Morgunblaðið - 06.03.1990, Síða 6
6 B
B 7
Lfnusend. sem
gefur mark
Yflr ofto
framhjá
Fengln
vftl
Útef
f2mín
100%
MORGUNBLAÐIÐ
IÞROTTIR ÞRŒXJUDAGUR 6. MARZ 1990
HANDKNATTLEIKUR / HEIMSMEISTARAKEPPNIN
MORGUNBLAÐE)
IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR
6. MARZ 1990
ISLAND - JUGOSLAVIA
Spennu
fall í Zlin
ÍSLENSKA landsliðið lék ágætlega í þrjá stundarfjórðunga gegn
heimsmeisturum Júgóslava og virtist vera á góðri leið með að
tryggja sér sigur. Munurinn tvö mörk og möguleiki á að auka
enn forskotið. En þá varð spennufall svo um munaði f leik liðs-
ins og afleiðingin var sjö marka tap, 27:20.
Steinþór
Guðbjartsson
skrifar
fráZlin
Hvað gerðist var spurt, en fátt
var um svör. Atburðarásin var
hröð, en eftir stendur að strákamir
þoldu ekki álagið. Þeir héldu ekki
haus þegar á þurfti
að halda. Þeir spil-
uðu ekki yfirvegað í
öruggri stöðu,
17:15, og misstu
móðinn eftir að Júgóslavar höfðu
jafnað, 17:17. Þeir voru of ákafir
í sókninni og var refsað fyrir, sátu
eftir og horfðu á mótherjana gera
hvert markið á eftir öðru eftir hrað-
aupphlaup. Þeir skoruðu ekki í rúm-
ar sjö mínútur, en fengu sex mörk
á sig á sama tíma. Þeir gáfust upp
og skoruðu næst eftir rúmar sex
mínútur, en í jnillitíðinni höfðu
mótheijamir gert fjögur mörk.
íslenska liðið getur leikið vel, en
það skiptir öllu að halda stöðugleik-
anum í réttu keppninni. Þetta tap
var sérstaklega sárt vegna góðrar
frammistöðu fyrr í leiknum. Strák-
amir sýndu sitt rétta andlit og góð-
an baráttuvilja þegar þeir vom 9:6
undir. Þá voru 10 mínútur eftir af
fyrri hálfleik, en þeir nýttu þær
vel, vom 11:10 yfir í hálfleik og
bættu við strax eftir hlé. Þarna
tvíefldust þeir við mótlæti, en brotn-
uðu gersamlega stundarfjórðungi
síðar.
Júgóslavar eru sterkir. Basic
varði ekki vel í fyrstu tveimur leikj-
unum en hann hefur verið aðal-
markvörður Júgóslava lengi og
sýndi nú hvers vegna.
Júgóslavar lásu leikinn rétt. Flöt
(6-0) vöm þeirra var svarið við leik
Islendinga. Reynslan kom þeim að
gagni. Þeir fóru sér að engu óðs-
lega eftir að forystu varð náð.
íslenska liðið fékk skell gegn
Suður-Kóreu á HM í Sviss fyrir fjór-
um árum, en stóð uppi í sjötta
sæti. Strákarnir geta enn náð settu
marki, en ekki með leik eins og
síðasta stundarfjórðunginn á laug-
ardag.
Steinþór
Guðbjartsson
skrifar
fráZiin
MS'90-ðSSR
■ KRISTJÁN Arason var valinn
besti maður íslands í leiknum
Júgóslavíu og fékk m.a. ísexi.
Hann sagðist ekki hafa not fyrir
svona tól á Spáni,
en ef illa gengi,
væri aldrei að vita...
■ BASIC, mark-
vörður Júgóslavíu,
var kjörinn bestu maður liðs síns
og kom það engum á óvart.
■ LÍTIL stjórnun hefur verið á
bekknum hjá Kúbumönnum. í
leiknum gegn Spánverjum kallaði
þjálfarinn á Roberts og vildi fá
hann af velli. Kappinn neitaði og
komst upp með það.
■ JÓN Hjaltalín Magnússon,
formaður HSI, dreifði fréttabréfi, á
ensku, vegna HM á Islandi 1995
í Zlin á laugardag. Þar er m.a.
ávarp Steingríms Hermannsson-
ar, forsætisráðherra, Steingríms
J. Sigfussonar, samgönguráð-
herra, Sigurðar Helgasonar, for-
stjóra Flugleiða, og Jóns Hjal-
talín.
■ ÞRÍR kunnir stuðningsmenn
bættust í hópinn í Bratislava á
sunnudagskvöld. Það voru þeir
Matthías Á. Mathiesen, alþingis-
maður, Þórður Sigurðsson, form-
aður handknattleiksdeildar Vals,
og séra Pálmi Matthíasson. Pálmi
sagðist vera kominn til að blessa
strákana og blessa matinn.
■ EGLLL Már Markússon og
Kristján Sveinsson, handknatt-
leiksdómarar, komu til Zlin
skömmu fyrir leikinn gegn Jú-
góslövum. Ferð var í boði fyrir eitt
dómarapar og voru 11 í hattinum.
HSÍ og HDSI gáfu ferðina.
■ BOGDAN landsliðsþjálfari, var
frekar taugaóstyrkur á leik Spánar
og Kúbu. Hann fór af áhorfenda-
bekkjunum, þegar átta mínútur
voru eftir af fyrri hálfleik og fyldist
með leiknum frá stigagangi. Sama
gerði hann í lok leiksins, en hann
var ekki sannfærður um sigur
Spánar fyrr en Franch gerði 27.
markið, 27:24, og 3.42 mín. til leiks-
loka. „Þeir geta gert fjögur á þess-
um tíma, en þeir loka ekki mark-
inu,“ sagði hann um Kúbumenn.
■ FYRIRHUGAÐ er að bjóta
landsliðinu í skoðunarferð til Vínar
á morgun, en þá verða engir leikir.
Vín er aðeins um 50 km frá Brat-
islava.
■ LEIKMENN HK eru komnir í
æfíngabúðir til Tékkóslóvakíu.
HK-liðið æfír í Prag og þá leikur
liðið nokkra æfíngaleiki. Frægasta
liðið sem HK leikur gegn er Skoda
Pilzen.
Rico bjargvættur Islendinga
LORENZO Rico átti sannkallaðan stórleik, er Spánn vann Kúbu
29:26 í síðasta leiknum i C-riðli á laugardag. Sigurinn tryggði
íslandi sæti í milliriðlinum í Bratislava, en gott lið Kúbu verður
áfram íZlin og leikur um 13.-16. sæti.
Steinþór
Guðbjartsson
skrifar
Spánveijar áttu lengi vel í mesta
basli með Kúbumenn. Eftir
stundarfjórðung var staðan jöfn,
4:4, og er átta mínútur voru til
hálfleiks var enn
jafnt, 8:8. í hálfleik
voru Spánveijar
tveimur mörkum
yfír, 12:10, en náðu
fljótlega fímm marka forskoti og
það bil tókst Kúbumönnum aldrei
að brúa, en minnkuðu muninn.
Rico byijaði ekki í markinu, en
Spánveijar og íslendingar geta
fyrst og fremst þakkað honum sig-
urinn. Hann varði á þriðja tug skota
og mörg hver úr dauðafærum, jafn-
vel frá Duranona. „Rico hefur stað-
ið sig mjög vel á Spáni og hérna
hefur hann verið frábær," sagði
Javier Garcia, þjálfari Spánar, við
Morgunblaðið eftir leikinn. „En
þetta er löng og erfið keppni, sjö
leikir á 10 dögum og því gaf ég
Fort tækifæri í markinu, til að hann
kæmist inn í Iiðið og eins til að
hvíla Rico.“
Tékknesku dómararnir voru
harðir og vísuðu mönnum óspart
af velli. Spánveijar voru samtals
16 mínútur út af og Reino var úti-
lokaður, en Kúbumenn voru kældir
í 12 mínútur.
Markvarslan og varnarleikurinn
var góður hjá Spánveijum og þeir
nýttu vel hraðaupphlaupin. „Það
var smá taugaveiklun í þessu í byij-
un, en við náðum okkur vel á strik.
Ég er mjög ánægður með þessa
leiki og það er gott að byija í milli-
riðlinum með íjögnr stig. Við erum
samt jarðbundnir og byggjum ekki
loftkastala. Það eru erfiðir leikir
eftir og við getum ekki annað en
reynt að gera okkar besta,“ sagði
Garcia. „Kúbumenn eru með gott
lið, en leika óagað. Með réttri þjálf-
un gæti þeir náð langt, en Ieikmenn-
irnir eru of æstir og sóknimar yfir-
leitt of stuttar.“
Bjarki skoraði sitt
hundraðasta mark
Bjarki Sigurðsson, homamaðurinn knái úr Víkingi, hefur staðið sig
frábærlega í heimsmeistarakeppninni í Tékkóslóvakíu, þar sem
hann hefur skoraði fjórtán mörk í þremur leikjum. Sjö mörg gegn
Kúbú, eitt gegn Spáni og sex gegn Júgóslavíu.
Bjarki, sem hóf að leika með landsliðinu 1987 í leik gegn Dönum
á Akureyri, skoraði hundraðasta landsliðsmark sitt í leiknum gegn
Júgóslavíu, er hann gerði fimmta mark sitt í leiknum. Bjarki, sem er
einn af yngstu leikmönnum landsliðsins, á örugglega eftir að bæta
miklu inn á markareikning sinn í framtíðinni.
„Við hugsuðum
aðeins um sigur“
- sagði Mirko Basic, hetjaJúgóslava
„VIÐ erum heimsmeistarar og
töpuðum fyrsta leik. Annað tap
þýddi hugsanlega sæti neðar
en það sjöunda og það kom
ekki til greina. Við hugsuðum
því aðeins um sigur og dæmið
gekk upp,“ sagði Mirko Basic,
hinn snjalli markvörður Júgó-
slava, við Morgunblaðið eftir
leikinn á laugardag.
Basic sagði að útlitið hefði ekki
verið gott, þegar ísland var
yfir 17:15. „Við urðum að gera
breytingu og hún var eðlileg. Þjálf-
arinn treyst mér til að veija betur
en kollegi minn hafði gert og setti
mig því inná. Eins breyttum við
3-2-1 vöm í 6-0 vörn og klipptum
þar með á leik íslands. Það gekk
ekki að spila 3-2-1 vörn gegn 4-2
sókn [2 línumenn], en þeir áttuðu
sig of seint á breytingunni.
Við vorum taugaveiklaðir í byij-
un, en þetta lagaðist. Ég var hepp-
inn og varði vel og liðið lék vel.
Þetta var mikilvægur sigur, en nú
er spurningin um framhaldið. Ef
við vinnum Austur-Þjóðveija [sem
Júgóslavar gerðu reyndar í gær]
tökum við Sovétmenn, en það er
ekki víst að það nægi til að leika
til úrslita."
„Andlega hliðin í
lagi gegn íslandi“
- sagði Mile Isakovic, fyrirliði Júgóslava
MILE Isakovic, fyririiði Júgó-
slava, var yfir sig ánægður eft-
ir sigurinn gegn Islendingum.
„Við vorum óheppnir gegn
Spáni, en lékum þá ekki á fullu,
sýndum ekki 100% leik. And-
lega hliðin var hins vegar í lagi
gegn íslandi og við erum án-
ægðir.“
Isakovic sagði að í stöðunni 17:15
hefði litið út fyrir tap og því
ekki um neitt annað að ræða en
breyta vöminni. „Dæmið gekk upp,
við nýttum hraðaupphlaupin og
snerum leiknum okkur í vil.“
Fyrirliðinn sagði að 4-2 leikað-
ferð íslands hefði gefið góða raun
og heimsmeistararnir' hefðu ekki
fundið svarið fyrr en stundarfjórð-
ungur var eftir. „Við lokuðum miðj-
unni og hornamaðurinn (Bjarki,
innsk. blm.) fékk lítið svigrúm."
Isakovic sagði að nú væri létt
yfir mönnum. „Við emm með gott
lið, en mestu skiptir að við erum
með góðan markmann," sagði
kappinn um leið og hann klappaði
Basic á öxlina.
Morgunblaðið/Júlíus *
j
Bogdan sagði að leikurinn hefði ]
verið góður, en ísland gefið
hann frá sér undir lokin. „Við nýt-
um ekki færi einn á móti einum.
Það fara 10 færi forgörðum síðustu ,
mínúturnar og slíkt gengur ekki í
Heimsmeistarakeppni. Bjarki, Valdi
og Jakob fóru allir illa með færi
og Alfreð fullkomnaði verkið með
misheppnuðu vítakasti. Við fómm
á taugum, sátum eftir og að auki
var markvarslan ekki góð,“ sagði
Bogdan. Hann var taugaóstyrkur á
leik Spánar og Kúbu, sem skar úr j
um það hvort ísland komst áfram j
— og fylgdist með hluta leiksins ]
af stigagangi, bak við tjöld, eins ;
og sést á myndinni hér að ofan. 1
Morgunblaöiö/JCilíus
Nokkrir úr íslenska hópnum, áhyggjufullir á svip meðan leikur Spánveija og Kúbveija stóð sem hæst. Frá vinstri: Geir Sveins
son, Davíð Sigurðsson leikstjóri, Héðinn Gilsson, Óskar Ármannsson og Einar Þorvarðarson.
- sagðiBogdan
landsliðsþjálfari
„ÞETTA er Heimsmeistara-
keppni. í HM á enginn mögu-
leika án þess að nýta færin og
við nýttum ekki færin," sagði
Bogdan eftir leikinn við Júgó-
slava.
Valdimar Grímsson
„Nýttum
ekki
færin...“
Kristjén Arason
Island — Jugoslavia
íþróttahöllin i Zlin, heimsmeistarakeppnin í handknattleik, C-riðill, laugardaginn
3. mars 1990.
Gangur leiksins: 0:1, 1:2, 2:3, 4:3, 5:4, 5:7, 6:7, 6:9, 8:9, 8:10, 11:10, 12:10,
12:13, 15:13, 16:14, 17:15, 17:21, 18:21, 18:25, 19:26, 20:27.
ísland: Bjarki Sigurðsson 6, Alfreð GSslason 3, Kristján Arason 3, Jakob Sigurðs-
son 3, Þorgils Óttar Mathiesen 2, Sigurður Gunnarsson 1, Geir Sveinsson 1 og
Júlíus Jónasson 1/1. Valdimar Grímsson, Héðinn Gilsson.
Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 5 (þar af 1 til mótheija), Einar Þorvarðar-
son 3/1 (þar af 2/1 til mótherja).
Utan vallar: 10 mínútur.
Júgóslavia: Zlatan Saracevic 5, Veselín Vujovic 5/1, Mile Isakovic 5/2, Veselin
Vukovic 4, Irfan Smailiagic 4 og Iztok Puc 3.
Varin skot: Mirko Basic 9/1 (þar af 2 til mótheija), Goran ,.
Stojancic 5 (þar af 3 til mótheija). (W
Utan vallar: 12 mínútur. /.íí/
Áhorfendur: 1.950. ..''X/
Dómarar: Hoffmann og v - ’
Prause frá Vestur-Þýskalandi.
Morgunblaðið/Júlíus
Dæmigerð mynd fyrir leikinn gegn Júgóslöv-
um, eftir að Mirko Basic kom í markið.
Bjarki Sigurðsson hafði leikið frábær-
n lega, skorað úr öllum sex skotum
sínum, en Basic hreinlega lokaði á
p -r íslondingana — ver
1 hérfráBjarka.
Einar Porvarðarson
Guömundur Hrafnkelsson
Þorgils óttar Mathiesen
Bjarki Sigurösson
Jakob Sigurösson
GeirSveinsson
SigurðurGunnarsson
Alfreö Gíslason
Héöinn Gilsson
JúlíusJóonasson
„Fórum á taugum
- sagði Kristján Arason eftir sjö marka tapið gegn Júgóslavíu á laugardaginn
Einar Þorvarðarson:
„Við spiluðum mjög vel í 45
mínútur en misstum þá leikinn
úr höndum okkar, allt fór úrskeið-
is. Það er erfítt að segja hvers
vegna. Við „klárum“ ekki mark-
vörðinn, klikkum í hraðaupp-
hlaupum, veijum ekki skot, sem
við eigum að veija, fengum færi,
eþ nýttum þau ekki. Þetta er at-
vikaröð, sem gerist allt í einu.“
Javier Garcia, þjálfari lands-
liðs Spánar:
„Leikurinn var mjög góður, en
ísland missti undirtökin. Þar réði
mestu um breytingar varnarleiks-
ins hjá Júgóslövum og Basic í
markinu. Hinu má ekki gleyma
að Júgóslavar eru Júgóslavar,
þeir hafa titil að veija og eftir
tapið gegn okkur urðu þeir að
bjarga andlitinu með sigri gegn
íslandi. Sú vissa hefur eflast auk-
ið þeim kraft.“
Kristján Arason:
„Þetta var martröð í lokin. Ég
veit ekki hvað gerðist. Við vorum
með þetta og áttum að hafa þá.
Við skutum Basic í stuð, fórum
að skjóta of fljótt, þeir gengu á
lagið og svöruðu með árang-
ursríkum hraðaupphlaupum. Við
fórum á taugum, en verðum að
vona að heilladísimar verði með
okkur.“
Geir Svelnsson:
„Það gekk ailt vel, þegar við
spiluðum 4-2 í sókn, en svo kom
Basic í markið og lokaði því.
Staðan breyttist fljótt okkur í
óhag, en það er erfítt að spila
4-2, menn eru á stanslausri
keyrslu og útileikmennirnir þreyt-
ast. Eins er dýrkeyptara að gera
mistök. Þetta var ekki brot þegar
mér var vikið af velli í stöðunni
19:17. Ég tók boltann án þess að
bijóta á manninum, en datt á
hann i framhaldi af því. En úrslit-
in eru sorgleg.“
Þorgils Óttar Mathiesen:
„Við misstum stjórnina. í stað
þess að vera rólegir í stöðunni
vorum við of bráðir í sókninni.
Þeir breyttu f 6-0 [flata] vöm og
við aðlöguðum leik okkar ekki
nógu fljótt.“
Valdimar Grímsson:
„Það er auðvelt að spyija hvað
gerðist, en jafnerfítt að svara. Við
spiluðum vel, en svo fór allt í
baklás. Júgóslavamir töluðu um
fyrr í vikunni að þeir væm þreytt-
ir, en fengu frídag og hann nýtt-
ist þeim vel. Leikgleðin var fyrir
hendi, þeir fengu meðbyr og
gleymdu þreytunni.“
Guðmundur Guðmundsson:
„Þetta var reiðarslag — mikið
áfall. Það var mjög sárt að tapa
og munurinn var alltof mikill. Við
gerðum mistök, misstum boltann,
skutum alltof fljótt í stað þess að
halda boltanum — taugaspennan
tók völdin. En það þýðir ekkert
annað en að halda áfram.“
ekki gleyma að þeir em heims-
meistarar. Við vorum með leikinn
í okkar höndum, en vomm lélegri
síðustu 15 mínúturnar. Svona er
þetta í íþróttum. Stundum gengur
vel, stundum iila og nú gekk illa.
Það duga engar afsakanir, en við
höfum ekki sagt okkar síðasta
orð.“
I