Alþýðublaðið - 26.10.1932, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 26.10.1932, Blaðsíða 2
AfcfttÐUifáAÐíB Tog&rarnlr. Það þarf engum blöðum Um það að fletta, að. togararnir era 5 Hiikilvægustu framleiðslutæki Reykjavíkurborgar. Þegar þeir eins og nú er eru bundnir við • land eða iagðir inn í sund, þá eru svo að segja allir atvinnu1- lausir, þ. e. eigi eingöngu þeir, sem atvinnu hafa á siálfum tog- urunum, eða við > út- eða upp- skipun í sambandi við þá, eða fiskverkun í landi, heldur iðn- aðarmenn, kaupmenn, verzlunar- menn, já, svo að segja allir Reyk- víikingar. Það þarf því ekkj að fara mörgum orðum um, hve nauð- synlegt það er fyrir Reykjavík sem heild, að framleiðslutæki þessi séu ekki látin ónotuð. En reynslan er búin að sýna, að með- an einstakir menn eiga togarana, þá eru þeir iðulega stöðvaðír, og það ekki bara þegar útlitið er tvisýnt, því kornið hefir fyrir, að togari, seni sel'di fyrir 28 hund-- ruð sterlingspund í Englandi, var íátinn liggja hér í þrjár vikur, þó ekki væri um neina kaupdeilu að ræða. Það er ósköp skiljanlegt, að meðan togararnir eru einstakra manna eign, séu þeir ekki látniir ganga nezna þegar útlit er fyrir að gróði verði á útgerðinni, og það er jafnvel skiljanlegt líka, að íogaraeigendur láti skip sin ekki ganga, þegar útlit fyrir tap og gróða er jafnt, því þeim ber, að þeirrax áliti, ekki að hugsa um nema sjálfa sig. En með silíku háttalagi tapast mikið vinnuaíl í landinu, því þjóðarauðurinn verð- ur að sama skapi minni^ sem vinnudagarnir eru fleiri, sem era énotaðir. Þó svo virðist sem* heimta megi, að'togarar séu ekki stöðvaðir eftir 28 hundruð ^sterlingspunda sö!u, >á verður ekki gott að koma því við að skylda togaraeigendur til J»ess að gera skip sín út, þegar líkindi eru fyiir því að þeirra tlámi að tap verði á útgerðinni, og er því sýnilegt öllum, að ein- s*aklingseignarrétturiain, er hér beinJínis til hindrunar því, að «ukinn sé þióðarauðurinn, þ. e. að fólkið fái að vinna. Væru tog- ¦rarnir aftur á móti í opinberri 0fgn, t. d. eign landsins eða bæ|r wrtns (og hið síðarnefnda virðist failt svo eðlilegt hér í Reykja- ^k), mundu þeir alt af vera látnir ganga þegar fisk væri að hafa «g veðrin væru ekki þannig, að vei'ði þætti ekki viðeigandi vegna stíts á mönnunum. Togarar í einstakra manna eign •m leins og allir vita reknir eiin- aðngu vegna gróðans, sem eig- *mdurnir gera sér von um að fá, apróða, sem nemur nokkrum tug- «m þúsunda á ári þegar vel geng- i*í {en miklu minna að því er Vig- fés Guðmundsson frá Engey seg- Jafy. En ef togararnir væru opim- ier eign, væru þeir reknir af alt öðrum ástæðum, það ér vegna vinnunnar, sem fæst við notkun þeirra, því þeir era verkfæri' til þess að gera vinnuafl arðbært. Vinnan um borð í togurunUm og i landi í sambandi við þá nemur. að sögn um 200 þúsund krónum á hvert skip, og er á því auðséð, að rekstur togaránna er þýðingar- meiri fyrir almenning en fyrir útgerðai'mennina sjálfa, er nú eiga þá. Það er því auðvelt að skilja, að frá sjónarmiði almennimgs borgar togaraútgerðin sig, þó hún geri það ekki frá sjónarmiði út- gerðarmannsins, sem miðar alt við sína eigin persónu, p. e. við, hvort hann græðir á þvi, og gróði hans er misniunurinn á ölilum gjöldum og öllum tekjmu, þegar hið fyrnefnda 'er minna en hið síðamefnda. En gróðinn á tbgara frá hagsmunasjónarmiði alþýðu miðast við atvinnuna, er af hon- um hefst, en ekki við reiknings- legan gróða frá. auðvalds-sjónar- miði. Otgerðarmaður, sem hefir græft 5 þúsund krónur á einni ferð slcipsins, lætur það hætta veiðum, ef útlit er fyrir að eng- inn gróði verði á næstu ferð. Hann stiugur á sig S þúsund krónunuin og stöðvar skipið þann tíma, sem hann býst við að hann græöi ekki meitt, og við það tapa 50 eða 100 menn atvinnu uui tíma. Um togara, sem eru opin- ber eign, er annað mál, því góðu) tímarnir verða notaðir til þess að standast halla erfíðari tímanna, og sldpin alt af látin ganga. En af þessum orsökum, siem taldar hafa verið, er það orðin knýjandi nauðsyn að gera togar- ana að þjóðareign. Má segja, að hver einasti togarj, sem nú hanigir aðgerðarlaus við hlekkina, sé hrópandi tákn um heimskulegt fyrirkomulag auðvaldsþjóðfélags- ins, en ekki þarf að efast um, að' blö'ð þau, sem eru leigutól togara- eigendanna, haldi áfram að hrópa upp um hið gagnstæða, og er það skiljanlegt 'vel. En hitt mun al- menningi veita erfitt að skilja, hvers vegna VerMýðsblaðið er á móti ríkisrekstri og- bæjarrekstri, og hvers vegna það hefir flutt fantalegri lygar um bæjarútgerð- ^na í Hafnarfirði en sjálft Morg- unbláðið. ÓlafitFí FHdriksmn. Uppþotið á fðstndagskvðldlð og seradi^veinaif ssœdnrÍBin á mánndagskvöldid Fyiirspurn. Er það satt, að Brynjólfur Bjarnason sé búinn að eta o'fan í sig öll stóryrðin um Alþýðu- flokksforingjana á Isafirði, taka Ingólf Jónsson aftur í flokkiinn og éta ofan í sig að Ingólfur sé „verklýðssvikari", „kratabroddur" o.. fl. Spawll- Svctr: Blaðlinu er ekki kuninugt um að Brynjólfur sé búinn að éta þetta ofan í sig, en af því reynslan sýnir að hann er mjðg! lystugur á slíkt, er fregnin ekki með öllu ótrúleg. „Vísir" og „Verklýðsblaðiö" hafa getið1 mín í sambandi við.ó- læti s. 1. föstudag og fund sendi- sveina á mánudagskvöldið. Lang- aði mig því að biðja Alþýðu- .blaðið fyrir eftir farandi: Á föstudagskvöldið kom piltur úr Kommúnistaflokkníum til mín og sýndi mér bréf, er stjórn flokksins hafði sent út. Var ,í bréfinu fyrirskipun um, að félagar flokksins skyldu mæta á Alþýðu- flokksfundánum þá um kvöldið. Ég vissi hvað þessi' fyrárskipun hafði að þýða: Hún var bein fyrirskipun til sitrákanna*) í flokknum, að koma á fundinn og hafa þar ólæti í frammi. Vissi ég þetta af þeirri reynslu, er við verkamenn höfum af hegðUn þessa lýðs á fundum verklýðs- félaganna. — Á fundinium reyndu þeir að hleypa öllli í bál og brand. Andstæðingar- kommúnista gátu vaiila flutt ræður sínar fyrir öskri og óhljóðum og verkamenn, sem höfðu orð á því, hve ósæmi- leg þessi framkoma væri, urðu fyrar óþvegnustu aðdróttunum og hrindingum. Kvað svo tamt að þessu, að kvenfólki, sem sýndi andúð'g%gn framkomu strákanna, var hrint. En ekki tók betra við í fundar- lok, því þá höfðu hinir skipbrotnu atvinnumenn æsingalýðsins æst strákana svö upp, að þeir voru or.ðnir viti sínu fjær og brunnu í skinninu eftir tækifæri til að ráðast á einhvern og misþyrma. Gafst þeim og tækifærið, er ein- hver þeirra kom auga á Gísla frá Ási, þvi hann hefir veriði að' braska með „fasisma" hér und- anfarið og hafði auk þess tekið Sendisveinafélagið af kommúnist- um fyrir nokkra, vegna þess, hve fífIslega • þeir fóru að við þessa læskumenn í upphafi. Þyrptust nú ólátabelgirnir að Gísla og hróp- uðu að þeir skyldu „drepa hel- vítið", „henda honum í Tjömina" o. s. frv.. Ég vissi hve strákarnir vita lítið hvað þeir gera, þegar búið er að blinda þá af ofstæki, og'' notáði því tækifærið, er leik- urinn barst að dómkirkjunni, klifraði upp á styttu Hallgríms Péturssonar og talaði nokkur orð. Snerist nú athygli hinua æstu stráka að mér, en frá Gísla, og slapp hann burtu. Nokkur högg dundu á mér og aurkast, meðan ég talaði, en um 20 ungir jafn- aðiarmenn slógu hring um mig, svo ég gat lokið við það, sem ég ætlaði að segja. Meira sá ég ekki af Gísla þetta kvöld, Strakamir eltu mig með hótunum um limlestingu og bar- smíðar, eins og þeim er lagið, en er ég og félagar mínir höfðUm *) Ég nota þetta orð vegna þess, að „Verklýðsbiaðið" kall- ar þá einu nafni stráka. E, V. gengið nokkra stund og ekki svarað þeim, urðu þeir leiðir á athafnaleysinu og hafa víist farið heim til sín. Þetta er rétt frásögn of því, sem gerðist á föstudagskvöldið. Það er ilt, þegar til era menn. sem nota sér hinar hræðilegu að- stæður hins atvinnulausa æsku- lýðs, innprenta honum blóðugt hatur gegn öllu og öllum, sam- tökum foreldra þedrra og heim- ilunum, en þannig er það nú hér í Reykjavík. Þegar auðvaldsskipti- lagið hefir skapað með atvinnu- leysinu skilyrðin fyrjr niðurdrepi viljaþreks æskulýðsins, þá taka kommúnistarnir við og úrkynja hann með ofstæki sinu, haturs- kenningum og níðsögum. . Á mánudaginn sagói einn Ung- ur jafnaðarmaður, sem er í Sendi- sveinafélaginu, mér, að um kvöld- ið ætti að verða fundur í félag- inu, og væri kommúnistum boðið' þangað. — Ég hafði tvisvar áður ætlað að koma á fund hjá sendi- sveinunum, af því að ég hefi haft áhuga fyrir málefnum þeirra; var sjálfur sendisveinn í mörg ár og þekki því kjör þeirra vel, mintíst fyrstur á málefni þeirö&- í Verkamannafélaginu Dagsbrún; og þekki þá næstum alla. En í bæði skiftin hafði Gísli frá ÁsA meinað mér að sitja S fundunum. Vissi , ég að Gisli hafði fengif> skammir fyrir þetta hjá séndi- sveinum, og vildiégþvínúíþriðjja skiftið reyna, hvort ég fengi að sitja á fundinum, enda hvatti sendiswinniun, sem við mig tal- aði, mig til þess. Ég fór því á fundinn og gerði bo'ð fyrir Gísla. Ég spurði hann, hvort ég mætti sitja fundinn, ea hann svaraði: „Nei, því miður;-ég get ekki leyft þáð." Ég maldaði í móinn og kvað það einketmi- legt, að ég skyldi ekki fá að sitja fuödinn, þar sem kommúnist- um væri leyft að vera þar.. Komw. þá nokkrir sendisveinar og báðwt um að mér yrði leyfð fundarseta,. og lét hann þá undan. Fyrstur talaði Gísli. Ræða hanr snerti litið sem ekki málefni og kjör sendisveina. Þorsteinn Pét- ursson taláði næstur og f ór með ýmiskonar þvaðUr um sendisvein- ana og samtök þeirra, sem sendi- sveinarnir mótmæltu hver á fæt- ur öðrum. Þegar einn áhugasamur sendisveinn hafði talað um mál- efni sín og félaga sinina og lýst því, hvernig Haukur Björnsison (kommúnisti) hafði vanrækt fé- lagið og svikið tiitrú sendisveáin- anna, bað ég um orðið og fékk það. Ég' byrjaði ræðu mína með því að lýsa því fyrir piltunum (hús- ið var fullskipað), að öll mann- kynssagan væri í eðli sínu saga um stéttabaráttu og að undirstétt- ir reyndu að sækja frelsi sitt og

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.