Morgunblaðið - 18.02.1990, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 18.02.1990, Blaðsíða 43
Stöð 2; Morðgáta ■■■■I Bandaríski fram- QO 15 haldsmyndaflokkur- , inn Morðgáta, þar sem Angela Lansbury leikur hina snjöllu Jessicu Fletcher, er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. í þættinum segir frá því er Jessica er stödd í flugvél á leið til Lundúna. í vélinni er staddur milljónaerfingi, hin fagra Sonny Greer. Lífvörður hennar er myrtur og stolið ómetanlegri hálsfesti. Til allr- ar lukku er staddur fyrir tilvilj- un um borð rannsóknarlög- reglumaður frá Scotland Yard og hann og Jessica finna snim- hendis hálsfestina, en enn eru ýmsir endar lausir. Sjónvaipið: íþróttavika mmam Fáir dagskrárliðir henta eins vel fyrir Sjónvarp og íþróttir 91 45 og eru þær enda snar þáttur í dagskrá Sjónvarpsins og hafa verið í mörg ár. íþróttavika Sjónvarpsins hefst í kvöld með íþróttahorninu sem er í umsjá Jóns Óskars Sólnes. Á þriðjudag er Iþróttaspegill fyrir börn og unglinga í umsjá þeirra Bryndísar Hólm og Jónasar Tryggvasonar. hefst hann kl. 18.20. Fimmtudaginn er íþróttasyrpa Ingólfs Hannessönar kl. 21.50. Föstudaginn er svo hápunktur þessarar íþróttaviku, því þá er á dagskrá bein útsending frá landsleik íslendinga og Hollendinga í Laugardalshöll og hefst útsendingin kl. 20.35. Þetta verður síðasti landsleikur íslenska lands- liðsins fyrir heimsmeistarakeppnina í Tékkóslóvakíu. Aðal íþróttaþátt- ur vikunnar verður síðan á laugardag og hefst hann kl. 14.00. Með- al efnis verður meistaragolf, umfjöllun um handknattleik og fjallað um úrslit dagsins. Sérstök athygli er svo vakin á beinni útsendingu frá leik Chelsea og Manchester United sem hefst kl. 15.00. Umsjónar- menn íþróttaþáttarins eru Bjami Felixson og Jón Óskar Sólnes. MORGUNBLAÐIÐ ÚTVARP/SJONVARP SUNNUDAGUR 18. FEBRUAR 1990 Bjarni Felixson og Bjarni Sigtryggsson. (Endurtekinn þáttur frá deginum áður á Rás 1.) 5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 5.01 Lísa var það, heillin. Lísa Pálsdóttir fjallar um konur í tónlist. (Endurtekið úrval frá miðviku- dagskvöldi á Rás 2.) 6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 6.01 Á gallabuxum og gúmmiskóm. Leikin lög frá sjötta og sjöunda áratugnum. f LAIMDSHLUTAÚTVARP Á RÁS 2 8.10-8.30 og 18.03-19.00 Útvarp Norðurland f BYLGJAN FM 98,9 7.00 Rósa Guðbjartsdóttir og Haraldur Gíslason taka daginn snemma. Kíkt i blöðin og pistla í , tilefni dagsins. 9.00 Páll Þorsteinsson. Vinir og vandamenn kl. 9.30. Uppskrift dagsins valin um 11.30. Spjall við hlustendur i byrjun nýrrar vinnuviku. 12.00 Hádegisfréttir. 12.15 Valdís Gunnarsdóttir. Afmæliskveðjur á milli 13.30-14. 15.00 Ágúst Héðinsson og nýjasta tónlistin. Maður vikunnar valinn. 17.00 Reykjavík síðdégis. Sigursteinn Másson. Vettvangur hlustenda. 18.00 Kvöldfréttir. 18.15 íslenskir tónar. Ágúst Héðinsson. 19.00 Snjólfur Teitsson. 20.00 Ólafur Már Björnsson á kvöldvaktinni. 22.00 Stjörnuspeki. Gunnlaugur Guðmundsson og ÍPétur Steinn. Stjörnumerki tekin fyrir. mánaðar- merkið og gestur lítur inn í hljóðstofu. Öllum merkjum gerð einhver skil og bréfum hlustenda svarað. I STJARNAN á FM102/104 1 7.00 Snorri Sturluson. Morgunspjall um menn og málefni. 10.00 Bjarni Haukur Þórsson. Klukkan 11 iþróttaf- réttir. Leikir, kaup og sölur. 13.00 Sigurður Helgi Hlöðversson. Óskalög og hlu- standi dagsins, Iþróttafréttir á sínum stað klukk- an 16.00. 17.00 Ólöf Marín Úlfarsdóttir. 19.00 Richard Scobie. 22.00 Kristófer Helgason. 01.00 Björn Þórir Sigurðsson. ÚTRÁS FM 104,8 12.00 Þorravaka Menntaskólans við Sund á Útrás. 1.00 Dagskrárlok. AÐALSTÖÐIN FM 90,9 7.00 Nýr dagur. Eirikur Jónsson. Morgunmaður Aðalstöðvarinnar með fréttir, viðtöl og fróðleik I bland við tónlist. 9.00 Árdegi Aðalstöðvarinnar. Anna Björk Birgis- dóttir. Ljúfir tónar I dagsins önn með fróðleiks- molum um færð veður og flug. 12.00 Dagbókin. Innlendar og erlendar fréttir um allt sem þú vilt vita. Fréttir af'fólki, færð, flugi og samgöngum. Umsjónarmenn Ásgeir Tómas- son, Þorgeir Ástvaldsson og Eiríkur Jónsson. 13.00 Lögin við vinnuna. Fróðleikur i bland við Ijúfa tóna og allt sem þú þarft að vita um i dagsins önn. Lögin valin í síma 626060. Umsjón Þorgeir Astvaldsson. 16.00 í dag i kvöld með Ásgeiri Tómassyni. Fréttir og fréttatengt efni um málefni líðandi stundar. 18.00 Á rökstólum. i þessum þætti er rætt um þau málefni sem efst eru á baugi hverju sinni. Viðmæ- lendur eru oft boðaðir með stuttum fyrirvara til þess að á. rökstólum séu ætíð rædd þau mál sem brenna á vörum fólks i landinu. Hlustendur geta tekið virkan þátt í umræðunni i gegnum sima 626060. Umsjón Bjarni Dagur Jónsson. 19.00 Það fer ekkert á milli mála. Mánudagskvöld á Aðalstöðinni er málið. Gulli litur á það helsta sem er að gerast og upplýsir hlustendur um það. Ljúfir tónar og fróðleikur um flytjendur. Umsjón Gunnlaugur Helgason. 22.00 Draumasmiðjan. Draumar hlustenda ráðnir i beinni útsendingu. Allt sem viðkemur draumum er fallegt! Fylgdi ómæld fyrirlitn- ing á stórum bflum, stórum hús- um, húsbúnaði sem sankað hafði verið þar inn o.s.frv. Það sýndi „rétt hugarfar“ að hafa skömm á húsinu eða íbúðinni sem mamma og pabbi höfðu með ærinni fyrir- höfn komið yfír fjölskylduna. Seinni tíma sagnfræði hefur svo búið það til, að sú kynslóðin sem þá var um milli fertugs og sex- tugs, hafí fengið íbúðina sína á silfurfati. Þetta er sagnfræði þeirra sem ekki muna eða kæra sig um að vita hvernig fólk þess tíma eigiiaðist þak yfir höfuðið. Með miklu basli og ómældri eigin vinnu í mörg ár og jafnvel ára- tug. Byijaði gjaman að búa í kjall- aranum og fíkraði sig smám sam- an áfram með innréttingu með hjálp ættingja og vina, inn í stof- una í ár, fullbúið baðherbergi fyr- ir næstu jól, barnaherbergi þar á eftir og loks var hátíð mikil þegar teppi vom keypt út í hom. Engin lán fáanleg nema rétt fyrir efnis- kostnaði, sem betur fer fyrir marga, því þeir áttu þó það sem þeir voru búnir að koma upp. Sátu ekki uppi með endalausar og vaxandi afborganir og vexti. Svona em flest húsin í Smáíbúa- hverfinu byggð og í mörgum öðr- um hverfum borgarinnar. Síðan hafa íbúðirnar og húsin verið að stækka í fermetmm á hverju ári. Og nú reynist 68- kynslóðin með alla sína fyrirlitn- ingu á bruðli í húsnæði vera sú gráðugasta af þeim öllum. Býr í stærsta húsnæðinu. Og kvartar gjarnan undan lánunum, sem von er. Hjá mörgum er þetta þungt helsi að hafa um hálsinn. Hvað skyldi kynslóðin sem kemur á eft- ir gera? Þessi sem nú er milli tvítugs og þrítugs og kaupir í dag minnsta húsnæðið? Ætli hún viþi hafa ennþá rýmra um sig þegar henni vex fiskur um hrygg? Og tækja suður í Frakklandi. Ekki er þar vítt til veggja. í vel tækni- væddri skrifstofu rúmast rétt skrifborðið og einn stól, en stjór- inn horfir á og getur teygt sig í tölvuborð og lesið af skermi allt sem hann þarf að vita eða stillt apparatið á sjálfvirka stjórnun. Allt innan seilingar. Þetta blasti við henni Svanfríði Baldvinsdótt- ur, þegar hún stelpa af íslandi kom til að verða sýningarstúlka í París og skrifstofuhús heims- fræga Elite umboðsfyrirtækis reyndist vera lítil skonsa í háhýsi. En það er erfitt að spá, eins og dæmið um 68-kynsIóðina hér að ofan sýnir. Úr því farið er að vitna í Árbók Reykjavíkurborgar 1989, er kannski ekki úr vegi í þessu sambandi að grípa niður í formálann: „Söfnun, skráning, úrvinnsla, miðlun og geymsla hvers kyns gagna og upplýsinga hefur vaxið með ólíkindum í kjöl- far aukinnar tækni til boðskipta, en þrátt fyrir allt er talið, að við- takendur, fólkið sjálft, séu ekki að sama skapi upplýstari en áður, að breyttu breytanda. Tæknin hefur rutt úr vegi hindrunum vegna takmarkaðra afkasta en um leið grafið undan þeirri stíflu, sem hélt aftur af upplýsingaflóð- inu, með þeim afleiðingum, að sífellt verður erfiðara að greina hismið frá kjamanum. Ein afleið- ingin er sú, að tengslin við fortí- ðina rofna vegna þess, að fólk hefur æ minni tíma aflögu til annars en að fylgjast með frá degi til dags og þar við bætist, að sjaldan vinnst tími til að gera sífellt nýrri, fleiri og fjölbreyttari upplýsingar samanburðarhæfar við eldri gögn. Það tók þijú ár að vinna upplýsingar til birtingar úr manntalinu 1910, en upplýs- ingar úr síðasta aðalmanntali hér- lendis, sem tekið var 31. janúar 1981, liggja enn ekki fyrir.“ getur þú fræðst um á Aöalstöðinni. Síminn 626060. Umsjón Kristján Frimánn. EFFEMM FM 95,7 7.00 Arnar Bjarnason. 10.00 ívar Guðmundsson. 13.00 Sigurður Ragnarsson. 16.00 Jóhann Jóhannsson. Afmæliskveðjur og stjórnuspá fyrir afmælisbörn dagsins á sínum stað. Pizzuleikurinn kl. 18. 19.00 Ragnar Vilhjálmsson. 22.00 Valgeir Vilhjálmsson. Sex-pakkinn korter í ellefu. 1.00 Næturdagskrá. Einar Hjörleifsson Kvaran Guðmundur Jónsson Kamban Rás 1: Kíkt út um kýraugað mtmKM í þættinum er sagt frá andatrúarfundi sem haldinn var í 1 K 03 Reykjavík árið 1906 og Einar H. Kvaran ritstjóri Fjallkon- unnar lýsir i blaði sínu. Sá fundur er um margt merkileg- ur því skáldin Jónas Hallgrímsson, H.C. Andersen og Snorri Sturlu- son spjölluðu þar við fundarmenn í gegnum 17 ára skólapilt, Guð- mund Jónsson síðár Kamban, -sem festi á blað með ósjálfráðri skrift ræðu þeirra. Skáldjöfrarnir gerðu gott betur en flytja ræður, því með aðstoð þessa skólapilts fóru þeir að skrifa saman ævintýri sem síðar voru gefin út á bók, sem nefndist Úr dularheimum. Eitt þess- ara ævintýra, Kærleiksmerkið, verður lesið í þættinum. í Næstu þáttum Úr kýrauganu verður sagt meira frá þessum ævintýraskrifum og þau lesin og sagt frá deilum sem upp risu vegna þessara skrifa títtnefndra andans jöfra. Gárur eftir Elínu Pálmadóttur Lífið er lotterí, lífíð er lotterí, og ég er með í því, var eitt sinn sungið af mikilli innlifun. Og það er rétt! Lífíð er víst eitt alls- heijar lotterí. Gengur stundum skrikkjótt að spá í „galskapið“, eins og segja mátti á brúkunar- dögum prentsmiðjudönskunnar. Nútíminn hefur fundið ný hjálp- artæki til að koma reiðu á hlutina - kannanir. Tölur úr einni slíkri könnun, um stærð íbúðarhús- næðis á mann eða fjölskyldu í landinu, birti býsna skondna mynd af þessu lífslotteríi. Fram kemur að það átti fyrir hinni svo- nefndu „68-kynslóð“ að liggja að búa í stærra húsnæði en nokkur annar aldurshópur á íslandi. Þetta er fólkið, sem fyrir 20 árum sat saman og gekk í fylkingum til þess að mótmæla lífsstfl foreldr- anna og fínheitum þeirra sem á undan gengu. Kjörorðið var: Lítið ætli henni muni finnast eftirsókn- arvert að þrífa, halda við, að ekki sé talað um að standa undir af- borgunum af lánum af ennþá stærra og fínna húsnæði? Hver veit það? í þeirri ágætu Árbók Reykjavíkur, sem árlega er sneisafull af upplýsingum í tölum, m.a. um stærð íbúða, svo sjá má hvernig meðalíbúðin stækkar ár frá ári á íslandi, þar má í síðustu bókinni frá 1989 m.a. lesa að frá árinu 1979 hefur samanlagt fiat- armál atvinnuhúsnæðis á hvern íbúa Reykjavíkur aukist úr 25 fermetrum í tæplega 30 fermetra. Rak augun í þetta, af því að það virðist í svo miklu ósamræmi við það sem er að gerast erlendis á tölvuöld. Það blasti við augum Gáruskrifara í janúar sl. í nokkr- um skrifstofum forstjóra og yfir,- manna stórra tæknivæddra fyrir- Blómabörnín búa best

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.