrar umönnunar og var farinn að kunna vel við sig á þessu nýja heimili. Hann beið þess þó með óþreyju að Guðrún kona sín kæmi og byggi þarna með honum eins og fyrirhugað var. En til þess kom þó ekki. Þegar Eyjólfur stóð upp frá eftirmiðdagskaffinu 11. des- ember síðastliðinn, sagðist hann ætla að fá sér bíl og fara heim á Berg- staðastræti en hné svo útaf. Þar með var Eyjólfur Kristjánsson kallaður burt úr þessum heimi. Eyjólfur fæddist 24. ágúst 1904 að Holtastaðaeyri (daglega nefnd Strönd) við Reyðarfjörð. Foreldrar hans voru Kristján Eyjólfsson út- vegsbóndi þar og kona hans, Aðal- borg Kristjánsdóttir. Þau eignuðust sex börn sem nú eru öll látin. Tvær stúlkur, sem báðar hétu Sæbjörg, dóu í bemsku. Jón lést rúmlega tvítugur. Um veturinn 1919 féll snjó- flóð á íbúðarhúsið á Strönd og bar það með sér út á sjó. Þeir bræður Eyjólfur og Kristinn björguðust út um glugga á kvistherbergi sem þeir sváfu í og gátu náð í hjálp. Þarna fórst Ragnheiður, systir Eyjólfs, en annað heimilisfólk bjargaðist. Má gera sér í hugarlund hve átakanleg reynsla þetta hefur verið fjölskyld- unni. Það mátti m.a. merkja 46 árum síðar þegar Eyjólfi barst sú frétt að sonardóttir væri komin í heiminn og þar væri komin Ragnheiður. Eyjólfur varð innilega hrærður og glaður og sagði við Gunnu sína: „Getur þetta bara verið satt.“ Það voru því aðeins Kristinn og Eyjólfur sem komust til fullorðinsára af Strandarsystkinum. Kristinn lést 16. apríl 1986, 83ja ára gamall. Eyjólfur kvæntist 28. maí 1933 móðursystur okkar, Guðrúnu Emils- dóttur frá Stuðlum í Reyðarfirði, f. 20. apríl 1913. Foreldrar hennar voru Emil Tómasson og kona hans, Hildur Þuríður Bóasdóttir. Sama ár fluttust þau til Reykjavíkur og áttu síðan heima þar og í Kópavogi. Lengst af bjuggu þau á Brúarósi í Kópavogi, en svo nefndu þau hús sitt sem þeir bræður Eyjólfur og Kristinn byggðu sumarið 1945 og flutti fjölskyldan þar inn um haustið. Þetta var reisulegt hús á tveimur hæðum og kjallara. Eyjólfur var mik- ill áhugamaður um gróður og garð- rækt. Hann setti skipulega niður trjáplöntur og blóm og hafði allan sinn búskap á Brúarósi, stóran kart- öflugarð og ræktaði rófur, gulrætur og grænmeti langt umfram þarfir heimilisins. Þá rak hann um árabil hænsnabú á Brúarósi, og fleiri skepnur ól hann stundum, enda eink- ar natinn við dýr. Allt var þetta gert af miklum myndarskap, þar sem snyrtimennska, fyrirhyggja og vinnusemi tryggði góðan árangur. Þau Guðrún og Eyjólfur eignuðust tvo syni. Emil Hilmar, f. 9.11. 1935, kennari í Lyon í Frakklandi, og Kristján, f. 19.8. 1942, læknir í Reykjavík. Auk þess ólu þau upp sonarson sinn, doktor Eyjólf Kjalar Emilsson,_ lektor í heimspeki við Háskóla íslands. Afkomendur Eyj- ólfs og Guðrúnar eru nú átján, allt gott og mannvænlegt fólk. Það var alla tíð mannmargt á heimili þeirra Eyjólfs og Guðrúnar. Þar áttu fjölmargir skjól og athvarf um lengri eða skemmri tíma. Þeir Emil, afi okkar, og Kristinn, bróðir Eyjólfs, áttu þar heimili frá því þeir fluttust suður um og fyrir stríð og meðan báðir lifðu — en Emil lést 1967. Afasystir okkar, SigríðurTóm- asdóttir, dvaldi á heimili þeirra síðustu æviár sín og þar til hún dó 1949. Móðursystkini okkar dvöldu mörg langtímum saman á heimili Eyjólfs og Guðrúnar. Já, þeir voru margir sem nutu einstakrar velvildar og rausnar þeirra Eyjólfs og Guðrún- ar á Brúarósi. Oft var líkara því að á Brúarfossi væri hótel en heimili, ef taldir voru þeir sem gistu, borðuðu og drukku. Það virtist aldrei neitt mál að bæta við einum eða fleirum, þar voru allir velkomnir og fundu það. Þessa nutum við systkinin í ríkum mæli. Við dvöldum þar öll oftar en tölu verður á komið um lengri eða skemmri tíma og stöndum í ómetanlegri þakkarskuld við þau heiðurshjón, Eyjólf og Guðrúnu. Það sama gilti um börn okkar, þau fundu sig alltaf velkomin á heimili þeirra. Þau elstu, Birgir og Ragna, dvöldu hjá þeim um tíma og áttu þar at- hvarf þegar þau voru að byija að standa á eigin fótum í lífmu, fjarri foreldrum sínum. Einhveija tilsögn fékk Eyjólfur hjá einkakennurum eftir bamaskólanám, en lengri varð skólagangan ekki. Þó var öllum ljóst sem kynntust honum að hann var afburðagreindur og menntaður maður. Eyjólfur naut því ekki skólagöngu svo sem hæfileikar gáfu tilefni til. Aldrei vottaði þó fyr- ir neinni beiskju hjá honum af þeim sökum. Það var ekki eðli hans að sýta orðinn hlut eða leggjst í dag- drauma. Hann vann allt það sem hann tók sér fyrir hendur af áhuga og trúmennsku. Fyrst eftir að hann fluttist hingað suður vann hann hvaðeina sem til féll. Árið 1946 varð hann verkstjóri hjá Reykjavíkurborg og gegndi því starfí til 1955 að hann réðst sem verkstjóri hjá Kópavogs- kaupstað. Ekki varð hjá því komist að Eyjólfur yrði kallaður til ýmissa trúnaðarstarfa þótt hæverskur væri. Hann var deildarstjóri við Kaupfélag Héraðsbúa 1930-36. í skólanefnd Kópavogs 1948-55 og í fræðsluráði Kópavogs 1956-62. I stjóm Sjúkra- samlags Kópavogs frá 1954 og í bæjarstjóm Kópavogs og var fyrsti forseti hennar frá 1955-62. Hann gegndi ennfremur ýmsum öðrum trúnaðarstörfum fyrir Kópavogs- kaupstað. Þá var Eyjólfur gjaldkeri Garðyrkjufélags íslands 1957-64 og í stjórn Sambands eggjaframleiðenda frá 1963. Þegar litið er til baka er margs að minnast af kynnum okkar við Eyjólf, þar sem aldrei bar á skugga. Eftirminnilegt er þegar Eyjólfur og Guðrún komu norður á Gjögur 1949 til að vera viðstödd skím Guðrúnar Krisljana Ásbjarnar- dóttir - Minning Fædd 21. september 1913 Dáin 13. febrúar 1990 Ég man hvað mér þótti hún stór hún Kristjana, tengdamóðir mín, þegar ég sá hana fyrst. Seinna komst ég að raun um að hún var stór: stór í anda, stór i samskiptum. Hún var margfróð. Fátt bar á góma sem hún hafði ekki skoðun á. Fáar persónur sem hún vissi ekki deili á. Ég minnist ótal ánægju- stunda úr eidhúsinu í Álftagerði, við ræddum, urðum kannske ekki alltaf sammála en náðum sam- komulagi sem báðar báru virðingu fyrir. Hún gerði ekki víðreist um dag- ana, til þess gáfust fá tækifæri. Ferðaðist um Island, mest í hugan- um og skildi illa þá áráttu afkom- enda sinna að leggja fjarlæg lönd undir fót. Eins og Bergþóra nefði hún aldr- ei gengið ein út. Hún átti sinn Njál. Hún stóð með sínum. Það var gott að eiga hana að. Nú telst hún til þeirra vina minna sem eru farn- ir á undan. Blessuð sé minning Kristjönu Ásbjarnardóttur. Inga Emilíu hinn 24. ágúst en jafnframt var haldið uppá 45 ára afmæli Eyj- ólfs þennan sama dag. Þau fóru frá Reykjavík til Hólmavíkur með rútu og þaðan áfram með flóabátnum Hörpu, sem gekk vikulega til Gjög- urs og fleiri „þéttbýlisstaða" í Ámes- hreppi. Var ætlunin að þau stoppuðu í viku og færu síðan á sama hátt heim aftur. „Kóngur vill sigla en byr hlýtur að ráða.“ Vegna veðurs komst flóabáturinn ekki og þegar þau höfðu verið á Gjögri í tíu daga var brugðið á það ráð að fara á bát inn í Nautsvík en þaðan á hestum yfir Trékyllis- heiði. Hrepptu þau hið versta veður, rigningu og hvassviðri, á heiðinni. Með í ferðinni var Kristján, sonur Eyjólfs og Guðrúnar, þá nýorðin sjö ára. Allir urðu blautir og hraktir enda ekki þá til jafn góð hlífðarföt og nú. Kom þama sem oftar, bæði fyrr og síðar, í góðar þarfír athygli og hyggindi Eyjólfs. Hann fór af hestinum af og til og lét Kristján ganga sér við hlið. Var mál manna eftir á að þarna hefði getað farið verr ef úrræða Eyjólfs hefði ekki notið við. Þótt Eyjólfur hafí ekki farið nema þessa einu ferð norður í Ámeshrepp, stoppað þar í tíu daga og aðeins farið um hluta hreppsins, þá mundi hann, ekki bara bæjarnöfn- in, heldur líka hveijir bjuggu á hvetj- um bæ og í hvaða röð þeir vom. Sama var ef rætt var um jarðir og ábúendur á Héraði og víðar á Aust- urlandi, Eyjólfur vissi um þetta allt af undra mikilli nákvæmni. Við systkinin höfum spurt okkur þeirrar spumingar hvort Eyjólfur kunni okkur nokkrar þakkir fyrir að minnast hans á þann hátt sem hér er gert. Hann var ekki fyrir orða- gjálfur. Hinsvegar lét hann fólk njóta sannmælis og þess viljum við líka láta Eyjólf njóta. Við minnumst að honum ofbauð stundum skrumið og sýndarmennskan og hafði þá yfír eftirfarandi erindi úr Passíusálmun- um: Erfisdrykkjur og ónýtt pijál ekki á skylt við þetta mál. Heiðingja skikkjan heimskuleg hæfir kristnum á engan veg. Viljum við gjaman vera innan þeirra marka sem þama koma fram. Elsku Gunna frænka. Það hlýtur að vera mikið tómarúm og söknuður sem fráfall Eyjólfs skilur eftir, þið sem áttuð að baki rúmlega 54 ára farsælt hjónaband. Við biðjum að góður Guð gefi þér styrk og þrek til að komast farsællega í gegnum þetta eins og hann hefur gert hingað til. Öðmm aðstandendum Eyjólfs vott- um við innilega samúð og biðjum þeim blessunar Guðs. Blessuð sé minning Eyjólfs Krist- jánssonar. Hilmar F. Thorarensen, Guðbjörg K. Karlsdóttir, Guðrún E. Karlsdóttir, Emil Thorarensen og fjölskyldur. Mikill sómamaður kvaddi okkur fyrir allnokkm, náinn frændi minn og góður vinur á genginni tíð. Mig langar að minnast hans örfáum orð- um þó ekki verði gert sem skyldi og ég vildi gjaman hafa gert. Kynni okkar vöruðu allt frá bernsku og æsku og hlutu nokkra endurnýjun á okkar efri árum og alltaf vissum við hvor af öðmm á ævibrautinni. Farsæld og lífslán ein- kenndu ævileið Eyjólfs Kristjánsson- ar, enda var hann mjög góðum gáf- um gæddur, ákveðni og prúð- mennska áttu í honum samleið, fast- ur fyrir en sveigjanlegur þegar þess þurfti, eljumaður mikill og ötuli til allra starfa. Félagslyndur var hann mjög og því falinn trúnaður víða s.s. síðar verður að vikið. En fyrst hygg ég að ætt og upp- mna og vík aftur til síðustu alda- móta. Eyjólfur fæddist 24. ágúst 1904 á Holtastaðaeyri við sunnanverðan Reyðarfjörð. Foreldrar hans vom Aðalborg Kristjánsdóttir frá Sand- felli í Skriðdal og Kristján Eyjólfsson frá Seljateigi í Reyðarfírði. Árið sem þau giftust stofnuðu þau nýbýli á svokallaðri Holtastaðaeyri á Sléttu- strönd. Á sama ári reisti Kristján með aðstoð mágs síns, Jóns Kristjánsson- ar, sem var lærður smiður, stærðar íbúðarhús úr timbri, kjallara, hæð og ris, einnig gripahús og loks sjóhús við bátavörina. Jón var heimilis- maður hjá þeim til æviloka, rómað valmenni. Kristján og Aðalborg vom komin af þrekmiklu og gáfuðu bændafólki, dável efnuð og skorti ekki bústofn. Þau áttu strax nokkrar kindur og róðrarbát. Heyja öfluðu þau á stómm og grösugum hjöllum í fjallinu fyrir ofan bæinn og á grasfleti á eyrinni ná- lægt íbúðarhúsinu. Þarna varð strax hinn snotrasti búskapur og allt bar vott um eljusemi, hirðu og smekk- vísi. Lífsbjörgin var landbúskapur og sjósókn. Állt bar alúð og fegurðartil- fínningu vitni. Brátt fjölgaði þar á heimili. Fyrst fæddist stúlka, sem skírð var Ragn- heiður, frísk og falleg og varð strax sólargeisli heimilisins. Tveim árum seinna fæddist hraustlegur drengur, skírður Kristinn, og tveim árum síðar annar efnisdrengur, skírður Eyjólfur. Þriðji bróðirinn bættist þeim hjónum nokkmm ámm síðar, skírður Jón. Varð skammlífur. í þessum systkinahópi ólst Eyj- ólfur upp. Þetta var indælt heimili. Foreldrarnir samhent, glaðlynd og elskuleg — afar jafnlynd og hógvær. Á þessu heimili var mikið lesið og mikið sungið. Húsmóðirin var afar söngelsk og kunni undur mikið af ljóðum og lög- um. Bókakostur var ótrúlega mikill, mikið var danskra bóka því Kristján hafði stundað nám í Danmörku í 3-4 ár og var útlærður ljósmyndari. Á vetrum var fenginn heimilis- kennari til að segja börnunum til og eins mun faðir þeirra hafa kennt þeim mikið. Börnin vöndust strax og þau höfðu aldurtil allri vinnu til lands og sjávar eins og þá gerðist. Þau vöndust einnig iðni ágætri hvort sem var við vinnu eða nám. Friður, gleði og hamingja ríkti yfir þessu heimili. En svo einn vetrar- dag á útmánuðum dundi hörmungin yfír. Ægilegt snjóflóð steyptist yfir bæinn úr fjallshlíðinni, skall á íbúðar- húsinu og sópaði því niður í flæðar- mál. Dóttirin Ragnheiður, innan við tvítugt, rómuð fyrir afburðahæfileika og mjög fríð sýnum, fórst í snjóflóð- inu. Aðrir björguðust lítið meiddir. Þetta var skelfilegt áfall fyrir fjöl- skylduna. En þessu var tekið með undraverðu sálarþreki. Strax hófust þeir handa, Kristján og Jón, og reistu nýtt íbúðarhús og þá voru þeir farnir að hjálpa mikið til, Kristinn og Eyjólfur. Áfram var búið til sjós og lands. Eyjólfur tók nú að hafa aðalforystu og allar út- réttingar fyrir heimilið. Þó hlédrægur væri tók hann þátt í opinberum mál- um sinnar heimabyggðar, m.a. var hann deildarstjóri Kaupfélags Hér- aðsbúa í nokkur ár, en því fylgdu nokkur umsvif. Um tíma var hann farkennari í sveitinni. Eyjólfur gekk enga langskólabraut, en svo vel gerð- ur maður menntaðist af sjálfum sér og varð víða heima og vel lesinn. Hann var hið farsæla dæmi um hinn sjálfmenntaða mann, sem af glögg- skyggni og greind öðlaðist víða yfir- sýn og ærna þekkingu. Það er svo á þessum árum sem hann tekur mesta gæfusporið á lífsleið sinni, en ■þá eignaðist hann -sinn ástúðlega lífsförunaut. Hinn 28. maí gengu þau í hjóna- band, Eyjólfur og Guðrún Emils- dóttir frá Stuðlum í Reyðarfirði, ein margra myndarsystkina, sem víða hafa við komið. Foreldrar hennar voru: Hildur Bóasdóttir frá Stuðlum af þeirri þekktu Bóasar-ætt og Emil Tómas- son bóndi á Stuðlum, Þingeyingur að ætt og uppruna, en Emil var síðar lengi húsvörður við Austurbæjar- barnaskólann. Guðrún er mikil mannkostakona, fríð kona og afar greind, einstök ágætismanneskja að allri gerð og heimili þeirra til mikillar fyrirmyndar um allt, enda bæði hjónin svo sam- taka og einhuga í öllu að annað ger- ist ekki betra. Þau hjón fluttu til Reykjavíkur 1935 og síðar í Kópavog 1941, þar sem þau reistu sér heimili að Brúar- ási, myndarheimili mikið þar sem rausn og reisn réð ferðum. Hlutur heimilisföðurins var frá- bærlega góður, þar undi hann sér bezt í faðmi góðrar fjölskyldu. Hjá þeim hjónum dvaldist Emil faðir Guðrúnar allt til hins síðasta og átti þar atlæti gott. Á fyrstu búskaparárunum í Kópa- vogi flutti svo Kristinn bróðir Eyjólfs til þeirra og var þar upp frá því. Af Kristni mætti segja mikla og góða sögu, en samofin var hún um margt sögu Eyjólfs, því samrýndari bræður er erfítt að hugsa sér, er. Kristinn var einlægur ágætisdrengur, afar hagur maður og velvirkur, dagfars- prúður og hreinskiptinn. Hann lézt 1986. Þau Guðrún og Eyjólfur eignuðust tvo sonu: Emil háskólakennara í Lyon og Kristján hjartasérfræðing í Reykjavík. Auk þess ólu þau hjón upp sonar- soninn Eyjólf Kjalar doktor í heim- speki. Heimilisbragur að Brúarási var einstaklega góður og nutu þess allir gestir sem gangandi, en ekki hvað sízt munu uppeldisáhrif svo ágætra foreldra hafa sagt til sín. Eyjólfur var verkstjóri Iengst starfstíma síns hér syðra, hjá Reykjavíkurborg og í Kópavogi síðar og mun honum hafa látið það starf mjög vel. Saga Eyjólfs í Kópavogi er hin merkasta, svo víða kom hann þar við, því fólk treysti honum til góðra verka. Honum var falinn mikill trún- aður þar enda einn nánasti sam- verkamaður Finnboga Rúts bæjar- stjóra og alþingismanns. Eyjólfur otaði sér ekki fram, en hann lét sig miklu skipta vöxt og viðgang hins unga samfélags í Kópa- vogi, var þar í forystu um langt skeið og m.a. forseti bæjarstjórnar Kópa- vogs um 8 ára skeið. Það segir sína sögu um traust samferðamannanna. En víðar tók hann til hendi. Hann rak búskap að Brúarási, var þar bæði með garðyrkju og hænsnabú- skap. Af því leiddi að hann var gjald- keri Garðyrkjufélags íslands í 7 ár og í stjórn Sambands eggjaframleið- enda í fleiri ár. Hinn prúði og hlédrægi 'frændi minn var ævinlega tilbúinn að axla þá ábyrgð, er aðrir fólu honum, og trúr var hann í verki hverju. Þau hjón fluttu frá Brúarási til Reykjavík- ur 1983 og áttu heimili sitt þar á Bergstaðastræti lla. Lífssaga góð er gengin á enda. Gömul kynni og góð eru þökkuð heilum huga og um leið eru eiginkon- unni, Guðrúnu, og þeirra fólki öllu sendar einlægar samúðarkveðjur. Heiðbjört eins og austfirskur vor- himinn er minningin um minn góða frænda í huga mér. Blessuð sé sú heiðbjarta minning. Jóhann Björnsson frá Seljateigi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.